Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 23. september 2020 Mál nr. S - 38/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn A og B ( Stefán Þórarinn Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 26. ágúst sl., höfðaði lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 25. febrúar sl. með ákæru á hendur A , fæddum , til heimilis að og B , fæddum , til heimilis að , síðdegis mánudaginn 15. apríl 2019, við veiðar á fiskiskipinu D , skipaskrárnúmer , við mynni F , á stað 56°59,2N - 020°25,6V, ákærði A sem skipstjóri og útgerðarmaður og ákærði B s em háseti, losað úr neti og hent aftur í sjóinn þremur fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Teljast brot ákærðu A sem skipstjóra og B sem háseta varða við 2. mgr. 2. gr., sbr. 23. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57, 1996, og brot ákær ða A sem útgerðarmanns við 2. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls Ákærðu krefjast báðir sýknu og þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun verjanda þeirra, greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls Landhelgisgæsla Íslands sendi Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru dagsetta 26. apríl 2019 á hendur ákærðu í máli þessu. Í kærunni kemur fram að mánudaginn 15. apríl 2019 hafi flugvél Landhelg isgæslunnar komið að grásleppubátnum D þar sem hann var á grásleppuveiðum á þeim stað sem í ákæru greinir. Fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var 2 kastað í sjóinn. Í kærunni er síðan rakið að æ tlað brot ákærðu varði við tiltekin ákvæði laga um umgengni við nytjastofna sjávar. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran er reist á og er hún meðal gagna málsins. Lögregla tók skýrslu af ákærða A 31. maí 2019 og neitaði hann þá að hafa hent fiski í sjóinn en tók fram að sumar tegundir sé ekki skylt að koma með í land. Hinn 13. nóvember 2019 tók lögregla skýrslu af ákærða B sem þá hafði réttarstöðu vitnis en ekki sakbornings. Þar kom fram að hann væri bróðir meðákærða A . Lýsti ákærði því að þeir hef ðu ekki kastað fiski í sjóinn sem ekki mátti henda. III Framburður fyrir dómi. Ákærði A kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þessari veiðiferð sem var hefðbundin en hann hafi verið að veiða grásleppu en bróðir hans hafi verið háseti. Hann kvað veiðina hafa verið litla þennan dag. Samkvæmt upplýsingum sem hann nálgaðist á vef Fiskistofu hafi hann hinn 14. apríl 2019 landað 599 kg af grásleppu, 3 kg af rauðmaga og 63 kg af þorski sem sé langt frá því að vera fullfermi. Ákærði bar að hann hafi fengið greitt fyr ir þann þorsk sem hann landaði og því haft fjárhagslega hagsmuni af því að landa þorski. Hann kvaðst ekki hafa verið í vandræðum með heimildir til að landa - heimild á þessari ve rtíð. Slík heimild fáist sem ákveðið hlutfall af lönduðum heildarafla og fyrir fisk sem landað er eftir slíkri heimild fáist greiðsla þó ekki sé hún jafnhá og almennt fæst á markaði en ákærði kvaðst þó ekki geta að fullu gert grein fyrir þeim reglum sem um þetta gilda. Þá benti ákærði á að í þorskkarinu sem hann var með í þessari ferð hafi verið pláss fyrir 200 kg til viðbótar. Hafnaði hann því alfarið að hafa hent þorski eða öðrum meðafla sem skylt er að landa enda hafi hann ekki haft nokkra ástæðu til þes s enda haft hag af því að landa slíkum afla. Að sögn ákærða kvaðst hann hafa verið á veiðum eins nærri landi og hann gat í þeim tilgangi að forðast eftir fremsta megni að fá þorsk í netin. Þá kvað ákærði háseta hafa hag af því að meðafla sé landað þar sem hann sé ráðinn á hlut. Almennt kvaðst ákærði fá ýmislegt í netin við veiðar á grásleppu og nefndi sem dæmi að þetta vor hafi hann fengið lax, lúðu, æðarflugl o.m.fl. Ákærði tók fram að honum þætti undarlegt að ákæra hann fyrir að henda þremur þorskum á sam a tíma og hann landar 63 kg af slíkum fiski. Eftir að myndband sem fylgir málinu hafði verið skoðað í réttinum treysti ákærði sér ekki til að staðfesta að báturinn á myndbandinu sé hans bátur enda sjáist númer hans ekki og ekki var hann viss um að hann haf i verið 3 um borð í þessum báti. Þá kvaðst hann hafa skoðað í tölvu sinni hvort hann var á veiðum á þessum stað á þessum degi en hann staðfesti að hann hafi verið á þessu svæði. Ákærði bar að þegar hann er á sjó standi hann alltaf stjórnborðsmegin í bátnum. Ákærði staðfesti lögregluskýrslu sem hann gaf vegna rannsóknar málsins. Ákærði kvaðst gera ráð fyrir að kæra þá ákvörðun Fiskistofu að áminna hann vegna þessarar veiðiferðar. Ákærði B mundi ekki sérstaklega eftir veiðiferðinni sem farin var þennan dag en bar um aflabrögð með líkum hætti og meðákærði. Þá lýsti hann því að aflinn væri ekki unninn um borð en þorskur væri blóðgaður og settur í kar. Að sögn ákærða hefur hann fjárhagslega hagsmuni af því að þorski sé landað enda fái hann hlut af aflaverðmæti en hann kvaðst ekki vita hvernig þorskurinn er verðlagður en engin sérstök fyrihöfn sé að koma með þorsk í land. Eftir að ákærði hafði skoðað myndbandið kvaðst ákærði ekki geta fullyrt að báturinn á myndbandinu sé bátur . Ákærði kvaðst ekki hafa séð hvað þ að var sem hent var í sjóinn. Vitnið H , skipstjórnarmaður hjá Landhelgisgæslunni, bar að báturinn sem er á D og þá séu til fleiri myndir sem staðfesti þetta. Vitnið bar að s á háttur væri hafður á að það væri metið við skoðun myndbanda hvað það er sem hent er í sjóinn og í þessu tilfelli hafi hann og aðrir sem voru um borð í flugvelinni sammála um að í þessu tilfelli hafi fiski verið hent í sjóinn. Í hans huga sé ekki vafi á þ ví að í þessi þrjú skipti sem sjást á myndbandinu hafi fiski verið hent. Vitnið bar að á sjöttu sekúndu myndbandsins hafi bolfiski verið hent en hvaða tegund treysti hann sér ekki til að segja til um. Næst sé einnig um bolfisk að ræða og loks taldi hann að í þriðja skiptið hafi flatfiski verið hent. IV Niðurstaða Líkt og að framan er rakið er ákærðu gefið að sök að hafa losað úr netum og hent aftur í sjóinn þremur fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að sök ákærð u sé sönnuð og vísar ákæruvaldið í þeim efnum til myndbandsupptöku af atvikinu og framburðar vitnisins H . Ákærðu neita báðir sök og byggja sýknukröfu sína á því að sök þeirra sé ósönnuð. Af hálfu ákærðu er einnig á því byggt að rannsókn málsins hafi verið verulega ábótavant. Við skýrslutöku fyrir dóminum báru báðir ákærðu að þeir treystu sér ekki til að fullyrða að báturinn á myndbandinu sem er meðal gagna málsins sé D sökum þess að einkennisstafir eða skipanúmer bátsins hafi ekki sést á upptökunni. Ákærðu báru þessu 4 ekki við hjá lögreglu þar sem þeir horfðu á myndbandið. Á myndbandinu má greinilega sjá grænan og hvítan bát á veiðum og á því sjást greinilega öll helstu einkenni bátsins. Það er mat dómsins að ákærðu hefðu átt að geta bent á einstaka hluti í bátnum sem ekki passa við D . Þá bar vitnið H - staðsetti hann á þeim stað sem myndbandið var tekið. Loks var þessu ekki hreyft í andmælum til Fiskistofu vegna fyrirhugaðrar áminningar sem síðar verðu vikið að. Að þessu virtu er það mat dómsins að myndbandið sé af nefndum bát og ákærðu þar um borð. Háttsemi ákærðu er, ef sök telst sönnuð, réttilega talin varða við 2. mgr. 2. gr. rða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Þá getur ráðhenna með reglugerð ákveðið að heimilt sé að varpa fyrir borð verðlausum fiski og innyflum, hausum og öðru . 468/2013, um nýtingu afla og aukaafurða, var sett með heimild í nefndri lagagrein og í 2. gr. reglugerðarinnar segir að heimilt sé að varpa fyrir borð þeim fisktegundum sem ekki eru háðar takmörkunum á leyfilegum heildarafla enda verði þær ekki taldar ha fa verðgildi. Samkvæmt framanrituðu er meginreglan sú að allan afla skuli koma með að landi en frá því er þó undantekning sbr. 2. gr. nefndrar reglugerðar. Kemur þá til skoðunar hvort sekt ákærðu sé nægilega sönnuð með því sem fram kemur í myndbandinu og framburði vitnisins H en önnur gögn sem rennt geta stoðum undir sekt ákærðu eru ekki í máli þessu. Myndbandið er um þrjár og hálf mínúta að lengd og á því er dagsetning, tími dags, staðsetning o.fl. Fremst í myndbandinu, kl. 16:18:19 má sjá að einhverju er varpað fyrir borð, næst eða kl. 16:20:09 er einhverju varpað fyrir borð og loks kl. 16:22:49. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að í öll skiptin hafi nytjafiskum, sem skylt er að koma með að landi, verið kastað í sjóinn. Ákærðu lögðu fram í málinu ám inningu sem Fiskistofa veitti ákærða A 25. september 2019 sem útgerðaraðila D , vegna þeirrar háttsemi sem hér er til umfjöllunar. Í ákvörðuninni kemur fram að útgerð bátsins hafi andmælt fyrirhugaðri áminningu en Fiskistofa telji að myndbandsupptaka sýni s vo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að umræddan dag kl. 16:20:09 hafi annar áhafnarmeðlima D kastað einum þorski fyrir borð og í sjóinn. Hins vegar er fallist á með útgerðinni að vafi sé um önnur tilvik sem túlka verði henni í hag. Því lítur Fiskistofa svo á að aðeins sé sannað að einum þorski hafi verið kastað í sjóinn og að um einstakt og einangrað tilvik hafi verið að ræða. Af þessu má sjá 5 að Fiskistofa treysti sér, eftir að hafa skoðað myndbandið, ekki til þess að fullyrða að í öll þrjú skiptin hafi nytj afiskum verið varpað í sjóinn. Hins vegar telur stofan ljóst að í eitt skipti hafi þorski verið varpað í sjóinn. Títtnefnt myndband er tekið úr flugvél Landhelgisgæslunnar sem var í töluverðri hæð sem ætla verður að sé ástæða þess að myndbandið er ekki sk ýrara en raun ber vitni. Áminning Fiskistofu sem rakin er hér að framan er til marks um það hversu erfitt er að fullyrða hverju var varpað í sjóinn í þessi þrjú skipti. Fellst dómurinn raunar á það sjónarmið Fiskistofu að í tvö skiptanna sé óvarlegt að ful lyrða að fiski sé varpað í sjóinn en í eitt skipti sé augljóst að um fisk er að ræða. Hins vegar er það mat dómsins, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, að ómögulegt að fullyrða að þorski hafi verið varpað fyrir borð. Stendur þá eftir hvort sannað sé að þ etta hafi verið nytjafiskur sem skylt var að koma með í land. Áður er rakið ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 468/2013 en þar er mælt svo fyrir að heimilt sé að varpa fyrir borð fisktegundum sem ekki eru háðar takmörkunum um leyfilegan heildarafla og hafa ekki verðgildi. Ákæruvaldið ber sönnunarbyrði fyrir sekt ákærðu sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála en ákærðu hafa staðfastlega fyrir dómi og við skýrslutöku hjá lögreglu neitað sök. Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn. Eru ákærðu því sýknaðir af kröfum ákæruvaldisins í máli þessu. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber að greiða málsvarna ralaun verjanda ákærðu úr ríkissjóði en samkvæmt yfirliti sækjanda féll ekki kostnaður á málið við rannsókn þess hjá lögreglu. Að teknu tilliti til umfangs málsins og þess tíma sem fór í ferðalög verjanda þykja málsvarnarlaun, að meðtöldum virðisaukaskatti , hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærðu, A og B , eru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Stefáns Ólafssonar lögmanns, 458.800 krónur greið ast úr ríkissjóði. 6 Halldór Halldórsson