Héraðsdómur Vesturlands Dómur 29. maí 2020 Mál nr. S - 255/2019 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Davíð Þ . Gunnarss y n i Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 31. október 2019 á hendur ákærða, Davíð Þ. Gunnarssyni, kt. ... , óstaðsettum í hús. Málið var dómtekið 25. maí 2020. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eftirtalin brot: 1. Umf erðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 8. september 2019 ekið bifhjólinu YY756 , sviptur öku réttindum, um bifreiðastæði N1 við Brúartorg í Borgarnesi. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðar laga nr. 50/1987. 2. Fíkniefnal agabrot, með því að hafa sunnudaginn 8. september 2019, átt og haft í vörslum sínum 7,27 g af metamfetamíni sem lögregla fann við leit í úlpu, í eigu ákærða, þegar afskipti voru höfð af honum við Ljómalind, Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Telst þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og t il greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að 7,27 g af metamfetamíni sem hald var lagt á við rannsókn málsins verði gerð upptæk með dómi samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 2 33/2001, með síðari breytingum. Fyrirkall á hendur ákærða hefur ítrekað verið gefið út en ekki hefur tekist að birta það fyrir honum. Samkvæmt heimild í 3. mgr. 156. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, var ákæra ásamt fyrirkalli birt í Lögbi rtingarblaðinu 22 . apríl 20 20 . Við þingfestingu málsins 25 . maí sama ár sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jaf na útivist ákærða til játningar hans, enda fer sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsins. Brot ákærða tel jast því s önnuð og réttilega heimfær ð til laga í ákæruskjali. 2 Ákærði Davíð Þór er fæddur í júní árið 1988. Samkvæmt sakavottorði sem liggur frammi ása mt gögnum málsins hófst brotaferill ákærða árið 2006 og hefur hann síðan þá endurtekið verið dæmdur til ýmist óskilorðsbundinnar eða skilorðsbundinnar refsivistar auk sekta. Ákærði hefur margsinnis verið sviptur ökurétti og nú síðast í nóvember 201 6 var ák ærði dæmdur í 7 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlögum , en hann var þá einnig sviptur ökurétti ævilangt. Með broti sínu nú hefur ákærði í áttunda sinn gerst sekur um akstur svi ptur ökurétti , en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður. Að virtum þessum sakaferli þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem lögreg la lagði hald á við rannsókn málsins. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og rekstri málsins. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Davíð Þ. Gunnarsson, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði sæti upptöku á 7,27 g af metamfetamíni . Guðfinnur Stefánsson