Héraðsdómur Vesturlands Dómur 14. maí 2020 Mál nr. S - 94/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Hörn Guðjónsdótt u r Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 31. mars 2020 á hendur ákærðu, Hörn Guðjónsdóttur, kt. ... , Hjallahlíð 19B, Mosfellsbæ . Málið var dómtekið 30 . apríl 20 20 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærð u fyrir eftirtalin brot: 1. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa nokkru fyrir hádegi sunnudaginn 9. febrúar 2020 ekið bifreiðinni UGX23, svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis ), á Bjargsvegi og Borgarbraut í Borgarbyggð. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., hvort tveggja sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa síðdegis sunnudaginn 9. febrúar 2020 ekið bi freiðinni UGX23, svipt ökurétti á Bjargsvegi í Borgarbyggð. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., hvort tveggja sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakar kostnaðar og til sviptin gar ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Fyrirkall í máli þessu var birt ákærð u 22 . apríl 20 20 . Við þingfestingu málsins 30 . sama mánaðar sótti ákærð a ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jafna útivist ákærð u til játningar h ennar , enda fer sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsins. Brot ákærð u teljast því sönnuð og réttilega heimfærð til laga í ákæruskj ali. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærð a frá árinu 201 6 gengist undir fjórar lögreglustjórasáttir fyrir brot gegn umferðarlögum. 2 Með brotum sínum nú hefur ákærð a í þriðja sinn gerst sek um akstur undir áhrifum áfengis og annað sinn akstur svipt ökurétti , e n ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður. Að öllu virtu þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verður ákærð a svipt ökurétti ævilangt. Loks verður ákærð a með vísan til. 235. gr. laga um meðferð sakamála dæmd til að greiða sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, svo sem greinir í dómsorði. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærð a , Hörn Guðjónsdóttir , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærð a er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærða greiði 65 . 364 krónur í sakarkostnað. Guðfinnur Stefánsson