Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 20. maí 2020 Mál nr. E - 155/2019 : Sara Lind Kristjánsdóttir ( Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður) g egn Félags - og skólaþjónust u A - Hún . ( Lára Valgerður Júlíusdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað 21. október 2019 og tekið til dóms 4. maí sl. Stefnandi er Sara Lind Kristjánsdóttir til heimilis að Heiðarbraut 10, Blönduósi. Stefndi er Félags - og skólaþjónusta A - Hún. bs., Túnbraut 1 - 3, Skagaströnd. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 6.171.960 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 287.960 krónum frá 1. október 2016 til 1. nóvember 2016, af 575.920 krónum frá þeim deg i til 1. desember 2016, af 863.880 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2017, af 1.151.840 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2017, af 1.439.800 krónum frá þeim degi til 1. mars 2017, af 1.690.200 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2017, af 1.996.940 krónum frá þeim degi til 1. maí 2017, af 2.266.120 krónum frá þeim degi til 1. júní 2017, af 2.572.860 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2017, af 2.869.560 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2017, af 3.166.260 krónum frá þeim degi til 1. september 2017, af 3.482.31 0 krónum frá þeim degi til 1. október 2017, af 3.759.660 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2017, af 4.056.360 krónum frá þeim degi til 1. desember 2017, af 4.353.060 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2018, af 4.649.760 krónum frá þeim degi til 1. febrú ar 2018, af 4.965.810 krónum frá þeim degi til 1. mars 2018, af 5.262.510 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2018, af 5.559.210 krónum frá þeim degi til 1. maí 2018, af 5.855.910 krónum frá þeim degi til 1. júní 2018, en af 2 6.171.960 krónum frá þeim degi ti l greiðsludags, allt að teknu tilliti til innborgunar 2. júlí 2018 að fjárhæð 372.131 króna. Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar veru lega. Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnanda. II Atvik máls Stefndi er byggðasamlag stofnað utan um rekstur félags - og skólaþjónustu í Austur - Húnavatnssýslu en að rekstrinum koma Blönduósbær , Húnavatnshreppur, Skagabyggð og sveitarfélagið Skagaströnd. Stefnandi er félagsmálastjóri hjá stefnda. Upphaflega var gerður tímabundinn ráðningarsamningur við stefnanda sem gilti samkvæmt efni hans frá 1. ágúst 2016 til 1. febrúar 2017. Stefnandi tók þr átt fyrir samninginn ekki við starfi félagsmálastjóra fyrr en 20. ágúst 2016. Fyrir þann tíma vann hún aðeins í tímavinnu með fráfarandi félagsmálastjóra stefnda. Hinn 17. maí 2018 gerðu aðilar síðan nýjan ótímabundinn ráðningarsamning. Samningarnir eru ná nast samhljóða en í þeim báðum kemur fram að um störf stefnanda gildi kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands, starfshlutfall hennar sé 100% og að hún sé í launaflokki 49. Stéttarfélag stefnanda sé Félagsráðgja fafélag Íslands. Þá er í þeim báðum tekið fram að stefnandi fái greiddar 25 fastar yfirvinnustundir á mánuði. Í síðari samningnum er síðan ákvæði þess efnis að gerður verði sérstakur samningur um bakvaktir með neyðarsíma. Slíkur samningur mun hafa verið ge rður og hefur stefnandi fengið greitt fyrir bakvaktir samkvæmt honum frá 1. júní 2018. Þegar stefnandi tók við starfi sínu 20. ágúst 2016, eftir að hafa starfað stuttan tíma með fráfarandi félagsmálastjóra, fékk hún afhentan bakvaktarsíma. Sá háttur var h afður á bakvöktum hjá stefnda á þessum tíma að félagsmálastjóri var á bakvakt mánudaga til föstudaga en fulltrúar í félagsmálaráði voru á bakvakt um helgar. Aðila greinir á um það hvort stefnanda hafi verið gerð grein fyrir því að bakvakt væri hluti af sta rfsskyldum hennar og greiðslur fyrir það væru innifaldar í 25 klukkustunda fastri yfirvinnu hennar. Í desember 2016 átti stefnandi fund með Magnúsi Jónssyni, þáverandi framkvæmdastjóra, stefnda, þar sem þau ræddu bakvaktir stefnanda og greiðslu fyrir þær. Kveður stefnandi Magnús ekki hafa tekið erindi hennar illa og málið hafi verið rætt af og til á árinu 2017 án þess að niðurstaða fengist í það. Í byrjun árs 2018 fór stefnandi 3 formlega fram á leiðréttingu á launum sínum vegna bakvaktanna. Fundur var haldi nn vegna þessa í janúar 2018 og í framhaldi af því áttu sér stað einhverjar viðræður milli aðila um greiðslur fyrir bakvaktir. Stefnandi leitaði síðar liðsinnis stéttarfélags síns og gerði í framhaldi af því formlega kröfu um greiðslu fyrir bakvaktir. Stef ndi bauð stefnanda greiðslu fyrir bakvaktirnar en stefnandi þáði ekki það boð og höfðaði síðan mál þetta. III Málsástæður og lagarök Af hálfu stefnanda er vísað til þess að hún hafi tekið við starfi félagsmálastjóra hjá stefnda, fyrst með tímabundinni ráð ningu í sex mánuði og síðar hafi verið gerður ótímabundinn ráðningarsamningur. Laun hennar hafi verið samkvæmt kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Í grein 2.5 í nefndum kjarasamningi, sem óumdeilt sé að mi ða beri við hvað starfskör hennar varði, sé fjallað um bakvaktir. Þar komi fram að starfsmaður eigi rétt á 33,33% bakvaktarálagi sem og frí sem starfsmaður eigi rétt á vegna reglubundinna bakvakta. Jafnframt komi þar fram að bakvaktargreiðsla falli niður þ ann tíma sem yfirvinnukaup er greitt. Stefnandi heldur því fram að óumdeilt sé að hún hafi staðið þær bakvaktir sem krafa er gerð um að hún fái greitt fyrir og greiðslan skuli vera samkvæmt kjarasamningi þeim sem áður er vísað til. Hún hafi hins vegar ekki fengið greitt fyrir bakvaktirnar eða þær vinnustundir sem hún vann en átti með réttu að vera í fríi vegna reglubundinna bakvakta á tímabilinu ágúst 2016 til og með maí 2018. Stefnandi byggir á því að hún hafi verið í launaflokki 49 og með 8% persónuálag. Á árinu 2016 til og með maí 2017 hafi dagvinnutaxti hennar verið 3.757 krónur og 33,33% af þerri fjárhæð nemi 1.252. krónum. Frá 1. júní 2017 til og með 31. maí hafi laun hennar í dagvinnu verið 3.870 krónur og 33,33% af þeirri fjárhæð sé 1.290 krónur. Mið ar stefnandi við að hún hafi verið á bakvakt 15 klukkustundir á sólarhring fjóra daga vikunnar, mánudag til fimmtudags. Kveður stefnandi óumdeilt að stefnda hafi borið að greiða henni fyrir bakvaktir frá og með 1. september 2016 til og með 31. maí 2018. St efnandi sundurliðar kröfu sína í samræmi við það sem að framan er rakið. Miðast krafan því við hversu marga daga, mánudag til fimmtudags, í hverjum mánuði hún var á bakvakt. Miðar stefnandi við að hver bakvaktardagur sé 15 klukkustundir og finnur þannig út hversu margar klukkustundir í hverjum mánuði hún var á bakvakt. Frá 4 þessum tímafjölda dregur hún síðan 25 klukkustundir sem eru yfirvinnustundir sem hún fékk greiddar í hverjum mánuði. Tímagjald fyrir hverja klukkustund er síðan 33,33% af dagvinnukaupi á hverjum tíma. Samkvæmt framanrituðu sundurliðar stefnandi kröfu sína fyrir september 2016 þannig að hún hafi verið við störf 1. til 30. september og bakvaktardagar í þeim mánuði 17 talsins. Dagafjöldinn er síðan margfaldaður með 17 vinnustundum og útkoman því 255 vinnustundir. Frá þeirri tölu eru dregnir 25 yfirvinnutímar og niðurstaðan því 230 stundir. Sú tala er síðan margfölduð með 1.252 krónum (33.33% af dagvinnutaxta). Því nemi krafa hennar vegna september 2016 287.960 krónum. Með sama hætti er síðan a llt tímabilið frá september 2016 til og með maí 2018 sundurliðað að teknu tilliti til launahækkana. Krafa stefndu vegna október 2017 er 287.960 krónur. Vegna nóvember 2017 287.960 krónur. Vegna desember 2017 287.960 krónur. Vegna janúar 2017 287.960. krónu r. Vegna febrúar 2017 250.400 krónur. Vegna mars 2017 306.740 krónur. Vegna apríl 2017 269.180 krónur. Vegna maí 2017 306.740 krónur. Vegna júní 2017 296.700 krónur. Vegna júlí 2017 296.700 krónur. Vegna ágúst 2017 316.050 krónur. Vegna september 2017 2377 .350 krónur. Vegna október 2017 296.700 krónur. Vegna nóvember 2017 296.700 krónur. Vegna desember 2017 296.700 krónur. Vegna janúar 2018 316.050 krónur. Vegna febrúar 2018 296.700 krónur. Vegna mars 2018 296.700 krónur. Vagna apríl 2018 296.700 krónur. Ve gna maí 2018 316.050 krónur. Stefnandi byggir á því að hún eigi kröfu á hendur stefnda vegna ógreiddra bakvakta að fjárhæð 1.151.840 krónur vegna ársins 2016, 3.497.820 krónur vegna 2017 og 1.522.200 krónur vegna 2018 eða samtals 6.171.960 krónur. Til frá dráttar komi síðan greiðsla frá stefnda 2. júlí 2018 að fjárhæð 372.131 króna. Hvað lagarök varðar vísar stefnandi til laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups og almennra reglna í vinnurétti um rétt launþega til greiðslu launa. Þá vísar hann til kjarasamnin gs milli Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Krafa um dráttarvexti er reist á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 en upphafsdagur dráttarvaxta tekur mið af því að laun hennar eru greidd eftir á. Hver launagreiðsla hafi því gjaldfa llið fyrsta dag næsta mánaðar eftir að vinnan var unnin, þannig sé upphafsdagur dráttarvaxta vegna launa í september 2016 1. október 2017 og svo koll af kolli. Af hálfu stefnda er á því byggt að hann hafi staðið við allar launaskuldbindingar sínar gagnvar t stefnanda samkvæmt þeim kjörum sem um var samið á sínum tíma. Í 5 upphaflegum ráðningarsamningi komi ekki fram að stefnandi skuli fá greitt tímakaup fyrir bakvaktir. Aðilar hafi samið um að stefnandi fengi greitt fyrir 25 yfirvinnustundir á mánuði fyrir al lt ónæði sem yrði utan daglegs vinnutíma. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi haft mikið sjálfstæði í starfi sem félagsmálastjóri. Hún hafi því sjálf stýrt fyrirkomulagi símavaktar án afskipta stefnda en sama fyrirkomulag hafi verið á símavakt og áður hafði verið í tíð forvera hennar. Áður en stefnandi hóf störf hafi hún um tíma starfað með forvera sínum og þá fengið nákvæmar upplýsingar um starfið, m.a. um fyrirkomulag bakvakta sem fyrrverandi félagsmálastjóri hafði sjálfur komið á. Stefnanda hafi því verið fullljóst við ráðningu hennar að það væri hluti af starfi hennar að vera með bakvaktarsímann á virkum dögum. Fulltrúar í félagsmálaráði hafi síðan skipst á að hafa símann um helgar. Stefnandi hafi ekki gert athugasemdir við þetta. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi fengið greidd laun fyrir símavaktir samkvæmt ráðningarsamningi aðila og hún fengið greidd laun fyrir vaktir sem hún stóð. Stefndi byggir á því að honum sé ekki skylt að greiða stefnanda laun umfram það sem um var samið í ráðningarsa mningi. Ráðningarsamningurinn mæli fyrir um að stefnda fái greiddar samtals 25 yfirvinnustundir á mánuði, m.a. fyrir að standa bakvaktir. Bakvaktir hafi þannig verið hluti af óskilgreindri yfirvinnu stefnanda og þess getið í ráðningarsamningi. Stefndi vísa r þessu til stuðnings til þess að í fjárhagsáætlun hans sé ekki gert ráð fyrri sérstökum greiðslum fyrir vaktirnar en fjárhagsáætlun sé unnin í samráði við félagsmálastjóra. Að mati stefnda var stefnanda fullkunnugt um ráðningarkjör sín þegar hún tók við s tarfi félagsmálastjóra. Stefndi kveðst ekki hafa forsendur til að meta hvort vaktaálag hafi verið mikið eða lítið, enda hafi stefnandi ekki lagt fram nein gögn um ónæði sem hún varð fyrir þegar hún var á bakvakt. Hún hafi hins vegar lagt fram vinnutímaskr áningu sína þar sem útköll hennar eru skilmerkilega skráð. Stefnandi hafi síðan fengið sérstaklega greitt fyrir útköll. Stefndi telur að með hliðsjón af fólksfjölda í sveitarfélögunum megi ætla að ónæði af bakvöktunum hafi verið minni háttar. Fjöldi útkall a á ráðningartíma stefnanda sé til marks um þetta. Stefnandi hafi á árinu 2016 fengið greidd útköll í yfirvinnu í 10 klukkustundir, 2017 hafi greiddar stundir verið 41 og loks hafi stundirnar verið 8 á árinu 2018. Að sama skapi bendi fjöldi yfirvinnustunda hjá forvera stefnanda til þess að ónæði af bakvakt hafi verið takmarkað. Loks bendir stefndi á að stefnandi hafi sjálf haft frumkvæði að því að takmarka enn frekar ónæði af bakvaktinni með því að mæla svo 6 fyrir að eingöngu skyldi svara símtölum frá neyðar línunni. Þetta sýni að stefnda hafði stjórn yfir bakvaktinni. Af hálfu stefnda er því mótmælt að óumdeilt sé að stefnandi hafi staðið þær bakvaktir sem hún krefst greiðslu fyrir líkt og fram kemur í stefnu. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögnum það hv enær hún á að hafa staðið hverja bakvakt fyrir sig. Um það sé ekki einu sinni óformleg samtímaskráning á vöktunum, sem vel að merkja stefnandi hafði forræði á að skipuleggja. Skortur á gögnum um þetta sé á ábyrgð stefnanda og leiði til sýknu af kröfum henn ar. Stefndi byggir einnig á því að stefnanda hafi sjálfri borið að gæta að því að ráðningarfyrirkomulag stæðist ákvæði kjarasamnings og laga. Stefnandi hafi tekið við stjórnunarstarfi með margbreytilegum verkefnum þar sem hún hafi mannaforráð og bar ábyrgð á fjármunum og tímanotkun vegna þeirra starfa sem undir hana heyrðu. Stefnanda, sem félagsmálastjóra, hafi því borið að skipuleggja bakvaktir og frítöku starfmanna en þetta sé hluti af stjóranendahlutverki hennar. Stefnandi hafi því sjálf stjórnað því hve rnig vinnutíma hennar skyldi varið innan þess ramma sem ráðningarsamningur og starfsskyldur buðu. Stefndi reisir kröfur sínar einnig á því að krafa stefnanda sé niður fallin vegna tómlætis. Hafi stefnandi haft athugasemdir við fyrirkomulag bakvakta eða gre iðslur fyrir þær var henni í lófa lagið að koma þeim á framfæri strax í upphafi. Það hafi hún ekki gert. Hún hafi hins vegar skilað vinnuskýrslum fyrir hvern mánuð sem síðan urðu grundvöllur á uppgjöri launa hennar. Þar hafi hún ekki skráð bakvaktir. Stefn andi hafi ekki gert athugasemdir við laun fyrir bakvaktir fyrr en hún hafði verið meira en ár í starfi. Fyrstu athugasemdir sem stefnandi bar upp við framkvæmdastjóra stefnda vegna bakvakta voru að hún gerði breytingu á fyrirkomulaginu haustið 2017. Þessi breyting sé jafnframt dæmi um það sjálfstæði sem stefnandi naut í starfi sínu en hún hafi haft fyrirkomulag bakvakta á forræði sínu. Af hálfu stefnda hafi ekki verið gerðar athugasemdir við breytinguna, enda hafi stefnandi ráðið þessu. Stefndi telur að með atferli stefnanda hafi hún gefið til kynna að hún væri sátt við það fyrirkomulag sem fram kemur í ráðningarsamningi líkt og forveri hennar var. Þannig hafi skapast traust milli aðila um þá framkvæmd bakvakta sem var á þessum tíma. Tómlæti stefnanda leiði til þess að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda. Varakröfu sína um lækkun fjárkröfu stefnanda byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn um það hvenær hún var á bakvakt. Skortur á gögnum halli 7 á stefnanda. Þá vísar stefndi til þess að stefnandi hafi fengið greitt fyrir útköll í yfirvinnu, tíu klukkustundir 2016, 41 stund 2017 og átta stundir 2018. Stefnandi dragi greiðslur vegna þessa frá fjárkröfu sinni en gæti ekki að því að draga þennan tímafjölda frá fjölda bakvaktartíma sem hún gerir kröfu um að fá greitt fyrir. Að mati stefnda er ljóst að starfsmaður geti ekki þegið laun fyrir bakvakt á sama tíma og hann fær greitt fyrir útkall. Stefndi telur að ef fallist verður á að stefnandi eigi rétt á greiðslum vegna bakvakta sé rétt að ta kmarka kröfu hennar við 2.434.493 krónur en þessi fjárhæð sé fundin með því að taka tillit til greiðslna til stefnanda fyrir yfirvinnu og útköll en þessar greiðslur komi fram á launaseðlum stefnanda. Stefndi gerir athugasemdir við að stefnandi hafi lagt f ram sáttarboð sem gert var eftir að stefnandi hafði gert kröfu um greiðslu vegna bakvaktanna. Stefnandi mótmælir því sérstaklega að í sáttarboðinu hafi falist viðurkenning á greiðsluskyldu. Hvað lagarök varðar vísar stefndi til meginreglna vinnu - , kröfu - o g samningaréttar um skuldbindingargildi loforða og skyldu til að efna samninga. Krafa um málskostnað úr hendi stefnanda er reist á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála. IV Niðurstaða Stefnandi undirritaði ráðningarsamning við stefnda 14. júlí 2016 þ ar sem fram kemur að stefnandi hefji störf 1. ágúst sama ár. Samningurinn var undirritaður með þeim fyrirvara að stefnandi fengi sig lausa úr þáverandi starfi sínu. Úr varð að stefnandi tók við starfi félagsmálastjóra stefnda í lok ágúst 2016. Upphaflegur ráðningarsamningur var tímabundinn og gilti til 1. febrúar 2017. Nýr ráðningarsamningur var hins vegar ekki gerður fyrr en 15. maí 2018 og er hann ótímabundinn. Aðilar eru sammála um að tímabundinn samningur aðila hafi framlengst þar til nýr samningur, sem er í öllum aðalatriðum samhljóða eldri samningi, var gerður. Samhliða nýjum samningi sömdu aðilar um greiðslu til stefnanda vegna bakvakta en um leið var komið á nýju fyrirkomulagi á bakvöktum og tók það gildi 1. júlí 2018. Í upphaflegum ráðningarsamningi aðila, sem gildir um það tímabil sem hér skiptir máli, segir að stefnandi sé ráðin félagsmálastjóri stefnda. Um samninginn gildi kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands og að stéttarfélag stefnanda sé Félagsráðgjafa félag Íslands. Mælt er fyrir um launaflokk stefnanda og þá kemur fram að starfshlutfall hennar sé 100% auk þess er vinnutímaskipulag sagt vera dagvinna. Þá er þess getið að stefnandi fái 25 fasta 8 yfirvinnutíma á mánuði. Í samningnum er hins vegar ekki með nokkrum hætti vikið að bakvöktum. Í nefndum kjarasamningi sem stefnandi tók laun eftir er í grein 2.5 ákvæði um bakvaktir. Þar segir í grein 2.5.1 að með bakvakt sé átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn til að sinna útkalli. Varðandi greið slu fyrir bakvakt er vísað til greinar 1.6.2 en þar kemur fram að vaktaálag greiðist af dagvinnukaupi og skuli vera 33,33% frá kl. 00:00 til 08:00 þriðjudaga til föstudaga. Sama álag er vegna bakvakta frá kl. 17:00 til 24:00 mánudaga til fimmtudaga. Í gein 2.5.2 segir að starfsmaður eigi rétt á fríi í stað greiðslu álags fyrir bakvaktir og þar er nánar tilgreint hvernig það er útfært. Ekki er ágreiningur milli aðila um hvert tímakaup stefnanda var á því tímabili sem um er deilt og þá verður ekki annað ráði ð en að þeir séu sammála um að álag vegna bakvakta skuli vera 33,33% þó svo að þeir deili um það hvort stefnandi eigi rétt til greiðslu fyrir bakvaktir. Að framan er rakið að stefndi telur að aðilar hafi samið um að stefnandi fengi greitt fyrir 25 yfirvinn ustundir á mánuði og með þeirri greiðslu væri greitt fyrir allt ónæði og alla vinnu sem stefnandi innti af hendi utan hefðbundins vinnutíma. Stefnandi heldur því hins vegar fram að bakvaktir væru ekki innifaldar í yfirvinnustundunum. Fyrrverandi félagsmál astjóri stefnanda, Auður Sigurðardóttir, gaf skýrslu fyrir dóminum og kom fram í vætti hennar að hún hafi verið félagsmálastjóri stefnda í um áratug. Hún hafi ekki frekar en aðrir félagsmálastjórar minni sveitarfélaga þegið sérstakar greiðslur vegna bakvak tar en hún hafi reynt að taka út frí sem hún átti rétt á vegna þeirra. Virðist hún því hafa nýtt sér rétt sinn til frítöku sem mælt er fyrir um í grein 2.5.2 í nefndum kjarasamningi. Vitnið kvaðst hafa unnið með stefnanda í þrjá daga í lok ágúst 2016 og á þeim tíma hafi hún kynnt stefnanda starfið. Taldi vitnið víst að hún hafi gert stefnanda grein fyrir því að hún hafi ekki fengið greitt fyrir bakvaktir en greitt hafi verið fyrir útköll. Leit vitnið svo á að ef hringt var í bakvaktarsímann og hún gat leyst erindið án þess að fara að heiman þá félli sú vinna undir þær yfirvinnustundir sem hún fékk greiddar. Magnús Jónsson var framkvæmdastjóri stefnda þegar stefnandi var ráðin félagsmálastjóri stefnda. Í skýrslu hans fyrir dóminum kom fram að hann hafi ásamt fleirum valið stefnanda úr hópi umsækjenda um starfið. Hann taldi víst að hann hafi ritað ráðningarsamninginn en fyrrverandi félagsmálastjóri hafi síðan undirritað hann fyrir 9 hönd stefnda. Vitnið kvaðst í ráðningarviðtali við stefnanda hafa rætt starfið vi ð hana en Auður Sigurðardóttir hafi farið dýpra í hlutverk og verkefni. Samkvæmt ráðningarsamningi milli aðila giltu ákvæði nefnds kjarasamnings um starfskjör stefnanda hjá stefnda. Ljóst er að í ráðningarsamningnum er ekki með nokkru móti vikið að bakvökt um, hvorki að skyldu stefnanda til að standa þær né greiðslu fyrir staðnar bakvaktir. Áður er vikið að framburði vitnisins Auðar Sigurðardóttur, fyrirrennara stefnanda í starfi. Lýsti hún því með hvaða hætti hún leit á bakvaktir og greiðslur fyrir þær. Ste fnandi bar hins vegar fyrir dóminum að ekkert hafi verið vikið að bakvökum áður en hún skrifaði undir ráðningarsamninginn og þá hafi vitnið Auður ekki gert henni grein fyrir fyrirkomulagi bakvakta fyrr en degi áður en hún tók við starfinu. Auður hafi sagt henni að yfirvinnustundirnar væru til þess að hækka laun hennar en bakvaktir hafi ekki verið ræddar í því samhengi. Að mati dómsins verður stefndi að bera sönnunarbyrði fyrir því að aðilar hafi samið um að títtnefndar yfirvinnustundir hafi falið í sér greiðslu fyrir bakvaktir. Áður er vikið að því að í kjarasamningi þeim sem gilti um starfskjör stefnanda eru ákvæði um greiðslur fyrir bakvaktir. Í grein 2.5.7 í samningnum kemur fram að starfsmaður og forráðamaður stofnu nar/sveitarfélags geti með skriflegu samþykki beggja samið um annað fyrirkomulag greiðslu fyrir bakvaktir en mælt er fyrir um í kjarasamningnum. Slíkt skriflegt samkomulag gerðu aðilar máls þessa ekki. Vætti Auðar Sigurðardóttur, sem fær nokkra stoð í fram burði Magnúsar Jónssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra, í þá veru að hún hafi gert stefnanda grein fyrir fyrirkomulagi greiðslna fyrir bakvaktir dugar að mati dómsins ekki til þess að líta svo á að samkomulag hafi tekist um greiðslur fyrir bakvaktirnar. Eng in efni eru til að efast um að stefnandi hafi verið á bakvakt á þeim tíma sem mál þetta tekur til þrátt fyrir að hún hafi ekki lagt fram nein skrifleg gögn því til stuðnings enda var stefnanda ljóst að fyrrverandi félagsmálastjóri hafði staðið slíkar vakti r og að stefnandi tók við vaktsíma um leið og hún tók við starfinu. Verður stefndi því ekki sýknaður á þeim grunni að stefndi hafi staðið við allar skuldbindingar sínar samkvæmt ráðningasamningi aðila. Stefndi byggir einnig á því að stefnandi hafi sjálf át t að gæta að því að ráðningarfyrirkomulag stæðist ákvæði kjarasamnings og laga. Hún hafi verið í stjórnunarstarfi með margbreytileg verkefni, mannaforráð og borið ábyrgð á fjármunum. Hún hafi því sjálf átt að skipuleggja vaktir og frítöku starfsmanna. Við skýrslutökur fyrir dóminum kom fram að tveir starfsmenn starfa með stefnanda, annar í hálfu starfi en hinn 10 í 25% starfshlutfalli. Þrátt fyrir að stefnandi hafi, stöðu sinnar vegna, hugsanlega getað látið samstarfsmenn sína standa gæsluvaktir er ekkert sem bendir til þess að það hefði hún getað gert án þess að stefnda væri skylt að greiða fyrir vaktirnar. Vera kann að það hafi verið í verkahring stefnanda að gera fjárhagsáætlanir um það og þar hafi verið rétt að gera ráð fyrir greiðslum fyrir bakvaktir en í málinu liggur ekkert frammi hvað þetta varðar. Verður því ekki fallist á það með stefnda að stefnandi hafi, stöðu sinnar vegna, fyrirgert rétti sínum til greiðslu vegna bakvakta. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu einnig á því að stefnandi hafi sýnt af sé r tómlæti við að halda fram kröfu sinni. Stefnandi ræddi fyrst við Magnús Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóra stefnda, um bakvaktir í lok árs 2016. Síðan nokkrum sinnum eftir það. Þá kom fram hjá Magnúsi að ástæða þess að ekki var gerður nýr ráðningarsamni ngur við stefnanda hafi m.a. verið sú að ekki hafi fundist lausn á því hvernig farið skyldi með bakvaktir fyrr en um vorið 2018. Verður því ekki séð að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að leiði til sýknu. Með vísan til þess sem að framan er rakið e r það niðurstaða dómsins að stefnda beri að greiða stefnanda fyrir bakvaktir. Krafa stefnanda er sundurliðuð í stefnu og þar er þess gætt að í hverjum mánuði eru dregnar frá þær yfirvinnustundir sem stefnandi fékk greitt fyrir. Er dómkrafa stefnanda því te kin til greina eins og hún er fram sett. Þó þannig að fallast verður á með stefnda að lækka beri kröfuna um 10 klukkustundir á árinu 2016, 41 klukkustund á árinu 2017 og fjórar á árinu 2018 en þessar stundir fékk stefnandi greiddar vegna útkalla og getur þ á ekki á sama tíma fengið greitt fyrir bakvakt, sbr. grein 2.5.3 í kjarasamningi aðila. Í skjölum málsins má sjá í hvaða mánuðum útköllin voru og lækka kröfur stefnanda í þeim mánuðum eins og í dómsorði greinir. Ekki eru efni til að lækka kröfu stefnanda f rekar en stefndi hefur ekki í málatilbúnaði sínum útlistað hvers vegna krafa stefnanda ætti að nema þeirri fjárhæð sem hann nefnir í greinargerð sinni. Þar lætur hann við það sitja að vísa til þess að við útreikning á þeirri tölu hafi verið tekið tillit ti l greiðslna fyrir yfirvinnu og útköll. Að fenginni þessari niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna. Af hálfu stefnanda flutti málið Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður en af hálfu stefnda Lára V. Júlíusdóttir lögmaður. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 11 Dómsorð : Stefndi, Félags - og skólaþjónusta A - Hún., greiði stefnanda, Söru Lind Kristjánsdóttur, 6.102.188 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 287.960 krónum frá 1. október 2016 til 1. nóvember 2016, af 563.400 krónum frá þeim degi til 1. desember 2016, af 851.360 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2017, af 1.139.320 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2017, af 1.411.004 krónum fr á þeim degi til 1. mars 2017, af 1.661.404 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2017, af 1.963.136 krónum frá þeim degi til 1. maí 2017, af 2.232.316 krónum frá þeim degi til 1. júní 2017, af 2.534.048 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2017, af 2.830.748 krónu m frá þeim degi til 1. ágúst 2017, af 3.111.968 krónum frá þeim degi til 1. september 2017, af 3.428.018 krónum frá þeim degi til 1. október 2017, af 3.705.368 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2017, af 4.002.068 krónum frá þeim degi til 1. desember 201 7, af 4.293.608 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2018, af 4.585.148 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2018, af 4.901.198 krónum frá þeim degi til 1. mars 2018, af 5.192.738 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2018, af 5.489.438 krónum frá þeim degi til 1 . maí 2018, af 5.786.138 krónum frá þeim degi til 1. júní 2018, en af 6.102.188 krónum frá þeim degi til greiðsludags, að frádreginni innborgun 2. júlí 2018 að fjárhæð 372.131 króna. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Halldór H alldórsson