Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 29. janúar 2020 Mál nr. S - 71/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson fulltrúi ) g egn Kristófer Fannar Axelsson ( enginn ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 21. janúar sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, 12. júlí 2019 , með ákæru á hendur Kristófer Fannari Axelssyni , fæddum , til heimilis að , til dvalar að , ,,fyrir umferðarlagarbrot með því að hafa, að kvöldi mánudagsins 17. júní 2019 ekið bifreiðinni VN - 246 sviptur ökurétti suður Norðurlandsveg við Uppsali í Akrahreppi í Skagafirði. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umfer ðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar II Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 21 . janúar sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærða sjálfum á lögmætan hátt 9 . janúar sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er raki ð að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði átta s innum áður sætt refsingu. Snemma árs 2012 gekkst ákærði undir greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í eitt ár vegna ölvunar við akstur. Hinn 24. febrúar 2015 gekkst hann undir á ný undir greiðslu sektar 2 vegna aksturs undir áhrifum f íkniefna auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Í framlögðu sakavottorði kemur fram að hann hafi í þetta sinn verið sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti . Þessi skráning er röng enda var sviptingin sem hann hlaut á árinu 2012 liðin. Auk þess liggur f rammi í málinu yfirlit um ferli ökuréttinda ákærða og af því verður ráðið að á k ærði var ekki sviptur ökurétti þegar hann framdi brot það sem lauk með sátt 24. febrúar 2015. Hinn 3. mars 2017 gekkst ákærði undir greiðslu sektar vegna aksturs sviptur ökurétt i. Seinnihluta árs 2017 var ákærði dæmdur fyrir brot g egn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en honum var þá ekki gerð sérstök refsing. Í janúar 2018 gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun fyrir akstur sviptur ökurétti. Þá gekkst hann í þrígang á síða sta ári undir sáttir vegna aksturs án ökuréttar þar af einu sinni að auki fyrir að hafa ekið umfram leyfilegan hámarkshraða. Samkvæmt framanrituðu er ákærði nú í þriðja sinn sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti þannig að ítrekunaráhrifa gætir milli br ota hans. Ber því með hliðsjón af áralangri dómvenju að dæma hann í 30 daga fangelsi. Sakarkostnaður hefur ekki fallið til við meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra . Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði Kristófer Fannar Axelsson , sæti fangelsi í 30 daga. Halldór Halldórsson