Héraðsdómur Suðurlands Dómur 1 6 . október 2020 Mál nr. S - 723/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri ) g egn X ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dags. 3. desember 2019, á hendur X I. fyrir fjárdrátt með því að hafa á tímabilinu 1. nóvember 2010 til 5. febrúar 2016 í starfi sínu A , í auðgunarskyni, dregið sér fé af reikningum B , samtals að fjárhæð 1.751.177 krónur, og hagnýtt í eigin þágu með millifærslum á eigin reikninga sem og reikninga [...] og [...] og með greiðslum á eigin skuldbindingum sem sundurliðast með eftirgreindum hæt ti, svo sem hér greinir: Tilvik Dagsetning Úttektarreikn. Fjárhæð Skýring Innleggsreikn. Eigandi Kennitala 1 01.11.10 [...] 8.800 kr. Sími [...] [...] [...] 2 01.11.10 [...] 12.681 kr. Sími [...] [...] [...] 3 01.11.10 [...] 690 kr. Reikningur [...] [...] [...] 4 01.11.10 [...] 4.882 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 5 05.12.11 [...] 45.000 kr. [...] [...] [...] 6 01.02.12 [...] 71.902 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 7 01.02.12 [...] 1.902 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 8 01.02.12 [...] 35.007 kr. Húsnæðislán [...] [...] [...] 9 29.2.2012 [...] 30.180 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 10 29.2.2012 [...] 10.405 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 11 29.2.2012 [...] 23.117 kr. Sími [...] [...] [...] 12 29.2.2012 [...] 5.122 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 13 02.04.12 [...] 10.055 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 2 14 02.04.12 [...] 22.138 kr. Sími [...] [...] [...] 15 02.04.12 [...] 609 kr. Reikningur [...] [...] [...] 16 02.04.12 [...] 30.081 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 17 02.04.12 [...] 5.122 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 18 04.05.12 [...] 60.000 kr. [...] [...] [...] 19 01.06.12 [...] 100.000 kr. [...] [...] [...] 20 30.11.12 [...] 4.519 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 21 30.11.12 [...] 15.106 kr. Sími [...] [...] [...] 22 30.11.12 [...] 31.233 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 23 30.11.12 [...] 11.983 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 24 30.11.12 [...] 19.481 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 25 30.11.12 [...] 111.825 kr. Kreditkort [...] [...] [...] 26 30.11.12 [...] 28.458 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 27 30.11.12 [...] 1.835 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 28 28.12.12 [...] 31.411 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 29 28.12.12 [...] 79.119 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 30 28.12.12 [...] 5.749 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 31 28.12.12 [...] 16.111 kr. Sími [...] [...] [...] 32 28.12.12 [...] 2.340 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 33 02.12.13 [...] 6.580 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 34 02.12.13 [...] 21.818 kr. Sími [...] [...] [...] 35 02.12.13 [...] 169.659 kr. Kreditkort [...] [...] [...] 36 02.12.13 [...] 30.070 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 37 02.12.13 [...] 40.671 kr. Skuldabréf [...] [...] [...] 38 03.03.14 [...] 151.620 kr. Kreditkort [...] [...] [...] 39 01.04.14 [...] 100.000 kr. [...] [...] [...] 40 26.05.14 [...] 104.000 kr. [...] [...] [...] 41 01.12.14 [...] 22.656 kr. Sími [...] [...] [...] 42 01.12.14 [...] 5.085 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 43 10.12.14 [...] 25.000 kr. [...] [...] [...] 44 01.12.14 [...] 150.108 kr. Kreditkort [...] [...] [...] 45 01.06.15 [...] 7.175 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 46 31.12.15 [...] 920 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] 47 05.02.16 [...] 22.000 kr. [...] [...] [...] Þann 2. desember 2013 endurgreiddi ákærða 210.000 krónur inn á reikning B nr. [...] Tilvik Dagsetning Úttektarreikn. Fjárhæð Skýring Innleggsreikn. Eigandi Kennitala 48 6.11.2012 [...] 40.000 kr. [...] [...] [...] 49 27.08.13 [...] 5.302 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 50 27.08.13 [...] 65 kr. Innheimtuþjónusta [...] [...] [...] 3 51 11.09.13 [...] 4.000 kr. [...] [...] [...] 52 06.08.15 [...] 2.000 kr. [...] [...] [...] 53 06.08.15 [...] 5.585 kr. Skjárinn - sjónvarp [...] [...] [...] ( Mál 319 - 2017 - 717) Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlag nr. 19/1940 með síðari breytingum. II. fyrir peningaþvætti með því að hafa á greindu tímabili ráðstafað þeim fjármunum sem hún dró sér samkvæmt I. lið ákærunnar til eigin neyslu. (Mál 319 - 2017 - 7 17 ) Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlag nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðs lu alls sakarkostnaðar. Ákærða neitar sök Aðalmeðferð fór fram 9. september 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. Meðferð málsins tafðist vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær kröfur sem að ofan greinir. Af hálfu ákærðu er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda úr ríkissjóði. Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Málavextir Samkvæmt gögnum málsins komu C og D , starfsmenn E á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum þann 20. febrúar 2017 og lögðu fram kæ r u á hendur ákærðu vegna gruns um fjárdrátt af reikningum sjóða sem hún hefði haft umsjón með sem A . Kom fram hjá C og D að þau hafi rætt við ákærðu þann 17. febrúar 2017 þar sem hún hafi viðurkennt að hafa dregið sér fé af þessum reikningum til eigin nota og að þetta 4 hafi staðið yfir frá árinu 2008. Hafi ákærða sagt að hún vissi ekki hvað hún haf i dregið sér mikið fé af reikningunum. Kemur fram í frumskýrslunni að ekki liggi fyrir upplýsingar um fjárhæðir sem ákærða sé grunuð um að hafa dregið sér , þar sem ekki hafi verið farið yfir reikninga umræddra sjóða, en það verði gert á næstunni. Hafi komi ð fram hjá C og D að þau hafi óskað eftir því við ákærðu í nóvember 2016 að fá gögn um þetta frá síðustu 4 árum, en þau gögn hafi aldrei borist og hafi ákærða borið við óreiðu. Þá hafi þau upplýst að ákærða hafi skilað kr. 135.000 sem hafi tilheyrt F og kr . 21. 5 00 sem hafi tilheyrt B . Við rannsókn málsins var tekin framburðarskýrsla af ákærðu þann 21. febrúar 2017. Kom fram að hún væri fegin að málið hafi komið upp og að hún hafi sjálf sagt frá því. Hún hafi hafið störf á A og verið í 100% starfshlutfallli sem A síðan. Kvaðst ákærða vera miður sín vegna þess dómgreindarleysis sem hún hafi sýnt af sér. Aðspurð um sjóðina kvað ákærða að um væri að ræða G og svo væri annar sjóður sem kallaður væri H . Inn í þetta blandaðist svo F. B væri sami sjóðurinn og H . Nánar aðspurð um þetta kvað ákærða að F væri á kennitölu B og væri reikningur sjóðsins í [...] . Hinir sjóðirnir væru hins vegar á [...] , einnig í [...] . Aðspurð kvað ákærða að reikningarnir hefðu verið til þegar hún hafi haf ið störf en að ástæða þess að þeir væru á hennar kennitölu væri að hún sæi um að borga. Þessir sjóðir hafi áður verið á kennitölu forvera ákærðu í starfi A . Kvað ákærða að B væri eigandi sjóðanna. Kvað ákærða að eðlilegt hefði verið að þessir sjóðir hefðu verið á B og að hún hefði á tt að vera búin að færa þá yfir. Reyndar hafi B ekki verið með kennitölu þegar hún hafi tekið við starfinu. Aðspurð um hvers vegna F hafi verið á kennitölu B kvað ákærða að I hafi verið með þetta allt saman og þau hafi fengið [.. .] sem hafi verið allt saman á einum reikningi og þá hafi I skipt honum upp og þá hafi þau fengið kennitölu fyrir B. Hafi [...] átt að ganga til A. Aðspurð um aðgang að þessum þremur reikningum kvað ákærða að hún hafi lokað tveimur þeirra, þ.e. G og H . Hún hafi látið millifæra það sem hafi verið á þeim reikningum inn á F . Hún hafi afsalað sér prókúrunni á þeim sjóði og látið setja hana yfir á D . Kvaðst ákærða hafa ein haft aðgang að reikningum þessara þriggja sjóða. Hún hafi haft aðgang að G og H frá upphaf i, en kvaðst ekki muna hvenær hún hafi fengið aðgang að F. Aðspurð um tekjur þessara þriggja sjóða kvað ákærða að tekjur G hafi verið vegna kaffisölu á A sem sé einu sinni á ári. Þessir peningar sem hafi komið inn vegna þessarar - 6 sinnum á 5 ári . Árleg innkoma hafi verið misjöfn, frá 250.000 krónum á ári og á fjórða hundrað þúsund. Tók ákærða fram að eftir að engir peningar hafi verið til í G hafi hún sjálf borgað til að sýna hvað hún hafi verið að greiða til baka. Kvaðst ákærða hafa borgað til baka með því að kaupa Um tekjur H h vað ákærða að það væru tekjur sem kæmu inn [...] , en kvaðst ekki v ita hve mikið það væri á ári. Sá sjóður sé einnig notaður fyrir starfsfólkið, m.a. fyrir árshátíð og grillveislur. Um tekjur F kvað ákærða að það væru tekjur sem kæmu inn af sölu [...] og kvaðst ákærða ekki vita hve miklar þær væru á ári. Aðspurð um mill ifærslur á reikningum þessara sjóða kvað ákærða að hún hafi millifært yfir á sinn eigin reikning. Einnig hafi hún verið að leggja inn á einhverja aðra en kvaðst ekki muna hverja nema með því að sjá það og þá gæti hún gefið skýringar á þeim millifærslum . Kv aðst ákærða ekki geta sagt til um hve mikið hún hafi millifært af þessum reikningum yfir á sína eigin reikninga. Hún kvaðst heldur ekki geta sagt til um millifærslur. K vaðst hún jafnframt hafa lagt inn á þessa reikninga til að borga til baka. Aðspurð um kr. 135.000 sem hún hafi skilað sem hafi tilheyrt F kvað ákærða að það hafi verið peningar sem hún hafi átt eftir að skila inn, en það hafi ekki verið peningar sem hún ha fi dregið sér. Það hafi jafnframt átt við um kr. 21.500 sem hafi tilheyrt B og hafi verið afgangur frá árshátíðinni og væri ekki peningar sem hún hafi dregið sér. Aðspurð um hve lengi þetta hafi staðið yfir kvaðst ákærða ekki geta sagt til um það, en vel g eti verið að það hafi verið frá því fljótlega eftir bankahrun, en þau hafi farið illa út úr því og lent í vandræðum með afborganir af húsinu. Við skýrslugjöfina framvísaði ákærða útprentun af reikningsyfirlit um H og G frá 2010 til 2012, en kvað E vera með yfirlitin eftir það. Þá lýsti ákærða því að hafa enga reikninga til að sýna hvað hún hafi borgað til baka. Kvaðst ákærða vera alveg miður sín yfir þessu öllu saman. Ákærða veitti lögreglu heimild til að af la gagna um reikninga þessa, sem voru á hennar naf ni. Aftur gaf ákærða skýrslu hjá lögreglu þann 10. september 2018. Voru þá bornar undir ákærðu einstakar færslur á umræddum reikningum. Kvað hún að í ýmsum tilfellum hefði hún lagt út fyrir kostnaði og svo millifært á sjálfa sig eftir á. Í sumum tilfellum hafi hún verið að greiða eigin kostnað, en þessir reikningar hafi opnast í heimabankanum og 6 þá hafi hún óvart eða í hugsunarleysi millifært af þeim. Sumum millifærslum kvaðst ákærða ekki muna eftir. Þá kvaðst hún ekki geta sagt til um heildarfjárhæð eða hv ort hún teldi sig hafa endurgreitt þetta. Ekki eru efni til þess hér að rekja framburð ákærðu um einstakar færslur. Þá kvaðst ákærða ekki hafa verið að taka fé af þessum reikningum vegna eigin fjárhagsvandræða. Við rannsókn málsins tók lögregla skýrslu af J , deildarstjóra E og þáverandi næsta yfirmanni ákærðu frá árinu 2014. Lýsti vitnið því að ýmsir sjóðir tengdust starfsemi A , m.a. G , H og F . E hafi verið að taka fyrir ýmsa sjóði hjá E og hafi verið rætt við endurskoðanda vegna þess. Þetta hafi verið á árinu 2016 og hafi vitnið spurt ákærðu um þetta vegna sjóða sem tengdust A. H afi hún ekki fengið skýr svör frá ákærðu um þetta og verið ráðlagt af endurskoðandanum að óska formlega eftir upplýsingum um þetta hjá ákærðu. Það hafi vitnið svo gert þann 20. desember 2016 og þá óskað eftir því hvaða reikningar þetta væru, hver væru markmið þessara sjóða og í hvað peningarnir færu. Ekki hafi verið neinn sérstakur grunur um fjárdrátt á þessu stig i, en frekar talið að um óskipulag væri að ræða. Vitnið hafi ekki getað sé ð að þessir sjóðir væru nýttir til neins sérstaks. Miðað við þau viðb r ögð sem hún hafi fengið hafi hana hins vegar byrjað að gruna að ekki væri allt með felldu. Vitnið kvaðst ekki ha fa fengið hinar umbeðnu upplýsingar og hafi þá framkvæmdastjóri fjársýslusviðs E einnig óskað eftir þessum upplýsingum og í framhaldi af því rætt við ákærðu sem hafi viðurkennt að hafa notað innkomu G til eigin nota, allt frá bankahruni. Vit n ið hafi hins v egar ekki verið viðstödd þetta samtal. Aðspurð um sjóði þessa kvað vitnið að G og F vær u í nafni A og hafi verið hugsaðir til að nota fyrir A . Um F kvað vitnið að til hafi verið sérstök bók til að skrá inn upphæðir, en þegar þetta hafi verið skoðað hafi k omið í ljós að peningar sem þar söfnuðust væru lagðir inn á reikning B . Um bókina sem tengdist F kvað vitnið að [...] hafi séð um að taka á móti framlögum og skrá í bókina. Hafi vakið athygli vitnisins að ekki hafi alltaf verið rituð upphæð við nafn þess s em hafði látið af hendi rakna. Við könnun málsins hafi komið í ljós að [...] hafi alfarið séð um þetta. Kvað vitnið varðandi G að kaffisala og handavinnusýning hafi verið einu sinni á ári í A . Aðstandendur og starfsmenn hafi bakað fyrir það í sjálfboðavinnu. Aðgangur hafi verið kr. 1.500 fyrir manninn, en margir borgað meira. Sala á ári hafi verið að lágmarki kr. 300.000. Síðasta kaffisalan hafi verið á árinu 2014. Þá kvað vitnið að á A væri [ ...] og hafi ákærða séð um þann sjóð sem um hann væri, sem og dósir sem söfnuðust. Muni 7 innkoman hafa verið lögð inn á persónulegan reikning ákærðu. Aðeins ákærða hafi haft prókúru á þann sjóð. Kvað vitnið ákærðu hafa verið formaður B , en einhverjir verið í stjórn sem hafi verið óvirk. Raunverulega hafi [...] séð um B. Fyrir liggur útprentun af heimasíðu Ríkisskattstjóra þar sem fram kemur kennitala B , sem er skráð eða stofnað þann 2. september 2009 og er ákærða skráð forráðamaður félagsins. Rannsóknargögn um fylgja yfirlit um þá tvo bankareikninga sem tilteknir eru í ákærunni , auk annarra gagna. Ekki er þörf á að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins. Framburður við aðalmeðferð Ákærða gaf skýrslu við aðalmeðferð. Kvaðst hún hafi byrjað störf á A árið 1994 sem [...] í 100% starfi. Hún hafi séð um allt og starfið verið umfangsmikið . Ákærða [...] þannig að þeir hafi lent á henni. Þetta hafi verið peningar sem ekki hafi komið E neitt við, heldur hafi féð verið á höndum starfsfólks A . Þau hafi séð um öflun fjár inn á þessa reikninga og að eyða fénu einnig. Þetta hafi verið á kennitölu ákærðu. Ekkert B hafi verið þarna þannig að hún hafi sjálf séð um allt þetta utanumhald. Hún hafi ekki verið dugleg við að halda saman öllum reikningum. Um þau brot sem ákærðu er gefin að sök kvað hún að þetta hafi ekki verið viljandi gert. Þannig hafi verið að hún hafi verið að borga reikninga í sínum netbanka þá hafi þessi reikningur opnast fyrst og hún hafi ekki gáð að því. Hún hafi verið að gera þetta á hlaupum. Báðir reikningarnir hafi verið á hennar kennitölu og hún skráð sem reikningseigandi . Starfsfólkið á A hafi hins vegar verið eiginlegur eigandi fjárins. Það hafi verið stofnað B þarna miklu seinna, sennilega 200 8 - 2010. Þegar hún hafi áttað sig á að hún hafi gert þetta þá hafi hún borgað til baka og telji sig í rauninni hafa borgað meira til baka en hún hafi notað fyrir sig. Kvaðst ekki geta þrætt fyrir færslurnar sem væru á hana. Kvaðst ekki muna eftir millifærsl unum, en þegar hún hafi áttað sig á þessu þá hafi hún farið að borga þetta til baka. Enginn annar en hún hafi haft aðgang að þessum reikningum. Enginn annar en hún geti hafa gert þessar millifærslur. Í rauninni gæti hún ekki annað en kannast við allar þær millifærslur sem lýst er í ákærunni. Sumt af þessum tilfellum sé hins vegar í þágu B. Aðspurð hvaða millifærslur það myndu vera þá benti ákærða á tilvik nr. 5 þar sem millifært er á [...] ákærðu. Þá hafi [...] farið í ríkið fyrir starfsmennina og keypt á fengi fyrir jólahlaðborð starfsmanna og svo 8 hafi líka verið jólahlaðborð fyrir A og þar hafi líka verið áfengi. Um áramót hafi líka verið partý, sem og á þrettándanum. Þarna hafi verið keypt áfengi fyrir allar þessar veislur. Þarna hafi [...] , farið í ríki ð og lagt út fyrir þessu og hún svo millifært á eftir á. Ekki séu til neinir pappírar um þetta. Þá benti ákærða á tilvik nr. 43. Þarna hafi [...] ákærðu farið fyrir hana í ríkið og keypt áfengi fyrir veisluhöld starfsmannafélagsins. Hún hafi líka keypt snakk og þess háttar og lagt út fyrir þessu öllu. Hafi svo ákærða millifært á [...] fyrir þessu. Ekki séu til pappírar fyrir þessu. Ákærða kvaðst ekki í fljótu bragði sjá fleiri færslur í ákærunni sem væru fyrir B . Í öðrum tilfellum, þ.e. þeim sem ekki sé u í þágu B þá hafi ákærða verið að millifæra á sjálfa sig eða greiða eigin útgjöld, en eins og hún hafi áður skýrt þá hafi þessi reikningur alltaf opnast fyrstur og hún ekki hugsað út í þetta . Þá kvaðst ákærða hafa endurgreitt. Þá hafi hún oft greitt fyrir hitt og þetta með eigin korti , eftir að hún hafi áttað sig á því að hún hafi gert þessi mistök. Kvaðst halda að hún hafi greitt allt til baka og meira en það. Kvaðst hafa greitt til baka meira en þær kr. 210.000 sem getið er u m í ákærunni. Þetta hafi verið með innleggum á reikninginn. Ákærða lýsti því hvernig málið hafi komið upp í samtali hennar við D og C og að hún hafi í rauninni sagt frá þessu. Sú sem gegndi starfi [...] á undan ákærðu hafi haft þessa reikninga á sinni ken nitölu og þetta hafi bara haldið áfram þannig. Kvaðst ekki muna hvers vegna þetta hafi ekki verið fært yfir á B eftir að það hafi fengið kennitölu á árinu 2009. Sennilega hafi enginn pælt í því. Þessir reikningar hafi verið nýttir fyrir A og starfsfólkið. Þau hafi haft skemmtikvöld eða partý. Alltaf um áramót og þrettándann. Þá hafi verið keypt páskaegg og svo hafi verið eurovision partý, yfirleitt tvö slík. Sjómannadagurinn , goslokin, þjóðhátíðin og jólahlaðborð. Þetta hafi verið kannski svona 7 skipti á á ri eða rúmlega það þegar hafi verið gert eitthvað þannig fyrir A. Ákærða gekkst jafnframt við því að hafa notað reikninga þessa til að greiða eigin skuldbindingar í heimabankanum. Aðspurð um tilvik nr. 48 kannaðist ákærða við það, en kvaðst ekki geta munað hvað væri þar að baki. Um tilvik nr. 52 kvaðst ákærða telja líklegt að [...] , hafi verið að kaupa eitthvað fyrir starfsemi A eða B , enda sé þetta í kringum Þjóðhátíðina. Aðspurð um hvernig standi á því að ákærða hafi gert samskonar mistök í 44 mismunandi tilvikum, þegar hún hafi greitt eigin skuldbindingar af þessum reikningum, 9 kvað ákærða að þarna hafi verið greiddir margir reikningar sama daginn og í raun margir í sömu færslu . Aðspurð kvað ákærða að reikningurinn fyrir svo nefndan G hafi opnast efst í h eimabankanum, en það sé reikningur nr. [...] . Ákærða kvaðst ekki hafa haldið neitt bókhald, eða haldið saman reikningum og hafi verið óreiða á þessu hjá henni . Aðspurð kvaðst ákærða ekki hafa átt í fjárhagsvanda á þessum tíma. Fyrst eftir bankahrun hafi hú n ekki átt fyrir skuldum og séreignasparnaðurinn hafi allur farið, en þau hafi ekki verið í fjárhagserfiðleikum á þe i m tíma sem ákæran tekur til. Aðspurð um þann framburð ákærðu að hún hafi endurgreitt fé kvaðst hún hafa keypt ýmis aðföng með eigin kredi t korti. Þá hafi hún líka lagt inn á reikninginn, en kvaðst ekki geta gert grein fyrir hvenær það hafi verið eða hversu mikið. Það sé sjálfsagt til einhvers staðar . Fyrir ákærðu var lagt yfirlit um reikning nr. [...] og hún spurð um innlegg frá henni [...] k r. 308.000 . Kvaðst ákærða ekki muna hvað þetta væri. Aðspurð hvort þetta gæti verið vegna kaffisölu kvað ákærða að kaffisalan hafi yfirleitt verið í maí mánuði. Aðspurð kvað þó ákærða að verið geti að kaffisalan hafi verið í nóvember árið 2010 og þetta inn legg hafi þannig verið afrakstur kaffisölunnar. Þá var ákærða spurð um innlögn ákærðu á sama reikning skv. sama yfirliti, þann [...] að fjárhæð kr. 299.640. Aftur kvað ákærða að kaffisalan hafi yfirleitt alltaf verið í maí mánuði. Aðspurð um innlegg ákærðu á sama reikning skv. sama yfirliti frá [...] , kr. 79.50 0 og hvort það geti hafa verið gjafafé kvaðst ákærða ekki muna til þess að slíkt hafi verið að berast. Kvaðst ekki muna þetta. Aðspurð um innlegg frá ákærðu [...] inn á sama r eikning skv. sama yfirliti, kr. 375.800 kvað ákærða að það geti hafa verið afrakstur kaffisölunnar. Aðspurð um innlegg frá ákærðu inn á sama reikning skv. sama yfirliti þann [...] , kr. 134.730 kvað ákærða að hún myndi þetta ekki og myndi ekki eftir að gjaf afé hafi verið að berast. Aðspurð um innlegg á sama reikning skv. sama yfirliti, frá ákærðu þann [...] , kr. 360.000 kvað ákærða að það gæti vel verið innlögn vegna kaffisölunnar. Aðspurð um innlögn ákærðu á þennan sama reikning skv. sama yfirliti [...] , kr . 152.000 , kvaðst ákærða ekki muna hvað það væri , en ítrekaði að hún myndi ekki eftir neinu sérstöku gjafafé. Um innlögn ákærðu á sama reikning skv. sama yfirliti [...] , kr. 10.500, kvaðst ákærða ekki muna hvað það væri. Um innlögn ákærðu á þennan sama rei kning skv. sama yfirliti, [...] , kr. 335.500, kvað ákærða að það geti hafa verið afrakstur kaffisölu, en hún myndi þetta ekki. Um innlögn ákærðu á sama reikning skv. sama yfirliti, [...] , kr. 60.000, kvaðst ákærða ekki muna eftir því og kannast ekki við að stofnuninni hafi borist gjafafé. 10 Ákærða kvað að framan af a.m.k. , hafi kaffisalan verið í maí mánuði og kvaðst ekki muna hvenær því hafi verið breytt. Fyrirkomulag á kaffisölunni hafi verið þannig að starfsólkið hafi gefið alla vinnu og bakað kökur, sem o g aðstandendur. Hafi verið keypt gos og annað tilbehör. Svo hafi kostað inn á þetta, en ekki mundi ákærða hvert aðgöngugjaldið hafi verið. Kvaðst ekki muna hver hafi verið peningalegur afrakstur kaffisölunnar . Aðspurð um svokallaðan H kvaðst ákærða telja sig hafa greitt inn á hann það sem hún hafi gert sér grein fyrir að hafa eytt af honum, með því að kaupa sjálf skreytingar og annað. Kvaðst ekki muna eftir að hafa greitt inn á hann. Innlagnir á þann reikning nr. [...] skv. yfirliti hafi verið innkoman í [ ...]. [...] hafi verið tæmdur og féð lagt inn. Ákærða hafi séð um það. Aðspurð um G kvað ákærða að það sem hafi verið lagt inn á hann hafi verið ágóðinn af kaffisölunni. Það hafi verið útgjöld á móti, en það hafi verið þessir tilbreytingadagar eða svoköl luð partý. Það hafi verið ríkið, Bónus eða Krónan og svo hafi verið fjármagnaðar jólagjafir með þessum sjóði. Þá minnti ákærðu að gluggatjöld hafi verið greidd úr þessum sjóði. Sjóðurinn hafi verið notaður í ýmislegt sem hafi fallið til. Aðspurð kvaðst ák ærða hafa verið í B og sennilega verið skráð þar sem formaður. Félagið hafi ekki verið virkt og ekki verið haldnir fundir. Hvorki hafi verið gjaldkeri, ritari né fundargerðir. Aðspurð um tilvik nr. 18 og 19 í ákæru kvað ákærða að hún myndi þetta ekki. Mög ulega hafi hún einhvern tíma lagt inn á sjálfa sig fyrir einhverju sem hún hafi sjálf lagt út fyrir. Um tilvik nr. 39 kvaðst ákærða ekki heldur muna það, en kvað trúlegt að hún hafi verið að kaupa sjálf eitthvað fyrir starfsemina og lagt út fyrir því og sv o millifært á sjálfa sig eftir á. Þetta hafi líka gerst í öðrum tilvikum, þannig að aðrir starfsmenn hafi lagt út fyrir þörfum starfseminnar og svo verið millifært á þá, þ.e. ef ákærða hafi ekki sjálf komist til að versla. Aðspurð kvaðst ákærða telja að e itthvað af innlögnum á reikning nr. [...] væru afrakstur af kaffisölunni , en hún hafi verið einu sinni á ári. Hinar innlagnirnar hélt ákærða að hafi verið þegar hún hafi verið að greiða til baka það sem hún hafi talið að hún skuldaði þarna. En kvaðst aðspurð bara ekki muna þetta , t.a.m. hvers vegna hún hafi lagt kr. 15 2 .000 inn á reikninginn þann [...] . 11 Aðspurð kannaðist ákærða við að fleiri reikningar en þeir sem tilteknir eru í ákæru hafi verið í heimabanka hennar. Hún hafi ekki átt þá peninga sem h afi verið á þeim reikningum sem tilteknir eru í ákæru , þó svo að þeir hafi verið á hennar nafni og í hennar heimabanka. Vitnið [...] , gaf skýrslu við aðalmeðferð og skýrði frá því að hann vissi ósköp lítið um allt málið. Ákærða hafi ekkert verið að ræða þessar færslur eða gjörðir við sig þegar þetta hafi verið, þannig að hann viti eiginlega ekkert um þetta. Vitnið kannaðist við að hafa einhverjum sinnum farið fyrir ákærðu , eða raunar B , í ríkið , sennilega fyrir jólaglögg eða gleði á A . Vel geti passað að það hafi verið 45.000 kr. færsla. Þetta hafi ekki verið fyrir ákærðu persónulega. Ekki mundi vitnið eftir 2.000 kr. millifærslu á sinn reikning frá [...] . Kvaðst ekki vita hvað það væri . Vitnið kvað þau ekki hafa verið í sérstökum fjárhagserfiðleikum á þessum tíma, þau hafi bæði verið í vinnu og á ágætis launum. Þau hafi staðið ágætlega, en þó farið illa út úr bankahruninu. Hann hafi ekki vitað neitt um nein afbrot ákærðu. Kvaðst ekki mu na eftir öðrum innkaupum í þessu sambandi en í áfengisvers l uninni. Hann hafi þá greitt með sínu eigin korti og svo hafi ákærða millifært á hann eftir á. Vitnið [...] , gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hún vissi ekki mikið um þet ta mál. Vitnið kvaðst ekki muna sérstaklega eftir innleggi eða millifærslu frá ákærðu þann [...] að fjárhæð kr. 40.000 og kvaðst lítið geta sagt til um það. Sama gilti um millifærslu [...] að fjárhæð kr. 25.000. Kvaðst ekki geta tjáð sig um þetta sérstakle ga. Kvaðst sjálf hafa verið að vinna þarna og hafi stundum farið og keypt snakk og áfengi fyrir B fyrir partýin og það gæti tengst þessu. Kvaðst ekki geta fullyrt það. Þá var vitnið spurð um innlegg frá vitninu inn á G þann [...] kr. 61.000. Vitnið kvaðst ekki muna þetta vel, en kvaðst hafa lagt inn þangað sem ákærða hafi sagt henni að gera. Kvaðst ekki muna fyrir hverju þetta hafi verið. Kvaðst ekki hafa vitað neitt um nein brot ákærðu. Þegar vitnið hafi keypt inn fyrir B hafi hún lagt út fyrir því og hafi svo verið millifært á hana eftir á. Vitnið C , starfsmaður E , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að haustið 2016 hafi verið farið í að skoða alla reikninga hjá stofnunum E sem ekki væru skráðir í bókhaldið, þ.m.t. á A . Hafi verið vitað um F og G sem E hafi ekki haft neinn aðgang að. Hafi verið kallað eftir upplýsingum um reikningana , fyrst hjá J , starfmann i E og [...] . Hafi jafnframt verið kallað eftir upplýsingum frá ákærðu, en þær hafi ekki borist. Svo í febrúar 2017 hafi verið óskað efti r fundi með ákærðu vegna þessa og á þeim fundi 12 hafi ákærða lagt fram reikningana og sagt að hún hafi nýtt hluta þeirra í eigin þágu. Þannig hafi málið komið upp. Frásögn ákærðu um að hafa nýtt sér féð í eigin þágu hafi verið mjög skýr og hafi ákærða sagt að sér væri mjög létt að hafa sagt frá þessu. Vitnið kvaðst minna að ákærða hafi talað um þetta allt frá bankahruninu, en kvaðst ekki muna fjárhæðir í því sambandi. Vitnið kvaðst minna að ákærða hafi tvívegis komið á fund vegna þessa. Þá hafi verið gengið frá starfslokum ákærðu, en mögulega hafi það verið á seinni fundinum sem hafi verið nokkrum dögum eftir þann fyrri. Vitnið kannaðist við að hafa fyllt út eyðublað um tilkynningu um starfslok, enda hafi ákærða óskað eftir því sjálf að hætta störfum. Vitnið minnti að ekki hafi verið sagt meira við ákærðu en að hún þyrfti að vera frá vinnu meðan málið yrði rannsakað. Hún hafi alls ekki verið neydd til að skrifa undir uppsögn. Vitnið kvað að ákærða hafi verið búin að vera veik áður og svolítið til og frá vegna veikinda. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi verið í veikindaleyfi þegar þetta hafi komið upp , en kvaðst minna að hún hafi verið í vinnu. Þá kvaðst vitnið ekki viss um hvort ákærða hafi nefnt að hún hafi greitt til baka, en það sé ekki útilokað. Vitnið D , s tarfsmaður E , gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa upphaflega komið að málinu sem [...] E. Haustið 2016 hafi verið ákveðið í samráði við endurskoðanda að fara yfir alla reikninga sem hafi verið til í stofnunum E , sem hafi ekki beint verið í rekstrinum, heldur reikningar t.d. starfsmannafélaga, skólaferðalaga barna, kaffisjóðir o.þ.h., ásamt F , H og G . Þessir sjóðir hafi flestir verið á kennitölu þeirra sem stofnuðu þá , þannig að aðkoma E hafi verið lítil að þeim. Margsinnis hafi þurft að kalla eftir upplýsingunum hjá ákærðu sem hafi farið undan þessu í flæmingi, auk þess að vera í veikindaleyfi haustið 2016. Hafi ákærða ein haft prókúru á reikningana. Svo hafi ákærða komið að máli við vitnið og C í febrúar 2017 og játað að hafa d regið sér fé úr þessum sjóðum til eigin nota. Hafi ákærða sagt að það hafi staðið yfir frá því eftir bankahrun. Hafi ákærða ekki vitað hversu mikið þetta hafi verið. Greinilegt hafi verið að mikil óreiða hafi verið á reikningshaldinu hjá ákærðu og hafi ver ið erfitt að rekja þetta. Þá kvað vitnið að kaffisamsæti hafi verið haldið árlega þar sem kaffi og handavinna hafi verið til sölu og það hafi átt að skila sér inn á reikning. Kvaðst vitnið ekki vita hvort það hafi verið, eða farið inn á B . Við yfirferð á gögnum hafi greinilega verið úttektir og millifærslur sem tengdist ákærðu persónulega en hafi ekki haft neitt að gera með starfsemi A . Vitnið minnti að ákærða hafi verið í veikindaleyfi í nóvember 2016 þegar illa hafi gengið að fá gögnin frá henni, en kvaðst þó ekki viss. Vitnið minnti að ákærða 13 hafi svo óskað eftir að láta af störfum. Aðspurð , hvort ákærða hafi talað um óreiðu eða beinlínis að hafa dregið sér fé , kvað vitnið að ákærða hafi sagt að hún hafi tekið og notað fé í eigin þágu. Vit nið kvaðst ekki muna eftir að ákærða hafi talað um að hafa greitt eitthvað til baka. Vitnið J , starfsmaður E og [...] , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa byrjað að vinna á A árið 2014 og verið þá yfir A og verið næsti yfirmaður ákær ðu. Vitnið hafi spurt ákærðu spurninga um þessa sjóði, en svörin hafi verið óljós. Í desember 2016 hafi endurskoðandi óskað eftir fundi vegna þessa og óskað eftir upplýsingum í tengslum við könnun E á hinum ýmsu sjóðum og reikningum hjá stofnunum E . Vitnið hafi ekki haft þessar upplýsingar og því óskað skriflega eftir þeim hjá ákærðu. Hafi upplýsingarnar ekki komið. Svo hafi vitnið fengið upplýsingar um að ákærða hafi játað að hafa dregið sér fé úr sjóðunum . Vitnið kvað það geta verið að ákærða hafi verið í veikindaleyfi haustið 2016 þegar vitnið hafi verið að ganga eftir að fá upplýsingar um þessa sjóði. Vitnið K starfsmaður á A og fyrrverandi samstarfsmaður ákærðu kom fyrir dóminn og kvaðst ekkert vita um þetta mál. Kvaðst hafa heyrt um B og hafa verið sk ráð í því. Hún hafi ekki haft þar neitt sérstakt hlutverk, enda hafi ekki verið nein starfsemi. Vitnið hafi ekki verið í stjórn félagsins. Ákærða hafi farið fyrir þessu félagi. Engir fundir hafi verið haldnir. Vitnið minnti að ákærða hafi beðið sig um að v era í félaginu. Vitnið kvaðst ekki vita um reikninga félagsins. Vitnið kannaðist við kaffisöluna en kvaðst ekkert vita hvað hafi orðið um afraksturinn. Kaffisalan hafi verið hugsuð sem fjáröflun fyrir A og heimilismenn. Vitnið kannaðist við að [...] hafi v erið á A en kvaðst ekki vita neitt um rekstur hans , en sennilega hafi ákærða pantað [...] í hann. Kvaðst ekki vita hver hafi greitt fyrir [...] . Vitnið lögreglumaður nr. 8818 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa séð um rannsókn málsin s, sem hafi hafist með því að D og C , starfsmenn E , hafi komið til lögreglu og lagt fram kæru. Hafi þá komið fram hjá þeim að ákærða hafi viðurkennt að hafa tekið ófrjálsri hendi út af þeim reikningum sem um ræði. Nokkrum dögum seinna hafi vitnið tekið skýrslu af ákærðu og þar hafi hún hiðurkennt þetta. Hafi henni verið létt að þetta væri komið fram í dagsljósið og hafi viljað klára þetta bara. Hafi lögregla svo fengið aðgang að reikningum og unnið úr því. Seinna hafi vitnið tekið aðra skýrslu af ákærðu, en þar hafi framburður hennar aðeins breyst á þann veg að hún hafi jú tekið út af þessum reikningum, en að það hafi jafnvel verið fyrir mistök í heimabankanum 14 í einhverjum tilfellum. Hafi hún þá sagt að hún hafi alltaf valið efsta reikningsnúmerið í heima bankanum og greitt út af honum sínar persónulegu skuldbindingar. Þetta hafi vitninu fundist ótrúverðugt enda hafi þetta gerst oft. Þetta hafi verið einhverjir tugir tilfella þar sem ákærða hafi tekið út af þessum reikningum. Með kærunni hafi fylgt gögn þ. á m. bók um F . Þá hafi líka komið nánari útlistun frá E nokkru síðar. Með hliðsjón af ofansögðu, þ. á m. skýrum framburði ákærðu sjálfrar, e r hafið yfir skynsamlegan vafa að féð á umræddum reikningum tilheyrði ekki ákærðu, heldur tilheyrði féð B sem var sk ráð í fyri r tækjaskrá Ríkisskattstjóra þann 9. febrúar 2009, en engu breytir að reikningarnir hafi verið á nafni og kennitölu ákærð u og í hennar heimabanka, en hún lýsti því sjálf við aðalmeðferð að rétt hefði verið að færa reikninga þessa yfir á nafn og ke nnitölu B. Þá er jafnframt vafalaust, m.a. með hliðsjón af framburði ákærðu sjálfrar, að hún ein hafði aðgang að reikningum þessum og voru þeir í heimabanka hennar, enda hefur hún sjálf kannast við að hafa sjálf framkvæmt allar þær millifærslur sem tiltek nar eru í ákærunni. Ákærða hefur borið um það, raunar þó ekki í fyrri skýrslu sinni hjá lögreglu, að hafa óvart, eða í hugsunarleysi, greitt eigin skuldbindingar sínar út af umræddum 2 reikningum, einkum þó reikningi nr. [...] , en það hafi gerst vegna þess að reikningurinn hafi opnast sjálfkrafa í heimabanka hennar þegar hún hafi verið að greiða eigin fjárskuldbindingar. Þessari málsvörn ákærðu er hafnað. Þykir afar ótrúverðugt að þetta geti hafa gerst trekk í trekk , án þess að ákærða gætti sín á þessu, en að auki hefði þá mátt búast við að ákærða hefði leiðrétt þetta þegar í stað og þá með sömu krónutölum, en þess sér ekki stað í málinu. Verður þessu hafnað sem fyrr segir. Þá hefur ákærða borið að hluti þeirra millifærslna , sem taldar eru upp í ákærunni, ha fi verið í þágu starfseminnar í A . Um þetta hefur hún sérstaklega vísað til tilvika nr. 5 og 43, þar sem millifærðar eru á [...] og [...] , annars vegar kr. 45.000 og hins vegar kr. 25.000, en þar hafi hún endurgreitt þeim útlagðan kostnað vegna starfseminn ar. Að virtum framburði b eggja vitnanna [...] og [...] þykir ekki unnt að hafna þessari skýringu ákærðu og verður hún ekki sakfelld fyrir þ essar tvær færslur. Ákærða kvaðst ekki í fljótu bragði sjá fleiri færslur í ákærunni sem væru fyrir B . Ákærða lýsti þ ví sjálf hjá lögreglu að hafa nýtt fé á umræddum reikningum í eigin þágu og að hún væri miður sín vegna þess. Þá hefur hún sjálf lýst því ítrekað að hún hafi verið að greiða til baka fé sem hún hafi tekið af reikningunum, án þess að eiga tilkall til fjárin s. Með vísun til alls sem að ofan er rakið, þ. á m. framburðar ákærðu sjálfrar, er 15 hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hefur gerst sek um þann verknað sem henni er gefið að sök, að frátöldum tilvikum í ákæru nr. 5 og 43, en á þeim þykir hún hafa gefið s kýringar sem ekki er unnt að hafna. Er fjárdráttarbrot hennar réttilega heimfært til 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brotin voru fullframin þegar við millifærslurnar og breyta mögulegar endurgreiðslur því ekki. Varðandi þær endurgreiðslur s em ákærða kveður hafa átt sér stað nýtur lítils við og hefur ák ærða lítið getað upplýst um þær að frátalinni endurgreiðslu þeirri sem lýst er í ákæru. Fyrir liggja yfirlit beggja framangreindra reikninga. Ekki þykir hins vegar unnt að hafna því að hluti þe irra innleggja sem þar er lýst og sem koma frá ákærðu sé tilkomin n vegna endurgreiðslna frá ákærðu, en ekkert liggur fyrir handfast í málinu um hvort eða í hvaða mæli ákærða hafi tekið við gjöfum í reiðufé , sem hún hafi svo lagt inn á reikningana . Hins veg ar þykir ljóst að innborganir [...] og [...] , séu allt afrakstur kaffisölu, en skv. framlögðum gögnum fór kaffisalan fram á þessum tíma árs og voru fjárhæðir sem frá henni stöfuðu áþekkar þeim innleggjum sem taldar hafa verið upp. Verður ákærða ekki látin njóta góðs af þeim, en ekki þykir unnt að fullyrða að a ðrar innlagnir hafi ekki verið endurgreiðslur ákærðu og verður hún látin njóta vafans um það. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að [ H ] ver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Segir jafnframt í 2. mgr. sömu lagagreinar að [ S ] á sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. skal sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. gildir þá eftir því sem við á. Með framangreindum brotum sínum hefur ákærða því jafnframt gerst sek um brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu hefur ákærða unnið sér til refsingar, en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærða brást trausti sem á hana var lagt, en jafnframt verður litið til þess að langt er um liðið, sem og til þess að ekki þykir unnt að hafna því að ákærða hafi leitast við að bæta fyrir brot sín m eð því að endurgreiða umtalsverð an hluta þess fjár sem hún tók ófrjálsri hendi. Jafnframt hefur komið fram að ákærða hefur átt við að etja nokkra vanheilsu. Þá verður jafnframt litið til 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er refsing ákær ðu hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga , en fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún 16 falla niður að 2 árum liðnum haldi hún almennt skilor ð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærðu t i l greiðsl u alls sakarkostnaðar, en ekki verður séð að annar kostnaður hafi stafað af málinu en málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, og eru málsvarnarlaunin ákveðin 674.870 að virðisaukaskatti meðtöldum, en jafnframt greiði ákærða útla gðan kostnað verjandans, kr. 13.513. Sig urður G. Gíslason héraðsdómari k veður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, X , sæti fangelsi í 45 daga. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði sakarkostnað, kr. 688.383, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, kr. 674.870 að virðisauk askatti meðtöldum, og einnig þar með talinn útlagður kostnaður verjandans, kr. 13.513. Sigurður G. Gíslason