Héraðsdómur Reykjaness Dómur 18. nóvember 2020 Mál nr. S - 3054/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Dominik Wawrzyn ( Úlfar Guðmundsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 13. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 2. nóvember 2020 á hendur A , kt. 000000 - 0000 , , og Dominik Wawrzyn, fd. , ríkisborgara fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana - og fíkniefni, lyfjalögum, lyfsölulögum, tollalögum og vopnalögum. Þáttur ákærða Dominiks var skilinn frá þætti ákærða A og er dæmt sérstaklega í máli ákærða Dominks, sbr. 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæran er í fimm töluliðum en aðeins fyrsti töluliður ákærunnar varðar ákærða Dominik. En þar er báðum ákærðu gefið að sök ,,brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, lyfjalögum, lyfsölulögum og tollalögum, þann 5. september 202 0, með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 76,66 g af heróíni, auk 139,3 g af Ketador vet., 1.533 stk af Oxycontin töflum, 40 stk af Contalgin Uno töflum, 20 stk af Fentanyl Actavis plástrum, 335,5 stk af Methylphenidate Sandoz töflum, 10 stk af Morfín töflum, 330 stk af Rivotril töflum og 168 stk af Stesolid töflum, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, sem ákærði Dominik flutti ólöglega til landsins með flugi W61773 frá Gdansk, Póllandi og Tollgæslan fann að hluta til falin í faran gri hans og að hluta til falin innanklæða á ákærða Dominik, án þess að fyrir lægi markaðsleyfi Lyfjastofnunar, án þess að hafa lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi og án þess að gera Tollgæslunni grein fyrir lyfjunum við komu na til landsins. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 2. gr. og 1. mgr. sbr. 2 . mgr. 3. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, lög nr. 13/1985, lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2., 3. og 6. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. regluger ðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018, 1. mgr. 7. gr. og 32. gr., sbr. 1. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, og 5. mgr. 51. gr., sbr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 sem og 170. gr., sbr. 169. gr Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærðu A og Dominik verði dæmdir til að sæta upptöku á 76,66 g af heróíni, 139,3 g af Ketador vet., 1.533 stk af Oxycontin töflum, 40 stk af Contalgin Uno 2 töflum, 20 stk af Fentanyl Actavis plástrum, 335,5 stk af Methylphenidate Sandoz töflum, 10 stk af Morfín töflum, 330 stk af Rivotril töflum og 168 stk af Stesolid töflum, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018, og 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, 181. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 2. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, sbr. I. lið ákærunna r. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við gögn málsins. Ákærði játaði m.a. að hafa flutt fíkniefnin og lyfin til Íslands í samvinnu við meðákærða. Ákærði samþykkti upptökukröfu. Að fenginni játningu ákærða var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög frekast heimila en samþykkir upptökukröfu. Þá krefst verjandinn málsvarnarlauna og aksturskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Einnig krefst verjandinn þess að kostnaður vegna túlkaþjónustu fyrir ákærða, sem verjandinn hefur greitt, verði greiddur úr ríkissjóði. Samkvæmt framl ögðu sakavottorði ákærða dags. 28. október 2020 hefur hann ekki sætt refsingu hér á landi svo kunnugt sé. Háttsemi ákærða er rétt færð til refsiákvæða í ákæru en hann er sakfelldur fyrir innflutning á miklu magni af heróíni og lyfjum sem ætlað var til sö ludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Varðandi magn heróínsins má nefna að á árunum 2011 - 2019 lagði lögregla og tollgæsla hald á samtals 38 gr. af heróíni. En heróín er ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og einnig er alla vega hluti þeirra lyfja, s em ákærði flutti til landsins, mjög hættulegur ef þeirra er ekki neytt samkvæmt ráðleggingum læknis og í raun getur of stór skammtur af þeim verið banvænn. Þá flutti ákærði fíkniefnin og lyfin inn í samvinnu við meðákærða. Verður að taka tillit til þessa v ið ákvörðun refsingar, sbr. 1. tölulið. 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði var samvinnuþýður við rannsókn málsins, játaði brot sitt afdráttarlaust og skýrði frá þætti meðákærða í brotinu. Þá hefur ákærði ekki áður sætt re fsingu svo kunnugt sé. Við ákvörðun refsingar verður einnig að taka tillit til þessa, sbr. 5., 8. og 9. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til alls þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotsins þykir ekki fært að skilorðsbinda hana að neinu leyti. Til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætti vegna málsins frá 6. september til 13. nóvember 2020. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjand a síns, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 750.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, aksturskostnað verjandans 95.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og 493.873 kr. í annan sakarkostnað. Annar sakarkostnaður er tilkominn vegna rannsóknar á þeim efnum sem á kærði er sakfelldur fyrir innflutning á í samvinnu við meðákærða. Þó þannig standi á þykir ekki fært annað en að dæma ákærða til greiðslu alls þess kostnaðar. Komi til þess að meðákærði verði einnig sakfelldur fyrir innflutninginn og hann verði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar verður það að koma til skoðunar við innheimtu á kostnaðinum hvernig með skuli fara. Með 3 hliðsjón af réttindum sakbornings þykir rétt að kostnaður við túlkaþjónustu, sem verjandi hans hefur greitt, 61.640 kr. greiðist úr ríkissjóði. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Dominik Wawrzyn sæti fangelsi í sex mánuði. Frá refsingunni skal draga með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 6. september til 13. nóvember 2020. Ákærði sæti upptöku á 76,66 gr. af heróíni, 139,3 gr. af Ketador vet., 1.533 stk. af Oxycontin töflum, 40 stk. af Contalgin Uno töflum, 20 stk. af Fentanyl Actavis plástrum, 335,5 stk. af Methylphenidate Sandoz töflum, 10 stk. af Morfín töflum, 330. stk af Rivotril t öflum og 168 stk. af Stesolid töflum, Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 750.000 kr., aksturskostnað verjandans 95.000 kr. og 493.873 kr. í annan sakarkostnað. Kostnaður vegna túlkaþjónustu 61.640 kr. greiðist úr rík issjóði. Ingi Tryggvason