Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. nóvember 2020 Mál nr. S - 1816/2020 : Héraðssaksóknari (Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknarfulltrúi) g egn Ingunn i Lúðvíksdótt ur ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) I Mál þetta, sem dómtekið var 23. nóvember sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 9. júlí 2020 á hendur Ingunni Lúðvíksdóttur, kt. 000000 - 0000 , , : ,,fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfararnótt sunnudagsins 23. júní 2019, að , bitið í hönd lögreglumanns nr. með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn nr. og voru þar við skyldustörf að handtaka hana. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærðu krefst þess aðallega að málinu verð i vísað frá dómi, til vara að ákærða verði sýknuð en til þrautavara komi til sakfellingar að þá verði ákærða dæmd til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og verði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún bundin skilorði. Þá krefst verjandinn þes s að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans samkvæmt mati dómsins. II Um kl. 05:00 aðfararnótt sunnudagsins 23. júní 2019 var lögregla kvödd að . Hitti lögregla þar fyrir tilkynnanda og eiginmann ákærðu, A , en auk þeirra voru á vettvangi systir ákærðu, B , C vinur A og D kunningi ákærðu. Voru þau öll undir áfengisáhrifum. A tjáði lögreglu að ákærða og D hefðu læst að sér inni í herbergi en A vildi ekki hafa slíkt í sínum húsum og rekið D út úr húsinu. Hann hafi verið að leita að jakkanum sínum en tekið jakka í eigu C en síðan hlaupið út og á brott. A sagði einnig að ákærða hafi kýlt C . 2 C sagði að þegar hann hafi séð D taka jakka C hafi hann tekið í D sem hafi þá hlaupið á brott með jakkann. Fram að því hefð i ákærða reynt að verja D og gefið C olnbogaskot í andlitið. Ákærða reyndist vera í mikilli geðshræringu, útgrátin og átti erfitt með að róa sig. Hún sagði að í gangi hafi verið hennar eigin útskriftarveisla sem hafi verið mikil veisla og ún sagði að D hafi gleymt sundskýlu og hún hafi ætlað að finna skýlu fyrir hann. Hún hafi farið inn í herbergi í þeim tilgangi og þá hefði D óvart læst að þeim. A eiginmaður hennar hafi þá ætlað inn í herbergið og orðið afbrýðissamur. Ákærða sagði að það h efði verið alger óþarfi að kalla til lögreglu vegna atviksins. C og B var vísað út úr húsinu og ákærða og A sögðust vera orðin róleg og væru að fara að sofa. Þegar lögregla var að ræða við C og B fyrir utan húsið heyrðust miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Fór þá lögreglumaður og bankaði upp á en húsið var læst en A kom og opnaði. Sagði hann að ákærða hafi verið að berja sig þar sem hann hafi setið í stól við forstofuna. A gekk á undan lögre glumönnunum í átt að svefnherbergi en þá kom ákærða á móti þeim og lamdi A með hægri hnefa. Var ákærðu þá tilkynnt að hún væri handtekin en þá hljóp hún í mikilli geðshræringu inn á baðherbergi og fór inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar átti að setja ákæ rðu í lögreglutök og setja vinstri hendi hennar aftur fyrir bak, þar sem hún var komin niður á hnén, greip hún í vinstri hendi annars lögreglumannsins og beit í úlnliðinn á honum. Lögreglumaðurinn náði að kippa hendinni frá og ákærða var síðan handjárnuð e n á meðan barðist hún um. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu voru tannaför á úlnlið lögreglumannsins eftir bit ákærðu. Samkvæmt læknisvottorði dags. 24. febrúar 2020 leitaði lögreglumaðurinn, sem var bitinn, á bráðamóttöku 23. júní 2019 og var hann með lítið roðasvæði á vinstri úlnlið utanvert en ekki sást tannafar. Greiningin var yfirborðsáverki á úlnlið og hendi. Samkvæmt rannsóknargögnum fór rannsóknarlögreglumaður á vettvang þar sem talið var að um heimilisofbeldi væri að ræða. Þar var honum tjáð af lögre glumanni, sem handtók ákærðu, að ákærða hafi bitið í hendi hans. Samkvæmt skýrslu rannsóknarlögreglumannsins var A mjög ölvaður og hann vildi ekki tjá sig um ofbeldi ákærðu gagnvart honum. Við skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir var ákærða spurð um það hvort hún hafi bitið í hendi lögreglumannsins. Hún sagðist bara muna að hún hafi verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumennina sem hafi legið ofan á henni. Síðan er haft eftir henni 3 III Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærða kvaðst hafa verið að halda útskriftarveislu á heimili sínu og þar hafi tveir menn, sem voru í veislunni, farið að slást um jakka og þá hafi eiginmaður ákærðu hringt í lögreglu. Tveir lögreglumenn hafi komið á vettvang og hún eitthvað verið að kýta við eiginmann sinn en síðan hafi þau verið tvö eftir inni og lögreglumennirnir farnir út úr íbúðinni. Hún hafi verið farin inn í svefnherbergi og ætlað að fara að sofa en þá hafi lögreglumennirnir komið aftur inn í íb úðina og hún þá farið aftur fram. Hún hafi síðan farið inn á baðherbergi en lögreglumennirnir hafi þá komið á eftir henni og hent henni í gólfið á sturtubotni og annar þeirra hafi sett hné á höfuð hennar. Hún segir að hún hafi verið sett harkalega í gólfið og haldið þar lengi. Hún hafi verið skelfingu lostin og barist um en henni hafi fundist hún vera að kafna. Hún hafi verið handjárnuð í sturtunni síðan verið dregin út lítið klædd og endað í fangaklefa. Ákærða neitaði því að hún hafi bitið annan lögregluma nninn. Ákærða var spurð út í ummæli hennar í framburðarskýrslu, sem tekin var af henni daginn eftir, þar sem hún á að hafa sagt að það hafi gerst sjálfkrafa að hún hafi bitið. Hún segir að lögreglumaðurinn sem tók skýrsluna hafi sagt að hún hafi bitið og h ún hafði ekki skýringu á því hvers vegna þetta væri svona í skýrslunni því hún hafi ekki sagt þetta. Vitnið, A , er eiginmaður ákærðu, en vildi þrátt fyrir það gefa skýrslu fyrir dómi. Hann kvaðst hafa hringt á lögregluna í umrætt sinn þar sem tveir menn hafi verið að slást á heimili hans.Tveir lögreglumenn hafi komið á vettvang, komið inn í íbúðina en síðan kvatt og farið út. Ákærða hafi verið komin inn í rúm en vitnið hafi setið á stól þegar lögreglumennirnir hafi bankað aftur. Vitnið hafi opnað fyrir þ eim og þeir þá ruðst inn í íbúðina og ákærða þá komið fram og lögreglumennirnir farið að rífast við hana. Ákærða hafi þá farið inn á baðherbergi og lögreglumennirnir á eftir henni. Þar hafi þeir verið komnir ofan á hana inn í sturtunni og hún verið með and litið í gólfinu þegar handjárn voru sett á hana. Þegar vitnið hafi gert athugasemdir við aðgerðir lögreglumannanna hafi þeir sagt að hann yrði bara einnig tekinn. Vitnið kvaðst hafa séð allt sem fram fór á baðherberginu og sagði það útilokað að ákærða hafi bitið í handlegg annars lögreglumannsins. Hún hafi aðeins sagt þeim að hætta. Lögreglumaðurinn, E , kvaðst hafa farið á vettvang ásamt öðrum lögreglumanni í umrætt sinn og hitt þar húsráðendur en þar hafi verið í gangi einhver deila út af jakka en ekki á milli húsráðenda. Ákærða hafi verið mjög æst þegar lögreglumennirnir komu fyrst á vettvang. Þegar þeir hafi haldið að það væri komin ró á hafi þeir farið út úr húsinu en þá 4 heyrt hávaða inni og vitnið þá bankað upp á. Eiginmaður ákærðu hafi opnað og sagt að hún hafi ráðist á hann og hún þá komið út úr herbergi og slegið eiginmann sinn. Hún hafi síðan hlaupið inn á baðherbergi og inn í sturtuklefa inn í horni á baðherberginu. Hún hafi lagst þar fram með hendur fyrir framan sig og þegar vitnið hafi ætlað að taka aðra höndina á henni hafi hún bitið í höndina á vitninu. Ákærða hafi síðan verið færð í handjárn og út í lögreglubifreið. Vitnið sagði að það hafi verið tannaför og rispa á hendi þess eftir bitið en það hafi ekki verið alvarlegt. Vitnið kvaðst hafa ge rt frumskýrslu vegna málsins og farið á slysadeild til eftirlits en vitnið mundi ekki hvort það hafi farið strax í kjölfar atviksins eða síðar sama dag. Lögreglumaðurinn, F , kvaðst hafa farið á vettvang ásamt E í umrætt sinn og þar hafi verið rifrildi í gangi en vitnið vissi ekki ástæðu þess. Tveimur mönnum hafi verið vísað út úr húsinu og lögreglumennirnir ætlað að yfirgefa vettvang þegar þeir hafi heyrt öskur og læti inn í húsinu. Þeir hafi því farið aftur inn og eiginmaður ákærðu opnað fyrir þeim og sa gt að ákærða hafi lamið hann. Hún hafi þá komið út úr herbergi og slegið eiginmann sinn og henni hafi þá verið kynnt að hún væri handtekin. Ákærða hafi þá hlaupið í geðshræringu inn á baðherbergi og inn í sturtuklefa. Þar hafi hún legið á maganum með hendu r fyrir framan sig. Lögreglumennirnir hafi þá ætlað að setja ákærðu í handjárn en hún þá tekið í hendi E og bitið hann. Vitnið fullyrti að það hafi séð ákærðu bíta í hendi lögreglumannsins. Eftir bitið hafi sést tannaför og skinn hafi verið fleiðrað. Læknirinn, G, staðfesti vottorð sitt en þar kemur fram að vitnið E hafi verið með yfirborðsáverka á úlnlið og hendi en ekki hafi verið ,,greinilegt tannafar eða augljós E mun ekki hafa farið á slysadeild fyrr en síðdegis daginn sem atvikið urðu. Ekki þykir ástæða til að gera grein fyrir framburðum annarra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. IV Niðurstaða: Verjandi ákærðu gerði aðallega þá kröfu við munnlegan málflutni ng að málinu yrði vísað frá dómi. Hann studdi þá kröfu þeim rökum að málið hefði ekki verið rannsakað hvorki af hálfu lögreglu né héraðssaksóknara. Lögreglumenn, sem unnu að málinu á vettvangi, hafi aðeins skrifað eigin skýrslur en í framhaldi af því ætti að fara fram rannsókn á málinu. Verjandinn sagði að á undanförnum misserum hefði orðið mikil fjölgun á 5 valdstjórnarbrotum og taldi að ástæða þess væri m.a. af þeim sökum að lögreglumenn, sem yrðu fyrir slíkum brotum, ættu bótarétt, sbr. 30. gr. lögreglulag a nr. 90/1996. Samkvæmt b. lið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fer héraðssaksóknari með ákæruvald vegna brota á XII. - XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þar er m.a. að finna 106. gr. laganna sem ákært er fyrir brot á í m áli þessu. Héraðssaksóknari hefur talið að þau rannsóknargögn, sem liggja frammi í málinu, væru nægjanleg til að gefa út ákæru og þau myndu þar með nægja til að ná fram sakfellingu í málinu fyrir dómi. Hafi rannsókn máls verið áfátt getur það m.a. minnkað líkur á sakfellingu fyrir dómi en leiðir ekki sjálfkrafa til þess að máli verði vísað frá dómi. Rannsókn þessa máls er ekki með þeim hætti að það varði frávísun og er því þeirri kröfu ákærðu hafnað. Í þessu sambandi skal tekið fram að lögreglumaðurinn, sem var bitinn, gerði frumskýrslu í málinu þar sem getið er um bitið og hann bar einnig um bitið fyrir dómi. Ef lögreglumaður gerði slíkt án þess að rétt væri og aðeins í því skyni að fá greiddar skaðabætur, eins og verjandi ákærðu vék að, væri um alvarlegt b rot að ræða af hálfu lögreglumannsins. Ekkert liggur fyrir um það að bótagrundvöllur sé í málinu. Þá er ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að lögreglumaðurinn hafi haft rangt við og er um alvarlega aðdróttun af hálfu verjandans að ræða sem hvo rki er studd gögnum né haldbærum rökum. Þá er og til þess að líta að málið er í raun einfalt og því ljóst að rannsókn á því yrði aldrei umfangsmikil. Í þessu sambandi skal einnig tekið fram að samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Þá skal einnig litið til þess að brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er samhverft brot þannig að ekki þarf að sýna fram á tjón eða aðra afleiðingu bro ts til þess að það geti verið saknæmt. Ákærðu er gefið að sök brot gegn valdstjórninni þ.e. að hafa bitið lögreglumann í úlnlið þegar verið var að handtaka hana en hún neitar sök. Tveir lögreglumenn hafa lýst því fyrir dómi að ákærða hafi bitið í hönd annars þeirra þegar handtaka hafi átt hana. Er þetta í samræmi við skýrslur þeirra sem þeir gerðu í kjölfar handtökunnar. Þykir ekki ástæða til að draga framburð lögreglumannanna í efa og fær hann stoð í áverkavottorði sem liggur frammi í málinu. Með vísan til þess þykir 6 sannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og er þar réttilega færð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærðu dags . 7. júlí 2020 hefur hún ekki áður sætt refsingu. Með hliðsjón af atvikum málsins þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Þar sem ákærða hefur ekki áður sætt refsingu þykir mega skilorðsbinda refsinguna og falli hún niður að liðnum tve imur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 500.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og annan sakark ostnað 38.544 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærða, Ingunn Lúðvíksdóttir, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 500.000 kr. og 38.544 kr. í annan sakarkostnað. Ingi Tryggvason