Héraðsdómur Austurlands Dómur 21. ágúst 2020. Mál nr. S - 126/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Helg a Má Reyniss yni Mál þetta, sem dómtekið var 20. ágúst sl. , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 15. júlí sl ., á hendur Helga Má Reynissyni, kennitala , , : ,, fyrir umferðarlagabrot á Fljótsdalshéraði og í Vopnafjarðarhreppi, með því að hafa miðvikuda ginn 22. maí 2019 , undir áhrifum áfengis og sviptur ö kurétti, ekið bifreiðinni , frá Egilsstöðum og þaðan áfram til Vopnafjarðar, þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni á Norðausturvegi á Sveinshálsi á Sandvíkurheiði og ók út af veginum og stórskemmd i bifreiðina. Vínandamagn í blóði kærða mældist 3,07 Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakark ostnaðar og til s viptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77 / 2019 . I. Mál þetta barst héraðsdómi 17. júlí sl. og var fyrirkall dómsins birt ákærða 5. ágúst sl. Við þingfestingu málsins, þann 2 0 ágúst sl., sótti ákærði ekki þing og boðaði eigi lögmæt forföll. Var málið þá dómtekið að kröfu fulltrúa ákæruvalds með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Þykir mega jafna framangreindri útivist ákærða til játningar hans með vísa n til ofangreindrar lagagreinar, enda fer sú niðurstaða að mati dómsins ekki í bága við rannsóknargögn lögreglu, þ. á m. framburðarskýrslur og álitsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði, dags. 5. júní sl. Tel ja s t brot ákærða því n ægjanlega s önnuð og er u þau réttilega heimfær ð til lagaákvæða í ákæru. 2 II. Ákærði, sem er fæddur á árinu 1961 , hefur samkvæmt sakavottorði áður verið dæmdur til refsinga og verið sviptur ökurétti vegna umferðarlagabrota, þ. á m. vegna ölvunar - og svipti ngaraksturs. Ákærði gekkst þannig tvívegis undir lögreglustjórasátt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 2. júní 2014 vegna ölvunaraksturs og var þá gert að greiða sekt til ríkissjóðs , en jafnframt var sviptur hann ökurétti í þrjú ár. Þann 27. apríl 2015 var ákærði dæmdur til að greiða sekt vegna ölvunar - og sviptingaraksturs, en jafnframt var hann sviptur ökurétti í fjögur ár. Þann 6. júní 2016 gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðarlagabrota, þ. á m. vegna sviptingaraksturs og var þá gert að greiða sekt . Loks var ákærði þann 16. apríl 2018 dæmdur í 90 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt vegna umferðarlagabrota . Var um að ræða m.a. endurtekin n ölvunar - og sviptingarakstur, en að hluta til var um að ræða hegningarauka við eldri refsing u . Í máli þessu hefur ákærð i enn verið sakfelld ur fyrir ölvunar - og sviptingarakstur . Ber að ákvarða refsingu ákærðu m.a. með hliðsjón af lýstum sakaferli . Að þessu virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fimm mánaða fangelsi, sem ekki eru efni til að skilorðsbinda . Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga ber að svipta ákærð a ökurétti. H ann hefur eins og að ofan hefur verið rakið endurtekið gerst sek ur um ölvunar - og sviptingar akstur . V erð ur því hin ævilanga ökuréttarsvipting ákærða áréttuð og þá frá birtingu dóms þessa að telja. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærð a til að greiða allan sakarkostnað, en samkvæmt yfirliti lögreglustjóra ne mur útlagður kostnaður hans samtals 53.053 krónu r . Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Helgi Már Reynisson , sæti fangelsi í fimm mánuði. Ákærð i er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. 3 Ákærði greiði 53.053 krónu r í sakarkostnað til ríkissjóðs.