Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 476/2019 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Helg a Stein i Gunnarss yni ( Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 30. janúar sl., var höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Helga Steini Gun n arssyni, [...] . Sú fyrri er dagsett 19. desember 2019 Símans hf. að Strandgötu 3 á Akureyri. 1. Að hafa mánudaginn 21. október 2019, stolið úr versluninni Bose heyrnartólum og Fitbit snjallúri samtals að verðmæti 92.980 krónum. 2. Að hafa mánudaginn 28. október 2019, stolið Galaxy Active 2 snjallúri, Fitbit Ionic s njallúri og Fitbit Charge 3 snjallúri, samtals að verðmæti 124.790 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. og 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnað ar. stolið úr eftirtöldum verslunum sem staðsettar eru í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri: 1. Stolið kodda og tveimur pappírsrúllum úr verslun Rúmfatalagersins , samtals að verðmæti 11.185 krónur. 2. Stolið 5 heyrnartólum af mismunandi tegundum, skjákorti, hátalara og tölvuskjá úr verslun Tölvulistans/Heimilistækja, samtals að verðmæti 470.087 krónur. 3. Gert tilraun til að stela rakspíraglasi af óþekktri tegund og ve rðmæti úr verslun Lyf og heilsu. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. og 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Af hálfu ákærða er þess krafist að hon um verði ekki gerð sérstök refsing, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið en þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. 2 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður l agður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Í fyrri ákærunni segir að brot ákærða séu talin varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. og 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er á því byggt af hálfu ákær ða að því skuli aðeins sakfellt fyrir tilraun . Í 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir að ekki megi dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem greini í ákæru né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó megi sakfella ákærða þótt aukaat riði brots, s vo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Með sömu skilyrðum sé dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en komi fram í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greini. Í ákærunni er lýst fullfrömdum brotum og játaði á kærði þá hegðun eins og henni er þar er lýst. Tilraun til þjófnaðar varðar sömu refsingu og fullframið brot. Þá tjáði verjandi ákærða sig um þetta atriði og ljóst að vörn var þar ekki áfátt. Með vísan til 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 v erða brot ákærða því heimfærð til 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot samkvæmt síðari ákærunni varða við þar tilgreind refsiákvæði. Ákærði á nokkurn sakaferil að baki, sem nær aftur til ársins 2005. Þann 20. maí 2016 var ákærði dæmdur til að sæta átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn umferðarlögum, en fullnustu fimm mánaða þar af var frestað skilorðsbundið í tvö ár . Þann 25. maí 2018 va r ákærði dæmdur í sex mán aða fangelsi fyrir þjófnað og var skilorðshluti fyrrnefnds dóms dæmdur með. Þegar hann framdi það brot voru liðin meira en fimm ár frá því hann hafði síðast hlotið refsingu fyrir auðgunarbrot. Þann 16. janúar 2019 var á kærði dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnað og brot gegn umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana - og fíkniefni . Var þar um að ræða hegningarauka við dóminn frá 25. maí 2018 . Loks var hann dæmdur fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar 29. mars 2019, e n þá var um að ræða hegningarauka við dóminn frá 16. janúar 2019, og ákærða ekki gerð sérstök refsing. Ákærði bar að hafa framið þau brot sem hann er nú dæmdur fyrir undir þrýstingi frá mönnum sem hann skuldi og óttist, en hvorki verjandi né sækjandi ósk uð u eftir sönnunarfærslu um þetta . Fyrir liggur vottorð félagsráðgjafa um að ákærði sé í starfsendurhæfingu og sinni henni vel. Mikilvægt sé að hann fái tækifæri til að halda endurhæfingu áfram . Með vísan til framangreinds, og þess að um er að ræða aðra ítre kun auðgunarbrots , þ ykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatt i meðtöldum , og ferðakostnað h ans . Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. 3 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Helgi Steinn Gunnarsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði . Ákærð i greiði 245.265 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda sín s, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns , 210.800 krónur og 34.465 króna ferðakostnað hans .