Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 14. október 2020 Mál nr. E - 5/2020 : Hugrún Sigmundsdóttir ( Gísli Guðni Hall lögmaður ) g egn Eyjafjarðarsveit ( Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem er skaðabótamál vegna ætlaðrar ólögmætrar uppsagnar starfsmanns sveitarfélags , er höfðað 20. desember 2019, þingfest 9. janúar 2020, en dómtekið 16. september 2020. Stefnandi er Hugrún Sigmundsdóttir, , Akureyri en stefndi er Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, Eyjafjarðasveit. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 9. 691.480 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 9. janúar 2020 til gre iðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að teknu tilliti til skyldu til greiðslu virðisaukaskatts af lögmannsþóknun. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar að teknu tilliti til skyldu til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Málavextir: S tefnandi var skólastjóri leikskóla , sem rekinn er á vegum stefnda . Stefndi er sveitarfélag. Ekki er um það deilt að þáverandi sveitarstjóri stefnda boðaði stefnanda á sinn fund 15. júní 2017. Boðunin var munnleg og sama dag og fundurinn var haldinn . Á fund inum, voru stefnandi, sveitarstjóri stefnda og skrifstofustjóri hjá stefnda . Óumdeilt er að á þessum fundi var stefnanda boðið að skrifa undir starfslokasamning sem hún gerði, eftir að hafa gert athugasemdir við tvö tilgreind atriði, sem leidd u til breyti nga á samningnum. Þá er óumdeilt að ekki var orðið við beiðni stefnanda um að fá að fara með samninginn og bera hann undir stéttarfélag sitt og/eða lögmann. Ágreiningsefni í máli þessu hverfast einkum um það að s tefnandi telur að henni hafi verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti og hafi á þessum fundi talið sig 2 tilneydda að skrifa undir starfslokasamning, en stefndi byggir á því að samningar hafi tekist milli aðila um starfslok stefnanda eftir viðræður sem hún hafi tekið þátt í af fúsum og frjálsum vilj a , án nokkurrar þvingunar af hálfu starfsmanna stefnda. Þá er og byggt á því af hálfu stefnanda að sveitarstjóri stefnda hafi ekki verið valdbær til að gera umræddan samning fyrir hönd sveitarfélagsins, en stefndi kveður sveitarstjóra hafa haft skýrt umboð sveitarstjórnar eins og fram komi í fundargerð sveitarstjórnar stefnda 8 . september 2017. Nánar eru málavextir þeir að s tefnandi var ráðinn sem aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Krummakot , sem þá var reki nn ásamt grunnskóla sveitarfélagsins . Ráðning arsamningurinn er dagsettur 6. júlí 201 2 . F rá 1. ágúst 2016 var samrekstri þessara stofnana hætt og leikskólinn varð sjálfstæð stofnun á veg um sveitarfélagsins . Eftir það gegndi stefnandi stöðu leikskólastjóra . Starfi l eikskólastjór a er þannig lýst í gögnu m málsins að hann fari með daglega stjórn leikskólans og beri ábyrgð á faglegu starfi og rekstri og starfi samkvæmt starfslýsingu . Stefnandi er félagsmaður í Félagi stjórnenda leikskóla sem er aðildarfélag að Kennarasambandi Íslands. Ráðningarsamningur hennar bygg ð ist á kjarasamningi þess félags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í gögnum málsins liggur fyrir sá hluti nefnds kjarasamnings sem aðilar telja máli skipta og er óumdeilt að hann ha fi gilt frá 1. júní 2015 til 30. júní 2019 og því í gildi þegar atvik málsins áttu sér stað . Í málinu liggur fyrir bréf sem starfsmenn umrædds leikskóla, fyrir utan skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, rituðu í kjölfar fundar sem haldinn var 6. desember 20 16. Er þar lýst óánægju starfsfólks með ákvarðanir stjórnenda skólans og sveitarstjóra varðandi viðbrögð við ætluðum óeðlilega miklum veikindum starfsfólks og manneklu. Virðist óánægjan aðallega hafa beinst að hugmyndum leikskólastjóra um og hugmyndum sveitarstjóra um að skila skyldi læknisvottorði vegna allra veikinda. Þá er lýst óánægju með það að of stuttur fyrirvari hafi verið gefinn áður en 12 mánaða börn yrðu tekinn inn í skólann og að tímasetning breytingarinnar sé óheppileg. Að loku m lýsir starfsfólk óánægju með húsnæði leikskólans. Í lok bréfsins er því lýst að andrúmsloftið sé afar þungt meðal starfsfólks og einhverjir hafi jafnvel hugsað sér til hreyfings. Loks kemur fram að framkoma stjórnenda leikskólans hafi að mati starfsmanna einkennst af vantrausti í þeirra garð og yfirgangssemi af hálfu sveitarstjórnar. Það sé þó trú starfsmanna að leysa megi málin og endurvekja traust milli 3 starfsfólks og stjórnenda leikskólans. Bréfið var sent sveitarstjórn, leikskólastjóra, aðstoðarleiksk ólastjóra, skólanefnd sveitarfélagsins og foreldraráði leikskólans. Framangreint bréf var rætt á fundi skólanefndar sveitarfélagsins 31. mars 2017 en þangað kom einnig stefnandi og gerði grein fyrir starfsemi leikskólans, m.a. því að forföll hefðu verið a llnokkur og haft áhrif á skipulag og umfang skólastarfs . Kemur fram í fundargerð að leikskólastjóri hafi svarað spurningum nefndarmanna og að umræður hafi orðið á fundinum um málefnið. Sveitarstjórn tók fundargerð skólanefndar til umfjöllunar á fundi sínum 18. apríl 2017 og er þar bókað að liðurinn Krummakot - Starfsmannamál Stefnandi var boðuð til fundar fimmtudaginn 15. júní 2017 með símtali sveitarstjóra stefnda . Stefnandi mætti til fundarins þar sem sveitarstjóri tók á móti henni ásamt skrifstofustjóra stefnda. Fyrir liggur að á fundinum var fjallað um stöðu leikskólans og að sveitarstjóri lét í ljós þá skoðun sína að stað a leikskólans væri ekki eins og best yrði á kosið. Kemur fram í minnisblaði litið værum ekkert að þokast nær neinu, þvert á móti hefði undangengna daga og vikur vaxið svo mjög órói kringum starfsemi leikskól ans að ekki yrði aftur snúið. Ógerningur væri að endurreisa traust skólasamfélagsins í garð leikskólans að mati sveitarstjóra nema með Mitt mat væri, eftir vandlega íhugun, að rétt væri að bjóða [stefnanda] star u m afstöðu skólann í betri færi, það væru uppbyggingartímar framundan og hún teldi starfsfólkið tilbúið að takast á við næsta skó Einnig er vísað til þess að stefnandi hafi ekki talið sig hafa fengið þann stuðning frá sveitarstjóra sem hafi þurft. Á fundi þessum var lagður fyrir stefnanda starfslokasamningur sem sveitarstjórinn hafði tilbúinn. Kveðst sveit arstjóri stefnda hafa lýst því svo fyrir stefnanda að stefndi teldi ekki að hún hefði gerst brotleg við starfsskyldur sínar þannig að áminningu varðaði. Stefnandi lýsir því svo að boð sveitarstjóra stefndu um að hún gerði starfslokasamning hafi komið henn i verulega á óvart og hana hefði ekki grunað að tilefni fundarins væri þetta. Hún kveðst hafa spurt hvað myndi gerast ef hún neitaði að skrifa undir og segir sveitarstjóra þá hafa svarað að þá yrði farið í harðari aðgerðir og henni sagt upp störfum. Stefnd i hefur í málatilbúnaði sínum ekki kannast við að stefnanda hafi 4 verið gefið til kynna að henni yrði sagt upp skrifaði hún ekki undir samninginn og kveður enga ákvörðun hafa verið tekna í þá veru hjá stefnda. Í framhaldi gerði stefnandi athugasemdir við þa ð að gert var ráð fyrir að þó hún hætti störfum strax sama dag yrði hún að vera tiltæk til ráðgjafar símleiðis allt fram að áramótum 2017/2018 og óskaði eftir að það yrði ekki lengur en fram að 1. september 2017. Þá lýsti hún því að hún teldi sig eiga inni 33 daga sem hún hefði unnið umfram vinnuskyldu. Á þetta var fallist og samningnum breytt í þessa veru. Í viðræðum um samninginn óskaði stefnandi eftir því að fá samninginn með sér og bera hann undir lögmann. Því hafnaði sveitarstjóri . Stefnandi skrifaði u ndir samninginn. Sveitarstjóri samþykkti beiðni stefnanda um að henni væri gefinn kostur á því að kveðja samstarfsfólk sitt daginn eftir og sækja persónulega muni. Í málinu liggja fyrir ítarlegar skriflegar frásagnir stefnanda og sveitarstjóra um það sem nákvæmlega fór fram á umræddum fundi. Þau gáfu einnig lýsingu á fundinum í skýrslu sinni fyrir dómi. Ekki þykir ástæða til að rekja nánar þær lýsingar hér. Samningurinn ber yfirskriftina amningur vegna starfsloka Hugrúnar Sigmundsdóttur hjá Eyjafjarðasve it og kveður á um að stefnandi væri þegar leyst undan starfsskyldum sínum, með þeirri undantekningu að hún svaraði símleiðis fyrirspurnum er varði starfsemi leikskólans til 1. september 2017. Hún skyldi halda óbreyttum launakjörum til 31. desember 2017 og að auki fá greitt fyrir 33 daga vinnu og átti sú greiðsla að fara fram 3. janúar 2018 . Þá er kveðið á um að áunnið orlof verði gert upp með síðustu launagreiðslu ársins 31. desember 2017 . Einnig kemur fram að ráðningarsamningur aðila falli úr gildi og að hvorugur samningsaðila eigi frekari kröfur á hendur hinum. Eins og um hafði verið rætt á margnefndum fundi 15. júní 2017 mætti stefnand i ásamt sveitarstjóra stefnda næsta dag á þrjá fundi með starfsfólki leikskólans þar sem starfslok stefnanda voru kynnt. Fundirnir voru þrír þar sem ekki var hægt að funda með öllum starfsmönnum í einu, enda starfsemi í fullum gangi . Er ekki ágreiningur um að sveitarstjóri tók það fram á fundunum að starfslok stefnanda hefðu ekki verið að hennar frumkvæði. Í málinu liggur fy rir yfirlýsing stefnanda send sveitarstjóra stefnda með tölvubréfi 27. júní 2017 þar sem hún lýsir því að hún hyggist kanna lögmæti starfslokasamningsins og móttaka hennar á greiðslum fælu því ekki í sér viðurkenningu á lögmæti hans. Sveitarstjóri stefnda staðfesti móttöku tölvubréfsins. 5 Stefnandi óskaði eftir því með bréfi til stefnda 31. ágúst 201 7 að fá skriflegar upplýsingar um umboð sveitarstjóra til að gera starfslokasamning við hana og hvenær fjallað hafi verið um þetta á fundum sveitarstjórnar. Á f undi sveitarstjórnar 8. september 2017 er undir 8. tölulið bókað: Fyrir fundinum liggur starfslokasamningur milli Eyjafjarðarsveitar og fyrrverandi leikskólastjóra. Þá liggur fyrir bréf fyrrverandi leiksskólastjóra með beiðni um skriflegar upplýsingar um tiltekin atriði er varða starfslok hans hjá sveitarfélaginu. Málefni leikskólans Krummakots hafa verið fyrirferðarmikil un d anliðna mánuði og ekki ríkt full sátt um starfsemi og áherslur þar. Hefur málið verið rætt á fundi sveitarstjórnar m.a. á 495. fundi, þann 12. apríl 2017. Í beinu framhaldi af fundi sveitarstjórnar þann 14. júní 2017 var málið rætt þar sem einróma stuðningur var við áform sveitarstjóra um að bjóða leikskólastjóra starfslokasamning. Er samningurinn í samræmi við skyldur sveitarstjóra til að halda daglegum rekstri sveitarfélagsins í viðunandi horfi og innan umboðs hans í þessu máli. Sveitarstjórn staðfestir einróma fyrirliggjandi starfslokasamning. Með vísan til ofangreinds fól sveitarstjórn sveitarstjóra að svara erindi stefnanda. Stefna ndi sendi samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneyti kæru 13. september 2017 Um kæruheimild var vísað til 2. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kærunni var vísað fr á 27. september 2017 þar sem ráðuneytið taldi að gerð starfslokasamnings fæli ekki í sér stjórnvaldsákvörðun. Stefnandi kvartaði til Umboðsmanns Alþingis 1. október 2017. Leiddi kvörtunin til þess að Umboðsmaður sendi ráðuneytinu bréf 15. febrúar 2018 . Í k jölfar móttöku bréfsins ákvað Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytið að endurupptaka mál stefnanda. Lauk málsmeðferð ráðuneytisins með úrskurði þess 17. maí 2019. Í úrskurðarorði segir að ákvörðun [stefnda] frá 15. júní 2017 um að segja [stefnanda] upp stö rfum sem leikskólastjóra leikskólans Krummakots sé ólögmæt. Í samskiptum málsaðila í kjölfar úrskurðarins kom m.a. fram í bréfi lögmanns stefnda til lögmanns stefnanda að stefndi teldi úrskurð ráðuneytisins rangan í öllum meginatriðum og niðurstaða hans b yggð á röngu mati á atvikum málsins. Af hálfu stefnda var ofangreindur starfslokasamningur efndur með þeim hætti að stefnand a voru greidd laun mánaðarlega 638.141 krón a á mánuði út árið 2017 , en í stað þess að greiða eftirstöðvar samningsins 3. janúar 2018 var launagreiðslum að sömu fjárhæð haldið áfram í fjóra mánuði af árinu 2018 en lokagreiðsla fór fram í maí og nam 6 95.721 krónu. Kveður stefndi að með þessum greiðslum hafi samningur aðila verið fullefndur af hans hálfu. Stefnandi ber ekki brigður á það a ð greiðslur hafi verið að fullu inntar af hendi samkvæmt efni samningsins. Hvorugur aðila hefur gert skýra grein fyrir þeim greiðslum sem inntar voru af hendi árið 2018 en báðir virðast ganga út frá því að um sé að ræða annars vegar þá 33 daga sem umsamið var að greiða fyrir, en hins vegar uppsafnað orlof stefnanda. Stefndi hefu r lagt fram nokkrar starfsauglýsingar frá lokum ágústmánaðar 2017 þar sem Akureyrarbær er að leita eftir aðstoðarleikskólastjóra og tveimur leikskólakennurum til starfa á nánar tilgreindum leikskólum sveitarfélagsins . Þá hefur stefndi lagt fram eina frétt frá 12. ágúst 2008 þar sem því er lýst að erfitt hafi reynst að manna stöður á leikskólum í Reykjavík. Þá liggur fyrir í málinu vottorð sálfræðings um að stefnandi hafi notið þjónustu hans frá því í ágúst 2017 til dagsins í dag. Vottorðið er dagsett 3. apr íl 2020. Efni vottorðsins verður ekki tíundað nánar hér en efnislega um það fjallað í niðurstöðukafla eftir því sem efni standa til. Málsástæður stefnanda: Stefnandi byggir á því að sem leikskólastjóri leikskólans Krummakots, hafi hún verið starfsmaður h ins stefnda sveitarfélags. Um uppsögn hennar hafi gilt ákvæði ráðningarsamnings hennar, kjarasamnings, auk ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar. Stefnandi byggi á því að henni hafi verið sagt upp starfinu með ólögmæ tum hætti. Kveðst hún vísa til úrskurðar samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 17. maí 2019, þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu. Þá byggir stefnandi kröfur sínar á því að hún hafi orðið fyrir bæði fjártjóni og miska, sem stefndi beri á byrgð á samkvæmt almennu skaðabótareglunni, eins og henni hafi verið beitt í dómaframkvæmd um ólögmætar uppsagnir opinberra starfsmanna. Fjárkrafa hennar samanstandi þannig af tveimur kröfuliðum, nánar tiltekið: Krafa um bætur vegna fjártjóns: kr. 8.691 .480 Miskabótakrafa kr. 1.000.000 Krafa samtals kr. 9.691.480 7 Stefndi hafi brotið gegn mörgum mikilvægustu reglum stjórnsýsluréttarins er hann hafi sagt stefnanda upp störfum. Stefnandi byggi á því að stefndi hafi brotið a.m.k. þrjár megin reglur stjórnsýslulaganna, þ.e. meginreglu um rannsóknarskyldu (sbr. skráða reglu í 10. gr.), meginreglu um meðalhóf (sbr. skráða reglu 12. gr.) og um andmælarétt (sbr. skráðar reglur IV. kafla, einkum 13. gr.). Allt séu þetta öryggisreglur laganna. Ennfr emur sé byggt á að stefndi hafi virt að vettugi réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins sem sé óskráð meginregla. Stefnandi legg i áherslu á að starfslok hafi ekki verið í huga hennar er hún hafi verið boðuð á fundinn 15. júní 2017. Vegna þess sem þar hafi komi ð fram um ástæðu starfsloka, þ.e. vilji stefnda til að skapa stöðugleika og liðsheild innan leikskólans Krummakots og stefnandi nyti ekki trausts, þá hefði stefnda borið að færa þessi atriði í tal við stefnanda og óska viðbragða hennar, enda lægju málefnale gar ástæður að baki. Ef slíkt hefði ekki borið árangur hefði komið til álita að hefja formlegt áminningarferli, þar sem stefnandi hefði fengið tækifæri til að bæta ráð sitt. Fyrirvaralaus uppsögn, í formi þvingaðrar undirritunar hennar á starfslokasamning , hafi undir engum kringumstæðum verið heimil eins og á hafi staðið . Stefnandi hafi engrar lögmannsaðstoðar notið , viðveru trúnaðarmanns eða ráðrúms til að undirbúa sig fyrir fundinn, sem sveitarstjóri hafi haldið með þeim einbeitta ásetningi að koma stefn anda frá störfum. Sveitarstjórinn hafi lagt fyrir hana þá tvo kosti að skrifa undir starfslokasamning á staðnum en verða ella sagt upp einhliða, sem hafi verið sögð harkalegri aðgerð. Sveitarstjórinn hafi haft yfirburðastöðu sem yfirboðari stefnanda og rey ndur lögmaður þar að auki. Hann hafi boðað til fundarins og kom ið til hans undirbúinn og með annan mann sér til fulltingis, ólíkt stefnanda. Verð i að líta svo á að sveitastjórinn hafi með framangreindri aðferð stytt sér leið að settu marki með því að knýj a stefnanda til að fallast á að láta af starfinu, án þess að viðhafa málsmeðferð samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga og framhjá skilyrðum kjarasamnings um skriflega áminningu, sbr. svohljóðandi gr. 1.6: Ef ástæða er talin til að veita starfsmanni áminningu e r skylt að gefa honum fyrst kost á að tjá sig um málið. Óski starfsmaður þess skal það gert í viðurvist trúnaðarmanns. Ef talið er að fyrir liggi ástæður til uppsagnar sem rekja megi til starfsmannsins sjálfs, er skylt að áminna starfsmanninn fyrst skrifle ga og veita honum tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Uppsögn skal ával l t vera skrifleg og óski starfsmaður þess skal rökstuðningur einnig vera skriflegur. Óheimilt er að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. 8 St efnandi vís i til fordæmis Hæstaréttar í máli réttarins nr. 175/2005 (framkvæmdastýra Jafnréttisstofu), þar sem komist hafi verið að niðurstöðu um að stjórnvald megi ekki þvinga starfsmann til að undirrita starfslokasamning, koma sér þannig undan málsmeðfer ðar - og efnisreglum stjórnsýsluréttar og stytta sér þannig leið að því setta marki að koma starfsmanni úr starfi. Stefnandi undirstrik i að aðstæður þessa máls og framganga sveitarstjóra stefnda sé mun alvarlegri en sú sem var uppi í tilvísuðu dómsmáli, þar sem sveitarstjóri stefnda í þessu máli hafi hótað stefnanda uppsögn á einum fundi, ef ekki yrði ritað undir starfslokasamkomulag á staðnum, og hafi þannig beitt hana nauðung til undirritunarinnar. Hún hafi enga möguleika átt á að halda starfi sínu að fund inum loknum. Stefnandi bendi þó á að stefndi hafi verið missaga um hvort það hafi verið ákveðið fyrir fundinn að segja stefnanda tafarlaust upp og þá leitað eftir samþykki formanns skólanefndar símleiðis daginn fyrir fund eða hvort fundurinn hafi einfaldle ga þróast þannig að stefnandi hafi fallist á að rita undir starfslokasamninginn. Stefnandi ítrek i þó að henni hafi verið stillt upp við vegg á fundinum og ljóst að ákvörðun um efni fundarins hafi verið teki n af sveitarstjóra stefnda áður en fundurinn hafi hafist , enda hafi sveitarstjóri vísað um efni starfslokasamningsins og að henni væri best borgið með að rita undir hann strax en að öðrum kosti að vera sagt upp á staðnum. Stefnandi vís i einnig til V. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986, sbr. einkum 29. gr. laganna um trúnaðarmenn. Í ákvæðinu fel i st sú meginregla í réttarsambandi vinnuveitanda og starfsmanna að þeim sé rétt að hafa sér til fulltingis á fundum, eins og þ eim sem haldinn hafi verið 15. júní 2017, trúnaðarmann starfsmanna eða eftir atvikum annan fulltrúa stéttarfélags. Stefnandi byggi einnig á því að sveitarstjóri stefnda hafi ekki haft valdheimildir til þess að taka ákvörðun um starfslokin. Samkvæmt 42. gr. samþykktar um stjórn Eyjafjarðarsveitar nr. 861, dags. 17. september 2013, ráði sveitarstjórn forstöðumenn stofnana Eyjafjarðarsveitar, að fenginni umsögn þeirrar fastanefndar sem fari með málefni stofnunarinnar og veiti þeim lausn frá starfi. Krummakot s é undirstofnun sveitarfélagsins og stefnandi, sem leikskólastjóri, hafi verið forstöðumaður hennar. Sveitarstjóri hafi því ekki verið bær til að segja stefnanda upp störfum. Til þess hefði þurft formlega ákvörðun sveitarstjórnar, að öðrum skilyrðum uppfyll tum, svo sem umsögn skólanefndar. Einhvers konar eftirfarandi bókun um samþykki hafi ekki þýðingu, né rökstuðningur þess efnis í bréfi, dags. 13. október 2017, um að sveitarstjóri 9 hafi hringt í formann skólanefndar og tiltekið um þau áform að semja við ste fnanda um starfslok degi síðar. Valdníðsla sveitarstjóra við uppsögn stefnanda sjáist einnig glögglega þar sem málsmeðferðin hafi verið í ósamræmi við 13. gr. samþykktanna sem fjall i um ályktunarhæfi og atkvæðagreiðslu, en í ákvæðinu sé kveðið á um að sveitarstjórn get i i stefnandi til þess að engin dagskrá sveitarstjórafundar ligg i fyrir þar sem tiltekinn sé fundarliður um áætlun þess efnis að semja u m starfslok hennar, áður en hún hafi verið kölluð til fundarins 15. júní 2017, en í 10. gr. samþykkta stefnda sé gert ráð fyrir því að dagskrá sveitarstjórnarfunda um málefni fundarins skuli fylgja fundarboði til nefndarmanna fyrir hvern fund. Loks vís i stefnandi til úrskurðar samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins á 17. maí 2019 , sem sé bindandi fyrir stefnda. Um starfslokasamninginn vís ar stefnandi að síðustu og til öryggis til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga var ðandi ógildingu starfslokasamningsins og að það yrði ósanngjarnt ef stefndi gæti borið hann fyrir sig gagnvart bótakröfum stefnanda vegna ólögmætrar uppsagnar. Efni samningsins hafi verið ólögmætt, samningsstaða aðila afar ójöfn og þvingun hafi verið beitt við samningsgerðina. Hvað varð i ójafna samningsstöðu sé bent á yfirburðastöðu þáverandi sveitarstjóra í starfslegu tilliti, þeirrar staðreyndar að hann sé hæstaréttarlögmaður sem hafi þekkt starfsréttindi stefnanda út í hörgul, hann hafi undirbúið sig fy rir fundinn en hafi boðað stefnanda til hans fyrirvaralaust og án þess að geta um fundarefnið. Svo hafi hann mætt við annan mann til fundarins og hafi stillt stefnanda þar upp við vegg, án þess að hún fengi tíma til að hugsa sinn gang og ráðfæra sig við st éttarfélag sitt eða lögmann. Þar af leiðandi stand i öll rök til að ógilda samninginn að því er varð i takmörkun á rétti stefnanda til að hafa uppi bótakröfur vegna uppsagnarinnar. Eigi þetta einkum við um 5. gr. samningsins, þar sem segi að hvorugur samning saðili eigi kröfu á hendur hinum umfram það er í samningnum greini. Krafa um greiðslu skaðabóta sé reist á almennu skaðabótareglunni. Stefnandi vís i til dómaframkvæmdar Hæstaréttar og Landsréttar í málum vega ólögmætra uppsagna opinberra starfsmanna, m.a. dóms Hæstaréttar í máli réttarins nr. 175/2005. Um að stefndi hafi bakað sér bótaskyldu með stjórnvaldskvörðun, sem bæði hafi verið ólögmæt og saknæm, vís i st til þess sem að framan greini í stefnunni. 10 Stefnandi kveðst krefjast skaðabóta vegna fjártjóns að fjárhæð 8.691.480 krónur . Fjárhæð kröfunnar sé að álitum, en við ákvörðun hennar sé tekið mið af mánaðarlaunum stefnanda í starfinu hjá stefnda, að meðtöldum mótframlögum vinnuveitanda í lífeyrissjóð og séreignarlífeyrissjóði. Mánaðarlaun stefnanda haf i verið 638.141 króna , mótframlag í lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga 11,5%, í lífeyrisauka hjá Arion banka 1% og í lífeyrisbók Landsbankans 1%. Fjárhæð kröfunnar sé jöfn 12 mánaðarlaunum miðað við þessar launaforsendur, en það árétt i st að fjárhæðin s é að álitum, vegna þess fjártjóns sem ætla megi að stefnandi verði fyrir vegna uppsagnarinnar, til framtíðar litið. Eins og atvikum sé háttað sé fjárhæð kröfunnar stillt í hóf. Stefnandi hafi verið á 57. aldursári er henni var vikið úr starfi hjá stefnda. Atvinnuleit hafi reynst stefnanda erfið í litlu samfélagi en hún hafi sótt um það sem í boði hafi verið á hennar atvinnusvæði, helst afleysingastörf sem leikskólakennari hjá leikskólanum á Akureyri. Stefnanda hafi ekki boðist sambærilegt stjórnendastarf í kjölfar starfsloka hennar hjá Krummakoti. Afleiðing hinnar ólögmætu uppsagnar sé því veruleg tekjulækkun, bæði á tímanum sem liðinn sé frá uppsögninni til dagsins í dag og til framtíðar litið, enda ekki fyrirséð a ð stefnandi eigi eftir að komast í sambærilegt starf aftur sem samræmist menntun hennar og reynslu og veiti henni sambærileg kjör. Stefnandi hafi byrjað störf sem leikskólakennari í afleysingum hjá leikskólanum í apríl 2018 og hafi því fengið fyrst a launaseðilinn frá öðrum atvinnurekanda eftir hina ólögmætu uppsögn í maí 2018. Grunnlaun stefnanda frá fyrir 8 mánaða starf á árinu 2018 (maí til desember 2018) hafi numið samtals 2.061.440 kr ónum sem ger i að meðaltali 257.680 kr ónur á mánuði fyrir s katt. Stefnandi hafi ekki verið ráðin inn í fullt eða fast starf og því sé munur á launagreiðslum milli mánaða. Stefnandi taki fram að suma mánuði hafi hún fengið verulega lítið greitt (sjá til dæmis einungis 33.277 kr ónur greiddar í október 2018 og í nóve mber 2018 hafi hún engar tekjur haft ). Því taki stefnandi til þess ráðs að reikna meðaltal mánaðarlauna til betri samanburðar við fyrri föst laun hennar hjá Krummakoti. Stefnandi hafi haldið áfram í afleysingarstarfi sem leikskólakennari hjá árið 201 9 eftir þörfum hverju sinni og hafi til að mynda ekki fengið greidd laun í mars, apríl og júní það árið. Tekjur hennar fyrstu 10 mánuði ársins 2019 nem i 2.489.356 kr ónum fyrir skatt sem ger i að meðaltali um 226.305 kr. á mánuði. Fjárhagslegt tjón stefnanda s é því umtalsvert og allt útlit sé fyrir að launamunur hennar verði varanlegur. 11 Samkvæmt þessu nem i tekjulækkun stefnanda, vegna uppsagnarinnar, um eða yfir 400.000 krónum á mánuði að jafnaði. Í kröfugerð stefnanda hafi verið tekið tillit til þess að hún hafi haldið launakjörum sínum óbreyttum á 6 mánaða uppsagnarfresti skv. starfslokasamningi, þ.e. til ársloka 2017. Þá haf i stefnandi fengið greidd laun í 4 mánuði til viðbótar (fram til maí 2018), en þar sé væntanlega u m að ræða uppgjör á 33 daga vinnu sem kveðið hafi verið á um í starfslokasamningnum og orlofi. Loks athug i st að stefnandi hafi sett þann fyrirvara í bréfi til Eyjafjarðarsveitar í júní 2017 að móttaka greiðslnanna vegna starfslokasamningsins fæli ekki í sé r viðurkenningu á lögmæti hans. Stefnandi krefst miskabóta að fjárhæð 1.000.000 krónur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er á því byggt að sveitarstjórinn í Eyjafjarðarsveit hafi með ófyrirleitinni framgöngu sinni gagnvart stefnanda, sem lýst sé hér að framan, brotið gegn starfsheiðri stefnanda að ófyrirsynju og að framganga hans gagnvart henni hafi verið til þess fallin að rý ra álit stefnanda í augum annarra. Stefnandi bendi á að fagsamfélagið í Eyjafjarðarsveit sé lítið og því auðvelt er að skaða persónu , æru, orðspor og starfsheiður einstaklinga með svona harkalegri uppsögn, sem spyrjist um allt. Sveitarstjórn stefnda hafi b ókað leikskólans Krummakots hafa verið fyrirferðamikil undan liðna mánuði og ekki ríkt full að bjóða leikskólastjóra star sé opinber og aðgengileg á netinu. Einnig sé bent á að fundargerðin sé bein sönnun um þann ásetning stefnda að koma stefnanda úr starfi. Uppsögnin sé þess eðlis að hún torveld i stefnanda að komast í annað sambærilegt starf. Í henni felist ólögmæt meingerð gegn æru og persónu stefnanda, í skilningi lagaákvæðisins. Stefnandi vís ar um dráttarvaxtakröfu sína til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Gerð sé krafa um dráttarvexti frá þingfestingardegi málsins. Um málskostnaðarkröfu sína vís ar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Þess sé krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. Yfirlit yfir kostnað stefnanda af málssók ninni verð i lagt fram við aðalmeðferð málsins. 12 Málsástæður stefnda: Stefndi kveðst hafna því að um uppsögn hafi verið að ræða líkt og stefnandi byggi einkum á í málatilbúnaði sínum og þar með sé ræða. Staðreyndin sé sú og á því byggt sérstaklega, að ekki hafi verið um uppsögn að ræða þegar stefnandi og stefndi hafi komist að samkomulagi um starfslok stefnanda hjá stefnda og hafi gert með sér samkomulag af því tilefni. Í málatilbúnaði stefnanda sé að nokkuð í málinu gefi tilefni til þess að álykta sem svo að um uppsögn hafi verið að ræða. Þvert á móti ligg i ekki annað fyrir en að aðilar hafi, af fúsum og frjálsum vilja, gert með sér samkomulag um st arfslok, sem stefndi hafi efnt að fullu fyrir sitt leyti. Á fundi þeim sem haldin n hafi verið 15. júní 2017 hafi að sönnu verið rætt um stöðu mála í leikskólanum Krummakoti og ýmsum flötum velt upp en sá fundur hafi leitt til þess að aðilar hafi ákveðið að gera með sér samkomulag um starfslok. H vorki hafi verið um það að ræða að stefnandi hafi verið beitt þvingunum eða nauðung af nokkru tagi heldur hafi hún einfaldlega verið spurð að því hvort hún hefði hug á því að ganga frá starfslokum sínum með formlegum hætti. Eins og stefnandi sjálf viðurkenni í stefnu hafi hún haft ýmislegt til málanna að leggja í þeim viðræðum og hafi þannig haft áhrif á efni samningsins sjálfs . S é á því byggt að í því felist augljós staðfesting þess að stefnanda hafi verið það í sjálfsvald sett hvort hún undirritaði samkomulagið eða ekki. Í öllu falli sé á því byggt að um hafi verið að ræða samkomulag sem stefnandi sjálf hafi haft áhrif á og get i þ ví ekki haldið því fram í Á fundinum hafi aldrei verið rætt um uppsögn eða að til hennar gæti komið enda stefnda það ljóst að engar forsendur væru fyrir uppsögn og/eða beitingu annarra úrræða gagnvart stefnanda en ekki sé um það deilt að hún hafi ekki brotið af sér í starfi. Öllum fullyrðingum stefnanda í þá veruna að því hafi verið hótað á fundinum að ef hún ekki skrifaði undir samninginn, yrði henni sagt upp störfum s é hafnað. Sem fyrr segi hafi á fundinum verið rætt fram og til baka um efni samningsins og farið í gegnum ákvæði hans lið fyrir lið. Það eitt að stefnandi hafi nefnt það í framhjáhlaupi að hún myndi jafnvel skila inn veikindavottorði skipti að mati stefnda engu máli í þessu sambandi. i ekki við og á því byggt að ekki hafi verið um uppsögn að ræða. Þá sé á því byggt að stefndi hafi ekki á neinn hátt brotið gegn tilgreindum ákvæðum st jórnsýslulaga með því 13 einu að bjóða stefnanda starfslokasamning og að í því felist ekki að um ólögmæta aðgerð uppsögn í formi þvingaðrar undirritunar stefnanda á starf sé með öllu ósannaður þegar horft sé til þess hvernig aðdragandi þess að samningurinn hafi verið undirritaður sé skoðaður. Fyrir ligg i og á því byggt sjálfstætt að á fundinum 15. júní 2017 hafi stefnanda gefist tækifæri til að neita því að un dirrita samninginn enda hafi hún ekki verið beitt þvingunum af neinu tagi. Stefndi mótmæli því sem fullyrt sé í stefnu að stefnandi hafi ekki mátt vita hvert efni fundarins væri enda hafi hún haft fulla vitneskju um stöðu mála og hafi því ekki getað ætlað annað en að til stæði að ræða framtíðarskipan mála á leikskólanum. Stefnanda hafi enda ekki virst brugðið á nokkurn hátt þegar rætt hafi verið um starfslokasamning . Hún hafi haft réttindi sín á hreinu og getað tilgreint þau af slíkri nákvæmni að engu hafi skeikað í þeim efnum. ji stefndi rétt að leggja á það áherslu, og mótmæla sérstaklega sem röngu og ósönnuðu, að stefnanda hafi verið hótað uppsögn, skrifaði hún ekki undir samning um starfslok. Stefnanda hafi ekki tekist að sanna að atvik hafi verið með þessum hætti en að mati stefnda sé hér um að ræða atriði þrýstingi að réttlætt geti að fallist yrði á kröfur hennar þess efnis að um hafi verið að Stefndi bendi á að í þessum málatilbúnaði fel i st rökvilla enda sé vart um það deilt að ekki hafi verið um uppsögn að ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs. Nægi í þessu samhengi að horfa til efnis samningsins og þeirra kjara sem stefnandi hafi notið honum samkvæmt, til þess að sjá að hann eigi ekkert skylt við uppsögn. i að horfa til þess hvers efnis samningurinn sé . Fyrir ligg i að stefnandi hafi fengið full, óskert laun, í 3 mánuði umfram það sem kjarasamningur hennar kveð i á um, eða alls 6 mánuði en að auki hafi stefnandi fengið 33 daga að fullu greidda vegna ótekins orlofs í tengslum við yfirvinnu. Þessi krafa stefnanda hafi f yrst komið fram á fundinum 15. júní 2017 af stefnanda hálfu og hafi verið fallist á hana af hálfu stefnda, án frekari skoðunar eða að nokkuð lægi fyrir um hvort þetta væri rétt en í því skyni að ná samningi við stefnanda hafi , sem fyrr segi, verið fallist á þessa kröfu hennar. 14 Þessi kjör séu langt umfram þau réttindi sem stefnandi hafi átt rétt til og ber i samningurinn þannig þess augljós merki að vera stefnanda afar hagfelldur. Stefnandi hafi samkvæmt þessu haldið fullum óskertum launum út árið 2017 auk þ ess sem hún hafi fengið jafngildi 4 mánaða launa til viðbótar í formi orlofs . Stefndi byggi r á því að samkvæmt þessu sé ljóst að sá samningur sem hér sé um deilt hafi verið stefnanda afar hagfelldur , sem þurfi að skoða í samhengi við þann málatilbúnað stef vilja, líkt og haldið sé fram í stefnu. Stefndi hafn i því alfarið að þáverandi sveitarstjóri, hafi ekki haft valdheimildir til þess að annast, f.h. sveitarfélagsins, gerð starfslokasamning s við stefnanda. Í fremur óskýrri umfjöllun stefnanda um þetta í stefnu megi helst skilja að stefnandi gangi útfrá því að henni hafi verið sagt upp störfum sem þó eitt og sér skipti ekki máli í þessu samhengi. Staðreynd málsins sé sú að þáverandi sveitars tjóra hafi verið falið að leita leiða til að leysa málið og þá freista þess að komast að samkomulagi við stefnanda um gerð starfslokasamnings. Stefndi átt i sig illa á því hvert stefnandi sé að fara með þessari umfjöllun sinni enda ligg i það skýrt fyrir að sveitarstjórn stefnda hafi einhuga staðfest þann starfslokasamning sem mál þetta snúist um. Stefndi hafn i þannig öllum málsástæðum stefnanda sem bygg i á því að aðdragandi, efni og gerð starfslokasamnings hans við stefnanda hafi ekki gildi vegna þessa enda sveitarstjóri einungis að fylgja vilja sveitarstjórnar, svo sem staðfesting hennar ber i með sér , eins og gögn málsins beri með sér. Því fari fjarri og sé mótmælt sérstaklega að stefndi hafi verið að reyna að komast undan almennum málsmeðferðarreglum stjórn sýslulaga með gerð starfslokasamnings við stefnanda. Þvert á móti hafi stefndi verið meðvitaður um réttindi stefnanda og hafi gætt að því að þeim væri til haga haldið við gerð samningsins og hafi engum þvingunum beitt í samningaviðræðum við stefnanda. Stef ndi hafi ekki orðið missaga um það hvort til hafi staðið að segja stefnanda upp störfum á fundinum ef ekki tækjust samningar, líkt og haldið sé fram í stefnu. Til marks um þetta sé bent á minnisblað þáverandi sveitarstjóra, hvar m.a. komi fram að tekið hafi verið undir það með stefnanda á fundinum að hún hefði ekki brotið af sér í starfi og stefndi því meðvitaður um það frá upphafi, og á fundinum sjálfum, að engar forsendur væru til staðar þannig að heimilt eða unnt væri að segja henni upp störfum eða áminna. 15 Stefndi hafn i því að uppfyllt séu skilyrði til beitingar 36. gr. laga nr. 7/1936 eins og atvikum þessa máls sé háttað. Fyrir það fyrsta sé hér enn á því byggt að um hafi verið fari fjarri að svo hafi v erið enda ekki um uppsögn að ræða. Þegar af þessari ástæðu þurfi ekki að skoða nánar hvort uppfyllt séu önnur þau skilyrði sem þurf i að vera til staðar svo unnt sé að víkja samningi til hliðar að hluta eða í heild. Engu að síður tel ji stefndi rétt að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum hvað þetta varð i hér að neðan . Verulega skorti uppá að stefnandi geri nægjanlega skýra grein fyrir því hvað það sé sem réttlætt get i að samningurinn verði ógiltur, eins og hann virðist byggja á og við það látið sitja að fullyr ða að efni samningsins hafi verið ólögmætt, samningsaðstaða aðila ójöfn og að stefnandi hafi verið beitt þvingun við samningsgerðina. Allt sé þetta beinlínis rangt hjá stefnanda eins og stefndi hafi þegar að mestu farið yfir nú þegar en stefndi tel ji engu að síður rétt að vekja athygli á atriðum sem skipt i máli við mat á því hvort samningurinn geti talist þess eðlis að hann beri að ógilda. Að því gengnu, og eins og hér hafi verið rakið, hafi ekki verið um uppsögn að ræða og hvað þá ólögmæta uppsögn. Ágreini ngslaust sé að títtnefndur fundur þann 15. júní 2017 hafi staðið í tæplega eina klukkustund og að á þeim fundi hafi verið farið ítarlega yfir efni samningsins. Stefnandi hafi lagt fram tillögur að ákvæðum samningsins, líkt og hún sjálf fari yfir í stefnu , svo um hafi verið að ræða samningaviðræður. Í öllu falli telji stefndi það einkar sérstakt að ef stefnandi hafi verið jafn mótfallinn gerð samnings um starfslok sín og hún vil ji láta í veðri vaka, hafi hún engu að síður borið fram tillögur að efnisatriðum hans. Að sama skapi sé það æði sérstakt að stefnandi haldi því fram að hún hafi verið beitt þvingunum við gerð samnings sem hún sjálf hafi tekið þátt í að móta. Þá byggi stefndi á því að við mat á því hvort víkja beri samningnum til hliðar í heild eða að h luta verði að horfa til efnis hans og þess sem stefnandi hafi fengið út úr samningnum en það hafi sem fyrr segir verið verulega langt umfram þau réttindi sem hún hafi átt rétt til samkvæmt kjarasamning i og því fráleitt að halda því fram að stefnandi hafi á einhvern hátt verið hlunnfarin við samningagerðina. Þá megi nefna það sérstaklega að auk þeirra viðbótargreiðslna sem stefnandi hafi samið um við stefnda hafi því af hálfu stefnda verið lýst yfir að ekki kæm u til frádráttar samningsgreiðslum, tekjur sem stefnandi kynni að afla sér annarsstaðar á gildistíma samningsins, þrátt fyrir þá meginreglu að vinnuveitanda sé það heimilt. 16 Við mat á því hvort víkja beri samningi til hliðar í heild eða hluta, ber i í þessu máli að horfa til 2. mgr. 36. gr. samningalaga en stefndi byggi á því að með samanburði á þeim atriðum sem þar séu tilgreind, og atvikum þessa máls, hljóti niðurstaðan alltaf að verða sú að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þegar hafi ve rið farið yfir efni samningsins sem sé stefnanda mjög hagfellt og langt umfram hennar lög - og kjarasamningsbundnu réttindi. Það eitt að þáverandi sveitarstjóri sé lögmaður breyti engu í þessu samhengi og því hafnað að það eitt og sér eigi að hafa áhrif á þ að mat sem þurfi að fara fram í tengslum við málsástæður stefnanda sem byggðar séu á 36. gr. laga nr. 7/1936. Þáverandi sveitarstjóri hafi einungis verið að framfylgja vilja sveitarstjórnar sem hafi ekki verið annar en sá að freista þess að ná samkomulagi við stefnanda um starfslok og hafi hvorki beitt reynslu sinni eða þekkingu sérstaklega í því skyni. Loks byggi stefndi á því að stefnanda hafi ekki tekist að sanna að hún hafi verið beitt þvingunum við samningsgerðina eða hún sett í þær aðstæður að hún haf i ekki átt annarra kosta völ en að skrifa undir samning um starfslok sín. Stefnandi hafi ekki verið beitt þvingunum eða nauðung og ekki hótað uppsögn, skrifaði hún ekki undir samninginn. Fyrir þessari fullyrðingu sinni ber i stefnandi sönnunarbyrði en þessu sé hafnað af stefnda hálfu. Kröfugerð stefnanda sé mótmælt og hafnað í heild sinni enda byggi hún ekki á neinum þeim forsendum sem unnt sé að byggja á dóm í máli þessu að mati stefnda. Þannig sé taki mið af mánaðarlaunu m hennar eins og þau hafi verið áður en hún hafi undirritað samning um starfslok sín við stefnda, í 12 mánuði. Stefndi vek i athygli á því að upphafstími kröfu stefnanda virðist vera næstu mánaðamót eftir að greiðslur hættu að berast frá stefnda þrátt fyrir að stefndi hafi m.a. lýst því yfir að greiðslur hans til stefnanda ættu ekki að koma til frádráttar öðrum tekjum hennar. Þá k omi það fram að krafan sé vegna þess tjóns sem ætla megi að stefnandi verði fyrir í framtíðinni. Þessum málatilbúnaði sé hafnað se m haldlausum með öllu. Stefndi byggi á því hvað þetta varð i að stefnandi geti almennt ekki átt rétt til fullra launagreiðslna í lengri tíma en sem nem i uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi enda sé það sá mælikvarði sem lagður sé til grundvallar og samið um sérstaklega á vinnumarkaði við starfslok. Stefndi nefni þetta hér til áréttingar en ítrek i það sem áður hafi komið fram að ekki hafi verið um uppsögn að ræða í þessu máli. Stefnandi verð i að 17 sýna fram á raunverulegt tjón sitt vegna hinnar meintu ólögmæt u, og þá skaðabótaskyldu háttsemi stefnda sem hún byggi mál sitt á, en hafi ekki gert það svo neinu nemi. Þannig hafi stefnandi einungis vísað til þess að hún verði hugsanlega fyrir tjóni í framtíðinni og fullyrt að það muni reynast henni erfitt að fá stj órnunarstarf á nýjan leik. Stefndi hafn i því að stefnandi eigi rétt til skaðabóta af nokkru tagi enda hafi hún ekki sýnt fram á tjón sitt. Hugleiðingar stefnanda um að hún muni hugsanlega eiga erfiðara með að fá stjórnunarstarf í leikskóla síðar get i ekki staðið undir kröfu hennar um skaðabætur úr hendi stefnda. Stefndi skil ji kröfugerð stefnanda ekki á annan veg en að gerð sé annarsvegar krafa vegna beins fjártjóns og hinsvegar um miskabætur en eigi að sönnu erfitt með að taka til varna þegar kröfuge rðin sé jafn óljós og hér er raunin. Þannig get i stefndi ekki áttað sig á því í hverju beint fjártjón stefnanda eigi að hafa verið fólgið enda sem fyrr segi ekki vísað til annars en að um sé að ræða kröfu vegna mögulegs framtíðar tekjutaps stefnanda, án þe ss að það liggi þó fyrir. Stefndi átt i sig engan veginn á þeim forsendum sem stefnandi gef i sér varðandi meðaltal mánaðarlauna sem hún segi réttan mælikvarða þar eð laun hennar í afleysingum á leikskólanum hafi verið misjöfn og að fyrirsjáanlegt sé að launamunur hennar verði varanlegur. Þetta hafi stefnandi ekki sýnt fram á neinn hátt eða gert líklegt og ber i að mati stefnda þegar af þeirri ástæðu að hafna útreikningum stefnanda sem á þessu bygg i . Þrátt fyrir þetta hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hú n hafi reynt að takmarka meint tjón sitt með því að sækja um nýtt starf og verð i sjálf að bera hallann af því. Úr nægum störfum hafi verið að velja síðla árs 2017 en stefndi legg i fram þessu til staðfestingar starfsauglýsingar frá þessum tíma sem sýn i svo ekki verð i um villst að stefnandi hafi haft öll tækifæri til þess að sækja um störf við hæfi strax eftir að hún hafi gert starfslokasamning við stefnda. Ekkert ligg i heldur fyrir um að stefnandi eigi þess ekki kost að fá aftur stjórnunarstarf við leikskóla en það sé væntanleg undir henni komið að sækjast eftir slíku starfi en ekki verð i séð, að það hafi hún reynt. Því sé með öllu hafnað að bókun sveitarstjórnar stefnda, dags. 8. september 2017, sé til þess fallin að takmarka möguleika stefnanda til þess að fá á nýjan leik stjórnunarstarf við hæfi en engin gögn haf i verið lögð fram um að þetta sé raunin. Stefndi byggi á því að stefnanda hafi ekki tekist sönnun um tjón sitt og að ekki sé unnt að fallast 18 á kröfuna með vísan til þess að um sé að ræða mögulegt te kjutap stefnanda í framtíðinni, tekjutap sem ekki hafi orðið, ekki sé víst að verði og stefnandi hafi ekki reynt að takmarka svo sem henni ber i þó skylda til í samræmi við meginreglur skaðabótaréttarins. Kröfu stefnanda um miskabætur sé að sama skapi mótmæ lt og henni hafnað í heild sinni. Líkt og ítrekað hafi komið fram hafi ekki verið um það að ræða í máli þessu að um uppsögn hafi verið að ræða og þá enn síður ólögmæta uppsögn sem í hafi falist ólögmæt meingerð gegn æru og persónu stefnanda, í skilningi 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Staðreynd málsins sé einfaldlega sú að stefnandi og stefndi hafi samið um starfslok á fundi hvar rætt hafi verið um einstök ákvæði samningsins og fullt tillit tekið til sjónarmiða stefnanda. Það að stilla málum upp með þeim hætti sem stefnandi geri sé bæði rangt og villandi og ljóst að ekkert í hans háttsemi hafi orðið til þess að stefnandi eigi rétt til miskabóta úr hendi hans. Það eitt ligg i fyrir að aðilar þessa máls hafi gert með sér samning um starfslok stefnanda, samning sem sé hagfelldur fyrir stefnanda, hvernig sem á það sé litið. Stefndi byggi á því að horfa beri til þeirra r meginreglu samningaréttarins að samninga skuli halda og að ekkert í málinu gefi tilefni til annarr ar niðurstöðu en einmitt þeirrar að starfslokasamning aðila, dags. 15. júní 2017 beri að halda. Samningurinn hafi verið efndur samkvæmt efni sínu og verið gerður af aðilum báðum án þess að þvingunum af nokkru tagi væri beitt. Ekki hafi verið um uppsögn að ræða og stefnanda ekki hótað uppsögn eins og hún hafi haldið fram. Þá hafi stefnanda ekki tekist að sanna að hún hafi verið beitt þvingunum eða nauðung við samningsgerðina og enn síður að hún hafi orðið fyrir því tjóni sem hún nú geri kröfu um að stefndi bæti henni. Stefndi kveðst byggja á þeirri meginreglu samningaréttarins að samninga beri að halda auk þess sem hann vísa r til almennra meginregla skaðabótaréttarins, m.a. vegna skyldu tjónþola til að takmarka tjón sitt og að þeim sem geri kröfu um skaðabæt ur úr hendi annars manns beri að sanna tjón sitt. Vegna miskabótakröfu stefnanda sé vísað til 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Þá vís i stefndi til 36. gr. laga nr. 7/1936 vegna kröfu stefnanda um ógildingu samningsins, og þá sérstaklega til 2. mgr. 36. g r. laganna og þeirra atrið a sem þar séu tilgreind við mat á því hvort ví kja eigi samningi til hliðar. Krafa um málskostnað byggi á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun á ákvæðum laga nr. 50/1988. 19 Niðurstaða d ómsins: Í máli þessu deila aðilar í fyrsta lagi um það hvort gerð starfslokasamnings milli aðila hafi falið í sér ólögmæta uppsögn stefnanda sem skólastjóra leikskóla stefnda. Til þess er fyrst að líta að stefndi er sveitarfélag með lögbundna stjórn og gil da sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 um starfsemi hans . Þá er stefndi og bundinn af stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar er hann tekur ákvarðanir. Í XI. kafla sveitarstjórnarlaga (109. til 118. gr.) er kveðið á um stjórnsýs lueftirlit með sveitarfélögum og það eftirlit falið ráðherra sveita r stjórnarmála. Í upphafi 1. mgr. 109. gr laganna segir að ráðherra hafi eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt lögunum og öðrum löglegum fyrirmælum, en í 2. mgr. sama lagaákvæðis segir m.a. að ráðherra hafi ekki eftirlit með ákvörðunum sveitarfélaga í starfsmannamálum. Í 2. mgr. 111. gr. laganna er gerð undantekning frá síðastnefndri reglu á þann veg að h æ gt sé að bera undir ráðherra ákvörðun sveitarfélags um uppsögn starfsmanns, enda eigi hún rætur að rekja til brota hans í starfi, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, til athafna í starfi eða utan þess sem þyki ósamrýmanlegar starfinu eða til annarra sambærilegra ástæðna. Eins og nánar er fjallað um í þeim kafla dóm sins er lýsir málavöxtum kærði stefnandi til ráðuneytis sveitarstjórnarmála hvernig stefndi hafði staðið að lausn hennar úr starfi. Málinu var í fyrstu vísað frá en eftir að Umboðsmaður Alþingis hafði beint fyrirspurn um málið til ráðuneytisins var ákveðið þar að taka málið fyrir að nýju. Eftir lögbundna málsmeðferð var í ráðuneytinu kveðinn upp úrskurður þar sem fallist var á sjónarmið stefnanda og lagt til grundvallar að aðferð sú sem stefndi viðhafði með gerð starfslokasamnings við stefnanda hafi falið í sér uppsögn og að sú uppsögn hefði að mati ráðuneytisins verið ólögmæt. Í 117. gr. sveitarstjórnarlaga er mælt fyrir um að m.a. sveitarfélög sem ekki vilja una úrskurði ráðuneytis geti borið hann undir dómstóla eftir almennum reglum. Skal mál þá höfða ð i nnan sex mánaða frá því viðkomandi fékk eða mátt i fá vitneskju um ákvörðun ráðuneytisins. Þá er í lagaákvæðinu gert að skilyrði að ráðuneytinu sé stefnt í slíku máli , eftir atvikum til réttargæslu. Stefnandi byggir á því í stefnu sinni að framangreindur úr skurður sé bindandi fyrir stefnda, en hvergi er í greinargerð stefnda vikið að umræddum úrskurði eða byggt 20 á að hann sé ógildur eða ógildanlegur. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um að stefndi hafi höfðað mál til ógildingar úrskurðarins innan þeirra tímama rka sem mælt er fyrir um í 117. gr. sveitarstjórnarlaga , en úrskurðurinn var kveðinn upp 17. maí 2019. Það er mat dómsins að umræddur úrskurður sé orðinn endanlega bindandi að lögum gagnvart stefnda, enda var málshöfðunarfrestur samkvæmt síðastnefndu lagaá kvæði liðinn er mál þetta var höfðað. Með vísan til framanritaðs er það mat dómsins að stefndi geti ekki í máli þessu réttilega borið fyrir sig málsástæður sem fara í bága við það mat ráðuneytisins á eðli þess starfslokasamnings sem hann gerði við stefnan da og fram kom í nefndum úrskurði . Það er því mat dómsins að leggja beri til grundvallar við úrlausn málsins að í framgöngu starfsmanna stefnda gagnvart stefnanda við gerð starfslokasamningsins hafi falist uppsögn á starfssamningi hennar og að sú uppsögn h afi verið ólögmæt . Það styrkir enn frekar þessa niðurstöðu að í 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er kveðið skýrlega á um að dómari megi ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðum eða mótmælum sem hefðu mátt koma fram en gerðu það ekki við meðferð máls. Með framangreindri háttsemi bakaði stefndi sér skaðabótaskyldu gagnavart stefnanda . Krafa stefnanda um bætur er tvískipt. Gerir hún í fyrsta lagi kröfu um greiðslu bóta vegna fjártjóns að fjárhæð 8 .691.480 krónur auk vaxta. Kveður stefna ndi kröfuna nem a 12 mánaða launum hennar, auk mótframlags til lífeyrissjóðs 11,5%, vegna lífeyrisauka 1% og 1% greiðslu í lífeyrisbók tilgreindrar bankastofnunar. Mánaðarlaun stefnda samkvæmt launaseðlum var 638.141 krón a , en að viðbættu m framangreindum gr eiðslum gerir stefnandi kröfu um greiðslu 724.290 króna vegna hvers mánaðar. Stefndi mótmælir því að stefnandi eigi rétt á frekari greiðslum en mótmælir ekki tölulega útreikningi stefnanda en ber því við að útreikningur hans sé ekki skiljanlegur . Stefndi b yggir einnig á að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hún hafi með fullnægjandi hætti reynt að takmarka tjón sitt með því að sækjast eftir starfi annarsstaðar og að þær fullyrðingar stefnanda að möguleikar hennar á að fá sambærilegt starf séu ósannaðar. Dó murinn fellst ekki á að útreikningar stefnanda séu óskýrir. Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kemur að stefnandi hafi greinst með áfallastreituröskun eftir starfslok hennar hjá stefnda og glími í raun enn við þær afleiðingar. Með hliðs jón af því verður ekki fallist á með stefnda að stefnandi hafi ekki með fullnægjandi hætti reynt að takmarka tjón sitt í kjölfar uppsagnar sinnar. Liggur fyrir í málinu að stefnandi hóf störf á leikskóla við afleysingar og fram kom að hún hefði nýlega verið ráðin í fast 75% 21 starf sem sérkennari. Upplýsi ngar liggja fyrir í málinu um tekjur stefnanda frá árunum 2017 til 2019 og nema launagreiðslur til hennar frá öðrum en stefnda samtals 2.061.440 krónum fyrir árið 2018 og 2.489.356 krónum fyrir árið 2019. Eins og að framan greinir hefur stefndi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda. Eins og rík dómvenja er fyrir eru hæfilegar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá ríki og sveitarfélögum metnar að álitum þar sem höfð er hliðsjón af þeim greiðslum sem starfsmaður hefur hlotið frá vinnuveitanda sínum umf ram lög - eða kjarasamningsbundin réttindi, sé slíkum greiðslu til að dreifa. Hér liggur fyrir að stefnandi naut fullra launa í þrjá mánuði umfram kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest sinn á tímabilinu frá 15. júní og til áramóta 2017. Einnig naut stefnandi greiðslna fram í maí árið 2018, en eins og málatilbúnaði aðila er háttað verður að leggja til grundvallar að greiðslur á árinu 2018 m egi rekja til 33 daga vinnu sem stefnandi hafði ekki fengið greidda og uppsafnaðs orlofs. Með vísan til framanritaðs verður lagt til grundvallar við ákvörðun bótafjárhæðar að stefndi hafi þegar greitt stefnanda þriggja mánaða laun umfram þá skyld u sem hvíldi á honum samkvæmt kjarasamningi. Stefnandi var á 57. aldursári þegar henni var með ólögmætum hætti sagt upp störfu m. Miðað við þau réttindi sem hún naut sem leikskólastjóri hjá stefnda, sem mælt er fyrir um í lögum og kjarasamningi, mátti hún treysta því að halda starfi sínu fram á eftirlaunaaldur, að því gefnu að hún sinnti starfinu með fullnægjandi hætti og bryti ek ki gegn starfsskyldum. Af hálfu stefnda hefur ítrekað verið haldið fram að stefnandi hafi að hans mati ekki brotið gegn starfsskyldum sínum. Á hinn bóginn liggur fyrir að starfsmenn stefnda töldu að brotthvarf stefnanda úr starfi væri til þess fallið að le ysa þann vanda sem leikskólinn var í. Felst að mati dómsins ákveðin þversögn í afstöðu og málatilbúnaði stefnda að þessu leyti. Hér verður þó að leggja til grundvallar þá afstöðu stefnda sem fyrst er rakin hér að framan. Stefndi vék því stefnanda úr starf i án þess að gæta réttinda hennar til að rækja starfann áfram, sbr. það sem fyrr segir, fá tækifæri til að bæta úr ef fundið væri að störfum hennar og síðast en ekki síst að fá tækifæri og tíma til að leita ráða frá utanaðkomandi aðila um efni þeirra starf slokakjara sem henni voru boðin. Þá hefur stefndi ekki leitað lögmætra leiða til að hnekkja þeim úrskurði ráðuneytis sem að framan er rakinn, en telja verður að stefnandi hafi mátt treysta því að stefndi virti niðurstöðuna. 22 Þegar öll framangreind atriði er u virt og tekið tillit til tekjuöflunar stefnanda eftir uppsögn, en einnig að hún hefur gert líklegt að hún hafi átt við veikindi að stríða sem rekja megi til uppsagnarinnar , þ ykja hæfilegar bætur til hennar vera 2. 5 00.000 krón ur . Stefnandi gerir að auki k röfu um miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í ákvæðinu greinir að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabæ tur til þess sem misgert var við. Er krafa þessi í stefnu rökstudd með þeim hætti að sveitarstjóri stefnda hafi með ófyrirleitinni framgöngu sinni gagnvart stefnanda brotið gegn starfsheiðri hennar að ófyrirsynju og að framganga hans gagnvart henni hafi v erið til þess fallin að rýra álit hennar í augum annarra. Þá er vísað til þess að fagsamfélagið innan marka hins stefnda sveitarfélags sé lítið og því auðvelt að skaða æru, orðspor og starfsheiður einstaklinga með svona harkalegri uppsögn, sem spyrjist um allt. Í dómaframkvæmd í málum sem varða ólögmætar uppsagnir starfsmanna ríkis eða sveitarfélaga má sjá að gjarnan er fallist á kröfu um miskabætur ef framkvæmd uppsagnar þykir hafa verið mjög meiðandi í garð starfsmanns. Í máli þessu liggur fyrir að stefna nda var gert að hætta störfum samstundis og hverfa af vinnustað. Fundir voru haldnir með starfsmönnum daginn eftir þar sem stefnandi var viðstödd og sveitarstjóri stefnda tilkynnti að henni hefði verið sagt upp störfum. Jafnframt var þar upplýst að það hef ði ekki verið að hennar frumkvæði. Fallist er á með stefnanda að þessi aðferð, að láta stefnanda hætta störfum án fyrirvara og samdægurs og fallast á beiðni hennar um að fá að kveðja samstarfsfólk sitt með því að mæta með sveitarstjóra til funda með starfs fólki þar sem sveitarstjóri kynnti ákvörðun um starfslok stefnanda, hafi verið mjög meiðandi í hennar garð og einnig til þess fallin að vekja með samstarfsfólki hennar þá hugmynd að tilefni hafi verið til að vísa henni fyrirvaralaust úr starfi. Er það mat dómsins að atvik máls þessa séu að þessu leyti sambærileg þeim sem til umfjöllunar voru í dómi Hæstaréttar 3. mars 2016 í máli réttarins nr. 475/2015. Einnig er litið til þess að þessi atburðarás átti sér stað í litlu sveitarfélagi og augljóst að veruleg h ætt var á að öllum íbúum þess yrði fljótlega um þau kunnugt. Verður því fallist á með stefnanda að með þessari framkvæmd starfsmanna stefnda hafi stofnast henni til handa krafa til miskabóta. Þykir fjárhæð þeirra hæfilega ákveðin að álitum 500.000 krónur. Stefnandi gerir kröfu um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá þingfestingardegi málsins, sem var 9. janúar 2020 . Ekki verður 23 séð að fram komi í greinargerð stefnda mótmæli við upphafsdegi dráttarvaxtakröfu og verð ur þegar af þeirri ástæðu fallist á kröfuna eins og hún er sett fram. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.488.000 krónur og hefur við þá ákvörðun verði tekið tillit til skyldu til greiðslu virðisaukaskatts. Halldór Björnsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Eyjafjarðarsveit , greiði stefnanda, Hugrúnu Sigmundsdóttur, 3.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. janúar 2020 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.488.000 krónur í málskostnað.