Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 23. janúar 2020 Mál nr. S - 33/2018 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Elimar Hauksson saksóknar fulltrúi ) g egn X (Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 5. desember sl., var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 6. apríl 2018 á hendur X , fæddum til heimilis að fyrir Hvammstanga við Klapparstíg 4 á Hvammstanga, veist að Y , kt. , og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að Y hlaut heilahristing, stirðleika og eymsli í há lsi og herðum, bólgu undir vinstra auga yfir kinnbeini og gagnauga og sjóntruflanir á vinstra auga. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls saka rkostnaðar. Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Sveinbjörn Claessen hdl. kröfu f.h. brotaþola um að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur að fjárhæð 1.217.004 krónum (svo) auk vaxta af 104.720 krónum samkvæmt 16. gr. skaðabótalag a nr. 50/1993 og af 1.112.284 krónum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júlí 2017 til 9. september 2017 en mað (svo) dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 1.217.004 krónum frá þeim degi til Ákærði krefs t aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Jafnframt andmælir ákærði hækkun bótakröfu frá því sem í 2 ákæru greinir. Loks kref st hann þess að allur sakarkostnaður þar með talin hæfilega þóknun verjanda greiðist úr ríkissjóði. Við aðalmeðferð málsins krafðist brotaþoli þess að ákærði yrði dæmdur til að greiða honum 3.609.599 krónur auk vaxta af 2.216.535 krónum samkvæmt 16. gr. sk aðabótalaga nr. 50/1993 og af 1.393.064 krónum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júlí 2017 til 4. maí 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 1.217.004 frá 9. september 2017 til 4. maí 2018 en af 3.609.599 krónum frá þeim degi til greiðsludags. I I Mál þetta var upphaflega þingfest 8. maí 2018 og dómur héraðsdóms uppkveðinn 30. október sama ár. Með úrskurði Landsréttar 11. október sl. var dómur héraðsdóms og meðferð málsins fyrir héraðsdómi óme rkt frá og með þingfestingu . Ástæða ómerkingarinnar var skyldleiki saksóknarfulltrúa og vitnis í málinu . Að úrskurði Landsréttar gengnum var málið þingfest á ný og tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð. Með bréfi dagsettu 21. nóvember sl. fól ríkissaksókna ri Lögreglustjóranum á Suðurlandi að flytja málið I II Atvik máls Hinn 29. júlí 2017 var haldinn dansleikur í félagsheimilinu á Hvammstanga. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að klukkan 03:04 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu í félagsheimilið vegna lí kamsárásar. Lögreglumenn, sem staddir voru í nágrenninu, héldu á staðinn og hittu brotaþola í eldhúsi þar sem hann var að kæla á sér vangann. Brotaþoli hafi verið undir áhrifum áfengis, viðræðugóður og ekki áberandi ölvaður. Brotaþoli hafi greint frá því a ð hann hafi verið staddur á dansgólfinu og átt stutt orðaskipti við stúlku sem þar var. Hann hafi síðan verið sleginn í tvígang í andlitið. Eftir höggin hafi hann áttað sig á því að hann þekkti stúlkuna frá fyrri tíð og það hafi verið kærasti hennar sem sl ó hann. Í skýrslunni er greint frá því að brotaþoli hafi kvartað undan höfuðverk og ógleði og því hafi verið ákveðið að fara með hann á heilsugæslu til skoðunar þar sem hann var skilinn eftir en vinir hans hafi ætlað að sækja hann að skoðun lokinni. Loks e r frá því greint í skýrslunni að vitnið B hafi gefið sig fram við lögreglu í eldhúsinu og staðfest að brotaþoli hafi verið kýldur á dansgólfinu og að ákærði hafi verið þar að verki. 3 Brotaþoli mætti á lögreglustöðina í Hafnarfirði 1. ágúst 2017 og lagði þar fram kæru á hendur ákærða og þann dag var einnig tekin af honum skýrsla og í henni lýsir hann atburðarrásinni auk þess sem hann lýsir þeim áverkum sem hann varð fyrir. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 1. október 2017 þar sem hann neitar því að hafa slegið brotaþola í andlitið en hann hafi hins vegar ýtt við honum. Sama dag tók lögregla skýrslu af vitnunum A og B . Hinn 6. febrúar 2018 ræðir lögregla við dyravörð sem var á umræddum dansleik en hann var ekki við störf þetta kvöld og haft er eftir dyrav e rðinum að hann hafi séð brotaþola í nokkru uppnámi og brotaþoli hafi greint honum frá því að hann hefði verið sleginn. Öðru hafi hann ekki orðið vitni að. I V Framburður fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa verið að leita að konu sinni og séð hana á dansgólfinu. Hann h afi gengið til hennar og á þeim tíma hafi brotaþoli verið þar hjá. Hann hafi innt konu sína eftir því hvort þau ættu ekki að fara heim. Hún hafi gengið frá og um leið hafi hann ýtt brotaþola frá sér en með hvaða hætti hann gerði það mundi hann ekki en tald i að hendur hans hafi lent á bringu brotaþola og taldi að hann hafi ekki snert brotaþola á öðrum stað. Að sögn ákærða gerðist ekkert sérstakt á þessum dansleik en hann hafi neytt áfengis þó þannig að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Honum hafi þó ekki li ðið sérstaklega vel og á þeim tíma sem hann hitti brotaþola hafi hann viljað fara heim. Hann kvaðst ekki hafa átt í útistöðum við nokkurn mann þetta kvöld . Ákærði kvað samskipti hans og brotaþola hafa átt sér stað á dansgólfinu og það þurft að nota hendurnar til að komast leiðar sinnar. Hann hafi fljótlega eftir samskipti sín v ið brotaþola farið heim og þá hafi sambýliskona hans verið komin heim. Ákærði kvaðst ekki þekkja brotaþola en hann hafi á þessum tíma vitað hver hann var. Ákærði neitaði alfarið að hafa slegið brotaþola í andlitið. Ákærði var spurður út í skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu og taldi hann að þar hafi hann greint rétt frá. Í skýrslunni er haft eftir ákærða að hann hafi verið mjög drukkinn en nú mundi hann ekki hvort hann sagði þetta en rengdi það ekki. Hins vegar kvaðst hann ekki vita hver skalinn er á því að vera drukkinn eða mjög drukkin en vissulega hafi hann verið drukkinn þetta kvöld. Þá var haft eftir ákærða að kastast hefði í kekki milli hans og sambýliskonu hans en hann mundi ekki til þess og alls ekki að það hafi verið alvarlegur ágreiningur milli þeir ra. Ákærði var spurður um framburð vitnisins B hjá 4 lögreglu þar sem haft er eftir honum að brotaþoli og sambýliskona ákærða hafi verið þau hafi ekki verið að dansa heldur rét t heilsast. Ákærði kannaðist ekki við að hafa hvesst augun á brotaþola. Brotaþoli kvaðst hafa farið í samkvæmi þetta kvöld og í framhaldi af því á dansleik í félagsheimilinu. Hann kvaðst hafa drukkið um fjóra litla bjóra frá því um kl. 17 þennan dag og því lítið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Þegar langt var liðið á kvöldið og hann taldi að dansleiknum færi að ljúka hafi stúlka gengið til hans og heilsað honum. Hann hafi ekki strax áttað sig á því hver hún var en hann hafi spjallað aðeins við hana og þá gert sér grein fyrir því að stúlkan var A sem hann haf ð i verið í einhverju sambandi við nokkrum árum áður. Síðan gerist það í einni samfelldri atburðarrás að ákærði kemur og rífur í hendina á A sem þá rauk á brott. Hann hafi ekki velt þessu mikið fyrir sé r og ekki áttað sig á því að ákærði var unnusti A . Síðan hafi hann fengið þungt hnefahögg sem lenti vinstra megin á aldliti hans og á þessum tímapunkti hafi hann útundan sér séð ákærða, þ.e. ákærði hafi ekki staðið beint fyrir framan hann þegar höggið kom. Hann hafi ekki fallið við höggið en allt orðið svart. Síðan fái hann annað hnefahögg á sama stað en hann hafi verið alveg óviðbúinn þessum höggum. Að sögn brotaþola var ákærði trylltur á svipinn en þetta sé mynd sem hann sjái fyrir sér á hverjum degi. Bro taþoli bar að honum hafi þótt sem ákærði ætlaði að slá hann þriðja sinni en þá hafi einhverjir gengið á milli. Á sama tíma hafi vitnið B komið að og sagt honum að hann hafi séð hvað væri að fara að gerast og hann hafi ætlað að stoppa ákærða en hann hafi á leiðinni hrasað um stúlku og því ekki getað komið í veg fyrir árásina. B hafi staðfest við hann hver árásarmaðurinn var. Hann hafi séð ákærða horfa á hann og leggja til atlögu. Vitnið kvaðst hafa skilið B þannig að hann hafi séð hvað gerðist. Að sögn brota þola gerðist allt þetta á skömmum tíma en hann hafi ekki vitað hvað varð um ákærða en hann og B hafi farið inn í eldhús og á leiðinni þangað hafi hann rætt við tvo aðila, G og dyravörð sem ekki var á vakt en hann hafi sagt þeim báðum hvað gerðist og hver r éðist á hann. Inni í eldhúsinu hafi starfsfólk hlúð að honum en hann hafi sjálfur hringt í lögregluna. Brotaþoli bar að hann hafi strax fundið að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Í framhaldinu hafi lögreglan farið með hann á spítala þar sem hann hitti lækni . Daginn eftir hafi hann fun d ið að eitthvað mikið var að honum og þá hafi hann farið aftur til læknis og síðan suður til Reykjavíkur á slysadeild. 5 Brotaþoli kvaðst á þessum tíma hafa vitað hver ákærði var án þess að hann þekkti hann. Hann var hins vegar f ullviss um að það var ákærði sem sló hann auk þess sem það hafi ekki verið nokkur annar þarna sem gat hafa gert þetta. Brotaþoli lýsti afleiðingum árásarinnar í stórum dráttum þannig að fyrstu mánuðina hafi hann verið alveg frá og varla getað gengið 10 met ra án þess að allt færi að hringsnúast í höfðinu á honum. Hann hafi verið alveg frá vinnu í tvo mánuði á eftir og í dag hafi hann hálfa orku. Við allt álag fái hann svima, sjónin fjari út á vinstra auga, hann þoli illa hávaða og ljós. Einkennin hafi þó dví nað lítillega. Hann eigi erfitt með að sætta sig við orðinn hlut og verið í meðferð hjá sálfræðingi vegna þessa. Að sögn brotaþola var birtan á dansleiknum í félagsheimilinu eins og gengur og gerist og vel hægt að greina fólk. Það hafi verið þokkalegur f jöldi þarna en ekki þannig að menn hafi ekki getað komist leiðar sinnar. Hann kvaðst ekki geta staðsett nákvæmlega hvar atvikið átti sér stað en það hafi verið á dansgólfinu. Vitnið A , sambýliskona ákærða, bar að hún hafi gengið inn á dansgólfi og heilsað brotaþola. Ákærði hafi komið þar að og hún um leið farið á brott og ekki orðið vör við nein samskipti milli ákærða og brotaþola. Vitnið kvað ekki neina sérstaka ástæðu sambandi við brotaþola. Vitnið bar að það hafi verið margir á dansgólfinu en birtan þar hafi verið eins og á venjulegu balli, ekki myrkur. Vitnið staðfesti skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu á sínum tíma. Vitnið B kvaðst hafa hitt brotaþola á dansgólfinu og þar hafi menn verið að dansa. Ákærði hafi verið þarna líka en það næsta sem hann taki eftir er að brotaþoli liggur í gólfinu eins og hann hafi fengið högg en hann hafi haldið um höfuðið og barmað sér. Vitnið lýsti því að áður en brotaþoli féll í gólfið hafi átt sé r stað einhverjar riskingar milli ákærða og brotaþola en í minningunni núna sé þetta þannig að þeir hafi haldið hvor í annan og tuskast. Vitnið kvaðst hins vegar ekki hafa séð nein högg. Eftir það hafi hann tekið brotaþola og farið með hann inn í eldhús. V itnið kvaðst, líkt og síðast þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi, ekki hafa séð ákærða slá brotaþola. Nánar lýsti vitnið því að brotaþoli hafi staði rúmlega meter frá honum vinstra megin, brotaþoli hafi staði ð nánast við ákærða. Þá mundi hann eftir stúlku se m stóð á milli þeirra en hún féll í gólfið, vegna troðnings, og hann hjálpaði henni á fætur. Hann hafi þurft að bægja einhverju fólki frá til að komast að ákærða og brotaþola. Vitnið kvaðst hins vegar hafa séð svipbrigði á ákærða líkt og hann langaði til a ð slá brotaþola þó vera 6 kunni að svipbrigðin hafi stafað af einhverju öðru, svo sem vegna þess að ákærði hafi verið sorgmæddur eða drukkinn. Vitnið skýrði þetta með því að ákærði hafi starað á brotaþola og virst pirraður eða reiður á svip. Vitnið mundi ekk i til þess að hann hafi rætt við lögreglumenn á vettvangi. Vitnið kvaðst ekki hafa verið mjög drukkinn þetta kvöld en hann hafi neytt áfengis en hann hafi verið til taks sem einn þeirra sem sáu um bæjarhátíðina sem fór fram á Hvammstanga þennan dag. Að sög n vitnisins var ákærða og brotaþola, en hann þekki þá báða, hafi verið mjög þröngt á dansgólfinu. Vitnið bar að það hafi verið ljós á sviðinu en rökkur á dansgólfinu þett a hafi verið eins og hefðbundið er á dansleikjum sem þessum og hann því sé ð fólk sem var nærri Vitnið var spurt um það sem haft er eftir honum í frumskýrslu að hann hafi gefið sig fram við lögreglu og nefnt að ákærði væri gerandinn. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt þetta fyrr enda muni hann ekki til þess að hafa rætt við lögregluna á vettvangi. Þá var ákærði spurður út í skýrslu sem h ann gaf hjá lögreglunni og taldi hann , eftir að hafa lesið skýrsluna , að hann hefði engu við hana að bæta. Vitnið D lögreglumaður kom á vettvang ásamt lögreglumanninum E eftir að atvik voru yfirstaðin. Þegar hún kom inn í eldhúsið í félagsheimilinu hafi st rákur staðið þar og haldið um höfuð sér. Annar piltur hafi gefið sig fram og greint frá því að hann hefði séð það sem gerðist en hvort hún eða samstarfsmaður hennar ræddu við hann mundi vitnið ekki . Hún ásamt samstarfsmanni sínum hafi síðan farið með brota þola á heilsugæslu. Vitnið kvað brotaþola hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki ölvaðan og verið greinagóðan í samskiptum. Vitnið bar að það hafi verið mikið af fólki á dansleiknum. Að sögn vitnisins var ekki talin ástæða til að leita að geranda í málin u en það hafi legið fyrir hver hann var. E lögreglumaður var kvaddur á vettvang í umrætt sinn en lögregla hafi fengið boð um að einhver læti hafi verið í félagsheimilinu. Í eldhúsi félagsheimilisins hafi hann séð brotaþola sem þá hélt um andlit sitt og vi ldi hitta lækni. Vitnið bar að brotaþoli hafi lýst því fyrir samstarfskonu hans að hann hefði tekið í peysu á stelpu eða eitthvað svoleiðis og í framhaldi af því hafi hann verið sleginn tvisvar sinnum. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við neinn inni í eldhúsin u en samstarfskona hans hafi gert það. Að sögn vitnisins var vitnið B , sem hann þekkir, í eldhúsinu á þessum tíma. 7 Vitnið E sálfræðingur staðfesti vottorð sem hún ritaði og er meðal gagna málsins. Þá greindi hún nánar frá því hverjar afleiðingar árásin he fur haft fyrir brotaþola svo og hverjar batahorfur hans eru. Vitnið F staðfesti vottorð sem hún ritaði og lýsti nánar einkennum hjá brotaþola, sem koma helst fram í skertu úthaldi, einbeitingarskorti, höfuðverkjum og skertu vinnuþreki. V Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa slegið brotaþola í andlitið með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Af hálfu ákæruvalds er í málinu aðallega byggt á trúverðugum framburði brotaþola sem að mati ákæruvaldsins fær stoð í framburði vitnisins B og læknisfræðil egum gögnum . Ákærði neitar sök og byggir kröfu um sýknu á því að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til sektar hans. Þá heldur ákærði því fram að rannsókn lögreglu hafi ekki verið í samræmi við ákvæði 3. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála en ekki verði annað ráðið en rannsóknin hafi aðallega beinst að því að afla gagna um afleiðingar árásar þeirrar sem brotaþoli varð fyrir. Að framan er rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dóminum og af honum verður ráðið að brotaþoli er einn til frásagnar um það að ákærði hafi í tvígang slegið hann hnefahögg í andlitið en ekkert þeirra vitna sem leidd voru fyrir dóminn sáu ákærða slá brotaþola. Af framburði ákærða og vitna má ráða að dansgólfið var allt að því fullt af fólki á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað . Þrátt fyrir þennan mikla fjölda tókst ekki að finna fleiri vitni að því sem gerðist. Raunar verður af gögnum málsins ekki séð að lögregla hafi kannað hvort aðrir sem þarna voru staddir hafi séð hvað gerðist en það kann þó að vera að leit að vitnum h afi einfaldlega reynst árangurslaus. Ákærði hefur eins og áður er fram komið staðfastlega neitað sök, bæði hér fyrir dómi og hjá lögreglu. Framburður hans hefur verið staðfastur og ekki í honum misræmi svo neinu nemi. Stendur þá eftir hvort framburður bro taþola, sem að mati dómsins er trúverðugur, fái næga stoð í framburði vitnisins B og öðrum gögnum málsins til þess að fram sé komin lögfull sönnun um sekt ákærða. Líkt og áður er rakið lýsti vitnið B atvikum með þeim hætti að hann hafi verið á dansgólfinu en ákærði og brotaþoli hafi verið rétt hjá honum. Það næsta sem hann tók eftir var að brotaþoli liggur í gólfinu eins og hann hafi fengið högg. Áður en þetta gerðist hafi átt sér stað 8 einhverjar riskingar milli ákærða og brotaþola en hann hafi ekki séð nei n högg. Vitnið kvaðst hafa séð svipbrigði á ákærða líkt og hann langaði að slá brotaþola þó vera kunni að svipbrigðin hafi stafað af einhverju öðru. Af hálfu ákæruvaldsins var vísað til þess að leggja yrði til grundvallar við úrlausn málsins framburð vitn isins B hjá lögreglu enda hafi hann staðfest þá skýrslu sína fyrir dóminum. Í ský r slunni sem tekin var í byrjun október 2017 lýsti vitnið því að hann X Y þ.e.a.s. að hann var með hnefann á lofti og var að taka handlegg Þá bar vitnið hjá lögreglu að hann hefði ekki séð sjálft höggið en brotaþoli hafi hrokkið undan og haldið um andlit sitt og sagt að ákærði hefði slegið sig. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögnu m sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Skýrslur sem gefnar eru hjá lögreglu geta eðli máls samkvæmt haft sönnunargildi í sakamáli jafnvel þótt skýrslugjafar komi fyrir dóm og beri þar á annan veg en hjá lögreglu og er það hlutverk dómara að meta sönnunargildi þeirra líkt og annarra gagna . Í tilfelli því sem hér er til úrlausnar háttar svo til að lögregluskýrslan, sem ekki var hljóðrituð, er í raun afar takmörkuð en þar lýsir vitnið atburðum í stuttu máli og er ekki spurt nánar út í atvikin. Dregur þetta úr gildi skýrslunnar sem sönnunargagns. Vitnið B hefur hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þar sem hann hefur í tvígang gefið skýrslu að viðlagðri vitnaábyrgð, lýst því að hann hafi séð ákærða slá brotaþola. Þegar horft er til þess að margt fólk var á dansgólfinu í umrætt sinn, þess að lýsing var ekki mikil og þess að vitnið B sá engin högg er það niðurstaða dómsins að framburður vitnisins B og önnur gögn málsins renni ekki , gegn staðfastri neitun ákærða, nægum stoðum undir trúverðugan framburð brota þola þannig að sekt ákærða sé hafin yfir skynsamlegan vafa, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Er ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Að fenginni þessari niðurstöðu ber samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/20 08 að vísa einkaréttarkröfu brotaþola frá dómi. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála skal greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði þar með talin þóknun Ásgeirs Arnar Blöndal lögmanns sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Þá ber og að greiða úr ríkissjóði 39.229 krónu vegna ferðakostnaðar verjanda. Við ákvörðun þóknunar lögmannsis hefur verið tekið tillit til tímaskýrslu lögmannsins. 9 Af hálfu ákæruvaldsins flutti mál þetta Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi lögreglustjóran s á Suðurlandi. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda ákærða, Ásgeirs Arnar Blöndal lögmanns, 442.680 krónur, og ferðakostnaður lögmannsins, 3 9. 229 krónur. Einkaréttarkröfu, Y , er vísað frá dómi. Halldór Halldórsson