Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3. apríl 2020 Mál nr. S - 214/2019 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn X ( Gísli Tryggvason lögmaður ) Réttargæsla: (Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta sem var dómtekið 7. febrúar höfðaði l ögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hér fyrir dómi 26. ágúst 2019, á hendur X , ; umferðarlagabrot, með atferli sem lýst verður hér á eftir: 1. Með því að hafa 17. ágúst 2017, á heimili þeirra að , grýtt glasi í átt að höfði sambýliskonu sinnar Y , , sem á þeim tíma var ófrísk að fyrsta barni þeirra, glasið lenti á vegg við höfuð brot aþola og brotnaði, með þeim afleiðingum að Y fékk marga skurði á og kringum hægra eyra. 2. Með því að hafa á mánudaginn 8. október 2018, á ofangreindu heimili þeirra á , ráðist að Y og kýlt hana í síðuna hægra megin, klipið hana í hægri síðuna og sparkaði í hægri mjöðmina á henni og hrækt framan í hana, en á meðan þessu gekk hélt brotaþoli á syni þeirra Z , kt. í fanginu. Með þessari hegðun sýndi hann barninu vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola var að hún hlaut mar á h ægri síðu, mar á neðarlega á læri, bólgu utanvert á lærinu aftantil neðan við mjaðma rkúlu, eymsli á læri og upp að mjaðmarlið. Brot ákærða samkvæm t 1. og 2. tl. teljast varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum , en brotið gegn barninu í 2. tl. ákærunnar telst varða við 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum. 2 3. Með því að hafa þriðjudagsnóttina 9. október 2018, reynt að ryðjast inn á heimili A , , B , , að , en þanga ð hafði Y leitað skjóls kvöldið áður. Ákærði var með hníf í hendi og hótaði að drepa A , B og Y og þegar honum var varnað því að komast inn í íbúðina, skoraði hann á þau að koma út þannig að hann gæti stungið þau. Eftir að gluggi í íbúðinni var brotinn í látunum, henti hann í þau glerbrotum, með þeim afleiðingum að eitt glerbrotið lenti í vinstri h endi A með þeim afleiðingum að hann hlaut smá sár á fingurinn. Brot ákærða samkvæmt þessu m lið ákærunnar sem beinast gegn Y varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Brot hans gegn íbúunum að , varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum og brot hans samkvæmt niðurlagi ákærunnar varðar við 1. mgr. 217. gr. sömu laga. 4. Með því að hafa þriðjudagsnóttina 9. október 2018, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna neyslu og áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði hans mældist tetrahýdrókannabínól 3,2 ng/ml.) frá og síðan þaðan að suður veg uns lögreglan stöðvaði akstur hans við býlið . Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45 . gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er gerð sú krafa að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæ mt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Y , bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 3.000.000 - , með vöxtum skv. 8. gr., laga nr. 38, 2001, um vexti og verðtryggingu frá 17. ágúst 2017 þar til mánuður er liðinn frá b irtingardegi bótakröfu þessarar, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns, samkvæmt mati réttarins eða 3 samkvæmt síðar framlögðum málsko stnaðarreikningi, að viðbættum virðisauka - Ákærði krefst þess að verða sýknaður af þeirri háttsemi sem hann hefur ekki játað og að bætur verði dæmdar til muna lægri en krafist er. Hann krefst þess að ákvörðun refsingar verði frestað en hún ella d æmd svo væg sem lög frekast leyfa og bundin skilorði. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda sínum sem greið i st úr ríkissjóði. Þann 21. október var kveðinn upp úrskurður um að ákærði viki úr dóm sal meðan brotaþoli gæfi skýrslu. Hann var felldur úr gildi með úrskurði Landsréttar 29. október. I Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi, svo og brotaþoli, vinkona hennar B , vinur hennar A , afi hennar C , amma hennar D , E starfsmaður Aflsins á Akureyri og loks F lögregluþjónn. Verður framburð ar ákærð a og vitna um einstök atriði getið hér á eftir eins og þurfa þykir. I I Ákærði og brotaþoli munu hafa kynnst á seinni hluta ársins 2016. Þau eiga saman barn, sbr. 2. tölulið ákæru. Samkvæmt lýsingu brotaþola bjó ákærði aldrei varanlega á heimili hennar og segir hún að þau hafi slitið sambandi sínu um sex mánuðum fyrr en atvik sem lýst er í 2. tl. ákæru gerðust, en ákærði hafi þá verið búinn að búa hjá henni í um einn mánuð til að aðstoða hana við að annast barn þeirra. I I I Í málinu liggur fyrir samski ptaseðill frá h eilsugæslunni á . Segir þar að 17. ágúst 2017 ha fi brotaþoli komið ásamt sambýlismanni og verið með skurð á og í kringum hægra eyra. Hafi brotaþoli lýst því að sambýlismaðurinn hafi misst glas ofan af efri hæð. Það hafi splundrast á vegg og glerbrotum rignt yfir brotaþola. Brotaþoli hafi verið með marga skurði á og í kringum hægra eyra. Stærsti skurðurinn hafi náð eftir eyrnasnepli framanverðum, undir hann og aftur. Líkt og hinir skurðirnir hafi hann ekki verið djúpur. Fjórir litlir skurð fjölda minniháttar sára. 4 Ákærði segir að hann hafi vissulega kastað glasinu í vegg og það splundrast svo að gler brot hafi farið í brota þola. Samkvæmt framburði hans var hann þó ekki í sjónlínu við hana er hann kastaði glasinu. Tildrögin hafi verið, eins og venjulega ef þeim lenti saman, að hún hafi átalið hann fyrir að sjá ekki fyrir nægum birgðum af kannabisi og kallað hann ónefnum. Hann kveðst ekki hafa haft neinn ásetning til að ka sta glasinu í hana og þetta hafi verið slys. Hann kveðst hafa viljað tilkynna þetta til lögreglu, en brotaþoli hafi verið því andvíg. Brotaþoli segir að aðdragandinn hafi verið að þau hafi farið suður og keypt bifreið. Hún hafi verið eitthvað biluð er heim var komið. Þau hafi farið að rífast um bifreiðina. Rifrildið hafi orðið mikið. Ákærði hafi skemmt lykla að bifreiðinni og rifrildið þá snúist um það. Síðan hafi hann sakað sig um framhjáhald. Loks hafi hann kastað glasinu. Þau hafi bæði verið stödd á neðs tu hæð hússins . Hann hafi staðið fyrir aftan hana . Hún kveðst ekki viss um að hann hafi ætlað að kasta glasinu í sig, en það hafi lent á vegg og splundrast. I V Fyrir liggur vottorð forstöðulæknis ritað 8. nóvember 2018 um komu brotaþola á bráðamóttöku 9. október 2018. Er áverkum lýst eins og í 2. tl. ákæru . Sérstaklega er tekið fram að ekki hafi verið að sjá áverka á höfði. Ákærði kveðst hafa ráðist að brotaþola eins og honum er gefið að sök í 2. tl. ákæru. Hann hafi misst stjórn á sér. Hann tekur fram að hún hafi náð í barnið og haldið á því. Hann kveðst ekki muna vel eftir öllum atriðum. Hann viti ekki hvaða áverkum hann kunni að hafa valdið af þeim sem taldir eru í ákæru. Rifrildi þeirra hafi sprottið af sömu rót og venjulega, ekki hafi verið til kannab is og hún kennt honum um. Brotaþoli lýsir því að ákærði hafi hótað að drepa hund hennar, hótað sjálfsvígi o. fl. Hún hafi tekið barnið þar sem hún hafi óttast um öryggi þess. Hún hafi séð áverka eða ákomur á handleggjum barnsins eftir atlögur ákærða og sjá lf verið með mar á höfði sem ekki sé getið í áverkavottorði. Aðspurð segir brotaþoli að langoftast hafi rifrildi þeirra sprottið af því að ákærði hafi sakað hana um framhjáhald. V 5 Ákærði segir að meðan því fór fram sem rakið er í síðasta kafla , eða eftir það, hafi brotaþoli sagt sér að hann fengi ekki að hitta barnið. Hann hafi orðið reiður og farið í langa gönguferð til að róa sig. Þegar hann hafi komið til baka hafi hún verið farin með barnið. Hann hafi reiðst á ný og farið inn á . Þar haf i hann öskrað eitthvað fyrir utan heimili A og B . Hann kveðst ekki muna vel eftir atvikum, en þó það að hann hafi fengið skurð á hendi við það að A braut rúðu innan frá með öxi. Þá kveðst hann ekki hafa verið með hníf. Hann kveðst kannast við að hafa kasta ð glerbrotum inn fyrir eftir að rúðan var brotin. Eftir þetta hafi hann ekið áleiðis til uns lögregla hafi stöðvað för hans. Brotaþoli segir að hún hafi fengið að gista hjá A og B meðan hún væri að jafna sig. Afi sinn hafi hringt og varað við því að á kærði væri á leiðinni. Þau hafi hringt í 112, en ekki hafi verið tekið mark á þeim fyrstu. Ákærði hafi reynt að spenna upp glugga með hníf, öskrað úti , hótað að drepa þau öll og ögrað A að koma út. A hafi velt eldhúsborði til að hafa fyrir glugganum. Síðan hafi hann tekið öxi og slegið í gluggann svo hann brotnaði og glerbrotum rigndi yfir ákærða, sem síðan hafi öskrandi kastað glerbrotum inn. Skyndilega hafi hann farið og ekið á brott. Brotaþoli kveðst hafa séð hnífinn, en ekki hafa hugmynd um hvar ákærði hafi tekið hann. Vitnið B ber að afi brotaþola hafi varað við komu ákærða, sem síðan hafi komið með hníf í hendi og hótað að drepa þau öll. Eftir að A hafi brotið rúðuna hafi ákærði slegið í hana, þannig að glerbrot hafi komið inn. Hann hafi einnig kastað glerbrotum inn. Ákærði hafi síðan farið skömmu áður en lögregla kom. Vitnið A segir að ákærði hafi komið og reynt að rífa upp eldhúsglugga. Hann hafi hótað að drepa þau öll og verið með hníf. Vitnið hafi slegið í gluggann svo að ákærði kæmist ekki inn. Á kærði hafi reynt að slá inn glerbrot og kastað glerbrotum inn. Vitnið hafi fengið skrámur á handarbak við það. Vitnið hafi þá velt eldhúsborði og sett fyrir. Vitnið C segir að ákærði hafi hringt um kvöldið og verið reiður. Hann hafi viljað vita hvert brotaþoli hefði farið. Ákærði hafi sagt að hann myndi þá bara fara þangað og drepa þetta hyski. Vitnið hafi þá hringt í A og varað hann við. VI Ákærði kannast við að hafa ekið bifreið eins og lýst er í 4. tl. ákæru og rengir ekki niðurstöðu mælingar á magni tetrahýdrókannabínóls í blóði , en neitar að hafa verið undir áhrifum efnisins. VII, 1 6 Ákærði kannast við að hafa kastað glasi, sbr. 1. tl. ákæru. Með tilliti til þess a ð þau brotaþoli sammæltust um að leyna atvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum , þykir framburður hans um að hann hefði ekki verið í sjónlínu við brotaþola ekki trúverðugur. Þótt ekki liggi fyrir að hann hafi haft beinan ásetning til að kasta glasinu í brotaþ ola , átti honum ekki að geta dulist að langlíklegast væri að hún hlyti skaða af því að glasinu var kastað í átt að henni. Að þessu gættu verður ákærði sakfelldur fyrir brot sem lýst er í þessum tölulið og er þar rétt heimfært til refsiákvæðis. VII, 2 Ákær ði kannast við þann verknað sem lýst er í 2. tl. ákæru. Með vísan til þess og framburðar brotaþola telst hann sannur að sök um að hafa framið verknaðinn. Varðar hann við ákvæði barnaverndarlaga þrátt fyrir aldur barnsins. Þá varðar hann við tilgreint ákvæ ði almennra hegningarlaga. VII, 3 Ákærði kannast við að hafa farið inn á , sbr. 3. tl. ákæru. Samkvæmt framburði C hringdi ákærði og kvaðst ætla þangað til að drepa þetta hyski. Vitnin þrjú á vettvangi bera öll að ákærði hafi verið með hníf. Hnífur fa nnst á vettvangi. Þá bera vitnin að ákærði hafi hótað að drepa þau, reynt að spenna upp glugga og síðan kastað glerbrotum inn, eftir að húsráðandi hafði brotið gluggann. Ber vitnið A að hafa fengið smá sár á fingurinn af völdum ákærða, en til þess er að lí ta að ekki verður útilokað að vitnið hafi fengið þetta sár við að brjóta gluggann. Að þessu gættu verður ákærði sýknaður af því að hafa brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, en sakfelldur að öðru leyti samkvæmt þessum tölulið ákæru. Varða þe ir verknaðir sem hann er sakfelldur fyrir við tilgreind refsiákvæði, önnur en 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. VIII, 4 Þar sem ávana - og fíkniefni, bannað á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana - og fíkniefni , mældist í blóði ákærða eftir akstur sem lýst er í 4. tl. ákæru, var hann undir áhrifum þess, sbr. 50. gr. laga nr. 77/2019, sbr. áður 2. mgr. 45. gr. a laga nr. 50/1987. Verður hann samkvæmt því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í 4. tl. ákærðu og varðar við 1. mgr. , sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 9 5 . gr. 7 laga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. , sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. , sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 19/1940. IX Sakaferill ákærða nær aftur til ársins 2000, en hér skiptir máli að hann var þann dæmdur í Hæstarétti í fangelsi í fjóra mánuði, þrír mánuðir þar af skilorðsbundnir í þrjú ár, fyrir brot gegn 1. mgr. , sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. laga nr. 50/1987. Dæmdur v ar upp skilorðsbundinn hæstaréttardómur frá , þriggja mánaða fangelsi. Ákærði var sviptur ökurétti ævilangt. Þann var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr., 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga. Skilorðshluti dóms Hæstaréttar frá var dæmdur upp og refsing ákveðin eftir reglum 78. gr. almennra hegningarlaga . Loks gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt þann 2. febrúar 2017 um greiðslu 100.000 króna í sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. laga nr. 50/1987. Ákærði er hér auk annars sakfelldur fyrir þrjú brot gegn 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Þykir eiga að beita reglu 1. mgr. 218. gr. c . sömu laga við ákvörðun refsingar, þar sem ákærði var dæmdur fyrir ofbeldisbrot 10. nóvember 2016. Einnig ber að beita reglu 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga til þyngingar refsingar. Ákærði hefur engar málsbætur. Ákærði hefur rofið skilorð dómsins frá . Ber að taka hann upp og dæma ákærða refsingu í einu l agi samkvæmt reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Ákveðst hún fangelsi í 18 mánuði og er ekki fært að skilorðsbinda hana að neinu leyti. Þá ber að árétta að ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði hefur bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola samkvæm t 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Ekki eru veruleg gögn fyrirliggjandi um afleiðingar brots hans, en af umsögn ráðgjafa hjá Aflinu og vottorði heilsugæslulæknis, verður þó ráðið að brotaþoli hafi verið andlega miður sín. Þykja miskabætur hæfilega ákveðna r 1.000.000 króna , með vöxtum eins og krafist er. Upphafstími dráttarvaxta miðast við það er mánuður var liðinn frá birtingu ákæru og bótakröfu. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað. Útlagður kostnaður á rannsóknarstigi nemur 230.371 krónu. Fer ðakostnaður vitna nemur 8.325 krónum. Þóknun verjanda ákærða ákveðst með hliðsjón af tímaskýrslum 1. 417.630 krónur. Útlagður ferða - kostnaður hans og annar útlagður kostnaður ákveðst að álitum með hliðsjón af yfirliti 8 hans 172. 885 krónur. Virðisaukaskattur er talinn með, en ekki reiknaður á 125.330 krónur af ferðakostnaðinum og aðeins 11 % af 20.500 krónum . Þóknun réttargæslumanns ákveðst með hliðsjón af tímaskýrslu 850.000 krónur, virðis - aukaskattur meðtalinn. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 18 mánuði. Áréttað er að ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði Y 1.000.000 króna, með vöxtum skv. 8. gr., laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 17. ágúst 2017 til 12. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2. 679.211 krónu r í sakarkost nað, þar meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla Tryggvasonar lögmanns, 1. 417.630 krónur, útlagðan kostnað hans , 172.885 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 850.000 krónur.