Héraðsdómur Reykjaness Dómur 11. desember 2020 Mál nr. S - 2876/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi) g egn Friðjón i Adolf Friðjónss yni Dómur Mál þetta sem dómtekið var 8. desember 2020 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 19. október 2020 á hendur ákærða Friðjóni Adolf Friðjónssyni, kt. [...] , [...] , [...] : ifreiðinni [...] um Reykjanesbraut, í Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis og ávana - fær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Telst háttsemi þessi varða við 1. , sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda, sbr. 1. og 5. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í ágúst [...] og samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 8. október 2020 nær sakaferill hans aftur til ársins 2011. Við ákvörðun refsingar er tekið tillit til hegningarauka sem ákærða var dæmdur 18. janúar 2016 með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en á sakavottorði kemur ekki fram að dómurinn sé hegningarauki . Ákærði 2 var einnig dæmdur til greiðslu sektar 22. janúar 2014 fyrir að hafa ekið 17. júlí 2013 undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Ákærði hafði áður undirgengist viðurlagaákvörðun 7. nóvember 2013. Með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga og dómvenju í málum af þessu tagi þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði sem ekki þykja efni til að ski lorðsbinda. Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærði dæmist því til að greiða útlagðan kostnað vegna rannsókna á lífsýnum, samtals 243.848 krónur. Með vísan til framangreinds þykir , í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , rétt að svipta ákærða ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja . Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Friðjón Adolf Friðjónsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 243.848 krónur í sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson