Héraðsdómur Austurlands Dómur 10. júní 2020 Mál nr. S - 1/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi ( Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari ) (Einkaréttarkrafa: Jón Jónsson lögmaður) g egn Cezary Sebastian Puchalski ( Guðmundur Narfi Magnússon lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. maí 2020, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 30. desember 2019, á hendur Cezary Sebastian Puchalski, k t. , , , rir líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll í Fjarðabyggð, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 22. október 2019, án heimildar, ruðst inn í íbúð nr. , að , og sparkað þar upp hurð að svefnherbergi, sem skemmdist við sparkið og í framhaldi ráðist að A , kt. , og slegið hann eitt hnefahögg í andlitið og síðan tekið hann hálstaki svo hann átti erfitt með andardrátt, með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka, mar og bólgu á enni hægra megin, fyrir ofan gagnauga, grunnt klórsár undir hægra aug a og bólgu yfir vinstra kinnbeini, neðan auga. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Í ákæruskjali er þess k rafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til grei ðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þar tilgreind eftirfarandi einkaréttarkrafa sem haldið var uppi Einkaréttarkrafa : Af hálfu A er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 400.000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 22. október 2019. Hafi krafan ekki verið greidd þann 22. desember 2019, er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða skv. málskostnaðarreikningi sem v erður lagður fram við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur. Auk þess er krafist fjárhæðar samsvarandi virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Við aðalmeðferð dró bótakrefjandi úr dráttarvaxtakröfu sinni, þannig að dráttarvaxta er fyrst krafist frá 8. janúar 2020. 2 Við þingfestingu málins 29. janúar 2020 neitaði ákærði sök og hafnaði bótakröfu. Hann krefst þess aðallega að honum verði ekki gerð refsing fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og að hann verði sýknaður af öllum öðrum kröf um ákæruvaldsins. Til vara er þess krafist að hann verði aðeins dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst þess enn fremur að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, en til vara er krafist sýknu og til þrautavara að krafan verði stórl ega lækkuð. Þá er þess krafist að hæfileg málsvarnarlaun verjanda ákærða og annar sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, hver sem úrslit málsins verða. I Samkvæmt frumskýrslu lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 24. október 2019, barst fjarskipt amiðstöð ríkislögreglustjóra tilkynning 22. s.m., um kl. 22.26, um húsbrot og slagsmál, en maður var sagður hafa ráðist inn í íbúð að á og vera haldið af þremur íbúum hússins. Er lögreglu bar að voru fjórir menn í íbúðinni, þrír íbúar hennar og ákærði sem sat við eldhúsborð og virtist örmagna. Íbúarnir þrír hafi lýst atvikum svo að ákærði hefði bankað að dyrum en ekki verið hleypt inn. Hann hefði þá ruðst inn og ráðist á einn íbúann, A , en ástæðuna töldu íbúar þá að [...] . Í skýrslunni kemur fra m að A hafi verið með minni háttar áverka í andliti. Þá bentu húsráðendur á brotna hurð innandyra sem ákærði var sagður hafa brotið með því að sparka í hana. Ljósmyndir af áverka brotaþola og ákomu á hurð fylgja skýrslunni. Þar segir að lögregla hafi ekið ákærða til síns heima. Hann hafi verið rólegur og dapur yfir gerðum sínum og gefið sömu skýringu og íbúar höfðu gert, þ.e. að [...] . Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af brotaþola og tveimur vitnum, íbúum íbúðarinnar, þann 26. október 2019, með aðst oð túlks. Kröfðust allir þrír refsingar vegna húsbrots við þá skýrslugjöf og A að auki refsingar vegna líkamsárásar. Þá lagði A fram bótakröfu 25. nóvember s.á. sem birt var ákærða 8. desember s.á. B , starfsmannastjóri ( ), lagði fram skriflega refsi kröfu vegna eignaspjalla á hurð 6. nóvember 2019, en bótakrafa félagsins, dags. 29. október s.á., var dregin til baka 25. nóvember s.á. Skýrsla var tekin af ákærða 30. október s.á., með aðstoð túlks, en hann neytti ekki á þeim tíma réttar síns til að fá sk ipaðan verjanda. Í læknisvottorði (læknabréfi), dags. 12. nóvember 2019, sem lögregla aflaði og C læknir undirritar, kemur fram að læknirinn hafi ekki sjálfur hitt brotaþola vegna málsins, en vottorðið sé byggt á komunótu frá 23. október 2019, er brotaþ oli leitaði á 3 heilsugæslustöð á (22.10.2029). Brotist var inn hjá honum og hann kýldur í andlit þar sem hann lá í rúmi. Hann hefur yfirborðsáverka og mar á enni hægra megin, fyrir ofan gagnauga, og bólgu í húð þar. Hann er með klórsár undir hægra auga, grunnt. Þá er bólga í og undir húð yfir vinstra kinnbeini neðan auga. Hann finnur til þegar hann krump ar enni og við að bíta saman, sem er orsakað af yfirborðsáverkum í vöðvum undir húð í enni og í tyggivöðvum hægra megin [...]. Engir áverkar á tönnum eða brotáverkar á beinum greinast. Bit er eðlilegt. Ekki er lýst áverkum eða einkennum annars staðar á lík ama. Áverkar í samræmi II Við skýrslugjöf við aðalmeðferð málsins kannaðist ákærði við að hafa að kvöldi 22. október 2019 knúið dyra á umræddri íbúð að þar sem brotaþoli og tveir aðrir menn bjuggu, og að hafa haldið raklei ðis inn í íbúðina eftir að vitnið D opnaði dyrnar, en neitaði að hafa ruðst þar óboðinn inn í skilningi 231. gr. almennra hegningarlaga. Hann viðurkenndi að hafa slegið brotaþola hnefahögg inni í svefnherbergi hans, og að til ar þess, en neitaði að hafa tekið brotaþola hálstaki. Hann kvaðst ekki geta lýst þeim slagsmálum í smáatriðum, en kannaðist við að hluti atburðarásarinnar hefði átt sér stað á rúmi brotaþola og að aðrir íbúar íbúðarinnar hafi reynt að skilja þá að. Hann ne itaði að hafa valdið skemmdum á hurð í svefnherberginu með því að sparka í hana. Hann kvaðst hafa verið í miklu andlegu ójafnvægi er atvik áttu sér stað þar sem hann hefði nýlega, eða 5 - 7 dögum áður, komist að því að fyrrverandi eiginkona hans, sem hann he fði aftur tekið saman við, væri einnig í tygjum við brotaþola. Hann sagðist hafa drukkið einn bjór áður en hann hélt að heimili brotaþola, en ekki hafa verið undir áfengisáhrifum. Framburður ákærða samræmist í öllum meginatriðum skýrslu sem hann gaf hjá lö greglu 30. október 2019. Brotaþoli, A , kvaðst hafa legið í rúmi sínu og horft á síma sinn er hann varð var við hávaða frammi. Kvaðst hann hafa verið að rísa á fætur er ákærði ruddist inn í svefnherbergið, sló hann hnefahögg í andlitið þar sem hann sat á rú minu, en í framhaldi af því hafi ákærði tekið báðum höndum um háls hans og þrengt að, svo að hann átti erfitt með andardrátt, en ákærði hafi haft hann undir á rúminu. D hafi komið og svo E og saman 4 hafi þeir náð ákærða af brotaþola. Brotaþoli kvaðst telja víst að ákærði hafi sparkað í svefnherbergishurðina á leið sinni inn, enda hafi hurðin flogið upp og skollið á skáp í herberginu. Lögregla hafi verið kvödd á staðinn og hafi þá komið í ljós ákoma á svefnherbergishurðinni. Fullyrti brotaþoli að sú skemmd ha fi ekki verið þar fyrir. Vitnið D kvaðst fyrir dómi hafa verið að fara að sofa er hann heyrði bankað hressilega á útidyr íbúðarinnar. Hann hafi litið út um glugga við hlið útihurðarinnar og séð mann en ekki séð hver það var. Er hann opnaði dyrnar hafi mað urinn ruðst inn í íbúðina. Kvaðst vitnið þá hafa lokað og læst dyrunum af ótta við að fleiri menn væru með í för, en að því búnu haldið á eftir ákærða inn í herbergi brotaþola og séð hann ofan á brotaþola í rúminu, haldandi báðum höndum utan um háls hans a ð reyna að kyrkja hann. Kvaðst vitnið fyrst þá hafa áttað sig á hver ákærði var og hafa strax reynt að taka hann af brotaþola en ekki náð að losa tök hans. Vitnið hafi kallað á hjálp og hafi þriðji íbúi íbúðarinnar, E , komið til hjálpar. Þá fyrst hafi þeim tveimur tekist að ná ákærða af brotaþola. Lögregla hafi svo verið kvödd á staðinn. Vitnið kvaðst aðspurt ekki hafa séð ákærða slá brotaþola. Þá kvaðst hann ekki hafa séð er ákærði sparkaði í svefnherbergisdyrnar, en telja víst að hann hafi gert það, þar sem vitnið heyrði sparkhljóð er ákærði fór inn í svefnherbergið. Fullyrti vitnið að ákoma á svefnherbergishurð hafi ekki verið þar fyrir. Vitnið E kvaðst fyrir dómi hafa verið sofnaður en vaknað við að D hrópaði á hjálp. Kvaðst hann þegar hafa haldið yf ir í herbergi brotaþola og komið þar að ákærða sem hélt brotaþola niðri á rúmi með báðum höndum um háls hans og hafi D verið að reyna að losa tök hans. Hafi þeir D í sameiningu náð að losa tök ákærða og taka hann af brotaþola og hafi lögregla verið kölluð til. Þá fyrst hafi vitnið séð skemmd á svefnherbergishurð brotaþola, sem það fullyrti að hefði ekki verið þar fyrir. Framburður ákærða, brotaþola og framangreindra vitna er í öllum meginatriðum í samræmi við samantektir lögreglu á hljóðrituðum skýrslum þe irra hjá lögreglu. Þá gáfu skýrslu sem vitni fyrir dómi B , fyrrverandi starfsmannstjóri , og F , öryggisstjóri . Sá fyrrnefndi staðfesti skriflega refsikröfu sína fyrir hönd fyrirtækisins vegna eignaspjalla á hurð og að bótakrafa hafi verið afturköl luð þar sem kostnaður vegna tjónsins hafi verið dreginn frá launum ákærða hjá fyrirtækinu. Sá síðarnefndi bar að engin skemmd hafi verið á umræddri hurð er íbúðin var yfirfarin áður en núverandi íbúar tóku við henni. Enn fremur gáfu tveir lögreglumenn skýr slu fyrir dómi um aðkomu sína á 5 vettvangi og til staðfestingar skýrslugerð sinni í málinu, en ekki er þörf á að rekja framburð þeirra hér. III Niðurstaða Líkamsárás Ákærði játaði fyrir dómi skýlaust að hafa slegið brotaþola eitt hnefahögg í andlitið, eins og í ákæru greinir, en neitaði að hafa jafnframt tekið hann hálstaki. Þá neitar hann hvort tveggja sök af húsbroti og eignaspjöllum. Í ákæru er því lýst að ákærði hafi tekið brotaþola hálstaki svo að hann átti erfitt með andardrátt. Sú lýsing er bygg ð á framburði brotaþola hjá lögreglu, sem bar með sama hætti fyrir dómi. Tvö vitni, D og E , styðja framburð brotaþola um að ákærði hafi haft brotaþola undir á rúmi hans og tekið hann hálstaki. Á hinn bóginn ber læknisvottorð ekki með sér að brotaþoli haf i látið þess getið hjá lækni, daginn eftir atvikið, að hann hefði verið tekinn hálstaki. Þar segir einungis að brotaþoli lýsi líkamsárás sem hann hafi orðið fyrir kvöldið áður, en brotist hafi verið inn hjá honum og hann kýldur í andlit þar sem hann lá á rúmi. Í vottorðinu er einungis getið um áverka í andliti og er beinlínis tekið þar fram að brotaþoli lýsi ekki áverkum eða einkennum annars staðar á líkama. Þá kemur hvergi fram í frumskýrslu lögreglu að brotaþoli hafi lýst hálstaki og er þar einungis geti ð um og ljósmyndaðir áverkar á andliti hans. Þegar litið er til þessa, sem og þess að vitnin tvö eru samleigjendur brotaþola og framburður þeirra allra er keimlíkur, þótt hann sé ekki ótrúverðugur í sjálfu sér, þykir ekki fram komin næg sönnun þess að ákær ði hafi tekið brotaþola hálstaki. Að frátöldu hálstaki og hnefahöggi er ekki í ákæru lýst annarri háttsemi sem fallið gæti að verknaðarlýsingu 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Með skýlausri játningu ákærða, sem styðst við framburð brotaþola og ra nnsóknargögn málsins, er fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi slegið brotaþola eitt hnefahögg í andlitið eins og í ákæru greinir. Með vísan til læknisvottorðs og ljósmyndar af áverkum brotaþola í frumskýrslu lögreglu er lagt til grundvallar að það högg hafi valdið einhverjum áverkum í andliti brotaþola þótt sýnt þyki að ekki geti allir þeir dreifðu áverkar á andliti brotaþola sem getið er um í ákæru hafa hlotist af einu hnefahöggi. Sú háttsemi ákærða fól í sér líkamsárás og telst brotið réttilega h eimfært í ákæru til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Húsbrot Refsikrafa brotaþola var sett fram innan þess frests sem greinir í 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig lið 2.a. í 1. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga. Þótt ákærði neiti sök af húsbroti varð framburður hans fyrir dómi ekki skilinn öðruvísi en svo að hann hafi umrætt sinn farið raklaust inn í íbúðina um leið og dyrnar voru opnaðar, án þess að kynna sig og erindi sitt eða bíða þess að verða boðinn inn fyrir. Sa mræmist það framburði vitnisins D . Ekki verður séð að ákærði hafi haft neitt tilefni til að ætla að hann væri velkominn þangað inn, seint að kvöldi og í ljósi atvika allra. Háttsemi hans fellur því að verknaðarlýsingu 231. gr. almennra hegningarlaga og er saknæmisskilyrðum fullnægt til þess að gera ákærða refsingu fyrir húsbrot. Refsikröfur þeirra sem misgert var við, þ.e. brotaþola og tveggja annarra íbúa íbúðarinnar, liggja fyrir, eins og áskilið er í lið 2.a í 1. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga. Sam kvæmt framanrituðu verður ákærði sakfelldur fyrir húsbrot og er brot hans réttilega heimfært í ákæru til 231. gr. almennra hegningarlaga. Eignaspjöll Refsikrafa brotaþola var sett fram innan þess frests sem greinir í 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008, s br. einnig 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitar að hafa sparkað í svefnherbergishurð í íbúðinni og skemmt hana umrætt sinn. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að vitnið D hafi bent á skemmd á hurðinni og sagt ákærða hafa sparkað í hurðina og brotið hana. Liggur fyrir ljósmynd í frumskýrslu lögreglu af þeirri skemmd og fleiri ljósmyndir sem lagðar voru fram við aðalmeðferð sem sýnir skemmd neðarlega á hurðinni, á þeirri hlið hennar sem snýr fram á gang. Fyrir dómi kvaðst D þó ekki hafa séð ákærða sparka í hurðina, en draga þá ályktun af því að hann heyrði hvell líkt og sparkað væri í hurðina. Brotaþoli ber um að hurðin hafi flogið upp og skollið á skáp. Kann þar að vera um að ræða þann hvell sem D heyrði. Gegn eindreginni neitun ákærða og mi ðað við þær sönnunarkröfur sem gerðar eru í sakamálum, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008, þykir ekki fram komin næg sönnun þess að ákærði hafi sparkað í hurðina og með því valdið þeirri skemmd sem sést á ljósmynd í frumskýrslu lögreglu. Verður ákærði því sýk naður af því ákæruatriði. Ákvörðun refsingar Ákærði er fæddur árið og á sér ekki sakaferil sem máli skiptir við ákvörðun refsingar hans. Við ákvörðun refsingar ákærða er litið til þess að árás hans beindist að 7 líkama annars manns, þótt ekki hlytust alvarlegir áverkar af, og að árásin átti sér stað inni á heimili brotaþola. Þótt að einhverju marki megi líta til þess að ákærði var í uppnámi yfir [...] , sem hann komst að nokkrum dögum fyrr, þá réttlætir það á engan hátt verknað hans. Þykja hvorki skilyrði til þess að beita ákvæði 75. gr. almennra hegingarlaga til refsibrottfalls, né heldur sömu lagagrein eða 4. tölulið 1. mgr. 74. gr. laganna til refsilækkunar niður fyrir lágmark hinna almennu refsimarka. Ekki verðu r annað séð, m.a. af lýsingu ákærða sjálfs á atvikum, en að ásetningur hans til líkamsárásarinnar hafi verið nokkuð eindreginn er hann knúði dyra og ruddist svo inn í íbúðina og svefnherbergi brotaþola. Horfir ásetningsstig hans til þyngingar fremur en mil dunar. Til mildunar horfir að ákærði skýrði greiðlega frá atvikum, jafnt við skýrslugjöf hjá lögreglu og fyrir dómi, og játaði fyrir dómi sök að hluta til. Að öllu framanrituðu virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin, sbr. 77. gr. og 1., 2., 3., 6. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, fangelsi í 30 daga, en í ljósi hreins sakaferils hans verður fullnustu refsingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. sömu laga. Einkaréttarkrafa Af hálfu brotaþola er gerð krafa um að ákærði greiði honum miskabætur að fjárhæð 400.000 krónur, á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, auk vaxta, dráttarvaxta og málskostnaðar. Ekki verður á það fallist að einkaréttarkrafan sé vanreifuð þannig að fr ávísun hennar varði. Ákærði hefur hér verið sakfelldur fyrir líkamsárás á brotaþola. Er fallist á að árás hans hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn brotaþola sem veitir honum rétt til miskabóta úr hendi ákærða, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Við ákvörðun um fjárhæð miskabóta er litið til þess að ákærði er ekki sakfelldur fyrir alla þá háttsemi gagnvart brotaþola sem honum er gefin að sök í ákæru. Þá er litið til þess að ekki verður séð að verulegir áverkar hafi hlotist af árásinni. Þótt ekki n jóti við neinna gagna sem styðja fullyrðingar bótakrefjanda um eftirköst og andleg áhrif árásarinnar, þá er litið til þess við ákvörðun um fjárhæð miskabóta að árásin var óvænt og átti sér stað síðla kvölds inni á heimili brotaþola þar sem hann átti að hei ta öruggur. Að öllu framanrituðu virtu þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin 300.000 krónur og verður ákærða gert að greiða brotaþola þá fjárhæð, með vöxtum og dráttarvöxtum eins og krafist er, að gættri þeirri breytingu sem gerð var á dráttarvaxtakröfu við aðalmeðferð málsins, en sú breyting tekur mið af því að dráttarvextir séu dæmdir frá þeim tíma er mánuður var liðinn frá því að einkaréttarkrafan var birt fyrir ákærða, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um 8 vexti og dráttarvexti. Þá verður ákærða gert að gr eiða brotaþola bætur vegna lögmannskostnaðar, sem þykja hæfilega ákveðnar að fjárhæð 260.000 krónur, með hliðsjón af tímayfirliti lögmanns hans. Sakarkostnaður Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ák ærða gert að greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar, en 1/3 hluti hans greiðist úr ríkissjóði. Samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins hlaust af 9.700 króna kostnaður á rannsóknarstigi málsins vegna öflunar læknisvottorðs. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmunda r Narfa Magnússonar lögmanns, vegna starfa hans fyrir dómi þykja hæfilega ákveðin að fjárhæð 600.000 krónur, og hefur þá m.a. verið tekið tillit til ferðatíma verjandans og virðisaukaskatts. Að auki á verjandinn rétt til greiðslu vegna útlagðs ferðakostnað ar samkvæmt reikningum, samtals 97.005 krónur. Er þar um að ræða alls 71.650 krónur vegna flugs (þingfesting og aðalmeðferð), 9.455 krónur vegna bílaleigubíls og 15.900 krónur vegna óhjákvæmilegrar gistingar. Samtals nemur sakarkostnaður því 706.705 krónum og verður ákærða gert að greiða 2/3 hluta þeirrar fjárhæðar, eða 471.137 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari, en af hálfu bótakrefjanda flutti málið Eva Dís Pálmadóttir lögmaður fyrir hönd Jóns Jóns sonar lögmanns. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 28. apríl sl. en hafði fram að þeim tíma engin afskipti af rekstri þess. Dómso r ð: Ákærði, C ezary Sebastian Puchalski , sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 300.000 krónur í miskabætur, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 22. október 2019 til 8. janúar 2020, en frá þeim degi með dráttarv ö xt um skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , sömu laga , og 260.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 471.137 krónur í sakarkostnað, og eru þar innifaldir 2/3 hlutar af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda hans, Guðmundar Narfa Magnússonar lögmanns, 600.000 krónum og ferðakostnaði verjandans, 97.005 krónum. Hildur Briem