Héraðsdómur Austurlands Dómur 21. október 2020 Mál nr. S - 121/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn A (Friðrik Smárason lögmaður) I. Mál þetta, sem dómtekið var 1 4. október sl., höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 10. júní 2020 , á hendur A , kennitala , , . Endanleg verknaðarlýsing ákæru og sakargiftir gegn ákærða eru samkvæmt yfirlýsingu sækjanda fyrir dómi svohljóðandi: með því að hafa á tímabilinu frá 22. febrúar til 2. mars 2020, á samfélagsmiðlinum Messenger og með SMS skilaboðum, beitt fyrrverandi sambýliskonu sína B hótunum, með því að hóta kærasta hennar lík amsmeiðingum eða lífláti, með því að hóta að drepa sjálfan sig [ ] Nánar tiltekið voru hótanirnar með eftirfarandi hætti: 22. febrúar með SMS : [ ] 29. febrúar á Messenger: 1. mars með SMS: 2 [ ] 2. mars með SMS: eða ég eða báðir það er á hreinu ég ætla að byrja Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b, almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og g reiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Brotaþoli B gerir kröfu um að ákærða verði með dómi gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 600.000 , auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 2. mars 2020 til greiðsludags. Ef greitt verð ur síðar en 21. maí 2020 er gerð krafa um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 233. til 234. gr. sömu laga, þ.m.t. vegna framsetningar F yrir dómi féll fulltrúi ákæruvalds frá hluta sakargift a á hendur ákærða , og þá að því er varðaði netskilaboð sem dagsett voru 22. febrúar og 1. mars sl. Að auki var af hálfu fulltrúans , við meðferð og flutning málsins , um heimfærslu ætlað ra brot a ákærða vísað til ákvæða 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og þá til vara við lýsta heimfærslu samkvæmt ákæru skjali . Af hálfu skipaðs verjanda var við meðferð og flutning málsins krafist vægustu refsingar til handa ákærða , sem lög leyfa, og til samræmi s við afstöðu ákærða til einkaréttarkröfu krafðist verjandinn lækkunar á tilgreindri bótafjárhæð. Verjandinn hafði aftur á móti eigi athugasemdir við fyrrgreinda breytingu og viðbót á kæruvalds á heimfærslu ætlaðra brot a ákærða til laga , til vara , og lagði það atriði í mat dómsins. 3 II. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt verknaðarlýsingu og sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru, og þá eftir fyrrgreinda niðurfellingu á hlu ta sakarefnisins . Játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, þ.m.t. hans eigin framburðarskýrslu, sem lögregla hljóðritaði , svo og við kæruskýrslu brotaþola frá 3. mars sl. Þá er j átning ákærða einnig í samræmi við yfirlýsingu sem hann ritaði þann 9. mars sl., þess efnis að hann ætlaði framvegis að láta af öllum afskiptum af brotaþola. Til þess er að líta að heimilt er að breyta heimfærslu þeirrar háttsemi sem ákært er fyrir til laga með bókun í þingbók, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála, en þá að virtum tilteknum skilyrðum. Í máli þessu , sbr. það sem að framan var rakið, lítur dómurinn svo á að vörn ákærða hafi ekki af þessum sökum orðið áfátt, sbr. athugasemd ákærða og verjanda hans undir rekstri málsins, sbr. og ákvæði 1. mgr. 180. gr. nefndra laga , in fine . Að ofangreindu virtu v erður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru , líkt og henni var breytt við meðferð málsins. Þ ykir háttsemi n varða við ákvæði 233. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. III. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins ekki áður gerst brotlegur við lög, svo kunnugt sé. Ákvarða ber refsingu ákærð a m.a. með hliðsjón af 1. tl. 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra he gningarlaga nr. 19/1940 , og þykir hún hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Fyrir liggur að ákærði hefur að undanförnu átt við vanheil s u að stríða, en hefur leitað sér viðeigandi aðstoðar, sbr. framlagt læknisvottorð. Að þessu virtu, en einnig í ljósi skýlau srar játningar ákærða við alla meðferð málsins og að hann hafi samþykkt bótaskyldu, þykir fært að fresta fullnustu refsingar hans skilorðsbundið og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Eva Dís Pálmadóttir lögmaður lagði fram hjá lögreglu, fyrir hönd brotaþola, rökstudda miskabótakröfu að fjárhæð 600.000 krónur , auk vaxta og málskostnaðar, 4 líkt og lýst er í ákæru. Bótakrafan, sem e r dagsett 21. apríl sl., var birt ákærða daginn eftir ritun hennar og þá af lögreglumanni. Fyrir dómi hefur ákærði samþykkt bótaskyldu, en andmælt fjárhæðinni sem of hárri. Það er niðurstaða dómsins að með greindri háttsemi hafi ákærði bakað sér bótas kyldu gagnvart brotaþola. Verður því fallist á að brotaþoli eigi rétt til miskabóta úr hendi ákærða með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Þykja bæturnar eftir atvikum , m.a. í ljósi röksemda lögmanns brotaþola og andmæla verjanda ákærða , hæfilegar 20 0.000 krónur, ásamt vöxtum eins og nánar segir í dómsorði. Þá verður ákærði með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 að auki dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað vegna lögmannsaðstoðar, sem þykir hæfilega ákveðin n , að virt r i tímaskýrslu, 169.7 56 krónur, en við ákvörðun þeirrar fjárhæðar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvalds féll enginn sakarkostnaður til við málareksturinn samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa ákæruvalds fyrir dómi. Dæma ber ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Friðriks Stefánssonar lögmanns, sem að virtri tímaskýrslu ákvarðast 137.640 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatt i. Einnig verður ákærði dæmdur til að greiða ferðakostnað verjanda ns , a ð fjárhæð 56.100 krónur. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson fulltrúi. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, A , sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að tv eimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði B 200.000 krónur í miskabætur, með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 29. febrúar 2020 til 22. apríl sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. , sömu laga til greiðsludags, og 169.756 krónur í málskostnað. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Friðriks Stefánssonar lögmanns, 137.640 krónur, en einnig ferðakostnað hans , 56.100 krónur.