Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. S - 7/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Pawel Krainski (Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 3. febrúar 2020, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum 10. janúar sl., á hendur kt. 000000 - 0000 , , , fyrir umferðar - , tolla - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 24. október 2019, ekið bifreiðinni , vestur Djúpveg í Ísafjarðardjúpi, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 0,7 ng/ml af tetrahýd rókannabínól), uns lögregla stöðvaði akstur hans við Kambsnes og haft í fórum sínum í bifreiðinni 197,65 grömm af maríhúana, sem lögregla fann við leit, og á heimili sínu að , 0,04 grömm af amfetamíni, 0,90 grömm af hassi og 20 millilítra af Testost eron (anabólískir sterar, sem ákærði mátti vita að höfðu verið fluttir ólöglega til landsins). Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 50. g r . , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, 1. mgr. 171. gr., sbr. 169. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. rgl. nr. 789/2010 og 513/2012. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, sviptingar ökuréttar skv. 99. og 101. gr. nefndra umferðarlaga og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 197,65 grömmum af maríhúana, 0,04 grömmum af amfetamíni, 0,90 grömm af hassi og 20 mi llilítrum af Testosteron (anabólískir sterar) með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, ásamt síðari breytingum. og 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, 2. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, og 1. mgr. 2 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og þóknunar sér til handa úr ríkissjóði að mati dómsins. II Ákærði mætti við þingfestingu málsins og viðurkenndi að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum sa mkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Með játningu ákærða fyrir dómi, sem samrý mist rannsóknargögnum máls ins , er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagset tu 9. janúar 2020 hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. V ið ákvörðun refsingar verður til þess litið sem og þess að ákærði hefur játað sök skýlaust, fyrir lögreglu og dómi. Á hinn bóginn verður litið til þess mikla magns fíkniefna sem ákærði hafði í fórum sínum . Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til ofangreindra atriða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilor ð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber að svipta ákærða ökurétti í fjóra mánuði frá birtingu þessa dóms að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru upptæk gerð til ríkissjóðs 197,65 grömm af maríhúana, 0,04 grömm af amfetamíni, 0,90 grömm af hassi og 20 millilítrar af Testosteroni (anabólískium sterum). Eftir lyktum mál s ins, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sem samkvæmt framlögðum gögnum lögreglu nemur 87.214 krónum auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða sem þykir hæfilega ákveðin 158.100 krónu r að meðtöldum virðisaukaskatti. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Pawel Krainski, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði er sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá birtingu dómsins . 3 Upptæk eru gerð 197,65 grömm af maríhúana, 0,04 grömm af amfetamíni, 0,90 grömm af hassi og 20 millilítrar af Testosteroni (anabólískium sterum). Ákærði greiði 245.314 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Óskars Ás valdssonar lögmanns 158.100 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir