Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. S - 10/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Jóhann i Long Jóhannss yni Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 3. febrúar 2020, er höfðað með Jóhanni Long Jóhannssyni, kt. 000000 - 0000 , , fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudagin n 11. nóvember 2019, ekið bifreiðinni PD - 192, norður Hafnarstræti á Flateyri, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 9 5. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til sviptingar ökuréttar skv. 99. og II Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 17. janúar sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru . Brot ákærða átti sér stað 11. nóvember 2019 , en ný umferðarlög tóku gildi 1. janúar 2020. Í 1. mgr. 2. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að hafi refislöggjöf breytst frá því að verknaður var framinn og til þess er dómur gengur skuli dæma eftir nýrri lögum, bæði um refsi n æmi verknaðar og refsingu. Við þessum atriðum hefur ekki verið hróflað frá því sem áður var, með hinum nýrri umferðar lögum, sem vísað er til í ákæruskjali, og þykir háttsemi ákærða þar rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 10. janúar 2010, hefur ákærði nú í annað sinn ítrekað gerst brotlegur við ákvæði umferðarlaga er varða ölvunar - eða 2 vímuefna akstur . Með hliðsjón af því, sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til 99. og 101 gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er á kærði sviptur ökurétti ævilangt frá bi r tingu dóms þessa að telja. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem samkvæmt yfirliti lögreglu nemur 36.498 krónum. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Jóhann Long Jóhannsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði , er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 36.498 krónur í sakarkostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir