Héraðsdómur Austurlands Úrskurður 18. september 2020 . Mál nr. A - 124/2020: Rarik ohf. Hildur Þórarinsdóttir lögmaður gegn A Hjalti Geir Erlendsson lögmaður 1. Mál þetta, sem barst dóminum 8. júlí sl., var tekið til úrskurðar 11. september sama ár, að loknum munnlegum málflutningi. Gerðarbeiðandi er RARIK ohf., kt. , , Reykjavík. Gerðarþoli er A , kt. , , . 2. Kröfur málsaðila eru sem hér segir: Gerðarbeiðandi, RARIK ohf., krefst þess að land í eigu gerðarþola, A , í landi í , á spildu undir metersbreiða og 573 metra langa hitaveitulögn, ásamt háspennustreng og nauðsynlegum samskiptalögnum, auk 1,146 hektara spildu (samtals 20 metra spildu b eggja vegna þess staðar þar sem stofnpípa fyrir hitaveitu kemur í jörð) í þágu tímabundinna afnota gerðarbeiðanda, í þágu framkvæmdar um lagningu hitaveitu frá til , sem gerðarbeiðanda var heimiluð umráðataka á með úrskurði matsnefndar eignarnámsbót a, dags. 2. júlí 2020, verði með beinni aðfarargerð tekin úr vörslum gerðarþola og fengið sér. Þá krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar að mati dómsins, auk þess að fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Gerðarþoli, A , krefst þess aðal lega að beiðni gerðarbeiðanda verði hafnað. Gerðarþoli krefst þess til vara, verði fallist á beiðni gerðarbeiðanda að einhverju leyti, að í úrskurði héraðsdóms verði kveðið á um að málskot til æðra dóms fresti aðfarargerð á hendur gerðarþola þar til endanl egur úrskurður Landsréttar og eftir atvikum dómur Hæstaréttar gengur. 2 Þá krefst gerðarþoli þess í öllum tilvikum að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. I . 1. Með beiðni, dagsettri 26. ágúst 2019, fór gerðarbeiðandi, Rarik ohf., fram á að þáverandi atvinnuvega - og nýsköpunarráðherra heimilaði að tiltekin landspilda úr jörð gerðarþola, A , en einnig sambærilegur hluti jarðarinnar X, yrðu teknir eignarnámi vegna lagnin gar hitaveitu í . Um lagaheimild vísaði gerðarbeiðandi til ákvæða 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 34. gr. orkulaga nr. 58/1967. 2 . Forsaga málsins er í stuttu máli sú að gerðarbeiðandi, sem starfar samkvæmt lögum nr. 25/2006, um stofnun hlutafél ags um Rafmagnsveitur ríkisins, en einnig orkulögum nr. 58/1967 og raforkulögum nr. 65/2003, hefur frá árinu 1980 rekið kyndistöð í , áður og . Kyndistöðin hefur notað svokallaða ótryggða raforku til upphitunar á vatni fyrir fasteignir í héraðinu , en olíu til vara. Á árinu 1991 keypti gerðarbeiðandi af fjarvarmaveituna á , sbr. heimildarákvæði 31. gr. orkulaga nr. 58/1967 og 3. gr. reglugerðar nr. 122/1992 um Rafmagnsveitur ríkisins. Af gögnum verður ráðið að um ¾ hlutar íbúa í sveitarfé laginu hafi um árabil verið tengdir veitunni. 3. Samkvæmt gögnum hefur gerðarbeiðandi undanfarin ár staðið að jarðhitaleit við lögbýlið í , í von um að finna heitt vatn fyrir nýja hitaveitu. Liggur fyrir að árangur jarðborana var með ágætum og það svo að raunhæft væri að reka hitaveitu fyrir þéttbýlið á og næsta nágrenni. Í málatilbúnaði gerðarbeiðanda er á það bent, að til þess að koma megi heitu vatni frá jarðhitasvæðinu í til dreifistöðva hafi að fyrirlagi hans verið hönnuð stofnpípa, á samt nauðsynlegum samskiptalögnum milli dælustöðva, auk háspennustrengs, sem ætlað er að liggi um jarðeignir 22 lögbýla frá að . Eitt þessara lögbýla er jörð gerðarþola, . Í málatilbúnaði sínum vísar gerðarbeiðandi nánar um framkvæmdina til þes s að það sé ætlan hans að umrædd stofnpípa liggi í jörðu í landareign gerðarþola og að lengd hennar þar verði 573 m. Samkvæmt gögnum fylgdi með fyrrgreindri eignarmatsbeiðni 3 gerðarbeiðanda til ráðherra skýringarmynd af legu stofnpípunnar, en einnig afrit a f stöðluðum samningi hans við landeigendur á svæðinu. Um framkvæmdina segir nánar í gögnum gerðarbeiðanda: neðanjarðar, yfirleitt á 1,1 m dýpi nema sérstakar aðstæður krefjist þess að f arið sé dýpra. Leið stofnpípunnar var valin þannig að hún væri þar sem kostur er innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar, á milli vegaxlar og girðingar landeigenda, og í sem minnstri fjarlægð frá öllum sem gætu tengst veitunni. Legan tekur enn fremur mið a f því að hún valdi litlum sem engum áhrifum á umhverfi sitt og að sem flestir íbúar á leiðinni fengju notið þess að tengjast hitaveitu. Samhliða þessari vinnu er lagning háspennustrengs jafnframt ráðgerð, til hagræðis fyrir íbúa sveitarfélagsins, en ekkert 4. Samkvæmt gögnum og málavaxtalýsingum málsaðila fór fram kynning á fyrirhuguðum hitaveituframkvæmdum á íbúafundi vorið 2018, en þá um haustið hófust og samningaviðræður við eigendur fyrrnefndra 22 lögbýla. Vísar gerðarbeiðandi m.a. til þess að í viðræðunum hafi verið farið yfir fyrirliggjandi samningsdrög, framkvæmdir og greiðslur til landeigenda. Liggur fyrir að gerðarbeiðandi og eigendur 20 lögbýla rituðu undir hinn staðlaða samning, en að eig i tókust samingar við tvo landeigendur, þ.e. gerðarþola og eiganda jarðarinnar X. Af gögnum málsins verður ráðið að samskipti og samningaviðræður gerðarbeiðanda og gerðaþola hafi staðið yfir frá hausti 2018, en þó sérstaklega fyrri hluta árs 2019, og að hi n síðustu formlegu samskipti þeirra hafi átt sér stað m.a. með tölvubréfum í maímánuði, nánar tiltekið dagana 8., 13. og 28., en án þess að samningur tækist. Samkvæmt málatilbúnaði aðila er ágreiningur með þeim um ástæðu þess að samningaviðræðunum lauk, en eins og áður sagði bar gerðarbeiðandi fram eignarnámsbeiðni sína við ráðherra þann 26. ágúst 2019. 5. Samkvæmt gögnum fór fram stjórnsýslumeðferð af hálfu atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins í kjölfar lýstrar beiðni gerðarbeiðanda um eignarnám. Í þv í ferli var m.a. leitað umsagnar gerðarþola, sem hann sendi ráðuneytinu þann 28. október 2019. Að boði ráðuneytisins svaraði gerðarbeiðandi athugasemdum og andmælum gerðarþola þann 12. og 19. nóvember sama ár, en jafnframt lét hann í té nánari skýringarmyn d með 4 hnitaskrá af hinu umþrætta landsvæði. Var gerðarþola í kjölfarið boðið að bregðast við, og svaraði hann með bréfum til ráðuneytisins, dagsettum 14. janúar og 22. janúar 2020. Af hálfu ráðuneytisins er ofangreindum samskiptum og samningaviðræðum málsaðila lýst að nokkru. Í umfjöllun ráðuneytisins er m.a. vísað til fyrrnefndra tölvusamskipta málsaðila í maímánuði 2019, en einnig eru reifaðar nánari skýringar þeirra. Segir m.a. fr á því að gerðarbeiðandi hafi í samningaumleitunum fallist á að leggja til efni í girðingu og að greiða gerðarþola tiltekna fjárhæð sem verktaka vegna girðingarvinnu. Að auki hafi gerðarbeiðandi samþykkt að greiða gerðarþola tiltekna fjárhæð fyrir þá landsp ildu sem stofnpípan lægi um í landi hans, auk lögmannskostnaðar. Segir í umfjöllun ráðuneytisins að af þessu tilefni hafi lögmaður gerðarbeiðanda ritað reint er frá því að lögmaður gerðarþola hafi svarað fyrirspurninni um hæl hálfu ráðuneyti sins er vísað til þess að í skýringum gerðarbeiðanda um atvik máls, þann 8. maí 2019, hafi hann staðhæft að lögmenn málsaðila hefðu í símaviðræðum rætt málefnið frekar, enda hafi gerðarbeiðandi talið brýnt að fá sem fyrst fram skýrar línur og að hann hafi af því tilefni jafnframt boðist til að bæta við fyrrnefnda greiðslu til hafi lögmaður gerðarbeiðanda sent lögmanni gerðarþola svohljóðandi fyrirspurn í tölvupbréf þann Í umfjöllun ráðuneytis segir að í umsögn lögmanns gerðarbeiðanda, þann 12. nóvember sl., hafi hann lýst því viðhorfi gerðarbeiðanda, að þegar gerðarþoli hafi eigi svarað hinni síðastgreindu fyrirspurn, frá 13. maí 2019, og að skýringar hans um miklar vorannir vegna bústarfa hefðu ekki verið taldar haldbærar, en einnig í ljósi þess að margra mánaða samskipti aðila hefðu engu skilað, hefði hann litið svo á að viðræður þeirra væru í raun fullreyndar. Og þegar þarna hafi verið komið sögu hefði gerðabeiðandi talið brýnt vegna almannahagsmuna að hefja framkvæmdir við lagningu hitaveitustofnpípunnar. Þá hafi það verið afstaða gerðarbeiðanda, að til þess að gæta jafnræðis og samræmis kæmi ekki annað til greina en að semja við gerðar þola, sem og við eiganda jarðarinnar X, með sambærilegum hætti og gert hafði verið við aðra landeigendur á svæðinu. Segir í umfjöllun ráðuneytisins að gerðarbeiðandi hafi staðhæft að þessum sjónarmiðum hafi 5 hann komið á framfæri við gerðarþola og enn fremu r að ekki væri önnur leið fær að hans áliti en að leggja fram beiðni um eignarnám. Samkvæmt umfjöllun ráðuneytis, sem er í samræmi við framlögð gögn, sendi lögmaður gerðarþola lögmanni gerðarbeiðanda svohljóðandi tölvubréf þann 28. maí En að erindinu. Er ekki enn í boði að klára Í umfjöllun ráðuneytis er vísað til þess að í umsögn lögmanns gerðarþola frá 9. mars sl. segi að það hafi v erið afstaða gerðarþola að með hinu síðastgreinda tölvubréfi hans til gerðarbeiðanda hafi hann litið svo á að málsaðilar hefðu í raun náð saman um bætur um hina umþrættu landspildu. Það hafi þó ekki reynst raunin, þar sem gerðarbeiðandi hafi sent fyrrnefnd a eignarnámsbeiðni til atvinnuvega - og nýsköpunarráðherra í ágústmánuði 2019. 6. Að lokinni ofangreindri stjórnsýslumeðferð var það ákvörðun atvinnuvega - og nýsköpunarráðherra, þann 27. maí 2020, að gerðarbeiðanda væri heimilt, gegn rökstuddum andmælum g erðarþola, að framkvæma hið umbeðna eignarnám á fyrrnefndum landspildum, þ. á m. í landi gerðarþola á lögbýlinu , vegna lagningar stofnpípu hitaveitu ásamt nauðsynlegum samskiptalögnum milli dælustöðva og rafmagnsjarðstreng, með skírskotun til skýringar mynda og yfirlitskorts. Eignarnámið var að þessu leyti heimilað til ótímabundinna afnota fyrir gerðarbeiðanda, en um lagarök var vísað til 34. gr. orkulaga nr. 58/1967 og 23. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Í forsendum fyrir ákvörðun ráðherra um eignarnámið er m.a. vísað til þess að litið hafi verið svo á að aðgengi að hitaveitu sé hluti af orkuöryggi og mikilvægum almannahagsmunum á landsvísu, og þá sem forsendu fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Þar um er vísað til lögskýringargagna með orkulögum og raforku lögum , en einnig segir að skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar um að almenningsþörf og almannahagsmunir réttlæti ákvörðun um eignarnám til handa gerðarbeiðanda séu uppfyllt. Í forsendunum segir enn fremur að litið hafi verið svo á að gerðarbeiðandi sé hitaveita sveitarfélags í skilningi 34. gr. orkulaga og hafi undirgengist ákveðnar skyldur gagnvart íbúum innan hitaveitusvæðisins, um hagkvæma og örugga hitaveitu. Einnig er vísað til þess að markmiðið með hitaveituframkvæmdunum snúi að því að tryggja aðgang að heitu vatni á svæðinu við , og til þess að það gangi eftir þurfi að leggja stofnpípu fyrir hitaveitu, ásamt nauðsynlegum samskiptalögnum milli dælustöðva og jarðstreng, 6 sem liggi frá að . Í niðurlagi ákvörðunarinnar segir að það hafi ve rið mat ráðherra að eignarnámsbeiðni gerðarbeiðanda hafi verið skýrt sett fram, og að það sé framkvæmdarinnar hafi verið fullreyndar og sé því það skilyrði fyrir eignarnámi uppfyllt. II. 1. Í kjölfar ákvörðunar ráðherra fór gerðarbeiðandi þess á leit við matsnefnd eignarnámsbóta, með rökstuddu bréfi dagsettu 2. júní sl., að nefndin kvæði upp úr skurð sem heimilaði honum að taka umráð þess verðmætis gerðarþola, sem lýst eignarnám tók til, sbr. ákvæði 14. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Með beiðninni, sem er dagsett 2. júní sl., fylgdu viðeigandi fylgiskjöl, en einnig myndefni. Í sa ma bréfi óskaði gerðarbeiðandi eftir því að matsnefndin kvæði á um fjárhæð eignarnámsbóta til handa gerðarþola, sbr. ákvæði 4. gr. nefndra laga, nr. 11/1973. 2. Að boði matsnefndar eignarnámsbóta færði gerðarbeiðandi fram frekari rök fyrir beiðni sinni fy rir umráðatökunni, en í kjölfarið var gerðarþola boðið að lýsa afstöðu sinni til málefnisins. Eru greinargerðir þeirra beggja dagsettar 29. júní sl. Í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta frá 2. júlí sl. er stjórnsýslumeðferð málsins lýst, en einnig er þa r gerð grein fyrir andstæðum sjónarmiðum málsaðila. Sérstaklega er vikið að því að gerðarþoli hafi lýst því yfir að hann hygðist höfða dómsmál til ógildingar á fyrrnefndri ákvörðun atvinnu - og nýsköpunarráðherra frá 27. maí 2020 um eignarnám. Í niðurstöðuk afla úrskurðar matsnefndarinnar er m.a. fjallað um tilvísun gerðarbeiðanda til orku - og raforkulaga, um tilefni hituveituframkvæmdanna og alls aðdragandans að lagningu stofnpípu fyrir hitaveitu og um legu hennar, þ. á m. að hún færi um land gerðarþola. Ein nig er vikið að samningaviðræðum og fyrrnefndum samningum gerðarbeiðanda við 20 landeigendur og um lagagrundvöllinn fyrir kröfu gerðarbeiðanda fyrir umráðatöku á hinni umþrættu landspildu gerðarþola, sbr. ákvæði 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973. Loks fjallar nefndin um dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 53/2015, en einnig um mál réttarins nr. 202/2016 . Í úrskurði matsnefndarinnar segir nánar um hitaveituframkvæmdir gerðarbeiðanda og um ætlaðan verktíma: 7 til í hófust sumarið 2019, þegar jarðvinna fyrir grunn að dæluhúsi hófst. Samkvæmt fyrirætlunum eignarnema var verktími ráðgerður árin 2018 til 2021. Skyldi undirbúningur og áætlanagerð fara fram 2018 og 2019 og lagning safnpípu og frekari undirbú ningur 2019. Á árunum 2019 til 2020 skyldi leggja stofnæð frá að , reisa dæluhús, stjórnstöð og jöfnunartank í og reisa dælustöð í . Á árinu 2020 skyldi gera breytingar á kyndistöð og vinna að tengingu dreifbýlis við nýja hitaveitu. Loks skyl di vinna að stækkun á innanbæjarkerfi hitaveitu í þéttbýli á 2020 til 2021, en sá verkþáttur mun reyndar hafa tafist sökum þess að ekkert tilboð barst í stækkun dreifikerfis og lagningu heimæða á og í dreifbýli. Eignarnemi ráðgerir enn að hitav eitan taki til starfa síðar á þessu ári og að fyrst um sinn muni 2/3 hlutar húsa á , sem í dag tengjast fjarvarmaveitu, tengjast nýju hitaveitunni, svo og að íbúar í dreifbýli tengist henni í ár. Nokkrar tafir verði á hinn bóginn á tengingu nýrra notend 3. Í úrskurði matsnefndarinnar er fjallað um áðurrakin samskipti málsaðila, þ. á m. í maí 2019, um nefnda eignarnámsbeiðni gerðarbeiðanda í ágúst sama ár og um ákvörðun atvinnu - og nýsköpunarráðherra frá 27. maí 2020. Þá er sérstaklega fjallað um sjónarmið má lsaðila vegna ágreinings þeirra, en um það segir m.a.: því að heimildar 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973, til undanfarandi umráðatöku, skuli neytt í málinu. Samkvæmt fyriræt lunum eignarnema er ráðgert að ný hitaveita í taki til starfa í ár, sem þjóna mun dreifbýli frá til og þéttbýli á . Af hálfu eignarnema er fram komið að ef vinnan tefjist enn frekar en orðið hefur, sökum þess að ekki verði unnt að leggja sto fnpípu um lönd eignarnámsþola, þá muni eftir atvikum frestast fram á næsta vetur eða sumar að tengja íbúa á við hitaveituna frá og af því muni fyrirsjáanlega hljótast óþægindi og tjón fyrir eignarnema og viðskiptavini hitaveitunnar á , svo sem v egna aukins tilkostnaðar við jarðvinnuframkvæmdir, því að framkvæmdin verði óhagkvæmari en ráðgert hafi verið, því að verktaki kunni að eiga bótakröfu á hendur eignarnema, svo og tapaðra fjárfestinga sem lagt hafi verið í og nýtist ekki. Af gögnum málsins verður jafnframt ráðið að eignarnemi sjálfur hefur hraðað málsmeðferð sinni eftir föngum, bæði til þess tíma að beiðni um eignarnám var beint til 8 4. Í úrskurði matsnefndar eignarnámsb óta segir frá því að nefndarmenn hafi farið í vettvangsgöngu þann 25. júní sl., ásamt fyrirsvarmönnum og lögmönnum aðila. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir m.a. þar um: tímans vegna nauðsyn á að fá fljótt umráð hins eignarnumda lands, til þess að hægt sé að ljúka framkvæmdum við lagningu hitaveitu í sumar og haust, meðan enn viðrar til þess verks, svo unnt sé að taka nýja hitaveitu í notkun á þessu ári, svo og að eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Standa því lagaskilyrði til þess að heimila eignarnema umráðatöku á landspildum eignarnámsþola samkvæmt undantekningarákvæði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973, eins og nánar greinir í Ei nnig segir í niðurstöðukaflanum: A hafi lýst því yfir að hann hyggist höfða dómsmál til ógildingar á eignarnámsákvörðun ferðamála - , iðnaðar - og nýsköpunarráðherra 27. maí 2020, getur það að áliti nefndarinnar ekki haft áhrif á að hún taki til greina kröfu eignarnema á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973 við þær aðstæður sem áður var lýst, þar sem framkvæmdir við lagningu hitaveitu eru langt komnar og synjun á beiðni um umráðatöku myndi fyrirsjáanlega valda seinkun framkvæmda o g gera þær óhagkvæmari en ella. Hvað dóm Hæstaréttar 8. apríl 2016 í máli nr. 202/2016 varðar, sem eignarnámsþolinn A hefur borið við í málinu, er það álit matsnefndar að hann eigi ekki við um atvikin í þessu máli sökum þess að framkvæmdir við lagningu hi taveitu eru eins og áður greinir langt komnar og ljóst er að endanlegrar niðurstöðu dómstóla í því máli, sem eignarnámsþolinn A 5. Í lokaorðum úrskurðar matsnefndarinnar segir að gerðarbeiðandi hafi boðis t til að setja tryggingu fyrir væntanlegum bótum gegn því að undanfarandi umráðataka yrði heimiluð samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973. Tekið er fram að þar sem gerðarþoli hafi ekki haft uppi kröfu um tryggingu hafi matsnefndin ekki tekið ákvörðun um hana. Þá segir að í ljósi kröfugerðar gerðarþola og ákvæða 1. mgr. 10. gr. og 11. gr. nefndra laga hafi nefndin afráðið að bíða með ákvörðun um málskostnað honum til handa, og hið sama hafi gilt um kostnað gerðarþola vegna reksturs málsins fyrir nefndinni . Tekið er 9 fram að í báðum tilvikum verði ákvarðað um þennan kostnað gerðarþola þegar hin endanlega fjárhæð eignarnámsbóta verði ákvörðuð af nefndinni. 6. Úrskurðarorð matsnefndar eignanámsbóta er í samræmi við ofangreinda niðurstöðu. Var því umráðataka g erðarbeiðanda á landspildu gerðarþola honum heimiluð frá 2. júlí sl., líkt og kröfugerð gerðarbeiðanda hér að framan vísar til. 7. Með tölvupósti, dagsettum 4. júlí sl., tilkynnti gerðarþoli að hann ætlaði ekki að láta af hendi þá landspildu á jörð sinni , , sem eignanám og úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta tóku til. Jafnframt áréttar hann þar fyrri orð sín, að hann hyggist láta reyna á eignarnámsákvörðun ráðherra frá 27. maí 2020 fyrir dómi. III. 1. Þann 7. júlí sl. óskaði gerðarþoli eftir því vi ð Héraðsdóm Reykjavíkur að einkamál hans gegn gerðarbeiðanda og íslenska ríkinu vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar hans til ógildingar á margnefndri ákvörðun avinnuvega - og nýsköpunarráðueytisins frá 27. maí 2020 um eignanámsheimild Rarik ohf. á margnefndri landspildu hans í , sætti flýtimeðferð, sbr. heimildarákvæði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með úrskurði héraðsdóms þann 13. júlí sl. var málaleitan gerðarbeiðanda um flýtimeðferð hafnað. Með úrskurði Landsréttar þann 16. júlí sama ár var úrskurður héraðsdóms staðfestur að þessu leyti, sbr. mál réttarins nr. 437/2020. 2. Hinn 21. júlí 2020 höfðaði gerðarþoli einkamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur gerðarbeiðanda og íslenska ríkinu. Í málsókninni krefst gerðarþoli þess að ákvörðun ráðherra frá 27. maí 2020 um heimild Rarik ohf. til að framkvæma eignarnám til ótímabun dinna afnota vegna lagningar stofnpípu hitaveitu, ásamt nauðsynlegum samskiptalögnum milli dælustöðva og rafmagnsjarðstreng, sem liggur frá að , verði ógilt. Þá krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar in solidum að skaðlausu úr hendi stefndu. Við flutn ing þessa máls var upplýst að nefnt einkamál gerðarþola var þingfest 1. september sl., en í þinghaldi var þá og ákveðið að stefndu, þ. á m. gerðarbeiðandi, fengju frest til að skila greinargerðum sínum í málinu til 27. október nk. Jafnframt var upplýst 10 að málflutningur vegna ágreinings aðila um bætur til handa gerðarþola fór fram fyrir matsnefnd eignarnámsbóta þann 4. september sl. IV. 1. Málsástæður og lagarök gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi vísar til þess að með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta frá 2. júlí sl. hafi honum verið heimiluð umráð á marglýstri spildu í landi gerðarþola, enda þótt matinu, að því er varðar bætur, hafi ekki verið lokið. Gerðarbeiðandi byggir á því að með skýrum r öksemdum hafi matsnefndin fallist á sjónarmið hans um að skilyrði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973 séu uppfyllt þar sem sérstakir hagsmunir hans krefjist þess að hann fái tafarlaus umráð hins eignarnumda lands. Gerðarbeiðandi byggir á því að skilyrðum 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför sé fullnægt, og að hann geti því fengið umráð hins eignarnumda verðmætis með beinni aðfarargerð. Vegna þessa sé honum með ólögmætum hætti af hálfu gerðarþola aftrað að neyta umræddra réttinda. Gerðarbeiðandi byggir á því að málsókn gerðarþola fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur geti ekki valdið því að beiðni hans um beina aðfarargerð nái ekki fram að ganga. Þar um vísar hann til ákvæða 79. gr. laga nr. 90/1989, þar sem segir að ekki standi það í vegi aðfarargerðar samkvæmt 78. gr. þ ótt dómsmál sé jafnframt rekið milli sömu aðila um önnur atriði sem varði réttarsamband þeirra. Gerðarbeiðandi vísar að þessu leyti enn fremur til þess að endanlegrar niðurstöðu dómstóla í því máli sem gerðarþoli hafi nýverið höfðað sé ekki að vænta innan skamms tíma. Gerðarbeiðandi byggir á og áréttar að málskot til dómstóla fresti ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar, sbr. meginreglu 60. gr. stjórnarskrárinnar, og að ljóst megi því vera að hún geti ekki haft þýðingu. Gerðarbeiðandi byggir og á því að hann hafi fært sönnur á að umrædd réttindi séu nú í hans eigu, sbr. hina skýru niðurstöðu í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Gerðarbeiðandi áréttar fyrrgreind sjónarmið, þ. á m. að skilyrðum 1. mgr. 78. gr., sbr. og 83. gr., laga nr. 90/1989 um aðför sé fullnægt, og að réttindi hans séu svo skýr og heimild hans svo vafalaus að unnt sé að fylgja þeim eftir með beinni aðfarargerð. Um lagarök vísar gerðarbeiðandi til laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, einkum 13. og 14. gr., en einnig vísar hann ti l 12. kafla laga nr. 90/1989 um aðför, einkum 11 78. gr., 79. gr. og 5. töluliðar 1. mgr. 1. gr. Gerðarbeiðandi bendir loks á að væntanleg gerð fari fram á ábyrgð hans, en á kostnað gerðarþola. 2. Málsástæður og lagarök gerðarþola. Gerðarþoli bendir á að al mennt gildi það viðhorf í íslenskum rétti að dómara beri að hafna beiðni um aðför leiki vafi á um réttmæti kröfu gerðarbeiðanda. Hann bendir einnig á að ætlast sé til að aðfararhæfar kröfur séu svo skýrar að þær þarfnist ekki stuðnings frekari sönnunargagn a, s.s. vitnaleiðslu, matsskýrslu eða skoðunargerðar, sbr. ákvæði 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gerðarþoli byggir á því að í máli þessu sé fyrir hendi slíkur vafi að dómara beri að hafna aðfararbeiðni gerðarbeiðanda, enda beri venju samkvæmt að túlka frávik frá ákvæðum aðfararlaga þröngt. Gerðarþoli bendir á að í máli þessu verði að hafa í huga að um sé að ræða eignarnám, sem almennt sé talin afdrifarík og verulega íþyngjandi ákvörðun sem brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti einstaklings til friðhelgis eignarréttarins, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Að auki verði að hafa í huga að heimild gerðarbeiðanda til að framkvæma hið umþrætta eignarnám byggis t á ákvörðunum stjórnvalda sem ekki hafi verið endurskoðaðar af dómstólum, t.a.m. liggi fyrir að dómstólar hafi ekki skorið úr um lögmæti ákvörðunar atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins frá 27. maí sl. Gerðarþoli segir að framangreindar staðreyndir ver ði að skoða með hliðsjón af 60. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættismörk yfirvalda. Að þessu leyti bendir gerðarþoli á fyrrgreindan úrskurð Landsréttar frá 16. júlí sl. í máli nr. 437/2020, sem varðað hafi beiðni hans um flýtimeðferð í ógildingarmáli vegna eignarnámsins sem um sé deilt. Hann segir að í niðurstöðu sinni dragi rétturinn þá ályktun af 1. mgr. 78. gr., 1. mgr. 83. gr. og 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga og ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar að hann m uni í máli vegna aðfararbeiðni gerðarbeiðanda eiga þess kost að koma þeim vörnum að fyrir héraðsdómi að eignarnámsheimildin fáist ekki staðist að lögum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 16. september 2015 í máli nr. 576/2015. Gerðarþoli segir að í n iðurstöðu sinni tiltaki Landsréttur einnig að líta beri til þess að í 1. mgr. 96. aðfararlaganna sé kveðið á um að hafi gerðarbeiðandi krafist fullnustu kröfu eða réttinda með aðfarargerð, sem síðar sé leitt 12 í ljós að skilyrði skorti til, beri honum að bæt a allt tjón sem aðrir hafi orðið fyrir af þeim sökum. Gerðarþoli byggir á því að umrædd ákvörðun ráðherra frá 27. maí sl. sé haldin verulegum ágalla og að skilyrði til að ógilda hana með dómi séu því uppfyllt. Af þessum sökum hafi hann höfðað fyrrnefnt ei nkamál og krafist ógildingar á ákvörðuninni. Gerðarþoli byggir á því að málatilbúnaður hans í nefndu dómsmáli sé málefnalegur og verði því eigi augljóslega vísað á bug af dómstólum. Þá megi vænta endanlegrar úrlausnar héraðsdóms um lögmæti eignarnámsheimil darinnar innan skamms og byggir gerðarþoli á því að það eitt og sér gefi tilefni til að hafna aðfararbeiðni gerðarbeiðanda, sbr. að því leyti dóm Hæstaréttar frá 8. apríl 2016 í máli nr. 202/2016. Gerðarþoli bendir á að í málarekstrinum fyrir Héraðsdómi R eykjavíkur byggi hann m.a. á því að fyrrnefndar samningaviðræður málsaðila hafi ekki verið fullreyndar þegar gerðarbeiðandi óskaði eftir því, í ágústmánuði 2019, að ráðherra heimilaði eignarnám á umræddum réttindum, og að slík málsmeðferð sé í andstöðu við 72. gr. stjórnarskrárinnar og 23. raforkulaga nr. 65/2003, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 216/1997, en einnig 34. gr. orkulaga nr. 65/2003. Vísar gerðarþoli að þessu leyti m.a. til áðurrakinna tölvupóstsamskipta í maímánuði 2019. Um frekar i rökstuðning vísar gerðarþoli til framlagðrar stefnu í nefndu einkamáli hans, þ. á m. um að eignarnámsbeiðni gerðarbeiðanda til ráðherra hafi verið svo óljós að réttast hefði verið að verða ekki við henni, enda hefði eigi verið bætt þar úr undir rekstri s tjórnsýslumálsins hjá ráðuneytinu. Gerðarþoli byggir á því að hafna beri aðfararkröfu gerðarbeiðanda í ljósi þess að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta frá 2. júlí sl. standist ekki lagalega og sé því ógildanlegur. Byggir hann á því að meginregla laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms vísi til þess að umráðataka eignar geti farið fram þegar mat matsnefndar eignarnámsbóta liggi fyrir og bætur hafi verið greiddar, sbr. 13. gr. Hann bendir á að í 1. mgr. 14. gr. laganna sé mælt fyrir um undantekningu frá þessari reglu og til þess að mega nýta hana þurfi annað af tvennu að vera uppfyllt, þ.e. annaðhvort að vandkvæði séu á því að ákveða bætur fyrirfram eða að mat sé að öðru leyti vandasamt. Hann byggir á því að skýra verði undanþáguregluna þröngt eða í öllu falli samkvæmt orðanna hljóðan, en að það hafi eigi verið gert. Af þessu leiði að skilyrði fyrrnefndrar 1. mgr. 14. gr. hafi ekki verið uppfyllt. 13 Gerðarþoli andmælir því að sérstakir og sjálfstæðir hagsmunir gerðarbeiðanda krefjist þess að hann fái tafarlaus umráð hins eignarnumda verðmætis. Gerðarþoli byggir á því að hin almennu rök gerðarbeiðanda standist heldur ekki, sbr. að því leyti efnisumfjö llun í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, að um sé að ræða þýðingarmikla framkvæmd og að hún gæti frestast ef málið taki lengri tíma en ætlað hafi verið. Hann byggir á því að gerðarbeiðandi hafi í raun engin gögn lagt fram því til stuðnings að seinkun fr kostnað við verkið séu með öllu ósannaðar, auk þess sem ekki verði séð hvernig framkvæmdirnar eiga að tefjast fram á næsta sumar þótt beðið verði niðurstöðu matsnefndarinnar. Í þessu sambandi bendir gerðarþoli einnig á að í eignarnámsbeiðni Gerðarþoli tekur fram að hann vefengi eigi að almenningur og lögaðilar hafi almennt hag af nýrri hitaveitu og að almennt geti verið hagkvæmt að ljúka verki á sem skemmstum tíma. Hann segir að ekki verði á hinn bóginn séð að gerðarbeiðandi hafi í aðfararbeiðni sinni fært fram frekari eða sértækari röksemdir fyrir brýnni nauðsyn umráðatökunnar. Í þessu sambandi bendir gerðarþoli á að nú þegar sé starfrækt fjarvarmaveita á . Þá verði honum með réttu alls ekki kennt um að tafir verði á verklokum. Þar geti gerðarbeiðandi sjálfum sér um kennt og þá með því að hafa einhliða og án skýringa slitið samningaviðræðum þegar samningur hafi nær því verið í höfn, sbr. áðurrrakta umfjöllun, m.a. varðandi töl vupóstsamskiptin í maímánuði 2019. Byggir gerðarþoli á því að gerðarbeiðandi hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að láta reyna á að samningar tækjust áður en hann lagði eignarnámsbeiðni sína fram við ráðherra í ágústmánuði 2019. Gerðarþoli byggir á því og áréttar að viðræður aðila hafi ekki verið fullreyndar, en að auki hafi gerðarbeiðandi í kjölfar viðræðuslitanna í maímánuði 2019 í raun dregið lappirnar með aðgerðaleysi sínu, líkt og ráðuneyti stjórnarráðsins, sbr. það sem rakið hafi verið hér að framan um málsatvik. Gerðarþoli segir að hann hafi komið þessum sjónarmiðum á framfæri á síðari stigum, þ. á m. við stjórnsýslumeðferðina hjá ráðuneytinu, en án árangurs. 14 Gerðarþoli bendir á að hitaveituframkvæmdir gerðarbeiðanda hafi nú þegar tafist vegna vandræ ða við stækkun á dreifikerfi og lagningu heimæða á og í dreifbýli þar sem ekkert tilboð hafi borist í þá verkþætti. Þar um vísar hann til opinbers fréttaflutnings frá 4. júní sl., sbr. dskj. nr. 17. Segir gerðarþoli að af þessu megi ljóst vera að vænta nlegir kostir hinnar nýju hitaveitu muni ekki koma fram fyrr en eftir talsverðan tíma, alveg óháð því hvort fallist verði á kröfu gerðarbeiðanda í máli þessu. Og synji dómari kröfu gerðarbeiðanda um aðför muni það því hvorki hafa teljandi áhrif á núverandi viðskiptavini hitaveitunnar né væntanlega notendur. Í ljósi alls ofangreinds byggir gerðarþoli á því að gerðarbeiðandi geti eigi á grundvelli ófullburða eigin röksemda eða með vísun til úrskurðar matsnefndar eignanámsbóta byggt rétt sinn í máli þessu, end a geti óréttmætar fullyrðingar ekki valdið því að eignir séu teknar af mönnum áður en bætur séu ákvarðaðar og greiddar. Gerðarþoli byggir á því að skilvirkur aðgangur hans að dómstólum og réttur til raunhæfrar endurskoðunar á úrskurði stjórnvalds njóti st jórnarskrárverndar og verndar mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmálans. Byggir gerðarþoli á því að hann eigi þannig skýlausan rétt til að fá úrlausn dómstóla um lögmæti íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana, o g þá þeirra sem gerðarbeiðandi vísi til í aðfararbeiðni sinni. Gerðarþoli bendir í þessu samhengi á að ekki sé útilokað að í því dómsmáli sem hann hafi nú þegar höfðað muni dómendur t.a.m. vilja ganga á vettvang til þess að skoða aðstæður. Því sé mikilvægt að gangan fari fram áður en óafturkræf spjöll séu unnin á landi hans. Gerðarþoli byggir á því og áréttar að ákvörðun ráðherra frá 27. maí sl. og úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta frá 2. júlí sl. séu haldin veigamiklum annmörkum sem varði ógildingu þei rra. Af þessu leiði að dómara beri að hafna kröfu gerðarbeiðanda og þá með vísan til þess að varhugavert sé að hún fari fram, sbr. ákvæði 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989. Hann áréttar og að það brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og me ðalhófsreglur stjórnskipunar - og stjórnsýslulaga að veita gerðarbeiðanda umráð þess lands sem um sé deilt. Gerðarþoli byggir varakröfu sína á því að verði fallist á kröfu gerðarbeiðanda hafi hann augljósa og mikilvæga lögvarða hagsmuni af því að bera slí ka úrlausn undir æðri dóm. Þar af leiðandi krefjist hann þess, með vísan til 3. mgr. 84. gr. aðfararlaga, að í úrskurðarorði dóms verði tekið fram að málskot til æðri dómstiga, hvort heldur er 15 Landsréttar eða Hæstaréttar, fresti aðfarargerðinni þar til end anlegur úrskurður eða dómur æðra dóms gengur í málinu. Byggir gerðarþoli á því að hagsmunir hans af því að fá skorið úr um lögmæti eignarnámsins og umráðatökunnar séu mun mikilvægari en hagsmunir gerðarbeiðanda af því að þurfa ekki að bíða niðurstöðu æðri dóms. Hann áréttar að hér sé um að ræða skerðingu stjórnvalda á stjórnarskrárvörðum réttindum, sem hafi m.a. í för með sér óafturkræft rask á landi í eigu hans og varanlega takmörkun á landnotkun um ókomna framtíð. Um lagarök til stuðnings aðalkröfu sinni vísar gerðarþoli einkum til 70. og 72. gr. stjórnarskrárinnar, 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Að auki vísar hann, eftir því sem við eigi, til ákvæða laga nr. 89/199 0 um aðför, einkum 1. mgr. 78. gr. og 1. og 3. mgr. 83. gr. laganna, en einnig til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að því er varðar varakröfuna vísar gerðarþoli til 3. mgr. 84. gr. laga nr. 89/1990. Kröfuna um málskost nað byggir gerðarþoli á 129. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 89/1990. V. Niðurstaða: 1. Samkvæmt framansögðu varðar mál þetta ágreining málsaðila vegna yfirstandandi framkvæmda gerðarbeiðanda við lagningu á 21,5 kílómet ra stofnpípu fyrir hitaveitu, ásamt samskiptalögnum milli dælustöðva sem liggja frá virkjunarsvæði á lögbýlinu að í , auk rafmagnsjarðstrengs. Tilgangur verksins er að koma heitu vatni frá vinnsluholum til íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu og þá ekki síst í þéttbýlinu í og á , en einnig til íbúa í næsta nágrenni þar við. Samkvæmt framkvæmdaáætlun gerðarbeiðanda var það m.a. ætlan hans að grafa aðveitulagnir í jörðu á umræddri leið, á um metersbreiðri spildu, á árunum 2019 til 2020, o g þá þannig að í meginatriðum lægju þær innan svokallaðs veghelgunarsvæðis stofnvegar Vegargerðarinnar, sbr. ákvæði 32. gr. vegalaga nr. 80/2007. Verður ráðið að þetta hafi í aðalatriðum gengið eftir, að frátöldum þeim 553 metra kafla sem lagnirnar fara um land gerðarþola. Með beiðni 26. ágúst 2019 fór gerðarbeiðandi fram á að atvinnuvega - og nýsköpunarráðherra heimilaði að nefnd landspilda á lögbýli gerðarþola, , en einnig 16 sambærileg spilda á jörðinni X, yrðu teknar eignarnámi vegna lagningar hitaveitun nar. Liggur fyrir að gerðarbeiðandi greip til þess úrræðis eftir að samningaviðræður málsaðila höfðu að hans mati runnið út í sandinn þá um vorið, en málefnalegur ágreiningur er um þetta atriði, líkt og hér að framan hefur verið rakið, sbr. m.a. kafla I. o g IV. Í kjölfar stjórnsýslumeðferðar ákvað atvinnu - og nýsköpunarráðherra, þann 27. maí sl., með rökstuddri ákvörðun, að gerðarbeiðanda væri heimilt, með vísan til 34. gr. orkulaga nr. 58/1967 og 23. gr. raforkulaga nr. 65/2003, að framkvæma hið umbeðna ei gnarnám á landspildu gerðarþola til ótímabundinna nota, auk tiltekinna tímabundinna afnota hans á afmörkuðu svæði. Var það mat ráðherra að skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, um almenningsþörf og almannahagsmuni, réttlættu eignarnámið. Líkt og rakið var í II. kafla hér að framan fór gerðarbeiðandi þess á leit við þriggja manna matsnefnd eignarnámsbóta, með rökstuddu bréfi, dagsettu 2. júní sl., að nefndin kvæði upp úrskurð sem heimilaði honum að taka umráð þess verðmætis gerðarþola, sem ákvörðun ráðherra tók til, sbr. ákvæði 14. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Að kröfu matsnefndarinnar rökstuddi gerðarbeiðandi mál sitt frekar, en hið sama gerði gerðarþoli í andmælum sínum til nefndarinnar. Eru greinargerðir málsaðila báðar dagsettar 29. júní sl. Matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp rökstuddan úrskurð um beiðni gerðarbeiðanda um nefnda umráðatöku þ ann 2. júlí sl., en þar eru m.a. tíundaðar röksemdir málsaðila, sbr. kafla II hér að framan, og eins og fram er komið var fallist á beiðni ger ðarbeiðanda. Fyrir liggur að gerðarþoli tilkynnti gerðarbeiðanda, þann 4. júlí sl., að hann ætlaði ekki að láta umrædda landspildu af hendi. Jafnframt boðaði hann málsókn og að hann hygðist láta reyna á eignarnámsákvörðun ráðherra frá 27. maí 2020 fyrir d ómi, líkt og hann hafði áður greint frá við meðferð málsins fyrir matsnefnd eignarnámsbóta. Gekk þetta eftir og liggur fyrir að dómsmál gerðarþola var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. september sl., en áður hafði málaleitan hans um flýtimeðferð ve rið hafnað. 2. Í máli þessu krefst gerðarbeiðandi þess að honum verði með beinni aðfarargerð fengin umráð marggreindra landsréttinda gerðarþola á grundvelli 14. gr., sbr. 13. gr., laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, en einnig vísar hann til 12. kafla laga nr. 90/1989 um aðför, einkum 78. gr., 79. gr. og 5. töluliðar 1. mgr. 1. gr. 17 3. Röksemdum ráðherra og matsnefndar eignanámsbóta hefur hér að framan verið lýst að nokkru, en einnig að nefndarmenn matsnefndarinnar hefðu við stjórnsýslumeðferð sín a m.a. farið í vettvangsgöngu, þann 25. júní sl., um landsvæði gerðarþola í . Í úrskurði matsnefndarinnar er m.a. fjallað um fyrrnefnda verk - og tímaáætlun gerðarbeiðanda, en enn fremur er þar lýst gangi hitaveituframkvæmdanna í lok júnímánaðar sl. Um þetta segir m.a. í niðurstöðukafla úrskurðarins: hitaveitunnar séu mjög langt komnar beggja vegna landspildna eignarnámsþola. Um stöðu framkvæmdanna hefur eignarnemi upplýst að um 80% af allri suðuvinnu sé lokið, en sú vinna er ráðandi þáttur varðandi verktíma framkvæmda á borð við þessa, svo og að búið sé að leggja stofnpípu í jörð á um 40% hluta leiðarinnar frá til . Ekki sé hægt að halda verkinu áfram fyrr en eignarnemi fá i umráð spildna eignarnámsþola. Það er álit matsnefndar að röksemdir eignarnema standi til þess að honum sé tímans vegna nauðsyn á að fá fljótt umráð hins eignarnumda lands, til þess að hægt sé að ljúka framkvæmdum við lagningu hitaveitu í sumar og haust, meðan enn viðrar til þess verks, svo unnt sé að taka nýja hitaveitu í notkun á þessu ári, svo og að eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Standa því lagaskilyrði til þess að heimila eignarnema umráðatöku á landspildum eigna rnámsþola samkvæmt undantekningarákvæði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973, eins og nánar greinir í Ákvæði 1. mgr.14. gr. laga nr. 11/1973 er svohljóðandi: Þótt mati sé ekki lokið, getur matsnefnd heimilað eignarnema að taka umráð verðmætis, sem taka á eignarnámi, og ráðast í þær framkvæmdir, sem eru tilefni eignarnámsins. Ef krafa kemur fram um það af hálfu eignarnámsþola, skal eignarnemi setja tryggingu fyr ir væntanlegum bótum. Ákveður matsnefnd trygginguna. 4. Það er álit dómsins að matsnefnd eignarnámsbóta hafi í störfum sínum fylgt lögum um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1993 við úrlausn nefnds ágreinings málsaðila. Þá er það niðurstaða dómsins, að öllu f ramangreindu virtu, að gerðarbeiðandi hafi fært fram fullnægjandi rök fyrir þeirri kröfu, að honum sé í raun nauðsyn á umráðatöku hins eignarmunda lands áður en gerðarþola hafa verið úrskurðaðar og greiddar bætur samkvæmt ákvæði 13. gr. laga nr. 11/1993. 18 Að framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins, og þá í ljósi lýstra atvika og aðstæðna, að lagaskilyrði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1993 séu uppfyllt fyrir umræddri umráðatöku gerðarbeiðanda. 5. Samkvæmt 79. gr. laga nr. 90/1989 stendur það eigi beinni aðfararbeiðni í vegi þó svo að dómsmál sé rekið á sama tíma milli sömu aðila um önnur atriði, sem varða réttarsamband þeirra, og þá eins og hér stendur á að nýhafin málsókn gerðarþola, gegn m.a. gerðarbeiðanda, hafi litis pendens áhrif samkvæmt 4. mgr. 94 . gr. einkamálalaga nr. 91/1991. 6. Að áliti dómsins eru þau sýnilegu gögn sem gerðarbeiðandi teflir fram í máli þessu nægjanlega skýr, en þau styðja og vel við þau réttindi sem hann heldur fram, sbr. ákvæði 1. og 3. mgr. 83. gr. aðfararlaganna. Skilyrðu m 1. mgr. 78. gr. laganna er og fullnægt og ber því, m.a. með hliðsjón af 60. gr. stjórnarskrárinnar, að fallast á kröfu gerðarbeiðanda, eins og nánar segir í úrskurðarorði. Málsástæðum gerðarþola er að þessu leyti því hafnað í máli þessu. 7. Ákvæði 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 h efur verið túlkað til samræmis við þau ummæli sem fram koma í athugasemdum við 84. gr. frumvarps sem varð að þeim lögum, á þann veg að sú regla eigi við tilvik þar sem hagsmunir gerðarþola af málefni eru ófjárhagslegs eðlis o g tjón hans yrði ekki bætt með fégreiðslu, ef gerð yrði framkvæmd í kjölfar úrskurðar héraðsdóms og æðri dómur kæmist síðar að gagnstæðri niðurstöðu. Þeir hagsmunir sem gerðarþoli hefur af því að gerðinni verði frestað þar til æðri dómur hefur komist að n iðurstöðu í máli þessu eru í aðalatriðum fjárhagslegs eðlis. Og þar sem sýnt þykir að hagsmunir gerðarbeiðanda séu brýnir eru að áliti dómsins ekki skilyrði til þess að fallast á varakröfu gerðarþola. 8. Eftir atvikum og með hliðsjón af 3. mgr. 130. gr. l aga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málarekstri þessum. Af hálfu gerðarbeiðanda flutti málið Hildur Þórarinsdóttir lögmaður, en Hjalti Geir Erlendsson lögmaður af hálfu gerðarþola. 19 Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Gerðarbeiðanda, Rarik ohf., er heimilt að fá með beinni aðfarargerð tekna úr vörslum gerðarþola, A , spildu í landi hans, í , undir metersbreiða og 573 metra langa hitaveitulögn, ásamt háspennustreng og nauðsynlegum samskiptalögnum, auk 1,146 hektara spildu (samtals 20 metra spildu beggja vegna þess staðar þar sem stofnpípa fyrir hitaveitu kemur í jörð) í þágu tímabundinna afno ta hans, allt í þágu framkvæmdar um lagningu hitaveitu frá til í , sem gerðarbeiðanda var heimiluð með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, dagsettum 2. júlí 2020. Málskot til æðra dóms frestar ekki aðfarargerðinni. Málskostnaður fellur nið ur.