Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. desember 2020 Mál nr. S - 2946/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Szymon Karol Landowski Dómur Mál þetta sem dómtekið var 8. desember 2020 höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 27. október 2020 á hendur ákærða Szymon Karol Landowski, kt. [...] , [...] , Kópavogi: fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 20. júní 2020, e kið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. g r., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði g erð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gef inn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í nóvember árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði þrívegis áður sætt refsingu fyrir umferðarlagabrot . Við mat á refsingu er litið til þess að ákærði er að aka í þriðja skipti undir áhrifum áfengis. Refsing þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. 2 Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærði dæmist því til að greiða útlagðan kostnað vegna rannsókna á lífsýnum, samtals 25.001 krónur. Með vísan til framangreinds þykir, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2 019 , rétt að svipta ákærða ökurétti ævilangt f rá birtingu dóms þessa að telja. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Szymon Karol Landows ki, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þess að telja. Ákærði greiði 25.001 krónu í sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson