Héraðsdómur Austurlands Dómur 14. október 2020 Mál nr. S - 99/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Jón i Gunnþórss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. o któber sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 12. maí 2020, á hendur Jóni Gunnþórssyni, kt. , , ; ,, fyrir skjalabrot á Seyðisfirði, með því að hafa nokkru fyrir mánudaginn 19. ágúst 2019 , án heimildar og í blekkingarskyni, sett skráningarmerkin , sem hann fann í ruslagámi á Seyðisfirði, á bifreiðina . Telst þetta varða við 1. m gr. 157. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar. I. M ál þetta barst 25. m aí sl. og voru f yrirköll dómsins , ásamt ákæruskjali , send lögreglustjóra til birtingar 27. j úlí og 20. á gúst sl. Þar sem birting tókst ekki var á ný gefið út útvistar fyrirkall þann 10. s eptember sl. og var það birt ákærða 1. október sl. Í nefndum fyrirköllum er þess getið að fjarvist ákærða við boðaða fyrirtöku málsins fyrir dómi geti haft þá þýðingu að hún verð i metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann hafi verið ákærður fyrir samkvæmt ákæru og að dómur verði í framhaldi af því lagður á málið að honum fjarstöddum. Við þingfestingu málsins, hinn 13. o któber sl., sótti ákærði ekk i þing . Af hálfu sækjanda var á dómþinginu l agt fram vott f est og undirritað bréf ákærða , dags. 12. október sl. Í bréfi þessu lýsir ákærði því yfir að hann ætli ekki að mæta til dómþingsins, og vísar hann m.a. til eigin játningar hjá lögreglu . Í bréfinu hefur ákærði uppi þá dóm kröfu sem hér að ofan var skráð, að því er varðar refsingu. 2 Samkvæmt framangreindu sótti ákærði ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. ákvæð i 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . S amkvæmt 1. mgr. 161. gr. nefndra laga er heimilit að leggja dóm á mál að ákærða fjarverandi varði brot hans ekki þyngri viðurlögum en áskilið er í a - lið greinarinnar , en þá að því tilskildu að fram lögð gögn séu talin nægjanleg til sakfellingar. Að virtum rannsóknargögnum lögreglu, þ. á m. framburðarskýrslu ákærða , dags. 6. m aí 2020, þar sem hann játar skýlaust brot sitt , en einnig að virtri áður nefndri yfirlýsing u hans , er u að áliti dómsins , og eins og atvikum er háttað , greind lagaskilyrði uppfyllt til að leggja dóm á málið. V erður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. II. Ákærði er fæddur árið 1990 og á sér talsverðan sakaferil , en frá því að hann náði 18 ára aldri hefur hann margsinnis hlotið dóma fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum, brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni. Meðal annars hefur honum fjórum sinnum verið gerð refsing fy rir auðgunarbrot, með dómum frá 4. júlí 2014, 17. desember 2015, 9. desember 2016 og 18. september 2017, og þrívegis fyrir nytjastuld, með dómum 15. desember 2015, 18. september 2017 og 9. apríl 2019. Þá hlaut ákærði dóm á Spáni 1. ágúst 2019 fyrir heimil isofbeldi, og var þá gert að sæta 40 daga samfélagsþjónustu . H ér á landi var hann með fyrrnefnd um dóm i 9. apríl 2019 dæmdur til 12 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nytjastuld, líkamsárás og umferðarlagabrot . Loks var ákærði dæmdur þann 27. m a í sl. , vegna ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinn i 11. f ebrúar sama ár, fyrir nytjastuld, fjársvik og umferðarlagabrot . Ö ll brotin framdi hann á árinu 2019. Vegna þessa og lýsts sakaferils var ákærði með þessum síðast nefnd a dómi dæmdur til sex mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Það brot ákærða sem hér er til meðferðar framdi hann áður en hinn síðast greindi dómur yfir honum var kveðinn upp. Samkvæmt 78. g r. almennra hegningarlaga nr. 3 19/1940 ber að tiltaka refsingu ákærða sem hegningara uka við nefndan dóm og þá þannig að hún samsvari þeirri þyngingu hegningar, sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefð i verið um öll brotin í einu. Vegna lýstra hegningaraukaáhrifa þykir að áliti dómsins ekki ástæða til að gera ákærða frekari refsingu í máli þe ssu. Samkvæmt gögnum varð enginn kostnaður til af hálfu lögreglustjóra vegna þessa málareksturs. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærð a , Jón i Gunnþórss yni, er ekki gerð sérstök refsing í máli þessu.