Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. nóvember 2020 Mál nr. S - 231/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Indrið a Ingimundar syni (enginn) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 5. nóvember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 1. apríl sl., á hendur Indriða Ingimundarsyni, [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 7. janúar 2020, ekið bifreiðinni [...] um Laugarvatnsveg í Grímsnes - og Grafningshreppi sviptur ökuréttindum og undir Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mg r. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 og til greiðslu alls sakarkos tnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 14. október sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkv æmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði sex sinnum áður sætt refsingu . Þann 21. mars 2007 var 2 ákærði meðal annars fundinn sekur um ölvunarakstur. Var hann þá dæmdur til að sæta fangelsi í fjóra mánuði, en þann 3. mars 2009 var ákærða veitt reynslulausn í e itt ár á eftirstöðvum refsingar, 60 daga. Var ákærði með framangreindum dómi og svipt ur ökurétti ævilangt. Þann 2. apríl 2013 var ákærði fundinn sekur um ölvunarakstur sem og akstur undir áhrifum fíkniefna, og honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði auk þess sem áréttuð var ævilöng svipting ökuréttar hans . Kemur fram í dómnum að brot ákærða hafi þá verið ítrekað í þriðja sinn. Þann 8. febrúar 2019 var ákærða veitt reynslulausn í eitt ár, á eftirstöðvum refsingar, 10 daga. Þann 6. febrúar 2019 var ákærða g erð sekt, meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti . Loks var ákærða þann 26. júní 2019, gerð sekt meðal annars fyrir að hana þann 1. apríl það ár, ekið sviptur ökurétti. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þess u. Ákærði er nú meðal annars fundinn sekur um ölvunarakstur og er brot hans, að framangreindu virtu, nú ítrekað í fjórða sinn. Þá er ákærði og nú í þriðja sinn fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti. Ennfremur hefur ákærði m eð broti því sem lýst er í ákæ ru rofið skilorð reynslulausnar þeirrar er honum var v eitt þann 6. febrúar 2019, og ber að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, sbr. og 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 1 30 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 99 . og 10 1 . gr., þó einkum 3. mgr. 99 . gr. umferðarlaga nr. 77/2019, ber að árétta ævil anga sviptingu ökuréttar ákærða . Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 56.156 kr. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, k veður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Indriði Ingimundarson, sæti fangelsi í 130 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 56.156 krónur. Sólveig Ingadóttir.