Héraðsdómur Austurlands Dómur 15. september 2020 Mál nr. S - 148/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Arnar i Kristins yni Mál þetta, sem dómtekið var 10. s eptember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 1 6 . júlí sl., en móttekinni 16. ágúst sl., á hendur Arnari Kristinssyni , kennitala , , : ,,fyrir umferðarlagabrot í Fjarðabyggð með því a ð hafa m ánudaginn daginn 2 7. apríl 2020, sviptur ökurétti, ekið bifreiðinni , frá heimili sínu, vestur Hátún og norður Oddskarðsveg, þar sem hann stöðvaði aksturinn nokkurn spöl ofan við grindarhlið á veginum, ofan við þéttbýlið á Eskifirði. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . I. Mál þetta barst héraðsdómi 1 0. ágúst sl. og var fyrirkall dómsins birt ákæ rða 2 5. sama mánaðar. Við þingfestingu málsins, 10. september sl., sótti ákærði ekki þing og boðaði eigi lögmæt forföll. Var málið þá dómtekið að kröfu fulltrúa ákæruvalds með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þykir mega ja fna framangreindri útivist ákærða til játningar hans með vísan til ofangreindrar lagagreinar, enda fer sú niðurstaða að mati dómsins ekki í bága við rannsóknargögn lögreglu . Telst brot ákærða því nægjanlega s annað, en það er réttilega heimfær t til lagaákvæ ða í ákæru. II. Ákærði, sem er fæddur á árinu , hefur samkvæmt sakavottorði áður verið dæmdur til refsinga , þ. á m. vegna umferðarlagabrota og þá m.a. sviptingaraksturs. Ákærði var þannig dæmdur fyrir ölvunar - og s viptingarakstur og gert að sæta sekta rrefsingu með dómi 5. f ebrúar 2010. Þá var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir 2 ölvunar - og sviptingarakstur með dómi 23. nóvember 2011 , en þá var hann einnig sviptur ökurétti ævilangt. Ákærða var ekki gerð frekari refsing með dómi 27. f ebrúar 2012, m.a . fyri sviptingarakstur , vegna hegningaraukaáhrifa . Ákæ rði var hins vegar dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi, m.a. vegna fíknefna - og sviptingarakstur , með dómi 20. j úní 2013. Og m eð dómi 27. j úní 2018 var ákærði dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir sviptigaa kstur. Loks var ákærði með dómi 12. f ebrúar 2020 dæmdur fyrir fíkniefna - og sviptingarakstur og var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, en einnig sviptur ökurétti ævilangt. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir sviptingarakstur . B er að á kvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af lýstum sakaferli. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fimm mánaða fangelsi . Samkvæmt gögnum hlaust engin kostnaður af þessum málrekstri lögreglustjóra. Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jens son aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Arnar Kristinsson , sæti fangelsi í fimm mánuði.