Héraðsdómur Suðurlands Dómur 10. nóvember 2020 Mál nr. S - 245/2020 : Héraðssaksóknari ( Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari ) g egn X ( Torfi Ragnar Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 13. október sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara dagsettri 2. apríl sl. á hendur X fyrir tilraun til manndráps en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa sunnudaginn 4. nóvember 2018, að A , stungið Y , með hnífi með 7 cm löngu blaði, vinstra megin í kviðvegg með þeim afleiðingum að hún hlaut 5 cm djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stungan lá nálægt stórum æðum í nára. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr. alm en nra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög leyf a. Þá krefst hann þess að allur málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Málavextir. Sunnudaginn 4. nóvember 2018 kl. 19:02 barst tilkynning til lögreglu um að kona væri að A með skurð á kvið num og væri mikil blæðing. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu 2 tók tilkynna nd i, B , á móti lögreglumönnum og kvað hann ákærða hafa sagt að brotaþoli, Y , hefði stungið sjálfa sig. Hafi tilkynnandi vísað lögreglu inn í herbergi þar sem brotaþoli hafi legið uppi í svefnsófa og hafi ákærði haldið handklæði við kvið hennar. Ha fi brotaþoli verið klædd í brjóstahaldara og bol en verið ber að neðan. Hafi ákærði verið beðinn um að fjarlægja handklæðið og hafi þá verið sjáanleg blæðing úr skurði sem verið hafi neðarlega á kvið, rétt ofan við kynfæri brotaþola. Hafi lögreglumaður þá haldið þrýstiumbúðum við skurðinn þar til sjúkraflutningamenn hafi komið á staðinn, en þá hafi blæðing verið hætt. Samkvæmt lögregluskýrslu hafi ákærði sett handklæðið í eldhúsvask og skolað það. Enginn hnífur eða annað áhald sem gæti hafa valdið sárinu ha fi verið nálægt brotaþola, en töluvert blóð hafi verið að sjá í kringum hana á svefnsófanum og á teppum í kringum hana. Haft er eftir ákærða að hann hafi heyrt öskur og hurðaskell og því farið að athuga með brotaþola og séð að hún hafi verið með skurð á kv iðnum. Hann hafi talið að hún hafi veitt sér áverkann sjálf og hafi hann þá hringt í föður tilkynnanda og beðið hann um aðstoð. Tilkynnandi kvað ákærða ekki hafa viljað fá sjúkrabifreið á staðinn, en beðið sig um að aka þeim á sjúkrahús. Rætt var við aðra en enginn þeirra kvaðst hafa heyrt öskur eða hurðaskell og þá virtust þau ekki hafa vitað af atvikinu. Ákærði var látinn blása í áfengismæli og sýndi hann 1.20 mg/l útöndunarlofts. Í greinargerð tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemu r fram að á borði við vask í eldhúskrók í herbergi brotaþola hafi fundist hnífur og hafi mátt sjá að hann hafði nýlega verið þrifinn. Á hnífnum hafi mátt greina tægjur úr svampi sem legið hafi við hlið hnífsins en á umræddum svampi hafi mátt greina blóð au k þess sem blóðsmit eða kám hafi verið á borðplötu þar við. Þá hafi fundist alblóðugt viskastykki innst inni í neðri eldhússkáp og hafi mátt sjá að blóðið hafi verið ferskt. Tekið var sýni úr viskastykkinu og það greint með DNA greiningaraðferðum. Sú grein ing leiddi í ljós að DNA snið sýnisins var eins og DNA sýni brotaþola. Við rannsókn á fatnaði ákærða fundust engin lífsýni sem gætu talist nothæf til DNA kennslagreiningar. Fram kemur í skýrslu brotaþola hjá lögreglu mánudaginn 5. nóvember 2018 að hún og ákærði hafi hist daginn áður að morgni og drukkið saman kaffi. Síðan hafi á kærði farið út en þau eldað og borðað saman í hádeginu. Hafi þau fengið sér vínglas með matnum og s íðan drukkið saman úr vodkaflösku eftir matinn. Kvaðst brotaþoli muna óljóst eftir því að hún og á kærði hafi rifist síðar um daginn en ekki hvert tilefnið hafi verið. Eftir það kvaðst brotaþoli ekki muna neitt fyrr en að á kærði hafi stungið hana með 3 hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Hafi henni verið mjög brugðið og ekki vitað hvað á kærða hafi gengið til. Ákærði skýrði svo frá hjá lögreglu að hann og brotaþoli hafi borðað súpu saman í að mo r gni daginn áður en ekki drukkið áfengi saman . Hafi hann drukkið nokkra bjóra einn síns liðs í herbergi sínu fyrripart dags. Umrætt kvöld, þegar hann hafi ætlað út að reykja, hafi hann séð brotaþola þegar hann hafi gengið fram hjá herbergi hennar. Hafi hún legið á sófa í herberginu og beðið á kær ða um að hjálpa sér. Hafi á kærði haldið handklæði að kvið hennar en ekki hafa spurt brotaþola hvað gerst hefði. Hann hafi síðan hringt í vitnið B í þeim tilgangi að fá hann til að hringja í Neyðarlínuna þar sem Meðal gagna málsins er læknisvottorð C , sérfræðings á slysa - og bráðadeild LSH. Í vottorðinu kemur fram að brotaþoli hafi við komu á slysadeild í fyrstu ekki viljað gefa neitt upp um hvað h efði gerst en sagst vera óttaslegin um að verða fyrir frekari skaða. Þegar á leið hafi hún greint frá að h ún hafi verið stungin í kviðinn með 10 cm löngum hníf. Tekin hafi verið tölvusneiðmynd af stungusárinu, saumuð fjögur spor í sárið og brotaþoli fengið verkja - og sýklalyf. Í niðurlagi vottorðsins segir Þannig kona sem kemur inn með stunguáverka rétt vins tra megin við miðlínu yfir lífbeini. Þetta er mögulega lífshættulegur áverki vegna nálægðar við stórar æðar í nára. H ún er einnig með mar á vinstri mjöðm en ekki finnast aðrir áverkar. Áverki sem kemur vel heim og saman við þá lýsingu að hún hafi verið st Í vottorðinu k emur fram að brotaþoli liggi enn inni á sjúkrahúsi vegna áverkans og verkja. Tekið var blóð úr brotaþola til alkóhólrannsóknar kl. 20:20 sama kvöld og samkvæmt niðurstöðu rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræ ði mældist alkóhól í blóði hennar 3,42 . Tekið var blóð úr ákærða til alkóhólrannsóknar kl. 22:49 sama kvöld og samkvæmt niðurstöðu rannsóknastofu nnar mældist alkóhól í blóði hans 1 , 6 2 . Þá var ákærða tekið þvag til alkóhólrannsóknar kl. 23:11 sama kvöld o g samkvæmt niðurstöðu rannsóknastofunnar mældist alkóhól í þvagi hans 2,59 . Með úrskurði dómsins þann 6. nóvember 2018 var ákærða gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 8. nóvember sama ár. Samkvæmt matsbeiðni lögreglustjórans á Suðurlandi dagsettri 30. október 2019 var þess óskað að dómkvaddur yrði sérfróður matsmaður, réttarmeinafræðingur, til þess að meta hvort áverkar brotaþola væru þess eðlis að hún hefði getað veitt sér þá sjálf. Þá var þess óskað að metið yrði hvort líklegra væri að áverkar þeir sem brotaþoli hlaut væru þess eðlis að hún hafi veitt sér þá sjálf eða utanaðkomandi aðili. Þann 7. nóvember sama 4 ár var D réttarmeinafræðingur dómkvaddur til starfans og er matsgerð hans dagsett 17. desember sama ár. Í matsgerð hans kemur fra m að á sneiðmynd sé stungusár sýnilegt vinstra megin neðarlega á kvið, rétt vinstra megin við klyftasvæði með stefnu upp á við. Margúll sé greinanlegur undir húð og haldi áfram inn í vinstri kviðvöðva og þeki svæði sem sé 10x5x3 cm. Blæðing sjáist undir kv iðvegg fyrir framan þvagblöðru en utan lífhimnu, mælist 9x10x3 cm. Engir æðaáverkar séu sýnilegir, ekkert loft í kviðarholi og engir áverkar eða neitt óeðlilegt við starfsvef líffæra. Þá kemur fram að engar ljósmyndir séu tiltækar af nýlegu sárinu. Þá segi r matsmaður að áverkinn geti verið af völdum harðs, beitts og oddmjós hlutar, eins og eldhúshnífs. Miðað við staðsetningu og einkenni áverkans sé líklegast að hann hafi orðið til við ákafa, lítillega skálæga stun g uhreyfingu upp á við frá neðri vinstri til efri hægri kviðsvæðis. Þar sem myndir vanti af áverka og lýsing á formfræði hans sé ófullnægjandi sé ekki mögulegt að lýsa ítarlegri tilurð áverkans. Mat á sjúkraskýrslum og greining á sneiðmyndum sýni engin merki um sjálfsáverka , áverkinn sé ekki á dæmig erðum sjálfsáverkastað og engir hikandi skurðir hafi verið greindir. Því sé aðild annars aðila möguleg. Stungusárið sé þó á því svæði sem brotaþoli nái auðveldega til og því sé ekki hægt að útiloka sjálfsáverka. Þá gerir matsmaður þá athugasemd að skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntun á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað brotaþola skömmu eftir atvikið, takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að brotaþoli . Hann kvað þau umræddan dag hafa verið að e lda hádegis mat í herbergi brotaþola , þau hafi drukkið svolítið, borðað matinn og hafi hann farið inn í herbergi sitt að sofa. Þegar hann hafi farið út að reykja hafi hann gengið framhjá herbergi b rotaþola og séð að hún hafi þurft aðstoð og hafi hún beðið um sjúkrabíl . H afi hann þá hringt í B eða E þar sem hann . Hann kvað brotaþola hafa legið á rúminu og haldið á handklæði í fanginu. Hún hafi verið mjög ölvuð og kvaðst hann hafa séð blóð á handk læðinu. Hún hafi ekki sagt hvað hefði gerst og hann kvaðst ekki hafa spurt hana þar sem hann hafi verið í sjokki. Hann kvaðst ekki hafa séð blóð í sófanum og ekki muna hvernig hún hefði verið klædd, hugsanlega í einhverjum slopp en hún hafi ekki verið naki n. Ákærði kvaðst engan hníf hafa séð og neitaði að hafa stungið brotaþola, hann hafi aðeins hjálpað henni. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa þvegið hníf og hann kvaðst ekki hafa hreyft við neinu. Hann kvaðst á 5 síðastliðnum tveimur árum hafa rætt þetta við brotaþola en hún segi sjálf að hún viti ekki hvað hefði gerst, hún muni það ekki. Hann kvað ekkert rifrildi hafa verið milli þeirra og engin átök. Ákærði mundi ekki eftir að hafa séð blóðugt viskastykki í íbúðinni og þá mundi hann ekki eftir að hafa heyrt öskur í brotaþola. Þá mundi ákærði ekki eftir því að hafa sagt við B að brotaþoli hefði stungið sig sjálf. Hann kvaðst ekki hafa séð að brotaþoli væri með stungusár, hann hafi fyrst vitað af því þegar lögreglan hafi sagt honum það. Brotaþoli kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins Vitnið C læknir kom fyrir dóm og staðfesti læknisvottorð sitt. Hann kvað hafa verið erfitt að fá sögu frá brotaþola til að byrja með, hún hafi verið í töluverðu uppnámi og virst hrædd og óörugg. Hún hafi fyrst ta lað um að um fall eða óhapp hefði verið að ræða en sú saga hefði breyst og hefði hún talað um að hún hefði orðið fyrir áverkum af einhverjum öðrum. Hefði brotaþoli tjáð starfsmanni að hefði veist að henni og stungið hana og væri það ekki í fyrsta skipti sem hún hefði orðið fyrir áverkum. Vitnið kvað stunguáverkann hafa verið rétt vinstra megin við lífbeinið og hafi blætt nokkuð úr. Á tölvusneiðmynd hafi sést að stunguáverkinn hafi legið upp á við og til hægri og verið u.þ.b. 5 cm djúpur. Hann kvað ekki um hefðbundinn stað fyrir sjálfsáverka að ræða, en ekkert í sárinu hafi hjálpað honum að greina það. Hann kvað brotaþola ekki hafa verið í lífshættu en um gríðarlega hættulegan stað fyrir stunguáverka hafi verið að ræða, mjög stórar æðar séu í náranum aðeins til hliðar. Þá séu æðar sem liggi aftan við þvagblöðruna ef farið er dýpra eða meira beint inn í kviðarholið. Vitnið kvaðst ekki hafa haft þá tilfinningu að brotaþoli væri undir áhrifum áfengis, hún hafi verið mjög döpur og hrædd og ógjarna n viljað segja frá því sem hefði gerst. Þá komi hvergi fram í skráningum hjúkrunarfræðinga og lækn a að mikill grunur hafi verið um ölvun eða önnur áhrif. Vitnið taldi mjög líklegt að blætt hafi töluvert úr sárinu í upphafi , enda sjáist stórt mar á tölvusneiðmynd. Vitnið taldi áverkann ekki koma heim og saman við að brotaþoli hafi rekið sig í eða fallið á einhvern hlut. Vitnið gat ekki útilokað að brotaþoli hefði sjálf veitt sér umræddan áverka. V itnið F sjúkraflutningamaður skýrði svo frá fyrir dómi að borist hafi tilkynning um konu sem hefði dottið á hníf. Hafi verið farið á vettvang og hafi lögreglan verið komin á undan. Hafi konan legið í rúmi og hafi verið unnið að því að stöðva blæðingu hjá henni. Þarna hafi verið ungur maður sem hafi Vitnið kvaðst hafa t alað eitthvað við konuna . Hann mundi ekki hvort hún hefði lýst því sem hefði gerst. Hann kvað stungusárið hafa verið á þannig stað að það hafi ekki verið sannfærandi 6 að konan hefði dottið á hníf, en ekki hafi farið á milli mála að um nýjan áverka hafi verið að ræða, en það hafi aðeins blætt eða vætlað úr sárinu. Vitnið kvaðst hafa spurt konuna hvort maðurinn hefði gert þetta en hún hafi ekki sagt að það hefði verið han n og þá hafi hún ekki sagt að einhver hefði stungið hana. Hann minnti að hún hefði verið undir áhrifum áfengis en ekki miklum. Eftir að borinn hafði verið undir vitnið framburður þess hjá lögreglu kvað vitnið að lesa hefði mátt af svip konunnar að kannski hefði maðurinn sem var inni verið að verki, en hún hafi ekki sagt það beint. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hníf á vettvangi. Vitnið E skýrði svo frá fyrir dómi að hann væri vinur ákærða. Hann kvað ákærða umrætt kvöld hafa hringt í sig og óskað eftir aðstoð við að koma brotaþola á spítala vegna þess að blætt hafi úr henni. Hann kvaðst ekki vita hvað hefði gerst, en lögreglukona hefði sagt honum það. Vi tnið G , rannsóknarlögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hann h efð i tekið skýrslu af brotaþola daginn e ftir á bráðamóttöku. Hafi ástand hennar verið nokkuð gott, hún hafi verið rúmliggjandi en vel áttuð og ekki undir áhrifum áfengis. . Hafi hún sagt að hún skildi réttarstöðu sína og gefið skýrslu af fúsum og frjálsum vilja. Hann kvað viskastykki hafa fun dist inni í hornskáp í eldhúsinu en hann mundi ekki hvort blóðslóð hafi verið úr sófanum inn í eldhús. Vitnið H lögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi farið í útkall og hafi verið talað um konu með sár, einhvers konar stungusár og mögulegan sjálfsáverka. Hún kvað B hafa tekið á móti lögreglumönnum á vettvangi og hafi hann útskýrt hvað væri á seyði. Hafi ákærði haldið handklæði við sárið á brotaþola og hafi vitnið beðið hann um að fjarlægja það. Hún kvaðst ekkert vopn hafa séð á svæðinu í krin gum brotaþola sem hún eða einhver annar gæti hafa notað. Þá hafi blóðið bara verið í rúminu í kringum brotaþola og engin blóðslóð sjáanleg sem benti til þess að brotaþoli hefði verið á hreyfingu um íbúðina. Hún kvað sér hafa verið sagt að ákærði hefði tek ið handklæðið, sett það í vaskinn og byrjað að skola það og hélt hún að félagi sinn hefði stöðvað hann. Vitnið kvað B og kvað hann ákærða hafa sagt að hann hefði heyrt einhver læti í herbergi brotaþola, farið til hennar og séð að hún væri með sár. Hafi ákærði ýjað að því að hún hefði gert þetta sjálf. Vitnið kvað ákærða og brotaþola hafa verið ölvuð en brotaþoli hafi lítið viljað tjá sig, . Hún hafi verið í uppnámi og hrædd og hafi ekkert viljað segja eða gera. Vitnið kvað sjúkraflutningamann aðeins hafa náð að ræða við brotaþola og hafi hann talið að hún hefði ekki gert þetta sjálf, hún væri hrædd við 7 ákærða en vitnið mundi ekki hvort brotaþoli hefði sagt þetta beint við sjúkraflutningamanninn, þetta hafi fr ekar verið einhver tilfinning sem hann hafi fengið. V itnið B skýrði svo frá fyrir dómi að E h efði hringt í sig og sagt að það þyrfti að koma ákærða og brotaþola til læknis því það væri eitthvað að. Hann kvaðst hafa farið á vettvang og hafi brotaþoli legi ð á rúmi eða í sófa og sagt að hún væri með smá sár og þyrfti að koma st til læknis. Hann kvaðst hafa krafist þess að fá að sjá sárið og hafi hann þá séð að þetta hafi ekki verið venjulegt sár heldur eitthvað meira. Hann kvaðst hafa hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð. Hann kvað ákærða hafa sagt að brotaþoli hefði rekið sig í eitthvað og væri með smá sár sem þyrfti ábyggilega að sauma. Hann kvað hvorugt þeirra haf i viljað að hann hringdi á sjúkrabifreið. Brotaþoli hafi sett kostnaðinn fyrir sig en ák ærði hafi talið það óþarfa, það þyrfti bara að skutla þeim til læknis. Vitnið kvað ekkert rosalega mikið blóð hafa verið þarna, en meira en komi af venjulegri skrámu. Brotaþoli hafi haldið á blóðugum pappír, eitthvað hafi verið á teppi og á lakinu að hann minnti. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hníf en ákærði hafi sagt að brotaþoli hefði ábyggilega stungið sig en hann hafi sagt að hann vissi ekki hvar hnífurinn væri. Borinn var undir vitnið framburður þess hjá lögreglu þess efnis að ákærði hafi sagt honum að br otaþoli hefði sjálf stungið sig, hún væri klikku ð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá hafi vitnið spurt ákærða hvað orðið hefði um hnífinn en hann hafi sagt að hún hefði falið hann. Vitnið kvað þetta rifjast upp fyrir sér . Þá var borinn undir vitnið framburður þess hjá lögreglu þess efnis að hann hafi spurt brotaþola hvort hún hefði valdið þessum áverka sjálf og hefði hún svarað þeirri spurningu, með nákvæmlega sömu orðum hún hefði ekki gert það sjálf. Vitnið kvað þetta rifjast upp fyrir sér. Vitnið kvað brotaþola . V itnið I lög reglu maður skýrði svo frá fyrir dómi að hnífstunga virtist hafa átt sér stað í rúminu, þar hafi mesta blóðið verið. Blóðugt handklæði hafi verið við vaskinn, þar hafi verið hnífur sem hafi verið búið að þrífa og svampur sem vitnið taldi að hefði verið notaður til að þrífa hnífinn með hafi verið við hliðina, en blóðleifa r hafi verið í svampinum. Þá hafi blóðugt viskastykki fundist inni í hornskáp. Vitnið taldi að ef manneskja sem blæddi úr hefði gengið um íbúðina, staðið við vaskinn, þvegið hnífinn og kastað viskastykki in n í skáp, þá væri blóð á gólfinu og jafnvel innréttingunni líka. Vitnið kvað ekkert slíkt hafa fundist þrátt fyrir leit. 8 Vitnið D réttarmeinafræðing ur skýrði svo frá fyrir dómi að m iðað við staðsetningu hnífstungunnar á líkama brotaþola þá næ ði hún á þan n stað að það sé möguleiki . H ins vegar miðað við formfræði áverkans og lögun hans og dýpt taldi vitnið líklegra að einhver annar h efði valdið áverka num . Sárið sé þannig að það gef i til kynna að hreyfingin við sjálfan gjörningin n hafi verið að hluta til ská læg og aðeins upp á við. Frá vinstri að neðan til í hægr i átt að ofan, frá neðri hluta kviðsvæðis . Taldi vitnið því meiri líkur á því að einhver annar en brotaþoli hefði stungið hana . Hann kvaðst engin einkenni hafa séð sem bent hafi til sjáfsskaða. Þeir sem reyni að skaða sig sjálfir prófi fyrst hvort beita þurfi miklu afli, hvort hnífurinn sé nógu beittur og hvort sársaukinn sé mjög mikill . Vitnið kvað engar slagæðar hafa orðið fyrir skaða og hann kvaðst enga lífshættulega áverka hafa séð. Hefði stungan vísað aðeins öðru vísi eða ákefð stungunnar verið meir i hefði hnífurinn auðveldlega getað stungist í kviðinn og valdið skaða á ýmsum líffærum. Vitnið taldi að miðað við þær mjög takmörkuðu upplýsingar sem hann hafi fengið teldi hann líkleg ra að einhver ann ar en brotaþoli hefði valdið stungunni. Hann kvað það takmarka getu til að framkvæma mat ef ekki liggja fyrir myndir eða nánari skýringar á áverkanum. Hann kvað mat sitt byggt á athugasemdum annarra lækna en þeir séu ekki eins nákvæmir og réttarmeinafræðin gar. Hafi því mat vitnisins verið takmörkunum háð. Vitnið kvað að án þess að vera með nákvæma lýsingu á útliti stungusársins þá g æti hann ekki borið saman stunguna annars vegar og hníf hins vegar vegna þess að í sjúkraskýrslum sé einungis talað um hníf en stungusárinu ekki lýs t í smáatriðum. Þá sé beittur, oddmjór . Þ að hafi ekki verið nánari lýsing á formfræði og ekkert í skýrslunum eða gögnunum sem hann hafi fengið þar sem talað hafi verið um mögulega aðra skurði eða stungur . Hafi hann þá gert ráð fyrir því að það væru engar slíkar en í réttarmeinafræði væri tekið fram ef það væru slíkir áverkar eða merki. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð stungusárið og hefðu verið ein hver aukasá r hefði það hjálpað honum að túlka það sem hefði gerst og hefði áreiðanleiki matsins þá verið enn meiri. Vitnið kvað sneiðmynd sýna að hnífstungan sjálf sé frekar neðarlega vinstra megin á líkamanum og stefna hnífsins hafi verið frá vinstri að n eðan og upp til hægri . Stefnan hafi verið skálæg og ger t það að verkum að líklegra sé að einhver annar en brotaþoli hafi valdið á verkanum . Þetta yrði að rannsaka nánar en hefðu myndir eða nánari skýringar legið fyrir hefði verið mögulegt að meta hvort anna r aðili hefði verið að verki eða ekki. 9 Niðurstaða Ákærða er í máli þessu gefið að sök a ð hafa s tungið brotaþola með hnífi með 7 cm löngu blaði, vinstra megin í kviðvegg með þeim afleiðingum að hún hlaut 5 cm djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stungan lá nálægt stórum æðum í nára. Ákærði hefur við alla meðferð máls þessa neitað sök. Vitnið B staðfesti fyrir dómi þann framburð sinn hjá lögreglu að ákærði hafi sagt honum að brotaþoli hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá staðfesti vitnið að ákærði hefði sagt að brotaþoli hefði falið hnífinn. Í lögr egluskýrslu er haft eftir ákærða að hann hafi heyrt öskur og hurðaskell og því farið að athuga með brotaþola og séð að hún hafi verið með skurð á kviðnum. Hann hafi talið að hún hafi veitt sér áverkann sjálf . Við yfirheyrslu hjá lögreglu skýrði ákærði svo frá að hann hafi séð brotaþola liggja á sófa í herbergi sínu og hafi hún beðið ákærða um að hjálpa sér. Hafi hann haldið handklæði að kvið hennar en hann kvaðst ekki hafa spurt brotaþola hvað hefði gerst. Brotaþoli hefur ekki gefið neina heildstæða frásö gn af því sem gerðist, hvorki við rannsókn málsins né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áfengisáhrifum og í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir k vaðst hún muna óljóst eftir því að hún og ákærði hafi rifist en ekki hvert tilefnið hafi verið . Eftir það kvaðst brotaþoli ekki muna neitt fyrr en ákærði h efði stungið hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Fyrir liggur að vitnið B reyndi að tala við brotaþola á vettvangi , en brotaþoli samkvæmt gögnum málsins. Ha nn kvaðst hafa spurt brotaþola hvort hún hefði valdið þessum áverka sjálf og hefði hún svarað þeirri spurningu með nákvæmlega sömu orðum, en með þannig svip að hann hafi túlkað það þannig að hún hefði ekki gert það sjálf. Vitnið F kvað brotaþola hafa virst og kvað hann að lesa hefði mátt af svip brotaþola að kannski hefði maðurinn sem var inni verið að verki, en hún hafi ekki sagt það beint. Miðað við það blóð sem var á vettvangi verður að teljast mjög ólíklegt að brotaþoli hafi farið úr rúmi sínu efti r að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi og bendir margt til þess að ákærði hafi þar verið að verki , enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja megi honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fr am komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. 10 Þá segir í 1. mgr. 111. gr. laganna að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem ger ðist og þá ber að hafa í huga að bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega brotaþoli. Þá verður ekki fram hjá því litið að brotaþoli fyrir dómi og þá getur dómkvaddur matsmaður ekki út i lokað að um sjálfsáverka sé að ræða, en skortur á ítarlegri lýsi ngu á áverka, vöntun á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað brotaþola skömmu eftir atvikið, takmarki mjög að hans mati réttarmeinafræðilegt mat. Með hliðsjón af öllu framansögðu verður að telja að það mikill vafi leiki á se kt ákærða að ekki verði hjá því komist að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Að fenginni þessari niðurstöðu og með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, ber að leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun Torfa Ragnars Sigurðssonar, skipaðs verjanda ákærða, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu hans og umfangi málsins, 1. 200.000 krón ur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá greiðist einnig úr ríkissjóði þóknun Jónínu Guðmundsdóttur, lögmann s brotaþola á rannsóknarstigi málsins, sem þykir hæfilega ákveðin 239. 320 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 12.100 krónur . Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjór i kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t . málsvarnarlaun Torfa Ragnars Sigurðssonar, skipaðs verjanda ákærða, 1.200.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá greiðist einnig úr ríkissjóði þóknun Jónínu Guðmundsdóttur, lögmanns brotaþola á rannsóknarstigi málsins, 239.320 krónur að meðtöldum v irðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 12.100 krónur. Hjörtur O. Aðalsteinsson