Héraðsdómur Reykjaness Úrskurður 2. desember 2020 Mál nr. E - 2213/2020 : A B C D og E Ómar R. Valdimarsson lögmaður gegn Norwegian Air Shuttle ASA Svanhvít Axelsdóttir lögmaður Úrskurður Mál þetta, sem höfðað var 1. júlí 2020, var tekið til úrskurðar 3. nóvember sl. ASA, Oksenoyveien 3, 1330 Forneby, Noregi. Stefnendur krefjast þess að st efndi verði dæmdur til að greiða stefnendum, hverjum um sig, 500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. janúar 2020 til 20. febrúar 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þe im degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða A og B 124.676 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. janúar 2020 til 20. febrúar 2020 en með dráttarvöxtum samk væmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess að málinu verði vísað frá dómi og að stefnendum verði gert að greiða sér málskostnað. Í þessum þætti málsins er til úrlausnar frávísunarkrafa stefnda. I. 2 Stefnendur lýsa atvikum svo að þau hafi keypt sér flugfar með stefnda frá Alicante til Keflavíkur 9. janúar 2020. Í kjölfar samskipta stefnandans A við starfsmann sem einstaklingar sem þyrftu á aukinni aðstoð að halda. Vegna veðuraðstæðna hafi ekki verið unnt að lenda flugvél stefnda á flugvellinum í Keflavík greindan dag og hafi vélinni því verið snúið aftur til Alicante með milli lendingu í Edinborg til þess að setja eldsneyti. Takmarkaða þjónustu hafi verið að fá frá áhöfn vélarinnar og sem dæmi hafi klósettpappír verið uppurinn á salernum vélarinnar. Þegar vélin hafi lent í Edinborg um kl. 01:00 að morgni 10. janúar 2020 hafi ste og árið 2007, hefði einnig verið farinn að finna fyrir . Fjölskyldan hafi óskað eftir að þeim yrði ge rt kleift að koma drengjunum út úr aðstæðunum og stefnanda undir læknishendur. Því hafi upphaflega verið neitað af áhöfninni, en eftir að stefnandi hafi hafi fjölskyldunni verið vísað frá borði . II. Málsástæður stefnenda Kröfur stefnenda eru reistar á því að þeim hafi verið vísað frá borði án þess að nokkuð hafi verið gert til þess að tryggja þeim lágmarksþjónustu og að háttsemin hafi valdið stefnendum skaðabótaskyldu tjóni. Í kjölfar þess að hafa verið vísað frá borði haf i stefnendur neyðst til að útvega sér sjálfir þjónustu á borð við akstur, hótelgistingu, upphald og nýtt flug frá Edinborg til Keflavíkur. Þá hafi þessi lífsreynsla haft afar neikvæð áhrif á stefnendur sem hafi þegar verið í viðkvæmri stöðu. Stefnendur v ísa til 130. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og þeirrar málsástæðu og meginreglu íslensks skaðabótaréttar að hver sá maður er valdi öðrum manni tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti skuli greiða þeim manni skaðabætur er svari til tjóns hins síðarnefnda. Byggja stefnendur á að stefndi hafi valdið stefnendum skaðabótaskyldu tjóni með því að vísa fjölskyldunni frá borði án þess að tryggja þeim lögboðna lágmarksþjónustu sem kveðið sé á um í 9. gr. reglugerðar nr. 261/2004, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 1048/2012. Stefnda hafi verið óheimilt að synja stefnendum um flutning samkvæmt 1. mgr. 126. gr. b laga nr. 60/1998, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012. Þannig sé bæði um að ræða saknæma og ólögmæta háttsemi a f hálfu stefnda. Þá sé enn fremur byggt á því að stefnda hefði mátt vera ljóst við brottvísun stefnenda frá flugvélinni að tjón þeirra hafi verið bæði 3 fyrirsjáanlegt og sennileg afleiðing þeirrar háttsemi að vísa einstaklega viðkvæmum einstaklingum frá bor ði í óþekktri og fjarlægri borg um miðja nótt. Stefnendur krefjist miskabóta að fjárhæð 500.000 krónur fyrir hvern og einn stefnanda. Miskabótakrafan byggist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem m.a. komi fram að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert er við. Krafan sé byggð á tveimur málsástæðum og lúti sú fyrri að alvarleika brotsins. Samkvæmt fyrrgreindu ákvæði beri að taka mið af eðli ve rknaðar við mat á bótum, en byggt á afleiðingum brotsins. Stefnendur hafi átt erfitt með að treysta sér í annað flug stuttu eftir flugferð stefnda og hafi helst ekki viljað fljúga heim aftur af ótta við að lenda í sambærilegum aðstæðum aftur. Brot stefnda gagnvart stefnendum hafi því verið til þess fallið að hafa umtalsverð áhrif á sjálfstraust og vellíðan stefnenda um ókomna framtíð. Hafi framkoman verið til þess fall ákvörðun miskabóta beri að hafa í huga að þær feli í sér varnaðaráhrif gegn frekari ásetningsbrotum af hálfu stefnda af þessu tagi. Því sé 500.000 króna krafa síst of há í þessu tilviki. Auk þessa gera stef nendurnir A og B sérstaklega kröfu um greiðslu 124.676 króna vegna útlagðs kostnaðar. Er krafan byggð á framlögðum reikningum yfir kostnað vegna ferða, gistingar og upphalds sem stefnendur hafi lagt út fyrir. Segir í stefnu að krafan sé hófleg miðað við má lsatvik enda hafi stefnendur reynt að takmarka tjón sitt eftir fremsta megni. Um lagarök vísa stefnendur auk framangreindra ákvæða til III. og IV. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og um málskostnaðarkröfu er vísað til 129. og 130. gr. lag a nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um varnarþing vísa stefnendur til 115. gr. laga nr. 60/1998 og 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um aðild. Málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að málið hafi ranglega verið höfðað fyrir íslenskum dómstól og að vísa beri málinu frá dómi af þeim sökum, sbr. 24. gr. laga nr. 91/1991. Auk þess er á því byggt af hálfu stefnda að málatilbúnaður stefnenda uppfylli ekki skilyrði um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. 1. mgr. 80. gr. sömu laga. Á milli stefnenda og stefnda sé ekki í gildi samningur um að íslensk lög og íslensk lögsaga skuli gilda um ágreining málsins. Þvert á móti hafi stefnendur undirgengist norsk lög og norska lögsögu 4 með kaupum þeirra á farmiðum hjá stefnda, sbr. grein 2.4. í almennum skilmálum stefnda. Hvað varðar varnarþing vísar stefndi til þess að hann sé norskt félag með aðsetur í Noregi. Stefnendur vísi hins vegar til 115. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir án þess að í stefnu sé gerð grein fyrir því hvernig sú lagagrein mælir fyrir um varnarþing á Íslandi í máli gegn norskum aðila sem ekki hafi aðsetur hér á landi. Málatilbúnaður stefnenda sé að þessu leyti vanreifaður sem leiði eitt og sér til þess að vísa beri málinu frá dómi. Stefndi hafni því að 115. gr. laga nr. 60/1998 eigi við í málinu. Um rætt ákvæði verði að skoða í samhengi við 1. gr. laganna, en þar segi að lögin gildi á íslensku yfirráðasvæði og um borð í íslenskum loftförum hvar sem þau séu stödd. Varnarþing samkvæmt 115. gr. afmarkist að þessu leyti við að hið bótaskylda atvik gerist innan íslensks yfirráðasvæðis. Af lýsingu í stefnu sé hins vegar ljóst að hið meinta bótaskylda atvik hafi hvorki gerst um borð í íslensku loftfari né á íslenski yfirráðasvæði. Ekki verði því séð að lög nr. 60/1998 eigi við um atvik málsins og komi varnarþ ingsregla 115. gr. laganna því ekki til álita í málinu. Beri af þeim sökum að vísa málinu frá dómi, enda sé ekki byggt á öðru varnarþingi af hálfu stefnenda. Ljóst sé að stefnendur byggi kröfur sínar á íslenskum skaðabótareglum og lögum. Í stefnu sé hins vegar ekki reifað eða rökstutt á grundvelli hvaða heimildar skuli beita íslenskum lögum og reglum um tjónsatvik sem verður utan íslensks yfirráðasvæðis. Málatilbúnaður stefnenda sé að þessu leyti verulega vanreifaður og leiði það eitt til frávísunar. Ste fndi byggi á því að íslenskar reglur og lög gildi ekki um ætlað tjónsatvik, heldur eingöngu um tjón sem verði á íslensku yfirráðasvæði. Íslenskar bótareglur gildi hins vegar ekki á erlendu yfirráðasvæði, heldur lög og reglur viðkomandi lands. Sama eigi við um önnur íslensk lög sem stefnendur vísi til um kröfur sínar, eins og lög nr. 60/1998, en eins og áður hafi verið rakið afmarkist gildissvið þeirra við íslenskt yfirráðasvæði. Engu breyti um það þótt tjónþolar séu íslenskir og/eða með búsetu hér á landi. Um mögulegan bótarétt þeirra fari eftir lögum og reglum þess lands þar sem hið bótaskylda atvik hafi átt sér stað. Auk þess liggi fyrir að beita skuli norskum lögum um ágreining aðila. Stefndi byggir loks á því að í stefnu sé takmarkað gerð grein fyrir þ ví hver hin ætlaða saknæma háttsemi stefnda sé. Þannig sé til að mynda bæði talað um og byggt á að stefnendum hafi verið vísað frá borði og að þeim hafi verið synjað um flutning með 5 vélinni. Á þessu tvennu sé þó töluverður munur. Þá sé enga umfjöllun að fi nna í stefnu um það hver þau réttindi séu sem stefnendur telji sig hafa átt rétt á og þá að hvaða leyti stefndi hafi vanrækt skyldur sínar í þeim efnum. Einnig skorti með öllu á að gerð sé grein fyrir í hverju meintur miski eigi að hafa falist og séu kröfu r þar að lútandi engum gögnum studdar. Málið sé því verulega vanreifað og óskýrt af hálfu stefnenda og þar með í andstöðu við 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Geri þetta stefnda erfitt um vik að verjast kröfum stefnenda með fullnægjandi hætti. III. Við munnlegan flutning um frávísunarkröfu stefnda vísuðu stefnendur til þess að í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 60/1998 kæmi fram að lögin gildi á íslensku yfirráðasvæði og um borð í íslenskum loftförum nema samningar við önnur ríki eða lög þess ríkis sem loftarið f ari um leiði til annars. Varnarþingaregla 115. gr. laganna sé sérregla byggð á Montreal - samningnum sem bæði Ísland og Noregur séu aðilar að. Sú regla gangi framar almennum varnarþingsreglum í íslenskum lögum. Samkvæmt 2. mgr. 115. gr. laganna sé heimilt að höfða skaðabótamál á grundvelli laganna á heimilisvarnarþingi stefnda eða þar sem flytjandi hafi aðalskrifstofu, þar sem flutningssamningur hafi verið gerður eða á ákvörðunarstað. Fyrir liggi að stefnendur hafi gert rafrænan samning á heimili sínu um kaup á flugfari með stefnda og sé heimili þeirra því sá staður þar sem samningurinn var gerður. Þá liggi fyrir að ákvörðunarstaður viðkomandi flugs hafi verið Keflavík. Séu því uppfyllt skilyrði málsgreinarinnar til þess að stefnendur geti höfðað mál gegn stef nda hér á landi. Önnur túlkun myndi leiða til þess að réttur neytenda yrði takmarkaður verulega auk þess sem slík túlkun væri í verulegu ósamræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Montreal - samningnum. Því sé auk þess ranglega haldið fram af stefnda að ei ngöngu norsk lög gildi um samningi aðilanna samkvæmt skilmálum stefnda. Hið rétta sé að samkvæmt grein 2.4. í skilmálunum gildi norsk lög nema annað leiði af alþjóðasamningum eða alþjóðalögum. Hér sé um að ræða alþjóðasamning sem geri það að verkum að nors k lög verði ekki lögð til grundvallar. Hvað varði meint vanreifun sé frávísunarkröfu af þeim sökum alfarið hafnað. Málatilbúnaður stefnenda sé skýr og stefnda megi vera fullljóst hvers sé krafist og á hvaða forsendum. IV. Með málssókn þessari krefjast stefnendur greiðslu miskabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 500.000 krónur til hvers um sig vegna þeirrar ólögmætu meingerðar sem 6 stefnendur telja sig hafa orðið fyrir þegar áhöfn flugs á vegum stefnda til Íslands 9. janúar 2020 hafi vísað þeim frá borði, s br. 26. gr. skaðabótalaga nr. 30/1993. Þá gera þau kröfu um bætur vegna útlagðs kostnaðar í kjölfar sama atburðar að fjárhæð 124.676 krónur vegna leigubílakostnaðar, hótelgistingar, upphalds og flugferðar frá Edinborg til Íslands. Stefndi hefur krafist þes s að málinu verði vísað frá dómi á þeim grundvelli að það hafi verið höfðað á röngu varnarþingi. Þá byggir stefndi á því að málatilbúnaður stefnenda sé svo vanreifaður að vísa beri málinu frá dómi, sbr. 1. mgr. 80. gr. sömu laga nr. 91/1991. Af meginreg lum réttarfars leiðir að mál verður að jafnaði ekki höfðað hér á landi gegn manni eða félagi sem á heimili í öðru landi. Verður að sækja slíka aðila í heimalandi þeirra nema skýr heimild standi til annars. Stefnendur reisa heimild sína til að reka málið f yrir Héraðsdómi Reykjaness á fyrrgreindu ákvæði 115. gr. laga nr. 60/1998. Samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laganna verður skaðabótamál samkvæmt lögunum einungis höfðað fyrir íslenskum dómstól í ríki sem gerst hefur aðili að Montreal - samningnum. Segir í 2. mgr. 1 15. gr. laganna að höfða skuli skaðabótamál á heimilisvarnarþingi flytjanda eða þar sem flytjandi hefur aðalskrifstofu sína eða útibú, þar sem flutningssamningur var gerður eða á ákvörðunarstað. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 88/200 4 um breytingu á lögum um loftferðir nr. 60/1998, sem sett voru með það að markmiði að fullgilda ákvæði Montreal - samningsins, segir að reglur 115. gr. laganna komi meginreglum íslensks réttarfars um varnarþing í V. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkam ála til viðbótar. Heimilisvarnarþingsreglan sé aðalvarnarþingsreglan samkvæmt íslenskum rétti og sé hún einnig nefnd fyrst í ákvæðum greinarinnar sem byggist á 33. gr. Montreal - samningsins. Auk þess sem þessar reglur séu hluti af þjóðréttarlegum skuldbindi ngum Íslands sé nauðsynlegt að bæta þeim við almennar íslenskar varnarþingsreglur vegna eðlis millilandaflugs og þeirra reglna sem frumvarpið geymi að öðru leyti um slíkt flug. Varnarþingsreglur 115. gr. laga nr. 60/1998 fela samkvæmt þessu í sér sérreglur gagnvart almennum reglum laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 43. gr. þeirra laga, í tilviki skaðabótamála sem rekin eru á grundvelli fyrrnefndu laganna. Í stefnu málsins er um einstakar bótareglur laga nr. 60/1998 vísað til 130. gr. laganna. Í umræddu ákvæði, sem er hluti af IX. kafla laganna um skaðabætur og vátryggingar, segir nánar tiltekið: ,,Ákvæði 128. og 129. gr. takmarka að engu þann rétt við tilvitnuð ákvæði laganna. Í 1. mgr. 128. gr. lagamma segir þannig: ,,Nú hlýst af 7 notkun loftfars skaði á mönnum eða hlutum sem eru utan loftfarsins, og er eigandi þess Í 2. mgr. greinarinna r kemur fram að skaðabótaskyldan falli niður ef sannað er að sá sem fyrir skaða verður hefur valdið tjóninu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Í 1. mgr. 129. gr. segir síðan að ekki skuli beita ákvæðum 1. mgr. 128. gr. um tjón sem verður á mönnum eða hlu tum innan marka viðurkennds flugvallar. Þá kemur í 2. mgr. fram að beita skuli ákvæðum siglingalaga um árekstur skipa verði tjón á loftfari eða farmi við árekstur loftfara. Í tilviki tjóns vegna árekstrar tveggja eða fleiri loftfara sé um samábyrgð þeirra að ræða. Að mati dómsins verður fyrrgreint ákvæði 130. gr. laganna, sem samkvæmt framansögðu vísar til 128. og 129. gr., ekki skilið svo að í því felist sjálfstæður réttur til bóta vegna þeirrar háttsemi að vísa farþegum frá borði. Virðast umrædd ákvæði X I. kafla laganna enda einungis fjalla um tjóns á mönnum eða munum vegna árekstrar eða slyss sem hlýst af notkun loftfars. Fær sá skilningur og stoð 131. gr. laganna, sem fjallar um vátryggingarskyldu umráðanda loftfars vegna skaðabóta sem kunna að falla á hann í kjölfar tjóns á mönnum eða hlutum vegna notkunar loftfars, en þar er í 1. mgr. tekið fram að vátrygging skuli meðal annars tryggja greiðslu kostnaðar við hreinsun á slysstað og brottnám flaks. Verður samkvæmt þessu ekki séð að ákvæði 130. gr. feli í sér bótarétt til handa stefnendum vegna þeirrar ætluðu ólögmætu háttsemi sem þau telja starfsmenn stefnda hafa sýnt af sér. Stefnendur vísa einnig til 1. mgr. 126. gr. b. laganna. Þar segir að flugrekandi, umboðsmaður hans eða ferðaskrifstofa skuli ekki synja farþega á grundvelli fötlunar eða hreyfihömlunar um farskráningu í flug til eða frá flugvelli hér á landi, sbr. a. lið málsgreinarinnar, eða að fara um borð í loftfar á flugvelli hér á landi, enda hafi farþegi gilda farskráningu og farseðil. Stefnend ur hafa hvorki rökstutt né sýnt fram á að umrætt ákvæði, sem tekur til fatlaðra eða hreyfihamlaðra farþega, geti átt við um atvik í máli þeirra. Virðist og ljóst að jafnvel þótt talið yrði að ákvæðið kynni að eiga við um tvo af liggur fyrir að slík staða e r ekki uppi í tilviki þeirra allra. Loks verður af b. lið 1. mgr. 126. gr. b. laganna skýrlega ráðið að synjun um að fara um borð í loftfar samkvæmt þeirri ástæðu get ur ákvæði þetta ekki átt við um mál stefnenda sem byggja á því að meint brot hafi átt sér stað í Edinborg. 8 Kemur þá til skoðunar hvort önnur ákvæði laganna geti talist grundvöllur bótakröfu stefnenda og þannig beitingar varnarþingsreglna 115. gr. laganna, en af hálfu stefnenda er vísað til laganna í heild til stuðnings kröfum þeirra. Í X. kafla laga nr. 60/1998 er að finna sérreglur á sviði loftflutninga sem taka mið af skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt ákvæðum Montreal - samningsins. Í 1. mgr. 102. gr. laganna er fjallað um ábyrgð flytjanda vegna líf - og líkamstjóns. Þannig segir ákvæðinu að flytjandi beri ábyrgð ef farþegi lætur lífið eða hlýtur líkamsmeiðsl eða heilsutjón af völdum slyss sem verður í loftfari, þá farið er í loftfar eða úr því. Er u m staðlaðar bætur í slíkum tilvikum að ræða, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Um ábyrgð flytjanda á farangri og farmi er síðan fjallað í 104. og 105. gr. laganna og ábyrgð vegna tafa í flutningi á farþegum, farangri og farmi í 106. gr. laganna. Í engu framangreindra ákvæða er fjallað um ábyrgð eða bótarétt til handa farþegum sem vísað er frá borði líkt og í máli því sem hér er til úrlausnar. Þá er ekki byggt á því af hálfu stefnenda að atvikum máls þessa verði jafnað til þess að stefnendur hafi o rðið fyrir tjóni vegna tafa á flugi þeirra í skilningi 106. gr. laganna. Að því marki sem reglugerð nr. 1048/2012, sem stefnendur vísa einnig til, kann að mæla fyrir um reglur um brottvísun farþega, virðist ljóst að slíkri heimild, í tilvikum líkt og þeim sem hér er til úrlausnar, verður samkvæmt framangreindu ekki fundin stoð í lögum nr. 60/1998. Loks leiðir af því sem áður greinir, um að varnarþingsregla 115. gr. laga nr. 60/1998 taki einungis til bótakrafna samkvæmt þeim lögum, að mál sem reist eru á 26 . gr. skaðabótalaga verða ekki sótt á grundvelli umræddrar varnarþingsheimildar. Í því sambandi er auk þess til þess að líta að í 113. gr. laga nr. 60/1998, sem er hluti af X. kafla laganna, segir að í málssókn á hendur flytjanda til heimtu bóta vegna tjón s sem verður við loftflutninga á farþegum, farangri eða farmi, sem fellur undir gildissvið þessa kafla, verði málsástæður, lagarök og dómsúrlausn aðeins byggð á ákvæðum þessa kafla og á Montreal - samningnum. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 88/2004 um breytingu á lögum um loftferðir segir um ákvæðið að ábyrgðarreglur X. kafla laganna séu sérreglur á sviði loftflutninga og sé ætlað að vera tæmandi á því sviði. Ekki sé rúm fyrir beitingu annarra viðurkenndra ábyrgðarreglna úr skaðabótarétt inum samhliða þeim reglum sem kaflinn geymir, hvort heldur um er að ræða aðrar bótareglur innan eða utan samninga. Að því marki sem stefnendur telja sig geta byggt rétt á 9 ákvæðum X. kafla laganna virðist af þessu ljóst að beiting reglna skaðabótalaga samhl iða þeim er útilokuð. Af málatilbúnaði stefnenda er ljóst að kröfur þeirra byggja ekki á ákvæðum laga nr. 60/1998 um bætur vegna líkamstjóns, farangurstjóns eða farmtjóns heldur gera þau kröfu um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón vegna þess miska sem þau te lja sig hafa orðið fyrir og kröfu um bætur vegna útlagðs kostnaðar í kjölfar þess að þeim var vísað frá borði í millilendingu í Edinborg. Slíkum bótagrundvelli verður samkvæmt framangreindu ekki fundinn staður í lögum nr. 60/1998. Í öllu falli hafa stefnen dur ekki gert grein fyrir því með hverjum hætti kröfur þeirra geta fallið að ákvæðum umræddra laga. Brestur því heimild til þess að sækja mál gegn stefnda hér á landi á grundvelli 115. gr. laganna. Stefndi byggir frávísunarkröfu sína einnig á því að málati lbúnaður stefnenda sé svo vanreifaður að vísa beri málinu frá dómi. Samkvæmt e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 ber í stefnu að greina svo glöggt sem verða má málsástæður sem málsókn er byggð á, svo og önnur atvik sem þarf að geta til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst svo ekki fari á milli mála hvert sakarefnið er. Stefnendur gera eins og áður greinir kröfu um miskabætur og vísa til þess að þau hafi átt erfitt með að treysta sér í annað flug stuttu eftir flugferð stefnda. Þá hafi brot starfsmann a stefnda verið til þess fallin að hafa umtalsverð áhrif á sjálfstraust og vellíðan stefnenda um ókomna tíð. Í stefnu málsins er ekki gerð nein grein fyrir þessu meinta tjóni að öðru leyti og liggja ekki fyrir gögn sem styðja við meint áhrif ætlaðs brots á líðan stefnenda. Að auki virðist nokkuð á reiki hver lagagrundvöllur þessarar kröfu er, en í stefnu eru óljóst hvernig stefnendur heimfæra meint brot til tiltekinna ákvæða laga nr. 60/1998 eða hátternisreglna í reglugerðum settum með stoð í þeim. Þá er þa r engin grein gerð fyrir því hvernig umræddar reglur geta tekið til annars vegar kröfu stefnenda vegna fjárhagslegs tjóns og hins vegar ófjárhagslegs tjóns. Er bótagrundvöllur málsins þannig óskýr og til þess fallin að gera stefnda erfitt um vik að taka ti l varna. Er samkvæmt framangreindu óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá dómi með vísan til 2. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, sbr. e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnendum gert að greiða stefn da málskostnað, sem ákveðst hæfilegur 250.000 krónur. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. 10 Stefnendur, A, B, C, D og E, greiði stefnda, Norwegian Air Shuttle ASA, 250.000 krónur í m álskostnað. Halldóra Þorsteinsdóttir