Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 21. febrúar 2020 Mál nr. S - 218/2019 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn Ingimund i Mikael Ingimundars yni , (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Anton i Smár a Kristjánss yni og (Andrés Már Magnússon lögmaður) Vigni Þór Liljus yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 28. janúar sl., var höfðað með sex ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, en málin voru sameinuð í þinghaldi 16. október 2019. Ákæra 1. Á kæra dags. 30. ágúst 2019 á hendur Ingimundi Mikael Ingimundarsyni, [...] , eftirtalin brot gegn umferðarlögum og fíkniefnalögum með því að hafa: I. Aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] , óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 185 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,7 ng/ml) vestur Keilusíðu á Akureyri uns lögregla stöðvað i aksturinn á bifreiðastæði við Keilusíðu 12. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum. II. Þriðjudaginn 29. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] , óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 100 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml) suður Goðanes á Akureyri og austur Baldursnes þar sem lögregla stöðvaði aksturinn á Hlíðarbraut við Hörgárbraut. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum. III. Á sama tíma og í ákærulið II. greinir haft í vörslum sínum 0,15 grömm af kókaíni og 0,78 grömm af tóbaksblönduðu kannabisef ni sem lögregla fann við leit á ákærða. 2 Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. IV. Þriðjudaginn 18. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] , óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 65 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 9,2 ng/ml) og án þess að hafa ökuskírteini meðfe rðis austur Borgarbraut og Tryggvabraut á Akureyri þar sem lögregla stöðvaði hann á bifreiðastæði við Olís. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., og 1. mgr. 48. gr. allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytin gum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum. Jafnframt er krafist upptöku á efnum þeim sem lögregla lagði hal d á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 39.913, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. Málið var þingfest 2 5. september 2019, en þegar það var tekið fyrir að nýju 16. október 2019 höfðu bo rist fleiri ákærur á hendur ákærða Ingimundi , meðal annars ásamt ákærða Anton i Smára, sem aftur var einnig ákærður í máli með ákærða Vigni Þór. Málin voru því öll sameinuð í því þinghaldi. Ákæra 2. Á kæra dags . 1. október 2019 á hendur Antoni Smára Kristjánssyni, [...] , umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 14. júlí 2019, ekið bifreiðinni [...] , án ökuréttar og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældis t amfetamín 130 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,7 ng/ml) vestur Naustabraut á Akureyri, uns lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48., gr. allt sbr., 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, me ð síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari Ákæra 3. Ákæra dags. 1. október 2019 , á hendur ákærðu Antoni Smára og Ingimundi, eftirtalin vopna - og fíkniefnalagabrot: I. Á hendur Antoni Smára, með því að hafa laugardagskvöldið 13. júlí 2019, verið með í vörslum sínum 7,78 grömm af maríhúana og 1,05 grömm af tóbaksblönduðu 3 kannabisefni, sem fu ndust við leit í bifreiðinni [...] , þar sem hann var farþegi í bifreiðinni, sem stöðvuð hafði verið af lögreglu, á Rangárvallagötu á Akureyri. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. II. Á hendur Ingim undi Mikael Ingimundarsyni með því að hafa ofangreint kvöld er greinir í I. lið, verið með í vörslum sínum tvö hnúajárn. Telst þetta varða við c. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til r efsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á hnúajárnum sbr. munaskrá nr. 138983 samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 á hendur ákærða Ingimundi Mikael og að ákærði Anton Smári sæti upptöku á efnum þeim, sem lögregla lagði ha ld á og tilgreind eru í efnaskrá 41.401 Ákæra 4. Ákæra dags. 1. október 2019 , á hendur ákærða Ingimundi skóm, úr anddyri Sundlaugar Akureyrar á Akureyri. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur Ákæra 5. Ákæra dags. 1. október 2019 og á hendur ákærðu Anton i Smár a og Vigni Þór Liljus yni , [...] , - og fíkniefnalagabrot: I. Á hendur Antoni Smára, með því að hafa föstudagskvöldið 30. nóvember 2018, verið með í vörslum sínum 158,13 grömm af maríhúana og 1,14 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, en lögreglan fann efni þessi á heimili ákærða Vignis Þórs, [...] eftir leit á heimilinu. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. l aga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 4 II. Á hendur Vigni Þór Liljusyni með því að hafa ofangreint kvöld er greinir í I. lið, verið með í vörslum sínum á heimili sínu [...] fundust báðir við leit lögreglu á heimilinu. Telst þetta varða við b. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á hnífum sbr. munaskrá nr. 134165 samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 á hendur á kærða Vigni Þór Liljusyni og að ákærði Anton Smári sæti upptöku á efnum þeim, sem lögregla lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá 39.543 Ákæra 6. Ákæra dags. 1. októbe r 2019 , á hendur ákærða Vigni Þór, bifreiðinni [...] , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 130 ng/ ml og tetrahýdrókannabínól 2,4 ng/m) suður Hafnarstræti á Akureyri, suður Aðalstræti og vestur Lækjargötu uns lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48., gr. allt sbr., 1. mgr. 100. gr. umferðarlag a nr. 50, 1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari Ákærði Ingimundur Mikael kref st þess að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og að sviptingartími ökuréttar verði ákveðinn svo skammur sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði Anton Smári krefst þess að honum verði gerð svo væg refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði Vignir Þór gerir þær kröfur að ákærða verði gerð svo væg refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegra r þóknunar til handa skipuðum verjanda og að hún verði að hluta greidd úr ríkissjóði. I Við þingfestingu leiðrétti sækjandi ákæru 2 á þann veg að ekki væri miðað við að mælst hefði amfetamín í ákærða Antoni Smára umrætt sinn, heldur aðeins það tetrahýdró - kannabínól sem þar er nefnt. Þá var fallið frá sakargiftum á hendur ákærða Vigni í ákæru 5 . Ákærðu játuðu þá sakargiftir skýlaust fyrir dóminum , svo breytt ar . Með játningu m þeirra , sem ekki er ástæða til að efa að sé u sannleikanum samkvæm ar , og gögnum 5 mál sins, er nægilega sannað að þeir hafi gerst sek i r um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Brot ákærða Ingimundar Mikaels samkvæmt ákæru 1, ákæruliðum I, II og IV varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , og brot í ákærulið IV að auki við 6. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Önnur brot hans varða við þau ákvæði sem tilgreind eru í ákærum. Brot ákærða Antons Smára í ákæru 2 varðar við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. , sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Önnur brot hans varða við þau ákvæði sem tilgreind eru í ákærum. Brot ákærða Vignis varðar við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. , sbr. 1. mgr. 100. gr. umferð arlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gerði ákærði Ingimundur Mikael Ingimundarson sátt við lögreglu stjórann á höfuðborgarsvæðinu 1. ágúst 2018 um greiðslu 3 0.000 króna sek tar vegna fjársvika og brots gegn 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 . Hann er nú sakfelldur fyrir þjófnað en einungis um smáræði að tefla og var svo einnig í fyrrgreindu fjársvikabroti. Þá skilaði ákærði umræddu skópari. Samkvæmt 1. mgr. 244. gr. almennra he gningarlaga nr. 19/1940 varðar þjófnaður fangelsi allt að sex árum. Í 256. gr. er heimild til að færa refsingu niður í sektir ef einungis er um smáræði að tefla, en sú heimild er bundin því að ákærði hafi ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Verður þ ví að dæma ákærða til að sæta fangelsi, sem er ákveðið í 30 daga, bundi ð skilorði svo sem í dómsorði greinir. Ákærði er einnig sakfelldur fyrir að aka í þrígang undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og brot gegn vopnalögum . Hann greiði vegna þess 65 0 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 32 daga , sbr. 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þá er ákærði sviptur ökurétti í tvö ár frá birtingu dómsins, sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr., sbr. 4. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gekkst ákærði Anton Smári Kristjánsson undir viðurlagaákvörðun u m greiðslu 60.000 króna sektar þann 19. nóvember 2017, vegna varslna fíkn i efna. Hann er nú dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum tæplega 170 grömm af kannabis efni , en litið verður til þess að að mestu leyti var um að ræða marijúana og þess að annað kan nabisefni sem fannst var tóbaksblandað. Verður ákærði 6 dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga , skilorðsbundið svo sem í dómsorði greinir . Með heimild í 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærði einnig dæmdur til að greiða 200.000 krónu r í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, fyrir brot gegn umferðarlögum , en sæt a ella fangelsi í 14 daga. Þá er ákærði sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dómsins , sbr. 1. mgr. og 4. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, s br. 1. mgr., sbr. 4. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Ákærði Vignir Þór Liljuson hefur nokkurn sakaferil. G ekkst hann undir sátt 22. nóvember 2010 , um greiðslu 100.000 króna sektar, fyrir að aka bifreið ölvaður og án þess að hafa öðlast ökuréttindi . V ar hann jafnframt sviptur ökurétti í 6 mánuði. Þann 19. apríl 2011 gerði ákærði sátt um greiðslu sektar að fjárhæð 195.000 krónur og var sviptur ökurétti í 18 mánuði , fyrir að aka ölvaðu r og sviptur ökurétti. Þann 2. júní 2016 var ákærði dæmdur í 75 daga fangelsi þar af 30 daga skilorðsbundið í tvö ár fyrir umferðalagabrot með því að aka of hratt, ölvaður og undir áhrifum fíkniefna , án þess að hafa gilt ökuskírteini, auk brots gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Þann 24. nóvember sama ár var ákærði dæmdur fyrir fyrir hraðakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna og án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini. H onum var gerður hegningarauki við síðastnefndan d óm og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, þar af einn skilorðsbundið í þrjú ár. Áréttuð var ævilöng ökuréttarsvipting. Þann 29. sama mánaðar var ákærði dæmdur til greiðslu 60.000 króna sekt ar fyrir vörslur fíkniefna. Um var að ræða skilorðsrof dóms frá 2. jú ní sama ár en skilorð var látið halda st . Þann 17. nóvember 2017 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslur fíkniefna. Skilorðshluti dómsins frá 24. nóvember 2016 var dæmdur upp og er því hluti framangreindrar refsingar. Þann 10. janúar 2018 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga og akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þá var hann og dæmdur fy rir vörslur fíkniefna. Þann 1. apríl 2019 var ákærði dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa í sex skipti gerst sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti og margsinnis haft vörslur fíkniefna. Í fimm þeirra skipta sem hann hafði ekið und ir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti var um hegningarauka við dóminn frá 10. janúar 2018 að ræða. Ákærði hefur nú fimmta sinni ítrekað brot er lýtur að akstri undir áhrifum áfengis og/ eða fíkniefna og öðru sinni sviptur ökurétti. Verður ákærði dæmdur t il að sæta fangelsi í sex mánuði. Þá er enn áréttuð ævilöng svipting ökuréttar, með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 3. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að kröfu ák æruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6 . gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 skulu ákærðu sæta upptöku á þeim efnum og vopnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði Ingimundu r Mikael Ingimundarson dæmdur til að greiða sakarkostnað , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns , 7 eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum og að teknu tilliti til ferðatíma, auk þar tilgreinds ferðakostnaðar. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði Anton Smári Kris t jánsson dæmdur til að greiða sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns eins hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Að kröfu ákæruvalds og með vísan ti l dómsniðurstöðu verður ákærði Vignir Þór dæmdur til að greiða sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum og að teknu tilliti til ferðatíma, auk þar tilgreinds ferðakostnaðar og dagpening a . Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Ingimundur Mikael Ingimundarson , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnu m tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Ingimundur Mikael greiði 65 0 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms ins en sæti ella fangelsi í 32 daga. Ákæ rði, Anton Smári Kristjánsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnu m tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Anton Smári greiði 200 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæti ella fangelsi í 14 daga. Ákærði, Vignir Þór Liljuson, sæti fangelsi í sex mánuði . Ákærði Ingimundur Mik ae l er sviptur ökurétti í tvö ár frá birtingu dómsi ns. Ákærði Anton Smári er sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dómsins. Ákærði Vignir Þór er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 165,91 gramm af marijúana, 0,15 grömm af kókaíni, 2,97 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, tvö hnúajárn, tveir Ákærði Ingimundur Mikael greiði 792.707 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda sí ns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 263.500 krónur , 37.925 króna ferðakostnað hans og 6.000 krónur í dagpeninga. Ákærði An ton Smári greiði 230.311 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Andrésar Más Magnússonar lögmanns , 132.680 krónur . Ákærði Vignir Þór greiði 475.758 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , 263.500 krónur , 49.275 króna ferðakostnað hans og 6.000 krónur í dagpeninga.