Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 445/2019 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn Kristján i Má Guðnas yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 4. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 13. desember 2019, á hendur Kristjáni Má Guðnasyni, [...] , [ ...] sviptur ökurétti, suður Eyjafjarðarbraut eystri í Eyjafjarðarsveit, uns lögregla stöðvaði aksturinn við Syðri - Varðgjá. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til r efsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægil ega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Varðar brot hans við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/20 19, sbr. 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði á að baki nokkurn sakaferil og 7. desember 2001 var hann fyrst dæmdur til að sæta fangelsisrefsingu fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti. Síðan hefur hann tólf sinnum verið dæmdur fyrir slíka háttsemi auk annarra brota gegn umferðarlögum. Þann 7. júní 2017 var ákærði dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og þann 7. maí 2019 í tíu mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis. Var þá áréttuð ævilöng svipting ökuréttar. Með vísan til sakaferils ákærða er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kristján Már Guðnason, sæti fangelsi í sex mánuði.