Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 4. desember 2020 Mál nr. S - 7269/2020 : Ákæruvaldið ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Þorberg i Bergmann Halldórss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. nóvember 2020, á hendur Þorbergi Bergmann Halldórssyni, fyrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 16. nóvember 2019, í verslun Icewear á Laugavegi 91 í Reykjavík, stolið fatnaði að verðmæti samtals 71.980 krónur. Mál nr. 007 - 2019 - 73163 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa, mánudaginn 13. janúar 2020, veist með ofbeldi að A utan við verslun 10 - 11 að Austurstræti í Reykjavík, slegið hann með flötum lófa í hægri öxlina og sparkað í hægri síðu hans með hægri fæti, allt með þeim afleiðingum að A hlaut eymsli í hægri öxl og hnúalið. A var 15 ára þegar brotið átti sér stað og með því beitti ákærði hann ógnunum og sýndi honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Mál nr. 008 - 2020 - 633 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940 og 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 3. Tilraun til þjófnaðar og gripdeild með því að hafa, mánudaginn 13. janúar 2020, í verslun Iceland að Álfheimum 74 í Reykjavík, reynt að stela matvörum að 2 verðmæti samtals 1.081 krónur og v ið afskipti starfsmanns verslunarinnar grýtti ákærði vörunum frá sér, en við það skemmdist hluti þeirra, og í kjölfarið farið að drykkjavörukæli og tekið þaðan Pepsi drykk sem ákærði neytti á staðnum, án þess að greiða fyrir. Mál nr. 007 - 2020 - 1748 Telst b rot þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. og 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa, mánudaginn 13. janúar 2020, í verslun Bónus að Hraunbæ í Reykjavík, reynt að stela matvörum að verðmæti samt als 26.836 krónur, en var stöðvaður á leið út úr verslunni af starfsmanni verslunarinnar. Mál nr. 007 - 2020 - 39542 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 16. maí 2020, haft í vörslum sínum 2,29 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2020 - 25011 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um áv ana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 6. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 20. maí 2020, haft í vörslum sínum 0,32 gröm m af maríhúana sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2020 - 25747 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og ö nnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 7. Líkamsárás með því að hafa, fimmtudaginn 21. maí 2020, fyrir utan Hlemm Square hótel í Reykjavík, veist með ofbeldi að B og slegið hann með krepptum 3 hnefa í andlitið vinstra megin, með þe im afleiðingum að B hlaut sprungna vör og mar á augnknetti. Mál nr. 007 - 2020 - 25850 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 22. maí 2020, í félagi við C fengið leigubifreiðastjórann D til að aka með sig frá Lóuhólum 6 í Reykjavík, að Hraunbæ í Reykjavík og þaðan að verslun Nettó í Mjódd, Reykjavík, án þess að ætla sé að greiða ökugjaldið að fjárhæð 14.390 krónur. Mál nr. 007 - 2020 - 26095 Telst brot þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa, föstudaginn 22. maí 2020, í verslun Nettó í Mjódd, Reykjavík, falið innanklæða sælgæti og sprittbrúsa að óþekktu verðmæti, en við afskipti starfsmanns verslunarinnar af ákærða duttu vörurnar undan jakka hans áður en hann yfirgaf verslunina. Mál nr. 007 - 2020 - 26095 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 10. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt l augardagsins 13. júní 2020, brotist inn í geymslu í eigu E , og stolið þaðan 2 stk. Loop veiðistöngum, 1 stk. Shiamino veiðistöng, 1 stk. JSG Joakims veiðistöng, 2 - 3 stk. veiðihjólum fyrir fluguveiðistangir, 1. stk. strandveiðistöng ásamt hjóli, 1. stk. vei ðistöng fyrir spun ásamt hjóli, óþekktum fjölda spúna, króka og sökkum, 120 stk. flugum og appelsínugulri derhúfu, allt að áætluðu verðmæti 500.000 700.000 krónur. Mál nr. 007 - 2020 - 31577 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 11. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 26. júní 2020, í félagi við F í heimildarleysi brotist inn í bifreiðina G , sem stóð á bifreiðastæði við E í Reykjavík, og stolið þaðan stangveiðibúnaði að áætluðu verðmæti 3.000.000 krónur. Mál nr. 007 - 2020 - 34504 4 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 5. júlí 2020, í verslun 10 - 11 að Austurstræti í Reykjavík, stolið drykkjarvöru að verðmæti samtals 199 krónur. Mál nr. 007 - 2020 - 36859 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 13. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 4. ágúst 2020, haft í vörslum sínum 15,75 grömm af amfetamíni sem lögregla fann vi ð öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2020 - 43340 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/20 01, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 14. Tilraun til fjársvika og fjársvik með því að hafa, þriðjudaginn 4. ágúst 2020, blekkt starfsmann á bensínstöðinni N1 að Ártúnshöfða í Reykjavík í staðgreiðsluviðskiptum með framvísun á greiðslukorti í eigu H sem ákærði hafði heimildarlaust í vörslum sínum, og með því að hafa reynt að svíkja út vörur að verðmæti 56.000 krónur en fengið synjun á kortið og í kjölfarið tekist að svíkja út vörur að verðmæti 1.699 krónur og þannig látið skuldfæra andvirði þess á re ikning Altis ehf. Mál nr. 007 - 2020 - 43529 Telst brot þetta varða við 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 15. Umferðarlagabrot og nytjastuld með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst 2020, í heimildarleysi tekið bifreiðina I , í eigu J , þar sem hún stóð á bifreiðastæði við K í Reykjavík og ekið henni á brott, sviptur ökuréttindum og óhæfur um að stjórna hen ni örugglega vegna áhrifa áfengis, ávana - og fíkniefna (í blóði ákærða mældist vínandamagn 1,55 og tetrahýdrókannabínól 1,2 ng/ml) og síðar, eigi fylgt fyrirmælum og leiðbeiningum um umferð heldur ekið vestur Barmahlíð, gegn einstefnu, þar sem ákærði ók u tan í bifreiðina L , í eigu M sem 5 ekið var austur N við hús nr. 6 í Reykjavík , og sinnti ekki skyldum sínum við umferðaróhapp heldur hljóp á brott af vettvangi þegar lögregla kom. Mál nr. 007 - 2020 - 44617 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 7. gr., 1. mgr. 14. gr., 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 16. Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 17. ágúst 2020, í verslun Iceland að Vesturbergi 76 í Reykjavík, stolið vörum að verðmæti samtals 11.210 krónur. Mál nr. 007 - 2020 - 46205 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 17. Húsbrot með því að hafa, miðvikudaginn 19. ágúst 2020, í heimildarleys i ruðst inn í íbúð fyrrverandi maka síns, O að P í Reykjavík, og dvalist þar inni. Mál nr. 007 - 2020 - 46804 Telst brot þetta varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 18. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 8. september 2020, brotist inn í bifreiðina Q í eigu R , sem stóð á bifreiðastæði við T í Reykjavík, og stolið þaðan tveimur pörum af gönguskóm, þrennum sólgleraugum og grá/hvít röndóttri hliðartösku, allt að óþekktu verðmæti. Mál nr. 007 - 2020 - 52312 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 19. Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 10. september 2020, í verslun Krónunnar að Nóatúni 17 í Reykjavík, stolið matvöru að verðmæti samtals 27.920 krónur og yfirgefið verslunina án þess að greiða fyrir. Mál nr. 007 - 2020 - 56986 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 20. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. september 2020, brotist inn í bifreiðina U í eigu V , sem lagt var við X í Reykjavík, og stolið þa ðan veski, sem innihélt m.a. tvenn greiðslukort og ökuskírteini ánöfnuð U , vasaljósi og hnífi. 6 Mál nr. 007 - 2020 - 52298 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. V egna ákæruliðar 19, gerir Krón an ehf., um skaðabætur a ð fjárhæð 27.920 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 10.09.20 til 25.09.202, en eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Jafnframt upptöku á samtals 18,0 4 grömm af amfetamíni og 0,32 grömm af maríhúana, sem lögregla lagði hald á, skv. heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Málið er jafnframt höfðað á hendur ákærða, með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettri 18. nóvember 2020, fyrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. september 2020, brotist inn í bílskúr að Z og heimahús að Þ í Reykjavík, og stolið þaðan ýmsu áfengi, fartölvum, veiðidóti og verkfæratösku, allt að óþekktu verðmæti, en lögregla fann þýfið í trjárunnum við göngustíg móts við innbrotastað og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2020 - 52318 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa, á sama stað og sama tíma og frá greinir í ákærulið 1., haft í vörslum sínum 0,48 grömm af maríhúana, sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2020 - 52318 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Þess er krafis t að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á 0,48 grömmum af maríhúana sem lögregla 7 lagði hald á sbr. heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Málin voru sameinuð. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað öll brot sín . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru m . Ákærði er fæddur í júní 1981 . Ákærði á að baki talsverðan sakaferil. Hér verður einungis gerð grein fyrir því að ákærði var 27. janúar 2016 dæmdur í fangelsi í tvö ár fyrir ýmis auðgunarbrot. Ákærði er síbrotamaður. Hefur hann í þessum dómi verið sakfelldur fyrir fjölmörg auðgunarbrot. Hann hefur hins vegar játað brot sín greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald ákærða sem í dómsorði greinir. Ákærði hefur samþykkt bótakröfu Krónunnar ehf. og verður hún t ekin til greina eins og hún er fram sett. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Upptaka fer fram sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns , að meðtöldum virðisaukaskatti, og annan sakarkostnað , sem í dómsorði greinir . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Þorbergur Bergmann Halldórsson , sæti fangelsi í 10 mánuði. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 13 . september 2020 . Ákærði greiði Krónunni ehf. 27.920 krónur í skaðabætur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. september 2020 til 4. desember 2020 en með drátta rvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs samtals 18,04 grömm af amfetamíni og 0,8 grömm af maríhúana, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins . 8 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 1.147.000 krónur og 247.131 krónur í annan sakarkostnað. Símon Sigvaldason