Héraðsdómur Reykjaness Dómur 9. desember 2020 Mál nr. S - 2593/2020 : Héraðssaksóknari ( Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Skúl a Brynjólfss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 1. desember sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 24. september 2020 á hendur Skúla Brynjólfssyni, kt. 000000 - 0000 , , : ,, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en til vara hættubrot, með því að hafa þriðjudaginn 24. september 2019 ekið vörubifreiðinni hægt upp að X , kennitala 000000 - 0000 , og klemmt hann á milli vörubifreiðarinnar og sendibifreiðarinnar , með þeim afl eiðingum að X hlaut mjúkpartaáverka á baki, mar á hendi og hné. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 4. mgr. 220. gr. laganna. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls saka rkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu X , kennitala 000000 - 0000 , er gerð krafa um greiðslu miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð kr. 1.100.000 með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 21. september 2019, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr . 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt ákærða, til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu þóknunar réttargæslumanns, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum 24% virðisaukaskatti, fyrir að ha lda fram bótakröfu í málinu. 2 Verjandi ákærða gerir þá kröfu að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og miskabætur verði verulega lækkaðar frá því sem krafist er. Þá krefst verjandinn málsvarnarlauna sér til handa sam kvæmt mati dómsins. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við gögn málsins. V ar málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þá tjáði réttargæslumaður brotaþola sig stuttlega um einkaréttarkröfu. Eins og fram kemur í ákæru hlaut brotaþoli mjúkpartaáverka á baki, mar á hendi og hné. Ekki var því um alvarlega áverka að ræða og samkvæmt læknisvottorði, sem er meðal rannsóknargagna, var búist við fullum bata og ekki er annað fram komið í málinu en svo hafi orðið. Sam kvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 24. september 2020 hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Háttsemi ákærða var hættuleg en hann klemmdi brotaþola á milli tveggja stórra bifreiða og hefði hæglega getað valdið brotaþola meira líkams tjóni en raunin varð. Því var um að ræða hættulega aðferð af hálfu ákærða þannig að háttsemi hans varðar við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á vettvangi var ákærði á vörubifreið en brotaþoli á sendibifreið og klemmdi ákærði brotaþola á milli bifreiðanna. Samkvæmt skýrslu brotaþola hjá lögreglu hafi ákærði byrjað að öskra á brotaþola og þá hafi hann séð svart og sturlast. Þeir hafi síðan farið að rífast og brotaþoli stökkið út úr bifreið sinni og öskrað á ákærða. Síðan er haft eftir br otaþola: ,,Mér skilst að ég hafi hótað að drepa hann eða berja hann eða hvað sem það ráðast á hann og hóta honum lífláti. Dómari hlustaði á upptökur af símtölum ákærða o g brotaþola við Neyðarlínu og lögreglu og af þeim mátti m.a. ráða að ákærða hafi staðið ógn af brotaþola. Með vísan til þessa þykir mega við ákvörðun refsingar hafa hliðsjón af 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En jafnframt verður m.a. höfð hliðsjón af 1. og 3. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til þessa og þess að ákærði játaði sakargiftir afdráttarlaust þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Þar sem ákærði hefur ekki áður sætt refsingu þyk ir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér skaðabótaábyrgð. Brotaþoli, X , á því rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðab ótalaga nr. 50/1993. Brotaþoli hefur sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 1.100.000. Með hliðsjón af málavöxtum og þ.m.t. afleiðingum af háttsemi ákærða þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 400.000 kr. Ekki verður ráðið af gögnum má lsins að bótakrafan hafi verið birt ákærða fyrr en við birtingu ákærunnar 12. október sl. Samkvæmt því skal ákærði greiða vexti á dæmdar miskabætur skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2019 til 12. október 2020 en með dráttarvöxtum skv. 3 1. mgr. 6 . gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Við þingfestingu málsins var Haukur Freyr Axelsson lögmaður skipaður réttargæslumaður brotaþola í málinu. Af þeim sökum eru ekki lagaskilyrði til þess að dæma brotaþola málskostnað úr hendi ákærða, sbr. 3. mg r. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, heldur verður réttargæslumanni ákvörðuð þóknun samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 48. gr. sömu laga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 250 .000 kr. að meðt öldum virðisaukaskatti og málsvarnarlaun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Hauks Freys Axelssonar lögmanns, 124.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði annan sakarkostnað 47.000 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i, Skúli Brynjólfss on , sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþola, X , 400.000 kr. í skaðabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2019 til 12. október 2020 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 250 .000 kr., og málsvarnarlaun réttargæslumanns brotaþola, Hauks Freys Axelssonar lögmanns, 124.000 kr. og annan sakarkostnað 47.000 kr. Ingi Tryggvason