Héraðsdómur Vesturlands Dómur 31 . mars 2020 Mál nr. S - 84/2020 : Ákæruvaldið ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jón i Gísl a Sigurðss yni ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 13 . mars 20 20 á hendur ákærða, Jóni Gísla Sigurðssyni , kt. ... , Álfheimum 46 , Reykjavík. Málið var dómtekið 19 . mars 20 20 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir fyrir efti rtalin brot: 1. Nytjastuld, með því að hafa miðvikudaginn 2. október 2019 tekið bifreiðina STG02 í heimildarleysi við Kirkjubraut 11 á Akranesi, ekið um götur bæjarins, Akrafjallsveg og Vesturlandsveg og notað bifreiðina uns lögregla hafði afskipti af ákæ rða í kjölfarið á atviki sem lýst er í ákærulið 2. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Umferðar - og lögreglulagabrot , með því að hafa miðvikudaginn 2. október 2019 ekið bifreið inni STG02, óhæf ur til að stjórna h enni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 90 ng/ml og kókaín 20 ng/ml ), með allt að 184 km hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km á klukkustund og ekki sinnt fyrir - mælum lögreglu um að stöðva akstur bifreiðarinnar sem gefin voru til kynna með forgangsljósum lögreglubifreiðarinnar , sem hér greinir: Ákærði ók bifreiðinni austur Akrafjallsveg við Velli í Hvalfjarðarsveit þar sem lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 134 km hraða á klukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, og gáfu ákærða merki um að stöðva bifreiðina án árangurs. Lögregla hóf því eftirfö r með forgangsljósin kveikt. Ákærði ók bifreiðinni áfram austur Akrafjallsveg að hringtorgi við Hvalfjarðargöng og síðan Vesturlandsveg til norðurs, með allt að 184 km hraða á klukkustund, að afleggjara inn að Hagamel í Hvalfjarðarsveit þar sem hann 2 velti bifreiðinni. Lögreglubifreiðinni var ekið um Vesturlandsveg á allt að 200 km hraða á klukkustund án þess að hafi merkjanlega dregið saman með henni og bifreiðinni sem ákærði ók. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 2. mgr. 37. gr. umfe rðarlaga nr. 50/1987, sbr. 100. gr. sömu laga, nú 1. mgr., 2. mgr. 50. og 3. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019 og 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 . Þess er krafist að ák ærði verði dæmdur til refsin gar, til greiðslu alls sakar kostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006 , nú skv. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Jaf n framt er þess krafi st að ákærði fái punkta skv. 7. gr. og viðauka reglugerðar nr. 929/2006 um ökuferilskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota . Einkaréttarkrafa: Í málinu hefur félagið Veislur og viðburðir ehf., kt. ... , krafist að ákærði greiði félaginu 2.000.000 kr. au k vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 2. október 2019 til 10. apríl 2020 , en með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Til vara er þess krafist að viðurkennd verði með dóm i skaðabótaskylda ákærða vegna tjóns Veislna og viðburða ehf. af völdum refsiverðrar háttsemi ákærða þann 2. október. Þá er einnig krafist að ákærða verði gerð refsing lögum samkvæmt. Auk þess er gerð krafa um ákærði greiði Veislum og viðburðum ehf. málsko stnað skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikning. Ákærði k refst vægustu refsingar sem lög leyf a. Þá krefst hann frávísunar á bótakröfu en til vara að hún verði lækkuð verulega. Loks krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun . Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru . Samkvæmt sakavottorði var ákærði dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hinn 25. september 2017 fyrir tilraun til manndráps . Með úrskur ði 13. júní 2018 var honum gert að afplána þá refsingu vegna rofs á skilorði . Ákærði var síðan dæmdur til að sæta 3 sex mánaða fangelsi hinn 2. maí 2019 fyrir rán og brot gegn tollalögum og lögreglulögum. Hinn 10. október 2019 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár á 389 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar. Þau brot sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir voru framin 2. október 2019 og telst hann því ekki hafa rofið skilyrði reynslulausnarinnar . Samkvæmt því og að virtum brotum ákærða þykir refsing hans h æfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Þá þykir rétt, með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að svipta ákærða ökurétti í 15 mánuði frá birtingu dómsins að telja . Brotaþoli í máli þessu, f élagið Veislur og viðburðir ehf., sem var leigutaki bifreiðarinnar STG02 frá Herz bílaleigu, hefur aðallega krafist þess að ákærði greiði félaginu 2.000.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Kemur fram í kröfubréfi lögmanns félagsins að það hafi þurft að greiða fyrrgreinda fjárhæð til eiganda bifreiðarinnar , Herz bílaleigu, til uppgjörs á því tjóni sem bílaleigan h efði orðið fyrir vegna háttsemi ákærða. Kemur fram í bréfinu að verðmæti bifreiðarinnar óskemmdrar hefði verið metið 3.390.000 krónur af starfsmanni Heklu, sem söluaðila bifreiðarinnar, en að flak bifreiðarinnar hefði verið boðið upp hjá dráttarbílaþjónustunni Króki og það selst fyrir 605.000 krónur. Samkvæmt 2. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skulu fylgja bótakröfu þau gögn sem varða málatilbúnað kröfuhafa og ekki liggja þegar fyrir í sakamálinu. Í málinu liggur fyrir einhvers konar uppgjörsreikningur frá Herz, Bílaleigu Flugleiða, þar sem brotaþoli er krafinn um greiðslu á 2.936.005 krón um , án þess að fram komi þar nokkur sundurliðun á þeirri kröfu eða rökstuðningur. Þá liggur fyrir tölvupóstur frá starfsmanni Heklu , þar sem ásett verð umræddrar bifreiðar miðað við 11. o któber 2019 er áætlað 3.390.000 krónur. Er þar tekið fram að um ásett verð sé að ræða , en raun söluverð geti verið 4 - 10% undir ásettu verði, auk þess sem seljan di beri kostnað vegna 3,8% söluþóknunar, að viðbættum virðisaukaskatti. Í málinu liggja hins vegar ekki fyrir frekari gögn því til staðfestingar hver t raunverulegt tjón brotaþola hafi verið vegna brots ákærða. Þannig liggur ekki fyrir nein staðfesting á þe irri greiðslu sem brotaþoli kveðst hafa orðið að inna af hendi til eiganda bifreiðarinnar , mat á verðmæti umræddrar bifreiðar né heldur gögn um uppboðssölu bifreiðarinnar og uppgjör vegna hennar. Með hliðsjón af þessu verður að telja fjárhæð bótakr öfu brot aþola svo vanreifaða að ekki sé unnt að 4 dæma ákærða til greiðslu tilgreindrar skaðabótafjárhæðar. Hins vegar þykir rétt, með tilliti til heimildar í 2. m gr. 175. g r. laga nr. 88/2008 og þeirrar refsiverðu háttsemi sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir skv. tl. 2 í ákæru, að fallast á varakröfu brotaþola um að viðurkenn a skaðabótaábyr g ð ákærða á fjártjóni sem brotaþoli kann að hafa orðið fyrir af völdum þess brots ákærða , en vísa bótakröfu hans að öðru leyti frá dómi . Rétt þykir að málskostnaður vegna k rafna brotaþola falli niður. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu og ákvörðun dómsins um þóknun verjanda, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði. Ásgeir Magnússon , dómstjóri , k veður upp dóm þen nan. Dómsorð : Ákærði, Jón Gísli Sigurðsson , sæti fangelsi í 60 daga . Ákærði er svipt ur ökurétti í 15 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Viðurkennd er skaðabótaábyrgð ákærða á fjártjóni sem brotaþoli, Veislur og viðburðir ehf. , kann að hafa orðið fyrir af völdum brots ákærða skv. tl. 2 í ákæru. Að öðru leyti er bótakröfu brotaþola vísað frá dómi. Málskostnaður vegna kröfu brotaþola fellur niður. Ákærði greiði þóknun verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 350.000 krónur, og ferðakostnað verjandans 31.680 krónur. Þá greiði ákærð i annan sakarkostnað að fjárhæð 401.507 krónur. Ásgeir Magnússon