Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1. desember 2020 Mál nr. S - 2870/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Adrian Andrzej Milewski Dómur : Mál þetta, sem dómtekið var 24. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 12. október 2020 á hendur Adrian Andrzej Milewski, kt. 000000 - 0000 , : ,,fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 20. janúar 2020, í iðnaðarbili að , , haft í vörslum sínum samtals 13 stk. kannabisplöntur og hafa um skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur, sem fundust í iðnaðarbilinu. Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 4., sbr. 4. gr. a, sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985, lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákæ rði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerðar verði upptækar, framangreindar 13 kannabisplöntur, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. re glugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á 1 stk. spennubreyti, 2 stk. ljósum, 1 stk. ræktunartjaldi, 1 stk. loftsíu, 1 stk. tímastilli, 4 stk. flöskum af áburði, 1 stk. af plastkönnu og 1 stk. ljósaperu, sem lögreglan lagði hald á, munanúmer lögreglu , samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. Ákærði krefst þess að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Hann samþykkir upptökukröfu. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dó mari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við gögn málsins. V ar málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákv örðun viðurlaga. Sam kvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 13. október 2020 gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun 7. september 2011 og greiðslu sektar að fjárhæð 174.000 fyrir 2 fíkniefnalagabrot og 5. október 2016 gekkst ákærði undir sátt og greiðslu se ktar að fjárhæð 58.000 kr. einnig fyrir fíkniefnalagabrot. Háttsemi ákærða er rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði játaði sakargiftir afdráttarlaust. En með hliðsjón af sakaferli ákærða þykir r efsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en hún skal bundin skilorði og falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði skal sæta upptöku á 13 kannab isplöntum, einum spennubreyti, tveimur ljósum, einu ræktunartjaldi, einni loftsíu, einum tímastilli, fjórum flöskum af áburði, einni plastkönnu og einni ljósaperu (munanúmer lögreglu ) Ákærð i greiði allan sakarkostnað eða 195.835 kr. Ingi Tryggvaso n héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i, Adrian Andrzej Milewski, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Upptækt er 13 kannabisplöntur, einn spennubreytir, tvö ljós, eitt ræktunartjald, ein loftsía, einn tímastillir, fjórar flöskur af áburði, ein plastkanna og ein ljósapera. Ákærði greiði allan sakarkostnað 195.83 5 kr. Ingi Tryggvason