Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 20. nóvember 2020. Mál nr. S - 134/2020 : Ákæruvaldið ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari ) g egn X ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) ( Gunnhildur Pétursdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 22. september 2020 og dómtekið 5. nóvember. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 27. ágúst 2020 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , , , fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 8. september 2019, í svefnherbergi Y , kt. 000000 - 0000 , að , , eftir að Y var sofnuð , án hennar samþykkis, farið með hönd sína inn fyrir buxnastreng hennar og stungið fingri inn í leggöng hennar, en ákærði notfæ rði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Er háttsemin talin varða vi ð 2. mgr. 194 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Y , hér eftir brotaþola. Hún krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. september 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá bi rtingu bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og að framl agðri bótakröfu verði vísað frá dómi, en til vara verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og dæmdar bætur stórlega lækkaðar. Þá verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði. I. Forsaga máls . 2 Snemma árs 2019 tókst vinskapur með ákærða og brot aþola og urðu þau brátt trúnaðarvinir. Hafa bæði sagt að þau hafi litið á hvort annað sem sinn besta vin. Þau deildu tónlistarsmekk, bæði höfðu áhuga á bílum og fór brotaþoli stundum með ungan son sinn á verkstæði til ákærða. Þau ræddu mikið saman í síma o g ákærði sótti hana oft heim, sér í lagi eftir að brotaþoli trúði honum fyrir því að hún glímdi við sjálfvígshugsanir og ákærði skynjaði að henni leið illa. Sumarið 2019 fóru þau að skemmta sér og skildi ákærði bílinn sinn eftir fyrir utan heimili brotaþol a. Þau urðu síðan samferða í leigubíl heim til brotaþola og varð úr að ákærði fengi að gista hjá henni svo hann þyrfti ekki að sækja bílinn sinn daginn eftir. Að sögn brotaþola átti ákærði að sofa í stofusófa, en þegar til kom lögðust þau bæði upp í tvíbre itt hjónarúm hennar, hún íklædd náttbuxum og bol og hann í nærbuxum einum klæða. Ákærða og brotaþola greinir ekki á um að hann hafi reynt að fá hana til lags við sig í rúminu, verið með reistan lim og strokið brjóst hennar, hún strax tekið hönd hans burt, sagt honum að hún vildi þetta ekki, ákærði þá hætt og þau farið að sofa. Brotaþoli kveðst strax þarna hafa gert ákærða ljóst að þau væru bara vinir og að þau yrðu aldrei annað og meira. Ákærði er sammála því að ekki hafi verið um ástarsamband að ræða á þes segir brotaþola hvorki þá né síðar hafa sagt honum að hún hugsaði bara um hann sem vin og að aldrei yrði meira úr samb um að fyrst eftir atvik þetta hafi samband þeirra verið hálfvandræðalegt, en vináttan ekki breyst. Ákærði hélt upp á ára afmæli sitt laugardaginn 2019 og bauð brotaþola og fleira fólki í partý í sumarbústað foreldra sinna, steinsnar frá . Áfengi var haft um hönd. Um miðnætti fóru brotaþoli og ákærði ásamt fleira fólki á veitingastaðinn og hittu þar meðal annars C systur brotaþola. Við lokun staðarins varð ákærði viðskila við brotaþola. Hún kíkti í eftirpartý, stoppaði stutt við og tók svo leigubíl heim um kl. 04 aðfaranótt sunnudags. Hún kveðst ekki hafa verið í djammstuði, neytt áfengis í hófi og vart ver ið með áfengisáhrifum þegar heim kom. Ákærði fór aftur í bústaðinn með félögum sínum, hringdi þaðan nokkrum sinnum í brotaþola og reyndi að fá hana til sín í eftirpartý. Er ágreiningslaust að þau hafi meðal annars ræðst við þegar brotaþoli sat í leigubílnu m, að hún hafi þá sagst vera búin að fá nóg af næturskemmtan og ætla ein heim. Er þangað kom settist brotaþoli inn í eldhús og fékk sér Cheerios. Á meðan hún 3 var að borða hringdi ákærði aftur, kl. 04:37 samkvæmt staðfestum gögnum um símanotkun þeirra beggj a. Skömmu síðar kom ákærði í leigubíl heim til brotaþola og hleypti hún honum inn í íbúð sína. Eru deildar meiningar um hvað síðan gerðist. I I . Lögreglurannsókn . 1. Föstudaginn 20. september kom brotaþoli ótilkvödd á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot aðfaranótt sunnudagsins 8. september. Hún kvaðst hafa verið að fá sér Cheerios þegar ákærði hringdi í hana kl. 04:37, hún sagt honum að hún væri heima og hann skellt á. Skömmu síðar hafi hún séð ákærða stíga ölvaðan út ú r leigubíl. Hún hafi hleypt honum inn, þau talað saman, hún því næst sagt honum að fara að sofa og farið inn á baðherbergi til að þrífa af sér andlitsfarða og bursta tennur. Þar hafi hún fengið myndsímtal frá C systur sinni. Meðan á samtalinu stóð hafi ákæ svefnherbergi. Þar hafi ákærði legið upp í hjónarúminu, á vinstri hlið þess frá dyrag ættinni séð, í nærbuxum einum klæða og með sæng hennar yfir sér. Hún hafi lagst á hina hlið rúmsins og dregið teppi yfir sig. Hún kvað ákærða hafa verið að hlusta á tónlist í símanum sínum, síminn orðið batteríslaus, brotaþoli þá kveikt á Spotify í sínum s íma, stillt á 30 mínútna prógramm með rólegri tónlist, boðið ákærða góða nótt, snúið sér á vinstri hliðina, með bakið í ákærða og sofnað undir teppinu. Lagalistinn hafi verið runninn á enda þegar hún svo vaknaði á bakinu með skringilega tilfinningu, eins o g hana væri að dreyma, fann ákærða þétt upp við hana, andandi í eyra hennar og með fingur í leggöngum hennar. Hún hafi frosið, en síðan ýtt ákærða í burtu og spurt hvað hann væri li bent honum á að hún hafi verið sofandi og vildi þetta ekki, skipað honum að fara fram í sófa, en strax snúist hugur og vísað honum á dyr laust fyrir kl. 07 um morguninn. Þegar ákærði var farinn hafi brotaþoli hringt í B vinkonu sína og sagt henni frá þv í sem gerðist. B hafi svo komið til hennar um kvöldið. Sama dag hafi brotaþoli sótt son sinn úr pössun hjá A fyrrum tengdamóður sinni, sagt henni frá því sem gerðist og A hvatt hana til að fara á sjúkrahús, sem hún gerði. M vinkona hennar hafi svo heimsótt hana sama kvöld og brotaþoli greint henni frá atvikum. Brotaþoli kvaðst hafa farið í sömu náttfötum á sjúkrahúsið og sett þau til hliðar þegar heim kom. 4 2. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hringdi C í brotaþola kl. 05:04 að morgni sunnudagsins og ræddust þæ r við í 17 mínútur. Einnig liggur fyrir að brotaþoli hringdi í B kl. 07:10. 3. Samkvæmt læknabréfi E tók hún á móti brotaþola við komu á sjúkrahús um kl. 16 á sunnudeginum. Í bréfinu segir að brotaþoli hafi grátið og verið í miklu uppnámi, en gefið skýra f rásögn af atburðum. Er skráð atvikalýsing í öllum meginatriðum samhljóða frásögn brotaþola hjá lögreglu. Haft er eftir brotaþola að hún væri ekki viss um hvort hún myndi kæra atvikið til lögreglu. Þá liggur fyrir bréf F hjúkrunarfræðings 23. október 2019, sem veitti brotaþola stuðningsviðtöl í kjölfar meints brots. Þar er greint frá mikilli vanlíðan brotaþola, sjálfsvígshugsunum og svefnörðugleikum. Brotaþola líði illa heima hjá sér, forðist að fara út og óttist geranda. Hún hafi greinst með alvarleg einken ni þunglyndis og kvíða og Einnig liggur fyrir skýrsla D lögreglumanns, sem ljósmyndaði vettvang 23. september og tók við plast poka með náttfötum brotaþola. D staðfesti skýrsluna fyrir dómi og bar að framlagðar myndir af náttfötum brotaþola sýndu sömu föt og voru í pokanum. 4. B gaf skýrslu hjá lögreglu 3. október. Hún kvaðst vera náin vinkona brotaþola og hafa vaknað við símh ringingu frá henni um kl. 07 að morgni sunnudagsins 8. september. Brotaþoli hafi verið hágrátandi og átt erfitt með orð, en á endanum greint frá því að hún hefði vaknað skömmu áður við þá hræðilegu upplifun að ákærði lá að hluta til ofan á henni, andaði í eyra hennar og hafi brotþoli fundið fyrir fingrum hans inni í kynfærum hennar. Hún hafi vísað ákærða á dyr og strax hringt í B . Brotaþoli hafi hringt aftur seinna um daginn og sagt frá atvikum á sama hátt. B hafi svo farið heim til brotaþola um kvöldið, hl ýtt á frásögn hennar þriðja sinni og sú frásögn verið ítarlegri. Hafi þá komið fram að brotaþoli hafi farið í afmælispartý til ákærða, þaðan í eftirpartý og hún svo farið ein heim í leigubíl. Þar hafi brotaþoli verið að fá sér Cheerios þegar ákærði hafi bi rst og boðið sér inn. Brotaþoli hafi svo klætt sig í náttföt, kveikt á 30 mínútna lagalista, lagst til svefns í rúmi sínu og vaknað við það að ákærði var með fingur inni í kynfærum hennar. Að sögn 5 B hafi brotaþola liðið mjög illa þegar hún greindi frá þess u og hún verið ólík sjálfri sér síðan. 5. C gaf skýrslu sama dag. Hún kvaðst hafa hringt í brotaþola aðfaranótt sunnudagsins 8. september, heyrt í karlmanni í bakgrunni, brotaþoli sagt þetta vera ákærða og að hann hefði boðið sér heim til hennar. Brotaþoli hafi svo hringt í C um hádegi á sunnudegin um, verið miður sín, grátið mikið og greint frá því að hún hafi sofnað í rúmi sínu og vaknað við það að ákærði lá hálfpartinn ofan á henni, andaði í eyra hennar og var með fingur inni í kynfærum hennar. Að sögn brotaþola hafi hún orðið fyrir sjokki og reki ð ákærða á dyr. C kvað brotaþola enn vera miður sín vegna þessa atviks og eiga mjög erfitt uppdráttar. 6. A gaf skýrslu 4. október 2019. Hún kvaðst þekkja brotaþola vel og væri samband þeirra náið. A kvaðst hafa verið að passa son brotaþola og hún ætlað að sækja drenginn á sunnudeginum. Þegar A heyrði ekkert frá brotaþola hafi hún sent henni skilaboð um kl. 14 og brotaþoli komið skömmu síðar, náföl, útgrátin og ólík sjálfri sér. A hafi spurt hvort eitthvað hafi komið fyrir, brotaþoli þá brostið í grát og gr eint frá því að hún hafi verið komin heim og í náttföt og verið að fá sér að borða þegar ákærði hefði boðið sér heim til hennar. Hún hafi síðan sofnað í rúmi sínu og vaknað undir morgun við það að ákærði lá við hlið hennar með fingur inni í leggöngum henna r. A hafi hvatt hana til að leita á sjúkrahús eða til lögreglu. Hún kvaðst finna mun á brotaþola eftir þetta atvik, hún væri mjög döpur dagsdaglega og liði greinilega ekki vel. 7. M gaf skýrslu 3. október. Hún kvaðst hafa fengið skilaboð frá brotaþola su nnudaginn 8. september um að góður vinur hennar hafi brotið gegn henni um nóttina og hún vissi ekki hvað hún ætti að gera. M hafi leitað ráða hjá Stígamótum, í framhaldi haft samband við brotaþola og hvatt hana til að fara á sjúkrahús. M hafi svo heimsótt brotaþola um kvöldið. Brotaþoli hafi verið niðurbrotin og greint frá því að ákærði hefði boðið sér heim til hennar um nóttina, brotaþoli fengið sér að borða, því næst lagst til svefns í rúmi sínu í náttfötum og ákærði þá legið við hlið hennar. Hún hafi svo vaknað einhverju síðar við það að ákærði lá ofan á eða við hlið hennar með fingur í kynfærum hennar. Brotaþola hafi brugðið mjög við þetta, ýtt ákærða frá og spurt hvað hann væri að 6 hafi brotaþoli rekið ákærða á dyr. M kvaðst finna greinilegan mun á líðan brotaþola eftir umræddan atburð. 8. Ákærði var yfirheyrður 9. október. Hann kvaðst hafa verið í miklu stuði umrætt félagar hans fóru aftur í sumarbústaðinn hafi hann hringt í brotaþola til að kanna hver staðan væri á henni. Í framhaldi hafi hann ákveðið að fara heim til hennar, tekið leigubíl og hún hleypt honum inn. Þau hafi tal að saman í smá stund og í framhaldi ákveðið að tilbúna og farið í náttföt inni á baðherbergi og einhverju síðar lagst undir sængina, þétt við hlið hans, í silkináttkjól o g nærbuxum einum fata Ákærði lýsti þessu kúri þannig að brotaþoli hafi legið á vinstri hlið, snúið baki í hann og hvílt á vinstri handlegg hans. Um 5 mínútum síðar hafi ákærði farið með hægri hönd sína farið inn fyrir buxur, nuddað og strokið kynfæri hennar og sett örstutt einn fingur inn í leggöng. Hann kvaðst vera þess fullviss að brotaþoli hafi verið vakandi á þeim tímapunkti. Þegar hún sýndi ekki merki um að hana langaði í ákærða hafi hann hætt. Um 1 0 - 15 mínútum síðar, þegar ákærði var við það að sofna, hafi brotaþoli staðið upp úr rúminu og sagt að hann hefði puttað hana gegn vilja hennar. Ákærði kvað brotaþola þó aldrei hafa gefið til kynna að hún væri þessu mótfallin og tók hönd hans ekki frá eða n eitt svoleiðis, sagði honum bara að fara fram í sófa og sofa þar. Ákærða kvaðst hafa liðið eins og asna eftir þetta, tekið fötin sín fram í stofu, klætt sig og farið út og gist hjá vini sínum, sem bjó í næsta nágrenni. Ákærði var yfirheyrður öðru sinni 9. desember 2019. Nánar aðspurður um atvik í rúmi brotaþola kvaðst hann hafa lagst undir sæng í nærbuxum einum klæða, brotaþoli dið að samband væri á milli þeirra, byrjaði til í hann. Ákærði hafi þá haldið áfram í smá tíma, brotaþoli ekki sagt neitt, hann þá hætt, snúið sér á bakið og farið að sofa. Nokkru síðar hafi brotaþoli svo sagt að hún hafi ekki hafi snert hann. Hann sagði þau hafa legið þétt upp við hvort annað í rúminu, hann auðvitað haldið að hún vær 7 við brotaþola um mögulegt kynferðissamband áður en þau lögðust upp í rúmið, en hún hafi verið til í að fá hann heim og hefði átt að segja honum að hún vildi ekki kynferðislegt samneyti. Ákærða hafnaði bótakröfu brotaþola 27. janúar 2020. I II . Framburður ákærða fyrir dómi . Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann greindi frá nánu vinasambandi við brotaþola, játti rétt að þau hafi aldrei verið kærustupar, hann þó vonað að svo yrði og sagði þau stundum hafa kysst hvort annað, þó ekki tungukossi. Ákærði kvaðst hafa verið stadd ur í sumarbústaðnum aðfaranótt sunnudagsins 8. september 2019 þegar hann hringdi í í heimsókn og því farið heim til hennar í leigubíl. Er þangað kom hafi hún hleypt honum inn, þau spjallað saman í dágóða stund, brotaþoli síðan farið inn á bað til að skipta um föt fyrir nóttina, verið þar alllengi og ákærði heyrt að hún ræddi við systur s ína í síma. Á meðan hafi hann klætt sig úr öllu nema nærbuxum, lagst upp í rúmið hennar og beðið þess að hún kæmi. Þegar brotaþoli kom inn í svefnherbergið hafi hún verið berleggjuð og í silkináttkjól, rennt sér upp í rúmið til hans, snúið baki í hann og þ au legið með líkama sína þétt saman undir einni sæng þegar ákærði lagði aðra höndina á maga hennar. Hann - 10 mínútum síðar byrjað að fara rólega niður með höndina, strokið og nuddað kynfæri brotaþola og hún þá gefi ð frá sér stunur. Ákærði hafi skilið þær svo að brotaþoli vildi þetta og því hafi hann farið með fingur smá inn í leggöng hennar. Þegar hann svo heyrði ekki frekari stunur hafi hann strax hætt, lagst á bakið og farið að sofa. Um 10 - 15 mínútum síðar, þegar ákærði var við það að sofna, hafi brotaþoli æst sig upp og sagt að hann hefði puttað hana án leyfis. Ákærði hafi orðið miður hún sent hann fram í stofu að sofa, en ákæ rða liðið eins og asna, ekki viljað sofa í stofusófanum og því farið til vinar síns og sofnað í sófa hjá honum. Ákærði kvaðst hafa haldið að brotaþoli væri vakandi þegar hann káfaði á kynfærum hennar og setti fingur inn í leggöng. Hann sagði brotaþola aldr ei hafa snert hann með höndum þegar þau lágu í rúminu, en hún ýtt sér örlítið betur að honum. Ákærða voru sýndar ljósmyndir af þeim náttfatnaði sem brotaþoli kveðst hafa verið í um nóttina og sagðist hann nær viss um að 8 hún hafi verið í nærbuxum og silkiná ttkjól, enda hafi hann fundið fyrir berum fótleggjum hennar í rúminu. Ákærði kvaðst ekki hafa reynt að hafa samband við brotaþola eftir þetta, fyrst af því hann hafi verið svo miður sín yfir viðbrögðum hennar og síðan af því að hún eyddi honum út af samfé lagsmiðlum. Ákærða kvaðst enn líða hörmulega yfir þessu, forðist að vera í bænum og hafi hellt sér í vinnu. Hann kvaðst sjá að hann hefði átt að teygja sig til brotaþola strax á eftir, sagðist enn þykja vænt um hana og skilji að henni líði líka illa. I V . Framburður brotaþola fyrir dómi . Brotaþoli greindi frá hinu nána vinsambandi við ákærða, kvaðst hafa borið mikið traust til hans og þau gert ýmislegt saman. Frá hennar sjónarhóli gat sambandið þó aldrei orðið annað og meira en vinasamband og hafi hún gert ákærða þetta ljóst þegar hann gisti hjá henni í fyrra skiptið, sumarið 2019. Sú afstaða hafi aldrei breyst og þau ekki einu sinni kysst hvort annað. Brotaþoli kvaðst hafa fengið símtal frá ákærða aðfaranótt sunnudagsins 8. september, hann spurt hvar hún væ ri og hvað hún væri að gera. Hún hafi sagst vera á leið heim og að kvöldið væri búið hjá henni. Hún hafi svo verið að fá sér Cheerios í eldhúsinu þegar hún sá leigubíl koma að húsinu og ákærða stíga út. Hún kvaðst ekki hafa boðið honum í heimsókn og hann e kki boðað komu sína, en þar sem ákærði var vinur sem hún treysti hafi hún hleypt honum inn. Ákærði hafi strax verið með dólgslæti, tekið af henni Cheerios skálina og sótt sér kókómjólk úr ísskápnum. Hún kvaðst ekki hafa kært sig um að hafa hann á heimilinu sig inni á baðherbergi, klætt sig þar í og gert sig tilbúna fyrir svefn. Á meðan hafi C systir hennar hringt myndsímtal og þær verið a ð ræða atburði kvöldsins þegar ákærði hóf að banka á hurðina og trufla samtal þeirra. C hafi spurt hvort einhver væri hjá henni, hún nafngreint ákærða og sagt að hann hafi bara birst heima hjá henni. Þegar brotaþoli kom síðan inn í svefnherbergi hafi ákærð i legið uppi í rúmi undir sæng og í nærbuxum einum klæða. Brotaþoli hafi ekki kippt sér upp við þetta, lagst upp í rúmið hinum megin, í náttfötum frá toppi til táar, dregið til sín hvítt teppi, sem var til fóta í rúminu og breytt það yfir sig. Þau hafi svo talað saman í um 5 mínútur, hún þá sagt ákærða að fara að sofa, snúið baki í hann, boðið honum góða nótt og stillt símann sinn á 30 mínútna lagalista með rólegum lögum til að þau færu bæði að sofa. Brotaþoli kvaðst á engum tímapunkti hafa snert ákærða, sa gði líkama þeirra ekki hafa snerst og hann ekki verið búinn að leggja 9 hönd sína yfir hana þegar hún sofnaði, eftir að hafa hlýtt á 2 - 3 lög á listanum. Listinn með ákærða þétt upp við hana, hálfpartinn ofan á hægri hluta líkama hennar og verið að anda eða hálfpartinn stynja í eyra hennar. Um leið hafi hún fundið að hann var með fingur Brotaþol i kvaðst hafa frosið, en síðan fundið kjark til að ýta ákærða frá. Þegar hún síðan út , hann stigið fram úr rúminu, klætt sig í föt og farið út. Um leið og hann var farinn hafi hún hnigið niður og brostið í grát, hringt í B bestu vinkonu sína og sagt henni frá því sem gerðist. Brotaþoli kvaðst ekki vön því að sofa kappklædd, en hafi gert þa ð í þetta skipti af því að ákærði gisti hjá henni. Hún kvaðst hafa verið í sömu náttfötum þegar hún fór á sjúkrahúsið síðar um daginn, setti þau svo við þvottavélina eftir að heim kom og afhenti síðan lögreglu. Hún sagði ákærða aldrei hafa beðið hana afsök unar á því að hafa brotið gegn henni. Hún kvaðst fyrst á eftir hvorki hafa getað litið í spegil né sofið í hjónarúminu og fann að líðan hennar bitnaði á umönnun sonarins. Hún kvaðst enn brotin, játti rétt að hún hafi áður búið við sjálfsvígshugsanir og sag ði þetta atvik hafa ýft upp gömul sár. V . Framburður annarra vitna fyrir dómi . 1. B bar að hún og brotaþoli væru mjög góðir vinir og tali saman nær hvern dag. Hún kvaðst hafa vaknað við símhringingu frá brotaþola að morgni sunnudagsins 8. september. Brotþoli hafi verið hágrátandi, átt erfitt með orð, B X að eitthvað væri að. Í framhaldi hafi brotaþoli greint frá því að hún hefði vaknað skömmu áður við það að ákærði lá að hluta til ofan á hen ni, andaði í eyra hennar og brotþoli fundið fyrir fingrum hans inni í kynfærum hennar. Að sögn brotaþola hafi hún fyrst rekið ákærða fram og síðan sagt honum að fara út. Brotaþoli hafi svo hringt aftur og sagt frá atvikum á sama hátt. B hafi í framhaldi fa rið heim til brotaþola og hlýtt á frásögn hennar þriðja sinni. B kvaðst vita að brotaþoli hafi fengið góða hjálp frá fagaðilum í kjölfar þessa atburðar, en það breytti ekki því að brotaþoli treysti ekki fólki eins og hún áður gerði. 2. C systir brotaþola b ar fyrir dómi að hún þekkti ágætlega til ákærða, hafi stundum hitt hann á djamminu og hann ávallt verið viðkunnanlegur. Hún kvaðst aldrei hafa verið 10 með ákærða og brotaþola í hópi, en systir hennar hafi sagt að hann væri mjög góður vinur sem hún treysti og fyndist því ekki óþægilegt þótt hann gisti hjá henni. C kvaðst hafa hringt í brotaþola aðfaranótt sunnudagsins 8. september til að athuga hvort hún væri komin heim. Hún hafi svo hringt aftur og þær átt langt myndsímaspjall þar sem brotaþoli var inni á bað herbergi. Brotaþoli hafi verið háttuð og C séð nátttreyju hennar á símaskjánum. Hún hafi og heyrt hávaða og læti hinu megin línunnar, brotaþoli sagt að þetta væri ákærði og að hann hefði boðið sér heim til hennar. Daginn eftir hafi brotaþoli svo hringt í C og greint frá því að hún hafi sofnað í rúmi sínu, með bakið í ákærða og þau með sitt hvora sængina og hún vaknað við það að ákærði var með fingur inni í kynfærum hennar. C sagði brotaþola hafa náð að vinna örlítið úr áfallinu sem hún varð fyrir umrædda nó tt, en eigi enn erfitt og geti ekki sinnt syni sínum eins og hún vildi. C kvaðst ekki vita til þess að brotaþoli hafi orðið fyrir alvarlegum áföllum fyrir þetta atvik, en vissi að hún hafi fyrir þann tíma glímt við sjálfsvígshugsanir. 3. A fyrrum tengdamóð ir brotaþola bar að þegar brotaþoli kom að sækja son sinn úr pössun hafi hún verið í miklu uppnámi og A spurt hvort eitthvað hafi komið fyrir. Brotaþoli hafi þá brostið í grát og greint henni frá því að ákærði hefði fengið að gista hjá henni um nóttina, ha nn átt að sofa frammi í stofu og hún vaknað í rúmi sínu við það að ákærði lá við hlið hennar með fingur í leggöngum hennar. Hún hafi spurt ákærða hvað hann væri að gera, sagt að þetta væri ekki rétt og beðið hann að fara út, sem hann gerði. A kvaðst hafa þ ekkt brotaþola frá fæðingu og fyndi breytingu bæði á henni og syni hennar eftir þetta atvik. Hún taldi brotaþola enn eiga eftir að vinna úr því áfalli sem hún varð fyrir. 4. M kvaðst vera náin vinkona brotaþola, þekkja til ákærða og vita að hann og brotaþo li hafi verið góðir vinir. Hún kvaðst hafa fengið SMS skilaboð frá brotaþola sunnudaginn 8. september og hún þar greint lauslega frá því sem gerst hefði. Í framhaldi hafi M heimsótt brotaþola, hún þá verið grátandi og sagt frá því að ákærði hefði komið hei m til hennar um nóttina, lagst upp í rúmið hennar og henni fundist það í lagi, en hún svo vaknað við það að ákærði var að snerta hana. Að sögn brotaþola hafi hún spurt hvað M kvaðst merkja breyting ar á brotaþola eftir atvik þetta, hún í fyrstu dregið sig út úr vinkonuhópnum og lítið látið frá sér heyra. 11 5. E staðfesti fyrir dómi læknabréfið, sem frá greinir í kafla II. - 3. að framan og bar með sama hætti og þar segir um frásögn brotaþola. Hún kvað brotaþola hafa verið íklædda dökkum náttfötum og úlpu við komu á sjúkrahús. 6. F hjúkrunarfræðingur staðfesti f yrir dómi bréf sitt, sem frá greinir í kafla II. - 3. Hún kvað brotaþola hafa komið í nokkur viðtöl í kjölfar meints kynferðisbrots, hún borið mikil kvíðaeinkenni og greinst með ýmis önnur einkenni áfallastreituröskunar. F kvaðst ekki muna hvort brotaþoli ha fi glímt við sjálfsvígshugsanir fyrir þennan atburð, en sagðist vita að hún ætti fyrri sögu um þunglyndi. 7. G móðir ákærða bar að ákærði og brotaþoli hafi verið vinir í mörg ár og henni fundist vináttan vera að þróast yfir í kærustusamband þegar brotaþoli var farin að hringja heim til ákærða. G kvaðst ekki þekkja brotaþola og aldrei hafa séð hana og ákærða saman. Eftir meint brot hafi ákærði greint frá því hve illa honum liði, hversu nánir vinir hann og brotaþoli hafi verið og honum því fundist að þau hefð u getað rætt saman um þetta atvik, sem að sögn G hafði mjög slæm áhrif á ákærða. Hann hafi einangrað sig frá vinum, fari lítið út á meðal fólks og verji öllum sínum tíma í vinnu og að gera við bílana sína. 8. H faðir ákærða kvaðst hafa vitað að ákærði vær i í sambandi við einhverja stelpu, þau hringst á og ákærði heimsótt hana. H hafi haldið að þau væru par og ekki dottið annað í hug út frá því hvernig ákærði talaði um hana. Eftir að kæra var lögð fram hafi ákærði komið grátandi til hans og verið mikið niðr i fyrir og H haldið að brotaþoli hafi sagt honum upp. Í framhaldi hafi ákærði greint frá því að hann hefði farið heim til brotaþola og þau lagst upp í rúm eins og ástvinir gera og hann hætt öllu þegar hún var ekki viljug. Hún hafi svo reiðst og rekið hann fram í stofu, en ákærði frekar viljað fara heim og brotaþoli þá reiðst hastarlega. H sagði atvik þetta hafa haft gríðarleg áhrif á ákærða. Hann hafi meira og minna hætt á djamminu, forðist að vera í bænum, ynni nær öllum stundum og verði frítíma sínum í að gera við bíla. Hann hafi svo nýlega leitað sér sálfræðiaðstoðar. 9. 12 I vinur ákærða kvaðst lítið vita um vinasamband ákærða og brotaþola, ekki hafa skipt sér af því og aldrei verið með þeim tveimur. Hann sagði ákærða hafa greint frá málinu síðastliðið vo r og á þann veg að ákærði hefði hringt í brotaþola og þau mælt sér mót heima hjá henni. Þar hafi þau talað saman, brotaþoli í framhaldi farið inn á baðherbergi að gera sig klára fyrir háttinn, ákærði á meðan háttað sig ofan í rúm, hún síðan komið inn í sve fnherbergi og lagst hjá honum undir sæng. Þar hafi ákærði haldið henni eitthvað. Brotaþoli hafi stunið og virst njóta þess, en svo hætt þegar ákærði var kominn með fingu r inn í leggöng hennar. Ákærði hafi þá strax hætt. Hún hafi svo rekið hann fram í stofu, en ákærði ákveðið að klæða sig og fara til vinar síns og gista þar. I bar að ákærði hafi áður verið mikil félagsvera og þeir hist flest kvöld, en í dag sé hann mjög þu ngur og loki sig af frá félögum sínum. 10. J vinur ákærða bar fyrir dómi að hann hefði haldið að vinátta ákærða og brotaþola væri þróast yfir í kærustusamband. Hann sagði ákærða hafa greint frá atvikum á þann veg að ákærði hefði farið heim til brotaþola, þ ákærði snert hana í rúminu, haldið að þau væru að fara að gera eitthvað, hún ekki viljað það og ákærði þá hætt og farið heim til vinar síns. J kvaðst hafa þekkt ákærða frá því í leikskóla og aldrei séð honum líða ja fn illa og eftir þetta atvik. 11. K lögreglumaður kom fyrir dóm vegna málsins, en hann er kvæntur föðursystur ákærða og þekkir hann vel. K bar ákærða mjög vel söguna og greindi frá því að ákærði hafi komið til hans niðurbrotinn að lokinni fyrri yfirheyrslu á lögreglustöð, enda staðið í þeirri trú að hann ætti að gefa skýrslu vegna óskylds máls, en þess í stað verið sakaður um kynferðisbrot. K kvaðst ekkert hafa komið að rannsókn málsins og aldrei rætt það við ákærða. Hann sæi hins vegar að frá sama tíma haf i ákærða liðið afskaplega illa, hann lokað sig af frá umheiminum og væri flestum stundum einn. 12. L yfirlögregluþjónn stýrði rannsókn málsins. Hann staðfesti að ákærði hafi ekki vitað um tilefni skýrslugjafar þegar hann mætti fyrst á lögreglustöð og verið mjög brugðið þegar hann heyrði hvert sakarefnið væri. VI . Niðurstaða . 13 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atr iði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leið af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Ákærða er gefin að sök nauðgun samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa aðfaranótt sunnudags ins 8. september 2019, í svefnherbergi brotaþola, eftir að hún var sofnuð, án hennar samþykkis, farið með hönd sína inn fyrir buxnastreng brotaþola og stungið fingri inn í leggöng hennar og ákærði notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum s vefndrunga. Ákærði neitar sök og telur ósannað að brotaþoli hafi verið sofandi og ekki getað spornað við þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru. Hann gengst við því að hafa farið með aðra hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar, strokið kynfæri hennar og sett fi ngur inn í leggöng, segir brotaþola hafa brugðist við með því að gefa frá sér stunur, þær síðan hætt og ákærði þá strax tekið fingur úr leggöngum hennar. Fyrir þann tíma hafi honum verið ómögulegt að vita að brotaþoli væri sofnuð . Ákærði hafi ekki haft áse tning til að brjóta gegn brotaþola og beri af þeim sökum að sýkna hann af ákæru. 3. Með lögum nr. 16/2018 var 194. gr. almennra hegningarlaga breytt og hljóða tveir mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en Samkvæmt 2. mgr. 194. gr. telst það einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. ef maður beitir blekkingum eða notfærir sér villu annars manns um aðstæður eða notfærir sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. 14 Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til nefndra breytingarlaga er áréttaður sá áskilnaður 194. gr., sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga , að ásetningur sé ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta brots eins og því er lýst í 194. gr . Beri í þessu sambandi að leggja til grundvallar mat geranda á aðstæðum á verknaðarstundu og sé þannig ekki u nnt að sakfella h ann fyrir nauðgun ef hann hefur haft réttmæta ástæðu til að ætla að gagnaðili væri samþykkur kynmöku nu m . Með frumvarpinu er lögð til sú breyting að samþykki verði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig verði lögð aukin áhersla á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings hvað varðar kynlíf, líkama og tilfinningalíf með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hend i eða ekki. Sú krafa sé gerð að samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hafi legið fyrir og það verið tjáð af frjálsum vilja. eða önnur kynferðismök geti varðað refsingu ef skýrt samþykki til þátttöku í breytingu sé aðaláherslan lögð á hvort samræði eða kynferðismök hafi farið fram með vilja og samþykki þátttakenda. Ljóst sé að samþy kki verði að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýði að gefa þurfi samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki verði gerð sú krafa að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn og ekki megi túlka algert athafnaleysi sem vilja til þátttöku. 4. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um aðdraganda þess að hann fór heim til hennar laust eftir kl. 04:30 aðfaranótt sunnud agsins 8. september 2019 og um það sem síðan gerðist í svefnherbergi brotaþola. Af skýrslugjöf ákærða hjá lögreglu verður ekki annað ráðið en að hann hafi ákveðið að fara heim til brotaþola þegar fyrir lá að hún væri komin heim. Fyrir dómi kvaðst ákærði ha fa spurt brotaþola hvort hann mætti kíkja í heimsókn, hún hvorki svarað honum af eða á og ákærði því ákveðið að fara til hennar. Brotaþoli greindi lögreglu frá því að hún hafi sagt ákærða frá því gegnum síma að hún væri komin heim, hann þá slitið samtalinu og skömmu síðar verið mættur heim til hennar. Samrýmist sú frásögn framburði brotaþola fyrir dómi um að ákærði hafi ekki boðað komu sína, hún heldur ekki boðið honum í heimsókn og hann því birst óvænt heima hjá henni. Ákærði var ölvaður við komu. Af framb urði beggja má ráða að þau hafi talað saman í einhverja stund. Brotaþoli hefur verið stöðug í þeim framburði að hún hafi í 15 framhaldi sagt ákærða að fara að sofa og hún því næst farið inn á baðherbergi til að þrífa af sér andlitsfarða, bursta tennur og klæð a sig í náttföt. Þau greinir ekki á um að brotaþoli hafi verið alllengi inni á baðherberginu og meðal annars átt myndsímtal við C systur sína. Í málinu liggur fyrir að umrætt símtal varði í 17 mínútur. C hefur borið fyrir dómi að meðan á samtalinu stóð haf i hún séð brotaþola í nátttreyju og styður það framburð brotaþola, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, um að hún hafi klætt sig í nátttreyju, nærbuxur, síðar náttbuxur og sokka áður en hún fór inn í svefnherbergi og lagðist upp í hjónarúmið við hlið ákærða. F rásögn brotaþola um hvernig hún var klædd fær einnig stoð í vitnisburði E læknis, en hún bar fyrir dómi að brotaþoli hafi verið í dökkum náttfötum og úlpu þegar hún kom á sjúkrahús um kl. 16 á sunnudeginum. Frásögn brotaþola fær enn fremur stoð í vitnisbur ði D lögreglumanns, sem bar fyrir dómi að brotaþoli hafi afhent honum plastpoka með þeim náttfötum sem hún var í um nóttina. Samkvæmt framlögðum ljósmyndum er um að ræða nærbuxur, svartar síðar náttbuxur, rauða hálmerma nátttreyju og þykka sokka. Brotaþoli kveðst hafa tekið þennan fatnað til hliðar eftir að hún kom heim af sjúkrahúsinu, sett þau inn í þvottahús og síðan afhent lögreglumanninum. Telur dómurinn frásögn þessa trúverðuga og renna styrkum stoðum undir þann framburð brotaþola að hún hafi verið ík lædd svörtum síðum náttbuxum, rauðri hálferma nátttreyju og þykkum sokkum þegar hún lagðist upp í rúmið við hlið ákærða. Að gættum þessum atriðum þykir framburður ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi um að brotaþoli hafi lagst upp í rúmið í nærbuxum og silkin áttkjól einum klæða svo ótrúverðugur að á honum verður ekki byggt. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt telur dómurinn ekkert fram komið í málinu, sem gefið hafi ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að til kynferðislegra athafna myndi koma milli ha ns og brotaþola þegar hún lagðist upp í hjónarúmið við hlið hans. Frásögn ákærða og brotaþola um vinasamband þeirra, sem rakin er í I. kafla að framan, styður þessa ályktun dómsins. 5. Kemur þá til skoðunar hvort aðstæður hafi breyst eftir að brotaþoli l agðist upp í rúmið og þá með þeim hætti að ákærði hafi með réttu mátt ætla að hjá brotaþol a hafi kviknað kynferðislegur áhugi á honum og hún væri samþykk og viljug til kynferðislegra athafna. Brotaþoli hefur frá upphafi verið stöðug í þeim framburði að ákæ rði hafi legið á annarri hlið hjónarúmsins, með sæng hennar yfir sér og hún lagst á hina hlið rúmsins og 16 dregið yfir sig teppi. Þau hafi síðan hlustað á tónlist og talað saman í um 5 mínútur samkvæmt framburði hennar fyrir dómi, hún því næst kveikt á 30 mí nútna lagalista með rólegum lögum, boðið ákærða góða nótt, snúið sér á vinstri hlið, með bakið í ákærða og sofnað stuttu síðar. Brotaþoli staðhæfir að fram til þess tíma hafi líkamar þeirra ekki snerst, hún ekki snert ákærða með höndum og hann ekki snert l íkama hennar. Þegar hún svo vaknaði hafi lagalistinn verið búinn, ákærði legið þétt upp við og nánast ofan á hægri hluta líkama hennar, hann verið að anda eða stynja í eyra hennar og með fingur inni í leggöngum hennar. Þegar ákærði gaf sína fyrri skýrslu hjá lögreglu sagði hann brotaþola hafa lagst undir sæng við hlið hans í rúminu, snúið baki í hann, hvílt á vinstri handlegg hans og þau byrjað að kúra saman. Um 5 mínútum síðar hafi ákærði fært hönd sína rólega niður að kynfærasvæði brotaþola, þess fullvis s að brotaþoli væri vakandi, farið inn fyrir nærbuxur hennar, nuddað og strokið kynfæri og sett einn fingur örstutt inn í leggöng hennar. Þegar hún sýndi ekki merki um að hana langaði í ákærða kynferðislega hafi hann strax hætt. Við seinni skýrslugjöf hjá lögreglu greindi ákærði með sama hætti frá því að brotaþoli hafi þau legið þétt upp við hvort annað, ákærði skynjað eitthvað á milli þeirra, hann því fært hönd sína r ekkert sagt og ekki sýnt frekari viðbrögð og hann þá strax hætt. Fyrir dómi kvað ákærði brotaþ ola hafa rennt sér upp í rúmið til hans, snúið í hann baki og þau legið þétt saman með líkama sína þegar ákærði lagði aðra hönd sína á maga brotaþola. Um 5 - 10 mínútum síðar hafi hann fært höndina rólega niður að kynfærum brotaþola, strokið og nuddað kynfær i hennar og hún brugðist við með stunum. Ákærði hafi skilið þetta svo að hún væri viljug til kynmaka og því farið með fingur smá inn í leggöng brotaþola. Þegar hún svo brást ekki við með frekari stunum hafi hann strax hætt og farið að sofa. Við mat á trúve rðugleika framburðar ákærða og því hvort hann hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að hjá brotaþola hafi kviknað kynferðislegur áhugi á honum eftir að hún lagðist upp í rúmið sitt ber að líta til þess að ákærði hefur aldrei haldið því fram að brotaþoli ha fi farið um hann höndum í rúminu, þau talað saman um að eiga kynferðislegt samneyti eða kysst hvort annað í aðdraganda þess að hann færði hönd sína á kynfærasvæði hennar. Þá liggur og fyrir það álit dómsins að hafna beri ótrúverðugri frásögn ákærða um nátt klæðnað brotaþola. Telur dómurinn þessi fjögur atriði draga 17 verulega úr líkindum þess að brotaþoli hafi haft kynferðislegan áhuga á ákærða eða hann mátt ætla að svo væri. Að gættum sömu atriðum og með hliðsjón af stöðugum framburði brotaþola hjá lögreglu o g fyrir dómi, sem dómurinn metur trúverðugan, þykir ekkert fram komið fyrir dómi sem bendir til þess að brotaþoli hafi með orðum, athöfnum eða annars konar ótvíræðri tjáningu, gefið til kynna að hún væri samþykk því og hefði vilja til að ákærði færi inn fy rir nærbuxur hennar og setti fingur inn í leggöng hennar. Bendir framburður brotaþola þvert á móti eindregið til þess að hún hafi þá verið sofnuð undir teppi og án líkamlegrar snertingar við ákærða. Fær þessi ályktun stoð í þeim framburði ákærða fyrir dómi að brotaþoli hafi snúið í hann baki þegar hann lagði aðra hönd sína á maga hennar og færði síðan höndina, um 5 - 10 mínútum síðar, niður að kynfærum hennar, strauk og nuddaði kynfærin og sett fingur inn í leggöng brotaþola. Það eitt að brotaþoli hafi eftir atvikum gefið frá sér hljóð við athafnir ákærða gat undir þeim kringumstæðum er þarna voru ekki gefið honum réttmætt tilefni til að ætla að hún væri vakandi og samþykk kynmökum, enda liggur ljóst fyrir samkvæmt framburði þeirra beggja að brotaþoli tók enga n þátt í þessum athöfnum. Í ljósi alls þessa þykir frásögn ákærða af því sem gerðist í rúminu ótrúverðug og bera þess merki að hann freisti þess að fegra sinn hlut á kostnað brotaþola. Eins og áður segir hringdi brotaþoli í B bestu vinkonu sína kl. 07:10 að morgni sunnudagsins og greindi frá því sem gerst hefði þá örskömmu áður. Þá sótti brotaþoli son sinn í pössun laust eftir kl. 14 á sunnudeginum og greindi A fyrrum tengdamóður sinni frá atburðum. Sama dag greindi hún C systur sinni, M vinkonu sinni og h lutlausum lækni frá atvikum og ávallt á sama veg í öllum meginatriðum. Vísast um þetta til kafla II. - 3 til II. - 7 að framan. Sömu fimm vitni komu fyrir dóm og báru öll með trúverðugum hætti á þann veg að styðji eindregið frásögn brot a þola um hvað gerðist í rúminu. Telur dómurinn engu breyta við sönnunarmat þótt ákærði hafi leitt foreldra sína og tvo vini fyrir dóm og þau borið um upplifun ákærða af atvikum, enda hlýddu þau ýmist nokkru eða löngu síðar á endursögn ákærða og báru með óljósum hætti um hans hlið mála. Verður frásögn foreldra hans og vina þannig hvergi nærri jafnað saman við frásögn áðurnefndra fimm vitna. Að þessu gættu og með hliðsjón af staðföstum og trúverðugum framburði brotaþola þykir hafið yfir allan skynsamlegan vafa að ákærði hafi greint sinn brotið gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, með þeim hætti sem lýst er í ákæru, þegar hann notfærði sér svefndrunga brotaþola og fór án hennar samþykkis með hönd sína inn fyrir buxnastreng hennar og stakk fingri inn í leggöng hennar. Breytir engu í því sambandi 18 þótt fyrst hafi komið fram hjá brotaþola fyrir dómi að ákærði hafi á sama tíma verið að fitla við sjálfan sig, enda ráðast úrslit máls af því hvort sannað sé að ákærði hafi brotið gegn kynfrelsi hennar. Er ákærði því sannur að nauðgun í skilningi 194. gr. almennra hegningarlaga og ber að refsa honum samkvæmt því. 6. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ákærði var 22 ára og brotaþoli 24 ára þegar brotið var framið. Við ákvörðun refsingar be r að líta til þess að brotaþoli leit á ákærða sem trúnaðarvin, treysti honum í hvívetna og átti sér einskis ills von þegar hún leyfði honum að gista í hjónarúmi hennar. Ákærði rauf þetta traust þegar hann notfærði sér svefndrunga brotaþola til að hafa við hana kynmök í rúminu. Fyrir liggur að ákærði var ölvaður, hrifinn af brotaþola og óskaði þess að samband þeirra yrði annað og meira en náið vinasamband. Ákærði hafði þó engan rétt til að yfirfæra eigin þrár yfir í löngun brotaþola til kynferðislegs samneyt is við hann, svo sem hann gerði umrædda nótt. Af framburði brotaþola og vitna er ljóst að framferði ákærða hefur valdið henni verulegri vanlíðan. Eins og málið liggur fyrir verður fallist á með ákæruvaldinu að ákærði eigi sér engar málsbætur. Þykir refsing hæfilega ákveðin 18 mánaða fangelsi. Eins og mál þetta horfir við dóminum hefur brot ákærða ekki aðeins markað djúp spor í sálarlíf brotaþola heldur og sálarlíf ákærða og valdið þeim báðum miklu áfalli. Vinskapur þeirra virðist hafa verið náinn og þeim bá ðum mjög dýmætur. Þau áttu trúnað hvors annars og litu á hvort annað sem sinn besta vin. Bæði voru gersamlega niðurbrotin þegar þau gáfu skýrslur fyrir dómi og er það álit dómsins að eftir standi tveir laskaðir einstaklingar, sem líði enn í dag afskaplega illa og muni seint jafna sig á því sem ákærði gerði umrædda nótt. Framburður vina þeirra og fjölskyldumeðlima styður þá ályktun. Að öllu þessu gættu hefur dómurinn, eins og hér stendur sérstaklega á, verulegar efasemdir um að afplánun refsingar geti þjónað sérstökum hagsmunum brotaþola eða almennum hagsmunum annarra. Þykir því rétt að ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 7. Samk væmt greindum málsúrslitum ber að taka afstöðu til framlagðrar bótakröfu í málinu, en hún var birt fyrir ákærða 27. janúar 2020. Hann hefur verið fundinn sekur 19 um nauðgun og ber að greiða brotaþola miskabætur á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sá lrænu tjóni, ekki síst þegar gerandi er besti vinur þolanda. Í bréfi F hjúkrunarfræðings 23. október 2019, sem rakið er í kafla II. - 3 að framan, er greint frá mikilli vanlíðan brotaþola fyrstu vikurnar eftir brotið, þ.á.m. alvarlegum einkennum þunglyndis o g kvíða, sjálfsvígshugsunum, svefnörðugleikum, vanlíðan á eigin heimili og því að brotaþoli forðaðist að fara út úr húsi. Einnig liggur fyrir vottorð O sálfræðings 4. nóvember 2020, en þar kemur fram að brotaþoli hafi sótt meðferðar hjá sérfræðingnum og í fyrstu borið augljós og hamlandi einkenni áfallastreitu, sem höfðu áhrif á daglegt líf hennar. Meðferð hafi skilað árangri og góður bati náðst síðastliðið vor, en einkenni svo aukist í aðdraganda þess að mál þetta var tekið fyrir í dómi. Umsagnir sérfræðin ganna tveggja samrýmast framburði vitnanna B , A , C og M , sem þekkja brotaþola vel og hafa öll borið með líkum hætti um greinilegar breytingar á líðan og högum hennar í kjölfar brotsins. Með hliðsjón af öllum atvikum að broti ákærða og vísan til þess se m að ofan greinir þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Ber sú fjárhæð almenna vexti samkvæmt 8. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. september 2019 til 27. febrúar 2020, en frá þeim degi dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6 . gr. , sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. 8. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála skal dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, en til hans telst 26.000 króna útlagður kostnaður ákæruvaldsins, ferðakostnaður og þóknun Gunnhildar Pétursdó ttur réttargæslumanns brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi, þóknun Kristjáns Óskar Ásvaldssonar verjanda ákærða á rannsóknarstigi og ferðakostnaður og málsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda ákærða fyrir dómi. Þóknun Kristjáns Óskars Ásvaldsona r þykir hæfilega ákveðin 114.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hennar hæfilega ákveðin 877.920 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með sömu for merkjum þykja málsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda hæfilega ákveðin 1.399.340 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá greiði ákærði 15.500 króna ferðakostnað réttargæslumanns og 62.620 króna ferðakostnað verjanda síns fyrir dómi. 20 Jónas Jóha nnsson settur dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 18 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum fimm árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði Y 1.500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. september 2019 til 27. febrúar 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsluda gs. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda 877.920 króna þóknun Gunnhildar Pétursdóttur réttargæslumanns brotaþola og 15.500 króna aksturskostnað, 114.700 króna þóknun Kristjáns Óskar Ásvaldssonar verjanda síns hjá lögreglu, 1.399.340 króna málsva rnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda síns fyrir dómi og 62.620 króna ferðakostnað sama verjanda. Jónas Jóhannsson Rétt endurrit staðfestir. Héraðsdómur Vestfjarða, 20.11.2020.