Héraðsdómur Austurlands Dómur 23. júní 2020 Mál nr. E - 51/2018 : Héraðsdómur Austurlands Dómur í máli nr. E - 51/2018 23. júní 2020 Ice Lagoon ehf. (Jón Þór Ólason lögmaður) gegn Sveitarfélaginu Hornafirði (Árni Helgason lögmaður) Mál þetta er höfðað með stefnu birtri 28. maí 2018 2018. Stefnandi er Ice Lagoon ehf., Uppsölum 1, 780 Höfn í Hornafirði. Stefndi er Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði. A ðalmeðferð málsins fór fram 13. mars sl. Þar sem vegna leyfa og annríkis dómara, dómur var ekki kveðinn upp innan lögmælts frests, var málið flutt munnlega að nýju 12. maí sl. og tekið til dóms í kjölfarið. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga um meðfer ð einkamála nr. 91/1991. Dómkrafa stefnanda er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna tjóns stefnanda á ferðaþjónustustarfsemi hans við austurbakka Jökulsárlóns á landi Fells á árunum 2010 til 2017, sem leiddi af því ólögmæta skilyrði, sem stef ndi gerði í ákvörðunum sínum 20. maí 2010 og 27. janúar 2014, um samþykki allra sameigenda að landi Fells og vegna synjana stefnda þann 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015, í öllum tilvikum vegna umsókna stefnanda um stöðuleyfi við austurbakka Jökulsárlóns á l andi Fells og ólögmætum aðgerðum stefnda sem byggðust á þessum ákvörðunum. 2 Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu skv. málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda er lagður verður fram við aðalmeðferð málsin s, eða eftir atvikum samkvæmt mati dómsins. Stefndi gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda. Þá gerir stefndi kröfu um að honum verði dæmdur málskostnaður. Málsatvik Jökulsárlón er staðsett í nánd við þjóðveg eitt og gengur vegurinn í gegnum hengibrú er liggur yfir útfall lónsins, þ.e. Jökulsá á Breiðamerkursandi, út í sjó. Aðgengi er fyrir bifreiðar og fólk beggja vegna brúarinnar og stefnandi orðar það svo að áin skipti væði ferðamálaþjónustu vera á austurbakkanum en vesturbakkinn er í þjóðlendu , sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 345/2005. Jökulsárlón hefur verið á Náttúruminjaskrá síðan 1975 og þann 25. júlí 2017 var lónið auk nærliggjandi svæða friðlýst. Almennt h efur verið siglt með ferðamenn frá austurhluta lónsins sem tilheyrir jörðinni Felli og er það ágreiningslaust. Stefnandi telur það liggja fyrir að aðstæður til siglinga séu mun betri á austurbakka þess, þar sem grunnt sé mörg hundruð metra inn eftir lóninu sem hindri m.a. að stórir ísjakar komist nærri landi. Stefndi lýsti reyndar því yfir við endurflutning málsins aðspurður af dómara, að það væri í raun ekki hægt að fullyrða að svona væri í pottinn búið. Á austurbakkanum er jörðin Fell og tilheyrir hluti Jökulsárlóns jörðinni. Er jörðin um 10.500 hektarar að stærð. Á þeim tíma er mál þetta hófst var jörðin í óskiptri sameign 32 aðila. Stefnandi er ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur allt frá árinu 2011 stundað atvinnurekstur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Felst starfsemi fyrirtækisins í siglingum með ferðamenn á svonefndum Zodiac - slöngubátum. Hefur stefnandi að sögn tilskilin leyfi Ferðamálastofu sem ferðaskipuleggjandi samkvæmt lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála og að auki starfsleyfi fyrir rekstri sínum, útgefnu af Samgöngustofu. 3 Upphaf ferðamannaþjónustu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, þ.e. siglinga á lóninu, má að sögn stefnanda rekja aftur til ársins 1985 þegar Guðbrandur Jóhannsson hafi byrjað að bjóða upp á útsýnissiglingar á lóninu. Á árinu 1987 keyptu Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir, eiginkona hans, rekstur þennan af Guðbrandi. Ferðamannaþjónustu þessa ráku þau allt til ársins 1999 er þau seldu reksturinn til Einars Björns Einarssonar, sem og eignarhluta sinn í j örðinni, í kjölfar dómsmáls sem þau höfðu rekið gegn meðeigendum sínum í jörðinni. Undirritaður var kaupsamningur milli framangreindra aðila haustið 1999 með fyrirvara um að langtímasamningur næðist við aðra landeigendur um rekstur útsýnissiglinga við og á Jökulsárlóni. Á árinu 1995 höfðu aðrir eigendur jarðarinnar Fells stofnað með sér hagsmunafélag um rekstur hennar, þ.e. Sameigendafélag Fells. Í sameignarsamningi aðila kemur fram að tilgangur félagsins væri að gæta hagsmuna eigenda í samskiptum við opinb era aðila og einkaaðila. Á þeim tíma er samningaviðræður stóðu yfir samanstóð Sameigendafélag Fells af um 90% eigenda jarðarinnar á meðan Einar Björn, sem ávallt mun hafa staðið utan félagsins, átti um 10% af jörðinni. Stefnandi greinir frá því að mjög h afi verið þrýst á sameigendafélagið af hálfu þáverandi bæjarfulltrúa að gera samning við framangreindan Einar Björn. Ein af meginforsendum þess að sameigendafélagið hafi gengið til samninga við Einar Björn hafi verið loforð hans er fram kom í bréfi 3. maí 2000, þar sem fram komi eftirfarandi varðandi land - og tekjunýtingarmöguleika jarðarinnar: ... auk þess hefðu landeigendur áfram allan annan rétt til tekjuöflunar og Sa meigendafélagsins Fells og Einars Björns Einarssonar um leigu þess síðarnefnda á hluta svæðisins á og við Jökulsárlón undirritaður 23. október 2000. Þá liggi fyrir að Einar Björn hafi keypt 0,9813% hlut í jörðinni af sameiganda í lok árs 2006. Til viðbótar því hafi félagið Reynivellir ehf., sem sé félag í eigu Einars Björns, eignast 12,3209 hundraðshluta jarðarinnar sem var þá í óskiptri sameign með öðrum eigendum hennar. Hafi Einar Björn því persónulega og í gegnum framangreint félag sitt átt samtals 23,66 05 hundraðshluta jarðarinnar. Þessari málsatvikalýsingu hefur stefndi ekki mótmælt. 4 Stefnandi fullyrðir að við framkvæmd samningsins hafi Einar Björn fénýtt jörðina langt umfram þá lóð sem honum var leigð, bæði hafi hann tekið undir sig allt það svæði sem fallið var til að fénýta jörðina og enn fremur aukið við umfang starfseminnar, án nokkurs samráðs við eða heimildar frá meðeigendum sínum. Þá hafi Einar Björn jafnframt notið eindregins stuðnings stefnda við fénýtingu jarðarinnar, sem stefnandi kveðst ekk i hafa farið varhluta af. Með dómi Hæstréttar 17. nóvember 2016 í máli nr. 44/2016 var að sögn stefnanda skorið úr um að skilyrði það er stefndi hafði sett fyrir veitingu stöðuleyfa við austurbakka Jökulsárlóns á jörðinni Felli, þ.e. að nauðsyn væri á sa mþykki allra landeiganda, væri ekki á rökum reist og því ólögmætt. Í kjölfar dómsins, eða þann 25. janúar 2017, framseldi fyrirsvarsmaður stefnanda, Ingvar Þórir Geirsson, stefnanda allar skaðabótakröfur sem hann átti eða kynni að eiga á hendur stefnda, hv erju nafni sem þær nefndust, vegna ólögmætra ákvarðana stefnda. Stefndi mótmælir túlkun stefnanda á framangreindum dómi Hæstaréttar og telur hann ekki hafa úrslitaáhrif í máli þessu. Jörðin Fell í Suðursveit var seld á nauðungaruppboði til slita á sameig n í nóvember 2016 og nýtti íslenska ríkið sér forkaupsrétt að jörðinni á grundvelli náttúruverndarlaga í janúarmánuði 2017. Árið 2000 hóf Einar Björn Einarsson siglingar við lónið á grundvelli leigusamnings við Sameigendafélagið Fell en starfsemi Einars fór síðar meir í félagið Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. Árið 2010 fór forsvarsmaður stefnanda, Ingvar Þórir Geirsson, að sýna áhuga á að gera slíkt hið sama. Fyrsta umsóknin um leyfi, sem tengist þeim ágreiningi sem er undirliggjandi í þessu máli, mun ha fa borist stefnda með erindi 17. maí 2010 frá Ingvari Þóri Geirssyni. Umsóknin var tekin fyrir í bæjarráði, og varð niðurstaða ráðsins eftirfarandi: dagsett 17.05.2010. Samþy kkt með fyrirvara um endanlega staðsetningu á hjólhýsi og samþykki allra landeigenda á svæðinu. Bæjarráð ítrekar þá afstöðu 5 sína að það deiliskipulag sem nú er í vinnslu skuli vera rammi um framtíðaruppbyggingu og starfsemi við Jökulsárlón. Mikilvægt er að mannvirki og þjónustusvæði við Jökulsárlón stækki umtalsvert og þjóni þannig þörfum Stefndi kveðst ekki hafa fengið staðfestingu á því hvort samþykki allra sameigenda lægi fyrir og hafi málið því e kki farið lengra og ekki komið aftur til meðferðar. Í málinu liggja þó fyrir gögn um að þess hafi verið freistað að fá samþykki allra sameigenda en það ekki tekist. Af hálfu Ingvars Þóris mun einnig hafa verið óskað eftir því við stefnda í júní 2010 að he fja starfsemi á vesturbakka Jökulsárlóns, sem er þjóðlenda. Á fundi bæjarráðs 21. júní 2010 var þetta tekið fyrir og kom þar fram að bæjarráð teldi sig ekki geta samþykkt nýja starfsemi á vesturbakka lónsins, enda væri vinna hafin við nýtt deiliskipulag fy rir Jökulsárlón. Vinna við umrætt deiliskipulag mun hafa hafist árið 2010 og voru umræður í bæjarráði það ár sem og á vettvangi umhverfis - og skipulagsnefndar bæjarins. Ástæður þess að farið var í þá vinnu var að sögn stefnda að þágildandi skipulag var f rá árinu 1988 þegar starfsemi við lónið var miklu minni að umfangi en síðar varð. Markmið með nýju skipulagi hafi verið að setja ramma um uppbyggingu á þjónustusvæði við Jökulsárlón, gefa lóninu rólegra yfirbragð, þannig að gestir gætu notið upplifunar þar , og skapa ákveðin mörk á milli lónsins og þjónustusvæðisins. Í apríl árið 2011 kveðst stefndi hafa móttekið fyrirspurn frá Ingvari Þóri um hvaða leyfi þyrfti til að starfa innan þjóðlendu, sbr. framlögð gögn. Þeirri fyrirspurn hafi verið svarað með þeim hætti að sveitarfélagið hefði ekki gefið leyfi til starfa innan þjóðlendu en að þeir sem hafi verið með starfsemi þar áður hafi haldið þeim heimildum. Stefndi telur hins vegar að stefnandi hafi, þrátt fyrir þetta svar, hafið siglingar á lóninu fyrir ferðamenn úr þjóðlendunni sumarið 2011. Hafi hann þar notast við tvo gúmmíbáta við starfsemi sína sem hafi staðið frá vori og fram að hausti. 6 Stefnda barst erindi þann 25. ágúst 2011 með athugasemd frá lögmanni Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. vegna þessarar starfsemi og að hún væri í óleyfi. Bæjarráð Hornafjarðar fjallaði um málið og var ákveðið að senda bréf til allra sem væru með starfsemi í þjóðlendu að h uga að sínum leyfum í sepember 2011. Árið 2012 hélt stefnandi, þá undir nafninu Must Visit Iceland ehf., áfram starfsemi sinni við vestanvert Jökulsárlón með siglingar fyrir ferðamenn. Stefnda barst að sögn ekki umsókn um leyfi frá stefnanda þetta ár. Með erindi 14. nóvember 2012 kvartaði stefnandi til Samkeppniseftirlitsins og óskaði eftir inngripum af hálfu stofnunarinnar í tengslum við starfsemi og leyfisveitingar við Jökulsárlón. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir viðbrögðum stefnda vegna framkominna r kvörtunar með erindi 30. apríl 2013, og var því svarað af hálfu stefnda, 10. maí sama ár. Lögmaður stefnanda sendi erindi til stefnda 5. apríl 2013, þar sem óskað var eftir leyfi til nýtingar lands innan þjóðlendu og stöðuleyfi. Umsóknin var tekin fyri r á fundi umhverfis - og skipulagsnefndar þann 10. apríl 2013. Afgreiðslan var svohljóðandi: nefnd hafnar erindi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu í aðalskip Starfsemi stefnanda hélt þó áfram í þjóðlendunni. Með erindi, 27. júní 2013, mun hafa verið send áskorun til stefnanda um að stefndi myndi grípa til viðhlítandi aðgerða vegna starfsemi stefnanda. Í júlí 2013 kærði stefnandi ákvörðun stefnda um þessa höfnun til forsætisráðuneytisins og var m.a. óskað eftir því að réttaráhrifum ákvörðunar stefnda yrði frestað. Með úrskurði forsætisráðuneytisins frá 25. júlí 2013 var beiðni um frestun réttaráhrifa hafnað. Endanle g niðurstaða ráðuneytisins kom svo með úrskurði nr. 2/2013, sem 7 kveðinn var upp 11. september 2013 þar sem ákvörðun stefnda um að hafna umsókn stefnanda var staðfest. Af hálfu stefnda var sent erindi til stefnanda 13. ágúst 2013, þar sem fram kom að lokaf restur væri gefinn til 31. ágúst sama ár til að hætta starfsemi og flytja lausafjármuni af vesturbakka Jökulsárlóns en ella kynni að koma til þess að dagsektum yrði beitt. Þann 4. september sama ár barst stefnda erindi frá lögmanni stefnanda þess efnis að stefnandi hefði hætt starfsemi sinni en með þeim fyrirvara að í því fælist ekki viðurkenning á réttmæti ákvörðunar stefnda. Sveitarfélagið samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Jökulsárlón og var skipulagið samþykkt þann 20. júní 2013. Með erindi, dags. 10. janúar 2014, sótti stefnandi um stöðuleyfi vegna starfsemi við austurbakka Jökulsárlóns. Umsóknin var tekin fyrir á fundi umhverfis - og skipulagsnefndar þann 21. janúar 2014 og kom þar fram að óskað væri eftir nánari gögnum um staðsetningu starfseminnar o g að samþykki landeigenda þyrfti að liggja fyrir. Með erindi 23. apríl 2014 sótti svo stefnandi um að vera með starfsemi í þjóðlendu, þ.e. á vesturbakka lónsins. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis - og skipulagsnefndar stefnda 7. maí 2014 og ákveðið a ð vísa erindinu til bæjarstjórnar sem tók það fyrir á fundi sínum 15. maí 2014. Niðurstaða bæjarstjórnar var að hafna erindinu og kom m.a. eftirfarandi fram: ehf um leyfi til að nýta land innan þjóðlendu og stöðuleyfi. Um er að ræða hluta vesturbakka Jökulsárlóns til 15. nóvember nk. eða þar til farið verður að vinna eftir hinu nýja deiliskipulagi við austurbakka Jökulsárlóns. Kom fram að umsækjandi hefur stundað atvinnurekstu r frá þeim stað sem sótt er um stöðuleyfi á frá árinu 2011 í óþökk sveitarfélagsins. Umsækjandi hefur óskað eftir stöðuleyfi á austurbakkanum en ekki hefur fengist samþykki allra landeigenda fyrir því og þar af leiðandi getur sveitarfélagið ekki gefið stöð uleyfi þar sem er mjög bagalegt 8 því mikil eftirspurn er eftir afþreyingu á svæðinu. Í samræmi við fyrri afstöðu bæjarstjórnar gagnvart atvinnustarfsemi við vesturbakka Jökulsárlóns og þess að ekki er leyfilegt að gefa starfsleyfi í þjóðlendu án undangengin nar auglýsingar þá leggur bæjarstjóri til að umsókninni verði hafnað. Björn Ingi sagði það væri dapurt að ekki sé hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu, sagði skortur á aðstöðu við Jökulsárlón og ekki myndi ástandið batna við að veita ley Stefnandi mun þó hafa haldið starfsemi sinni áfram þetta sumar. Lögmaður Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. sendi tölvupóst á byggingarfulltrúa stefnda þann 11. júlí 2014 og gerði þá kröfu að starfsemi stefnanda yrði stöðvuð. Þann 22. júlí var send áskorun til stefnanda þess efnis að þeim bæri að hætta starfsemi á svæðinu áþekk þeirri sem send var árið áður. Með erindi 1. ágúst 2014 andmælti lögmaður stefnanda áskorun stefnda og sótti um stöðuleyfi. Umsókn stefnanda var hafnað 15. ágúst 2014 og gefinn frestur til 21. ágúst 2014 til að bregðast við. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 25. ágúst 2014 og var þá ákveðið að veita stefnanda lokafrest til 1. september 2014 til að fjarlægja lausabúnað. Stefnandi skaut ákvörðun stefnd a til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála með kæru þann 22. ágúst 2014. Í ákvörðun nefndarinnar, 17. desember 2014, var kærunni vísað frá þar sem ákvörðun stefnda hafði ekki verið tekin af réttum aðila, þ.e. að ekki lægi fyrir að um sjálfstæða ákvö rðun byggingarfulltrúa hefði verið að ræða og málsmeðferð því ekki í samræmi við lög og reglur. Með erindi frá Samkeppniseftirlitinu þann 11. júlí 2014 til stefnda kom fram að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir yfirferð gagna og sjónarmiða að ekki væru forsendur til frekari meðferðar málsins. Lögmaður stefnanda sendi nýtt erindi til Samkeppniseftirlitsins beint í kjölfarið, 8. ágúst 2014, og óskaði aftur inngripa af hálfu eftirlitsins. Stefndi sendi sitt svar til eftirlitsins vegna þess er indis þann 25. september 2014. 9 Staða deiliskipulags við Jökulsárlón frá 2013 var að sögn stefnda ítrekað rædd á vettvangi stefnda árin 2013 - 2014. Fundað hafi verið með forsvarsmönnum Sameigendafélagsins Fells 25. september 2013 og svo með forsvarsmanni J ökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. 10. október sama ár. Ýmis samskipti hafi átt sér stað sem og bréfaskipti vegna málsins en ljóst varð að ekki væri samkomulag milli aðila um hvernig haga ætti uppbyggingu samkvæmt deiliskipulaginu. Málið hafi verið tekið fyrir á fundum bæjarráðs 28. apríl, 5. maí og 12. maí 2014 og í bæjarstjórn 15. maí 2014. Málið var enn tekið fyrir í bæjarráði 21. júlí 2014 og var í kjölfarið sent bréf á alla sameigendur jarðarinnar Fells 4. ágúst 2014 með áskorun um að hefja uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna við Jökulsárlón í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Af hálfu Sameigendafélagsins Fells mun hafa verið brugðist við þessu með svari 5. september 2014 með áskorun um að fyrirtækið Þingvað ætti að sjá um að byggja upp aðstöð una en Sameigendafélagið hafði gert samning við þann aðila um uppbygginguna. Þann 11. september 2014 barst svo stefnda svar frá lögmanni Einars Björns Einarssonar þar sem fram komu sjónarmið um slit á sameign. Af hálfu stefnda var sent bréf til allra s ameigenda 13. nóvember 2014 þar sem boðað var til fundar um málefni jarðarinnar og uppbyggingu á Hótel Natura í Reykjavík þann 10. desember 2014. Þar sem hins vegar kom fram krafa um slit á sameign vegna jarðarinnar Fells frá lögmanni Einars Björns þann 9. desember 2014 var ákveðið að fresta fundinum. Árið 2015 sótti lögmaður stefnanda um stöðuleyfi við austurbakka Jökulsárlóns fyrir hönd fyrirtækisins fyrir húskerru. Byggingarfulltrúi stefnda sendi með pósti 2. mars 2015 erindi á lögmann stefnanda með ós k um nánari upplýsingar, uppdrætti, ábyrgð stöðuleyfishafa á salernisaðstöðu og samþykki eigenda lóðarinnar. Þann 3. mars 2015 10 svaraði lögmaður stefnanda og andmælti því að þessi skilyrði ættu við. Þann 10. mars 2015 sendi byggingarfulltrúi svar um að umsó kninni væri hafnað. Stefnandi hélt starfsemi sinni með siglingar við lónið áfram sem fyrr árið 2015. Stefnandi höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Austurlands vegna ákvörðunar stefnda frá 10. mars um að hafna umsókn um stöðuleyfi. Málið var þingfest 16. júní 2 015. Um svipað leyti var rekið annað dómsmál þar sem Einar Björn og Reynivellir ehf. voru gegn stefnanda og Sameigendafélaginu Felli og varðaði gildi leigusamnings sem stefnandi gerði við Sameigendafélagið Fell árið 2012. Með dómi héraðsdóms í því máli, se m féll 21. október 2015, var samningurinn talinn ógildur. Í framhaldi af því óskaði lögmaður stefnanda eftir því við dómara í málinu gegn stefnda að meðferð málsins yrði frestað um ótiltekinn tíma þar til niðurstaða lægi fyrir í Hæstarétti um ágreining aði la um gildi leigusamningsins en stefnandi áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms. Sá dómur var kveðinn upp þann 17. nóvember 2016 í máli Hæstaréttar nr. 44/2016 sbr. framangreint og var þar niðurstaða tveggja af þremur dómurum réttarins að leigusamningurinn væri g ildur. Í framhaldi af þessu var meðferð málsins gegn stefnda haldið áfram, eftir um árs bið, og kvað héraðsdómur upp dóm þann 27. apríl 2017 þess efnis að ákvörðun stefnda um að synja um stöðuleyfi hafi verið ólögmæt. Með bréfi til Hæstaréttar 27. júlí 2017 óskaði stefndi eftir því að fá áfrýjunarleyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Austurlands til réttarins en með erindi Hæstaréttar, frá 4. október 2017, var því hafnað. Af hálfu lögmanns stefnanda var sent erindi til stefnda 9. febrúar 2017 þar stefnand i gerði kröfu um skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða sveitarfélagsins. Með bréfi stefnda 8. mars 2017 var kröfu um skaðabætur hafnað. Þann 14. september 2017 barst svo erindi frá nýjum lögmanni stefnanda, þar sem fram kom að gerð væri krafa á hendur stefnda um skaðabætur að fjárhæð 280 - 400 milljónir og að áskilinn væri réttur til að höfða mál gegn bæjarfulltrúum persónulega. 11 Umrætt erindi var tekið til umfjöllunar á fundi bæjarráðs stefnda þann 2. október 2017. Var þar eftirfarandi afgreiðsla samþykkt: æjarráð hefur farið yfir erindi frá Lögmönnum Laugardal fyrir hönd Ice Lagoon ehf. dagsett 14. september. Bæjarráð mótmælir að þær ásakanir sem fram koma í bréfinu eigi við rök að styðjast. Bæjarráð mótmælir því að ákvarðanir sveitarfélagsins séu í andstöð u við lög. Bæjarráð mótmælir því sérstaklega sem haldið er fram að jafnræðis hafi ekki verið gætt við ákvörðunartöku og þannig að það halli á Ice Lagoon ehf og að komið hafi verið fram með valdníðslu. Því er einnig mótmælt að uppgangur og afkoma Jökulsárló ns ferðaþjónustu ehf. hafi verið tryggður á kostnað Ice Lagoon ehf. Að lokum er því mótmælt að athafnir og/eða athafnaleysi sveitarfélagsins hafi bakað því og eftir atvikum bæjarfulltrúum eða bæjarstjóra bótaskyldu. Bæjarráð telur að hvorki hafi komið fram gögn sem styðja meinta bótaskyldu né Í stefnu málsins eru rakin með ítarlegum hætti á um 14 blaðsíðum, málsatvik eins og þau horfa við stefnanda hvert ár fyrir sig þ.e. frá 2010 til 2018. Dómurinn telur ekki ástæðu til að taka þessa lýsingu upp í atvikalýsingu þessa dóms umfram það sem hér að framan hefur verið gert og fram kemur í umfjöllun um málsástæður stefnanda og niðurstöðukafla málsins. Verður þannig ekki séð að téð málsatvikalýsing hafi einhver úrslitaáhrif á sakarefni málsins og niðu rstöðu þess. Er hér skírskotað til 3. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Skýrslu gáfu fyrir dómi Ingvar Þórir Geirsson forsvarsmaður stefnanda, Björn Ingi Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri stefnda og Hjalti Þór Vignisson fyrrverandi bæjars tjóri stefnda. Málsástæður og lagarök stefnanda 4.1. Almennt um málatilbúnað stefnanda 12 Mál þetta varðar viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna, að sögn stefnanda, ýmissra ólögmætra aðgerða stefnda gagnvart stefnanda á árunum 2010 - 2017 að því er varði atvinnurekstur hans við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Byggist málsókn þessi á því að með aðgerðum stefnda hafi hann valdið stefnanda fjártjóni bæði vegna missis hagnaðar á tímabilinu sem og öðru tjóni. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn m.a. á almennum reglum skaðabótaréttar um bótaskyldu utan samninga. Skýrari dæmi um háttsemi sem fari gegn meginreglum stjórnsýsluréttar sem og ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 séu og vandfundin. Það sé einnig meginreg la að stjórnvald geti orðið skaðabótaskylt eftir almennum reglum vegna ólögmætra stjórnsýsluákvarðana. Ex tuto sé einnig vísað til meginreglna samkeppnisréttar, enda hafi aðgerðir stefnda verið samkeppnishamlandi. Að mati stefnanda séu skýr orsakatengsl á milli hinna ólögmætu ákvarðana og aðgerða stefnda og tjóns stefnanda og ljóst að tjónið sé sennileg afleiðing háttseminnar. Um lögvarða hagsmuni vísist til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Byggir stefnandi á því að stefndi hafi með ólögmætum og saknæmum hætti, á árunum 2010 til 2017, hindrað stefnanda í að reka starfsemi sína í eðlilegu horfi. Með bréfi 1. mars 2010 hafi Sameigendafélag Fells farið þess sérstaklega á leit við stefnda að gefi n yrðu út þau leyfi sem þyrfti til að af starfseminni gæti orðið, enda stjórn sameigendafélagsins verið veitt heimild til að ganga til samninga við stefnanda um leyfi fyrir aðstöðu til bátasiglinga við Jökulsárlón. Það skilyrði er stefndi tók upp hjá sér, þ.e. að samþykki allra landeiganda Fells, sem var í sameign 32 aðila, þyrfti að liggja fyrir, telur stefnandi að hafi verið ólögmætt. Hafi raunar endanlega verið skorið úr um það atriði með dómi Hæstaréttar 16. nóvember 2016 í máli nr. 44/2016. Allar götur síðan að umsókn stefnanda hafi borist á árinu 2010 hafi stefndi viðhaft hinar ýmsu aðgerðir gagnvart stefnanda, sem sveitarfélagið hafi réttlætt með framangreindu skilyrði. Með hliðsjón af framangreindum dómi Hæstaréttar hafi stefnda hins vegar borið að s amþykkja umsókn hans og veita honum umbeðið stöðuleyfi þegar á árinu 2010. Samningur á milli Sameigendafélagsins Fells og stefnanda hafi svo verið undirritaður 20. apríl 2012. 13 Ólögmætar aðgerðir stefnda hafi leitt til þess að stefnandi hafi orðið fyrir st órfelldu tjóni vegna missis hagnaðar sem hann hefði ella fengið af starfsemi sinni eins og hann hafi mátt gera ráð fyrir, m.a. á grundvelli meginreglna eignarréttar. Þá hafi stefnandi einnig orðið fyrir tjóni við að verjast hinum ólögmætu ákvörðunum og aðg erðum stefnda, m.a. hafi fallið til gríðarlegur lögfræðikostnaður sem ekki hefði þurft að stofna til hefði stefndi farið að lögum. Þá hafi stefnandi greitt leigu til sameigendafélagsins í samræmi við hinn skriflega samning sem gerður hafi verið með aðilum án þess þó að stefnandi gæti gert út frá austurbakka Jökulsárlóns. Með vísan til framangreinds byggi stefnandi á því að hinar ólögmætu aðgerðir/ráðstafanir stefnda hafi því staðið yfir allt frá árinu 2010 til og með 2017, en upphafið megi rekja til fyr stu afgreiðslu stefnda á umsókn stefnanda um stöðuleyfi í upphafi árs 2010, enda sé stöðuleyfi grunnforsenda reksturs eins og þess er stefnandi hafi stundað við Jökulsárlón. Hefði enda rekstur stefnanda skilað mun meiri hagnaði hefði hann fengið að starfa óáreittur á austurbakka Jökulsárlóns framangreind ár líkt og verði rakið. Þá sé sérstaklega byggt á því að allar hugsanlegar skaðabótakröfur sem Ingvar Þórir Geirsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, kynni að eiga eða ætti á hendur stefnda, hverju nafni sem þær nefndust, vegna ólögmætra ákvarðana stefnda, hafi verið framseldar stefnanda. 4.2. Saknæm og ólögmæt háttsemi stefnda Stefnandi byggir á því að stefndi hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem hafi valdið stefnanda fjártjóni. Felist hin saknæma og ólögmæta háttsemi stefnda nánar tiltekið í neðangreindum ákvörðunum og aðgerðum stefnda. 4.2.1 Skilyrði stefnda, um að samþykki allra landeiganda í landinu Felli við austurbakka Jökulsárlóns þyrfti til að unnt væri að veita stefnanda stöðuleyfi, hafi verið ólögmætt. Stefnandi hafi á vormánuðum 2010 sótt um stöðuleyfi hjá stefnda fyrir tækjabúnað, sem hann hugðist nota við atvinnureksturinn, í landinu Felli við austurbakka Jökulsárlóns, en fyrir hafi einnig legið vilji sameigendafélagsins í þeim efnum o g hafi hann verið kunngjörður stefnda með bréfi félagsins 1. mars 2010. Þá hafi meðeigandanum Einari Birni enn fremur verið kynnt ætlun framangreindra aðila. 14 Byggir stefnandi á því að umræddur Einar Björn Einarsson hafi í raun verið búinn að gefa skuldbin dandi yfirlýsingu til sameigenda jarðarinnar að því er varðar nýtingu jarðarinnar . Í yfirlýsingu sem lögð hafi verið fram segi að ef samningar tækjust milli landnýtingar yfirlýsingu Einars Björns hafi bersýnilega falist fyrirfram samþykki hans á því að þeim landeigendum, sem höfðu stofnað með sér sameigendafélagið, væri heimilt á leigutímanum að fénýta jör ðina með samningum við þriðja aðila án sérstaks samþykkis hans til þess. Hafi loforð þetta enda verið forsenda þess að félagið gekk til samninga við Einar Björn um 25 ára samning í stað 5 - 10 ára eins og félaginu hafi fundist hæfilegt áður en umrædd yfirlýs ing barst frá Einari Birni. Með því hafi í raun verið kominn á samningur með aðilum þess um sameignina og hagnýtingu hennar sem sé skuldbindandi samkvæmt meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi loforða. Fyrir liggi einnig að ákvörðun sameigendafé lagsins um að ganga til samninga við stefnanda hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi stefnda þann 10. maí 2010, en samkvæmt skýrum ákvæðum sameignarsamnings sameigendafélagsins urðu allir félagsmenn því bundnir við ákvörðunina. Hafi stefnda því þegar af þessari ástæðu borið að samþykkja umsókn stefnda um stöðuleyfi á austurbakka lónsins árið 2010 án framangreinds skilyrðis. Leiði það til bótaskyldu stefnda. Þá sé enn fremur á því byggt að mikill meirihluti sameigenda jarðarinnar hafi staðið á bak við sa mningana við stefnanda, eða 30 af 32 eigendanna, og að þeir aðilar hafi farið með samtals 76,3395% eignarhlut. Sé því byggt sjálfstætt á þeirri meginreglu eignarréttar að samþykki meirihluta dugi til að ráðstafa sameign og þá sérstaklega horft til þess að samþykki sameigendafélagsins 2010 og hinn skriflegi leigusamningur umræddra aðila 2012 hafi falið í sér tímabundna leigu á óverulegum hluta sameignarinnar, sbr. m.a. til hliðsjónar 2. mgr. 19. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Í ljósi þess að siglinga r með ferðamenn á Jökulsárlóni höfðu verið stundaðar á jörðinni um langt árabil og að rekstur stefnanda krafðist mun minni umbúnaðar en t.a.m. samningur sameigendafélagsins við Einar Björn, þá hafi samningsgerðin hvorki getað talist óvenjuleg ráðstöfun né að hún hafi verið svo meiri 15 háttar að þurft hefði samþykki allra eigenda jarðarinnar fyrir henni. Aukinheldur sé það almennt viðurkennt að meirihluta sameigenda sé veitt rýmra ákvörðunarvald um sameignina þegar sameigendur séu jafnmargir og fyrir liggi í m áli þessu. Hafa verði hagsmuni heildarinnar sérstaklega í huga í slíku tilviki og því nægi samþykki meirihluta sameigenda til ákvarðana, jafnvel þótt ákvörðunin hefði talist vera meiri háttar í lagalegum skilningi. Slík sé þó ekki raunin í máli þessu. Þá byggir stefnandi á því að ofangreind sjónarmið stefnanda hafi öll verið staðfest með dómi Hæstaréttar 17. nóvember 2016 í máli nr. 44/2016, sem vísað hefur verið til hér að framan, en í því máli hafi veirð tekist á um lögmæti samnings stefnanda og Sameigen dafélags Fells. Telur stefnandi að sá dómur taki af öll tvímæli um það að stefnda hafi verið óheimilt að setja það sem skilyrði fyrir veitingu stöðuleyfa á austurbakka Jökulsárlóns að til þyrfti að koma samþykki allra eiganda jarðarinnar Fells. Var sú fram kvæmd sem stefndi viðhafði að þessu leyti á árunum 2010 - 2017 því ólögmæt og saknæm. Þá byggir stefnandi enn fremur á því að framangreindur dómur Hæstaréttar, sem og dómur Héraðsdóms Austurlands 27. apríl 2017 í máli nr. E - 45/2015, leiði til þess að túlku n stefnda á grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 212/2012, á þá leið að samþykki allra eigenda lands í sameign þurfi til að veita stöðuleyfi, standist ekki lög, heldur gildi í tilviki sem þessu almennar reglur eignarréttar er kveði á um að samþykki meirihl uta eigenda dugi, sbr. framangreint. Raunar liggi það í augum uppi að önnur túlkun á framangreindu reglugerðarákvæði myndi leiða til þess að verið væri að skerða stjórnarskrárvarinn eignarrétt sameigendanna, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Þegar um sé að ræða hagsmuni sem meirihluti sameigenda geti almennt ráðstafað þrátt fyrir andstöðu minnihluta samkvæmt meginreglum eignarréttar verði sá hefðbundni ráðstöfunarréttur ekki skertur með jafn óljósu ákvæði byggingarreglugerðar og hér um ræðir. Slík takmörkun á eignarréttindum yrði að vera skýrlega útlistuð í lögum. Framangreindur dómur Héraðsdóms Austurlands hafi varðað ákvörðun stefnda frá 10. mars 2015, um að synja umsókn stefnanda um stöðuleyfi undir húskerru á jörðinni Felli. Hafi í forsend um dómsins verið byggt á niðurstöðu framangreinds dóms 16 Hæstaréttar og talið sannað að ákvörðun stefnda um synjun stöðuleyfis hafi verið haldin verulegum efnisannmarka og ákvörðunin því ógilt. Þá hafi Hæstiréttur hafnað beiðni stefnda um veitingu á áfrýju narleyfi á framangreindum héraðsdómi með ákvörðun 29. september 2017. Fram hafi komið í rökstuðningi fyrir þeirri niðurstöðu að ekki yrði annað séð en að héraðsdómi hefði verið rétt að leggja dóm Hæstaréttar í máli nr. 44/2016 til grundvallar niðurstöðu si nni um ógildinguna. Ekki séu heldur ástæður til að gera athugasemdir við þá niðurstöðu héraðsdóms að hafna því að deiliskipulag svæðisins hefði staðið í vegi fyrir samþykkt umsóknarinnar. Er stefnandi sammála ofangreindum rökstuðningi Hæstaréttar og byggir á honum í málatilbúnaði sínum. Þá byggir stefnandi á því að ofangreindir dómar annars vegar Hæstaréttar Íslands og hins vegar Héraðsdóms Austurlands hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í þeim greinir þar til það gagnstæða sé sannað, sbr. 4. mgr . 116. gr. laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af framangreindu telur stefnandi sannað að það skilyrði er stefndi gerði fyrir stöðuleyfi í landinu Felli við austurbakka Jökulsárlóns, þ.e. að samþykki allra landeiganda þyrfti, hafi verið ólögmætt. Þ.a.l. hafi þ ær ákvarðanir er byggðust á framangreindu skilyrði sem forsendu fyrir stöðuleyfinu, þ.e. ákvarðanirnar þann 20. maí 2010 og 27. janúar 2014 og synjanir stefnda 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015, verið ólögmætar, en fyrir liggi að synjunin frá 10. mars 2015 h afi verið ógilt af dómstólum. Fyrir liggi því að stefndi viðhafði fasta framkvæmd í þessum efnum á framangreindu tímabili og skipti það engu um bótaskyldu stefnda, þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt sérstaklega um leyfi á austurbakkanum árið 2011 - 2013 sem og árin 2016 - 2017, enda ljóst að framkvæmdin hafði verið ákveðin hjá stefnda og engin sjáanleg merki um að sú framkvæmd væri að fara að breytast, líkt og ráða megi af gögnum málsins, m.a. úr málatilbúnaði stefnda í framangreindu héraðsdómsmáli. Hefði sve itarfélagið farið að lögum og veitt stefnanda stöðuleyfi á austurbakka lónsins 2010 og eftirkomandi ár hefði félagið náð að byggja upp starfsemi sína með eðlilegum hætti og náð mun betri rekstrarafkomu en raun hafi borið vitni um. Hafi stefnandi því orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna þessara ólögmætu ákvarðana stefnda. 17 4.2.2 Verulegir annarkar hafi verið á stjórnsýsluframkvæmd stefnda Þá sé jafnframt byggt á því að stefndi hafi viðhaft slæma stjórnsýsluhætti gagnvart stefnanda, þar sem brotnar hafi verið margar málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins og jafnframt efnisreglur, þ.e. á tímabilinu 2010 - 2017. Ákvarðnir stefnda sem hér sé deilt um hafi verið byggðar á ólögmætum og ómálefnalegum sjónarmiðum sem óheimilt hafi verið að líta til við ákvarðanatökuna , sérstaklega þegar tekið sé tillit til þeirra réttmætu væntinga sem stefnandi mátti hafa til þess að stefndi myndi samþykkja stöðuleyfisumsóknir hans án skilyrða, þar sem hann hafi notið stuðnings mikils meirihluta landeigenda. Það sé viðurkennd regla í s tjórnsýslurétti að þegar ákvörðun stjórnvalds brjóti gegn réttmætum væntingum aðila sé hún talin haldin slíkum efnisannmarka að ákvörðunin teljist ólögmæt. Þá sé ákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum einnig talin haldin slíkum efnisannmarka að ákvörðunin teljist ólögmæt og þannig bótaskyld líkt og um ræði í máli þessu. Eins og að framan sé rakið hafi stefnandi stundað atvinnurekstur sem sé í samkeppni við félagið Jökulsárlón ferðaþjónustu ehf. sem sé í fullri eigu Einars Björns Einarssonar. Tel ur stefnandi að gögn málsins beri það með sér að sú samkeppni hafi ekki verið á jafnréttisgrundvelli enda hafi stefndi dregið taum reksturs Einars Björns líkt og rakið sé í málavaxtalýsingu. Telur stefnandi að aðgerðir stefnda hafi verið samkeppnishamlandi enda hafi stefndi viðhaft hinar ýmsu aðgerðir gagnvart stefnanda, sem stefndi hafi m.a. réttlætt með vísan til framangreindrar afstöðu sinnar um nauðsyn samþykkis allra landeigenda í tengslum við stöðuleyfisveitingar. Eins og von hafi verið og vísa hafi s líkt samþykki ekki komið frá Einari Birni, þ.e. eftir að fyrir lá að stefnandi hygðist bjóða upp á siglingar fyrir ferðamenn á Jökulsárlóni, enda hafi hann lýst því þá yfir að hann myndi aldrei veita slíkt samþykki. Um þetta hafi stefnda verið fullkunnugt. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli stjórnvöld við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Í þessu felist m.a. að sambærileg mál skuli fá sambærilega meðferð hjá stjórnvaldi. Byggir stefnandi á því að stefndi ha fi ekki gætt jafnræðissjónarmiða þegar kom að leyfisveitingum stefnanda. 18 Megi í því sambandi vísa til umfjöllunar í málavaxtalýsingu þar sem vakin sé athygli á því að á meðan stefndi var sífellt að herja á stefnanda vegna stöðuleyfa á lausafjármunum, iðu lega eftir að stefnda barst krafa þess efnis frá Einari Birni, hafi leyfismál Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. hins vegar verið í lamasessi. Liggi t.a.m. fyrir í gögnum málsins að stjórnarmaður í Sameigendafélagi Fells hafði beint ítrekuðum ábendingum og fy rirspurnum í þrjú ár til stefnda af þessu tilefni. Þá bendir stefnandi jafnframt á í þessu samhengi að í fundargerð stefnda frá 27. janúar 2014 komi fram að bæjarráðið myndi ekki veita ný leyfi fyrir öðru en því sem samræmdist gildandi deiliskipulagi. Ný tt deilskipulag öðlaðist gildi fyrir svæðið árið 2013. Í erindi stefnanda til Samkeppniseftirlitsins, 25. september 2014, hafi stefndi staðfest að ekki væri lengur í gildi deiliskipulag fyrir svæðið þar sem Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. væri með starfsemi sína. Í sama erindi komi jafnframt fram að þar sem starfsstöð stefnanda sé staðsett utan hins nýja deiliskipulags, þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni starfsemi, sé ekki unnt að veita stefnanda stöðuleyfi. Hafi hér verið um að ræða nýja eftiráskýringu. Hefði jafnræðis verið gætt hefði það sama átt að eiga við um Jökulsárlón ferðaþjónustu ehf. Þrátt fyrir það hafi Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. fengið stöðuleyfi fyrir sína lausafjármuni og því ljóst að stefndi hafi notað aðrar leikreglur að því er varðaði stefnanda. Þá hafi stefndi einnig gefið út stöðuleyfi fyrir lausafjármunum án þess að áskilið hafi verið samþykki Sameigendafélags Fells þar um, svo sem fyrir starfsmannahúsi, olíuskilju, olíutanki sem og miðasölukerru og yfirbyggðri kerru o.fl. Telur ste fnandi með vísan til framangreinds að jafnræðisreglna hafi ekki verið gætt af hálfu stefnda og að ómálefnaleg þjónkunarsjónarmið við samkeppnisaðila hans hafi ráðið för við ákvörðunartöku og þær aðgerðir sem beindust að atvinnustarfsemi stefnanda og leiða eigi til bótaskyldu stefnda. Í þessu sambandi telur stefnandi jafnramt að stefndi hafi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem og að afgreiðslur stefnda á erindum stefnanda hafi brotið gegn almennri reglu stjórnsýsluréttarins um meðalhóf, sbr. e innig 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 4.2.3 Sjónarmið um vanhæfi 19 Stefnandi telur, eins og fram sé komið, að stefndi hafi farið fram af óhófi gagnvart stefnanda og byggt ákvarðanir sínar á ómálefnalegum sjónarmiðum. Þannig sé ljóst að stefndi hafi í verki mismunað aðilum sem hafi verið í sama rekstri. Telur stefnandi að þar hafi Björn Ingi Jónsson farið fremstur í flokki. Telur stefnandi að Björn Ingi hafi verið vanhæfur til að taka eða koma að töku ákvarðana um að synja stefnanda um stöðuleyfi, setja ólögmæt skilyrði fyrir stöðuleyfum sem og koma að öðrum íþyngjandi ákvö rðunum er beinst hafa að stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 gildi ákvæði stjórnsýslulaga, sé ekki öðruvísi kveðið á um í sveitarstjórnarlögum, um hæfi starfsmanna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála, þ ar sem á, eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. laganna. Samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. sé starfsmaður vanhæfur ef fyrir hendi séu þær aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu, sbr. m.a. umfjöllun í kafla 4.2.2 varðandi brot gegn jafnræðisreglu. Telur stefnandi að þetta megi meðal annars glögglega sjá af framkomu bæjarstjórans á árinu 2014 þegar stefndi knúði fram rekstrarstöðvun á rekstri stefnanda á austurbakka Jökulsárlóns. Þannig hél t bæjarstjórinn því fram í fjölmiðlum að starfsemi umbjóðanda stefnanda væri í óleyfi og að hann þyrfti að víkja af svæðinu. Þetta hafi bæjarstjórinn gert áður en andmælafrestur stefnanda samkvæmt ákvörðun sveitarfélagsins rann út, auk þess hafi tveggja má naða frestur 2.6.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ekki nærri því verið liðinn. Skömmu síðar hafi einn landeigenda jarðarinnar Fells með bréfi 25. júlí 2014 spurt út í stöðuleyfismál Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. Bæjarstjóri hafi svarað bréfinu 1. september 2014 og sagt að leyfismál Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. væru trúnaðarmál. Þrátt fyrir þessa afstöðu hafi bæjarstjóranum ekki þótt það tiltökumál að tjá sig um leyfismál stefnanda í fjölmiðlum að fyrra bragði. Að mati stefnda hafi framkoma ste fnanda verið vítaverð enda verði, hvað sem öðru líði, að teljast mjög óheppilegt að bæjarstjórinn tjái sig með þessum hætti í fjölmiðlum áður en stefnandi hafi fengið að koma að andmælum í tengslum við mjög íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun. Hafi þessi framko ma valdið stefnanda tjóni og sé þ.a.l. bótaskyld sem slík. Stefnandi hafi verið með samninga við ferðaþjónustufyrirtæki sem fóru að bera þessi ummæli bæjarstjóra undir stefnanda, m.a. hvað vörðuðu öryggismál stefnanda. 20 Í fréttaviðtali í Morgunblaðinu 8. nóvember 2014 sé enn fremur haft eftir bæjarstjóranum að aðgerðir stefnda gagnvart stefnanda hafi leitt til ásakana um að Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. væri ekki með stöðuleyfi fyrir öllum sínum búnaði. Haft sé eftir bæjarstjóranum að það hafi ekki reynst rétt. Sú staðhæfing sé á hinn bóginn ósönn og í ósamræmi við aðgerðir sveitarfélagsins og yfirlýsingar þess gagnvart Samkeppniseftirlitinu. Komið hafi í ljós að fyrrgreindur bæjarstjóri stefnda hafi tengsl við Einar Björn og félag hans Jökulsárlón ferðaþ jónstu ehf. og telur stefnandi ljóst að hann hafi m.a. af þeim sökum fengið aðra meðferð hjá stefnda en samkeppnisaðili hans. Um tengsl bæjarstjórans við Einar Björn og rekstur hans megi t.d. benda á að samkvæmt skráningu á ISNIC sé Jökulsárlón ferðaþjónus ta ehf. skráður rétthafi lénsins bæjarstjóri stefnda, skráður sem tæknilegur tengiliður. Stefnandi fær ekki séð að einstaklingur verði skráður sem tæknilegur tengiliður veg na léns fyrirtækis án þess að hafa náin tengsl við umrætt félag eða forsvarsmenn þess. Telur stefnandi því alls ekki útilokað að bæjarstjórinn hafi beinlínis hagsmuni af ákvörðunum stefnda í þessu máli, sbr. einnig framangreind sjónarmið um jafnræði og þá sérstaklega þegar horft sé til háttsemi bæjarstjóra. Í ljósi framangreinds telur stefnandi að bæjarstjórinn hafi verið vanhæfur, enda fyrir hendi þær aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Bæjarstjórinn, sem fyrirsva rsmaður stefnda, hafi þ.a.l. ekki átt að koma að meðferð og töku þeirra ákvarðana sem hér sé tekist á um. Leiði þetta til þess að þær íþyngjandi ákvarðanir er hann kom að og vörðuðu stefnanda hafi verið ólögmætar og þar með bótaskyldar. Þá byggir stefnandi á því að stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að vanhæfi bæjarstjóra sé ekki fyrir hendi. 4.2.4 Ákvarðanir stefnda voru samkeppnishamlandi Þá byggir stefnandi á því að ákvarðanir stefnda í máli þessu sem og framganga stefnda hafi verið til þess fallin að raska verulega samkeppni á viðkomandi markaði, en stefnandi hafi verið keppinautur Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. sem hafi verið með 21 markaðsráðandi stöðu að því er varðar siglingar með ferðamenn á Jökulsárlóni. Verði að telja að stjórnvöldum á borð við s veitarfélög beri að hafa samkeppnislög að leiðarljósi þegar ákvarðanir séu teknar og megi ákvarðanir stjórnvalda ekki raska samkeppni. Telur stefnandi t.a.m. að það skilyrði stefnda að samþykki allra eiganda jarðarinnar Fells þyrfti að koma til svo unnt væ ri að veita stöðuleyfi vera samkeppnishamlandi en skilyrði þetta hafi, líkt og áður greini, verið dæmt ólögmætt af Hæstarétti. Í samkeppnisrétti hafi það verið talin misnotkun á markaðsráðandi stöðu ef markaðsráðandi aðili synji keppinaut um ómissandi aðst öðu (e. essential facility) sem viðkomandi aðili býr yfir. Hafi stefnda mátt vera þetta ljóst en ákveðið engu að síður að setja úrslitavaldið um hugsanlega samkeppni í hendurnar á samkeppnisaðilanum. Í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 komi fram markmið laganna og hvernig þeim skuli náð, s.s. með því að vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og að auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum. Telja verði það gildandi meginreglu að hafi löggjafinn látið vilja sinn í ljós, beint eða óbeint, jafnvel þannig að sá vilji verði aðeins leiddur af lögum með túlkun þeirra, þá megi athafnir stjórnvalda ekki ganga gegn markmiðum þeim sem lögin stefni að. Þær skuli vera til þess fallnar að koma fram umræddum vilja og markmiðum löggjafans í framkvæmd. V erði það að teljast samræmast formreglu lögmætisreglunnar. Með vísan til framangreinds sé ljóst að hafi sveitarfélag lagalegt svigrúm til að stuðla að samkeppni beri því að gera það, sbr. einnig b - lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga. Það hafi stefndi hins v egar ekki gert. Telur stefnandi því að með því að setja hið umdeilda skilyrði um samþykki allra eigenda jarðarinnar Fells sem og að synja stöðuleyfum á grundvelli þess, og einnig með því að stöðva rekstur stefnanda á austurbakka Jökulsarlóns og synja stef nanda um leyfi til að nýta þjóðlenduna á vesturbakkanum hafi stefndi verið að hamla samkeppni um siglingar á Jökulsárlóni. Framangreindar ákvarðanir og aðgerðir sveitarfélagsins til að framfylgja þeim séu því ólögmætar á grundvelli samkeppnislaga sem og me ginreglna samkeppnisréttar. 4.2.5 Stefnandi leitaðist við að takmarka tjón sitt starfsemi stefnanda á vesturbakka 22 Stefnandi byggir á því að með útgerð stefnanda frá vesturbakka Jökulsárlóns árin 2011 - 2013 hafi stefnandi leitast við að takmarka tjón sit t. Byggir stefnandi enn fremur á því og telur það raunar óumdeilt að tekjumöguleikar á vesturbakkanum séu mun takmarkaðri en á austurbakkanum, bæði vegna landfræðilegra þátta auk þess sem aðalmarkaðssvæðið er staðsett á austurbakkanum, þ.e. m.a. bílastæði fyrir ferðamenn o.fl. Í málsatvikalýsingu stefnu þessarar eru rakin málsatvik og aðgerðir stefnda á árunum 2011 - 2013, þ.e. þegar stefnandi gerði út rekstur sinn af vesturbakkanum. Sé sérstaklega vísað til þeirrar umfjöllunar og byggt á henni til fyllingar og til að forðast endurtekningar. Stefnandi vilji þó árétta að stefndi hafi beitt sér með ólögmætum hætti gagnvart stefnanda á þeim árum sem hafi leitt til óvissu um framtíð reksturs stefnanda og tjóns. Þannig hafi jafnræðisreglur verið virtar af vettugi enda hafi legið fyrir að ýmsir aðilar höfðu tekjur sínar af skipulagðri starfsemi í ferðaþjónustu innan þjóðlendna sveitarfélagsins, t.a.m. hafi engar úthlutunarreglur verið til fyrir þjóðlendur í umdæmi stefnda er stefnandi hafi hafið rekstur sinn. Eftir samskipti sín við starfsmann stefnda á árinu 2011 hafi stefnandi því mátt hafa réttmætar væntingar til að ætla að stefndi yrði við beiðni hans um leyfi fyrir starfsemina en mögulega ætti eftir að gefa slíkt leyfi formlega út og taka gjald fyrir. Hins vega r, í kjölfar þess að samkeppnisaðili stefnanda við Jökulsárlón hafi krafist íhlutunar stefnda, hafi stefndi beitt sér með ómálefnalegum hætti þar sem lagareglur um jafnræði, meðalhóf og eðlilega samkeppni hafi verið virtar af vettugi af hálfu stefnda og að gerðir stefnanda því haldnar efnisannmörkum og því ólögmætar. Vísar stefnandi sérstaklega til aðgerða stefnda á árinu 2013 þar sem stefndi hafi þvingað stefnanda til þess að hætta starfsemi sinni í þjóðlendunni og gert honum að fjarlæga alla lausafjármuni af svæðinu, með tilheyrandi tjóni fyrir stefnanda. Hafi stefndi þannig komið með ólögmætum hætti í veg fyrir að stefnandi gæti takmarkað tjón sitt. 4.2.6 Sérstaklega um hina ólögmætu ákvörðun stefnda 20. maí 2010 23 Af hálfu stefnanda er á því byggt að sú á kvörðun stefnda að binda útgáfu stöðuleyfis, til siglinga með ferðamenn á austurbakka Jökulsárlóns þann 20. maí 2010, því skilyrði að samþykki allra landeigenda á svæðinu þyrfti, hafi verið ólögmæt og því bótaskyld enda hafi hún leitt til þess að stefnandi gat ekki hafið rekstur sinn á vormánuðum 2010, eins og til stóð og varð því af missi hagnaðar. Stefnda hafi verið það ljóst að mikill meirihluti eigenda jarðarinnar Fells var samþykkur því að stefnandi myndi hefja þar atvinnurekstur, sbr. bréf félagsins 1 . mars 2010. Hafi stefnda því borið að veita stefnanda stöðuleyfi, sbr. m.a. umfjöllun í kafla 4.2.1 hér að framan þar sem m.a. sé fjallað um áhrif dóms Hæstaréttar frá 17. nóvember 2016 í máli nr. 44/2016. 4.2.7 Sérstaklega um hinar ólögmætu ákvarðanir s tefnda 24. janúar 2014 og 15. ágúst 2014 o.fl. Líkt og rakið sé í málavaxtalýsingu kveður stefnandi aðgerðir stefnda gagnvart stefnanda hafa náð nýjum hæðum á árinu 2014. Þann 24. janúar 2014 hafi fyrirvarinn um samþykki allra eigenda jarðarinnar Fells í t engslum við stöðuleyfisveitingar verið staðfestur í bæjarráði með samþykkt bæjarráðs á fundargerð umhverfis - og skipulagsnefndar. Hafi stefnanda svo verið tilkynnt um skilyrðið með tölvuskeyti 24. febrúar 2014. Þá hafi umsókn stefnanda um stöðuleyfi verið hafnað með bréfi bæjarstjóra stefnda þann 15. ágúst 2014. Með vísan til fyrri umfjöllunar og kafla 4.2.1 hafi synjun þessi sem og skilyrðissetningin verið ólögmæt. 4.2.8 Sérstaklega um hina ólögmætu ákvörðun stefnda 10. mars 2015. Þann 10. mars 2015 synja ði stefndi umsókn stefnanda um stöðuleyfi undir húskerru á jörðinni Felli. Telur stefnandi ákvörðun þessa ólögmæta og að það hljóti að vera óumdeilt með aðilum, enda hafi hún verið ógilt með dómi Héraðsdóms Austurlands 27. apríl 2017 í máli nr. E - 45/2015, sbr. fyrri umfjöllun. 4.3. Orsakatengsl sennileg afleiðing Stefnandi byggir á því að fjártjón hans sé afleiðing saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda sem rakin hafi verið. Séu bein orsakatengsl milli ólögmætra aðgerða stefnda og tjóns stefnanda og sé hin saknæma háttsemi stefnda bæði nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrði tjóns stefnanda. 24 Í þessu samhengi byggir stefnandi á að þau ólögmætu og ómálefnalegu skilyrði sem stefndi hafi sett fyrir veitingu stöðuleyfis hafi haft úrslitaáhrif á rekstrarafkomu s tefnanda og það tjón sem fólst í missi hagnaðar á tímabilinu, tjóni í formi kostnaðar vegna nauðsynlegrar aðstoðar lögmanna og umtalsverðum orðsporshnekki fyrir stefnanda. Ef stöðuleyfi hefði verið veitt af hálfu stefnda í kjölfar umsóknar á árinu 2010 hefði stefnanda verið unnt að starfrækja rekstur sinn fullum fetum á því tímabili sem tilgreint sé í kröfugerð málsins. Hins vegar sé ljóst að mati stefnanda að stefndi hafi hindrað rekstur hans á austurbakka Jökulárlóns með ólögmætum hætti. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir öðru en að stefnandi hefði fengið áframhaldandi stöðuleyfi næstu ár enda hefðu öll nauðsynleg skilyrði leyfisveitingarinnar verið uppfyllt, sbr. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 212/2012. Að auki liggi fyrir að samkeppnis aðili stefnanda hafði nær alla sömu lausafjármuni og stefnandi á svæðinu, margir hverjir sem voru þar án samþykkis annarra landeigenda og án nokkurra afskipta stefnda. Vegna hinnar saknæmu og ólögmætu háttsemi hins stefnda sveitarfélags byggir stefnandi en n fremur á því að stefndi beri alla sönnunarbyrði um að áframhaldandi leyfi hefði ekki fengist eða að önnur atvik hefðu hindrað reksturinn á umræddu tímabili, enda hafi samningur stefnanda við Sameigendafélag Fells frá árinu 2012 verið í fullu gildi allt t ímabilið. Þar af leiðandi sé með öllu ótækt að ætla annað en að stefnandi hefði fengið að starfa óáreittur allan þennan tíma líkt og aðrir aðilar á svæðinu. Þá ítrekar stefnandi að hann hafi reynt eftir fremsta megni að takmarka tjón sitt með því að hefj a rekstur á vesturbakkanum árið 2011 og síðar með því að gera allan sinn tækjabúnað færanlegan vegna hinna ólögmætu hindrana stefnda. Hins vegar hafi stefnanda verið gert þetta ómögulegt að mestu vegna óréttmætra skilyrða og synjana um stöðuleyfi á vesturb akkanum og ólögmætra krafna stefnda um að stefnandi hætti rekstri á svæðinu, bæði á vestur - og austurbakka Jökulsárlóns. Vegna þess ástands og þeirra óvissu sem hafi skapast vegna ólögmætra aðgerða stefnda hafi stefnanda verið ófært að markaðssetja starfs emina á tímabilinu og taka 25 við bókunum fram í tímann sem hafi komið sér sérstaklega vel fyrir samkeppnisaðila stefnanda. Til viðbótar hafi bæjarstjóri stefnda komið fram í fjölmiðlum á árinu 2014 og lýst því yfir opinberlega að starfsemi stefnanda væri í ó leyfi, sem hafi orðið þess valdandi að stefnandi varð af töluverðum viðskiptum. Telur stefnandi hafið yfir allan vafa að téðar ólögmætar aðgerðir stefnda hafi haft úrslitaáhrif á sölumöguleika stefnanda og valdið verulegum samdrætti í sölu bátsferða. Í rau n hafi allt markaðsstarf verið eyðilagt vegna aðgerða stefnda. Loks byggir stefnandi á að allur kostnaður vegna þjónustu lögmanna á tímabilinu sé afleiðing hinna ólögmætu aðgerða enda hafi stefnanda verið nauðsynlegt að halda uppi rétti sínum en að öðrum kosti eiga á hættu að verða fyrir réttarspjöllum. Stefnandi byggir á að ekki séu efni til að halda öðru fram en að allt tjón stefnanda sé afleiðing hinnar skaðabótaskyldu háttsemi sem krafist er viðurkenningar á enda hafi ekki verið við stefnanda að sa kast sem hafi lagt sig allan fram við að takmarka tjón sitt og halda rétti sínum til haga meðan hið ólögmæta ástand varði. Auk heldur byggir stefnandi á að þar sem fyrirliggjandi sé að skilyrði stefnda fyrir veitingu títtnefndra stöðuleyfa hafi verið ólögm ætt hafi stefnandi sýnt fram á með nægjanlegum hætti að skilyrði almennu skaðabótareglunnar um sennilega afleiðingu séu uppfyllt. Að öllu þessu virtu telur stefnandi að hann hafi sýnt fram á með fullnægjandi hætti að allt tjón hans sé afleiðing ólögmætra aðgerða stefnda og enn fremur sennileg afleiðing þess. 4.4. Um fjártjón stefnanda 4.4.1 Almennt um tjón stefnanda Stefnandi byggir á því að hann hafi sýnt fram á með nægilegum líkum að skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála séu u ppfyllt með því að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, hann hafi gert grein fyrir því í hverju tjón hans sé fólgið og hver tengsl þess séu við atvik máls. Tjón stefnanda vegna skaðabótaskyldrar háttsemi stefnda felist fyrst og fremst í missi hagnaðar á árunum 2010 - 2017. Þá hafi stefnandi orðið fyrir umtalsverðu tjóni við að 26 nýta sér nauðsynlega þjónustu lögmanna vegna hinnar ólögmætu og saknæmu háttsemi stefnda, sbr. framlagða reikninga. Jafnframt hafi stefnandi orðið fyrir töluverðum orðporshnekki vegna ummæla bæjarstjóra stefnda á opinberum vettvangi á árinu 2014. Byggir stefnandi á að missir hagnaðar á tímabilinu sé vegna samdráttar á sölu og rekstrarstöðvunar vegna ólögmætra aðgerða stefnda á tímabilinu 2010 - 2017. Samkvæmt minnisb laði endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young ehf. sé áætlað tjón stefndanda vegna þessa talið vera á milli 222.957.735 kr. og 273.237.891 kr., með tilliti til tekjuskattsáhrifa, þrátt fyrir að stefnandi hafi reynt eftir bestu getu að takmarka tjón sitt, s br. fyrri umfjöllun. Í skýrslunni sé við mat á tjóninu lagt upp með að áætla fjárhæð EBITDA félagsins ef stefnandi hefði fengið að starfa óáreittur á austurbakka Jökulsárlóns árin 2010 - 2017. Við matið miðist afkastageta stefnanda við tvo slöngubáta, í samr æmi við samning milli stefnanda og Sameigendafélags Fells og á raunverulegu og raunhæfu rekstrartímabili vegna ofangreindra ára. Í raun megi því segja að mat Ernst & Young ehf. sé ef eitthvað er vanmetið enda allar líkur á því að stefnanda hefði verið unnt að byggja enn frekar upp starfsemi sína, m.a. með rekstri fleiri báta á tímabilinu. Þá liggi enn fremur fyrir að tekjur samkeppnisaðila stefnanda, þ.e. Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf., jukust umtalsvert umrædd ár. Mat Ernst & Young ehf. sé m.a. unnið út frá talningu Ferðamálstofu, skýrslu Vatnajökulsþjóðgarðs um fjölda gesta frá upphafi talninga út árið 2016, söluáætlunum stefnanda, öðrum stjórnendaupplýsingum og ársreikningum stefnanda. Þá sé einnig litið til tekna Jökulsárlóns Ferðaþjónustu ehf. af báts ferðum á umræddu tímabili til samanburðar. Áætlað beint tjón stefnanda, að því gefnu að stefnandi hefði fengið að starfa óáreitt á austurbakka Jökulsárlóns í samræmi við samþykki og síðar skriflegan samning við Sameigendafélag Fells, miðar við að tekjur s tefnanda hefðu numið 856 - 946 milljónum króna og rekstrargjöld verið um 447 - 489 milljónir króna. Áætluð EBITDA stefnanda hefði því verið á bilinu 413 - 475 milljónir króna en raunveruleg EBITDA hafi numið tæpri 141 milljón króna. Áætlað tjón með tilliti til t ekjuskattáhrifa nemi því 218 - 268 milljónum króna og til viðbótar sé gert ráð fyrir því í minnisblaðinu að 27 hrein fjármagnsgjöld stefnanda hefðu þróast með öðrum hætti hefði stefnandi skilað þeirri rekstrarafkomu sem forsendur matsins leiða til. Áætlað tjón með tilliti til skattlegra áhrifa af fjármagnsliðum nemi 5,4 milljónum króna og sé því beint heildartjón stefnanda áætlað vera 223 - 273 milljónir króna. Til viðbótar við tjón vegna missis hagnaðar komi kostnaður vegna nauðsynlegrar þjónustu lögmanna flest öll árin og orðsporshnekkis. 4.4.2 Tjón stefnanda á tímabilinu 2010 - 2017 Byggir stefnandi nánar tiltekið á því að tjón hans hafi falist í eftirfarandi þáttum á hverju ári fyrir sig á tímabilinu 2010 - 2017: Tjón vegna missis hagnaðar á árinu 2010 Vegna hinna ólögmætu aðgerða stefnda á árinu 2010 hafi stefnanda verið gert ómögulegt að hefja rekstur um vorið og ekkert orðið af fyrirhuguðum atvinnurekstri. Þar af leiðandi hafi hann orðið af verulegum tekjum í formi missis hagnaðar en áætlaðar tekjur þessa á rs hefðu verið rúmar 52 milljónir og áætlaður hagnaður 26 milljónir í samræmi við rekstraráætlun stefnanda. Tjón vegna missis hagnaðar á árinu 2011 Á árinu 2011 hafi stefnandi hafið starfsemi á vesturbakka Jökulsárlóns í því skyni að takmarka tjón sitt enda hafi afstaða stefnda þá legið fyrir varðandi skilyrði fyrir stöðuleyfisveitingu á austurbakka lónsins. Tekjur á vesturbakkanum hafi verið mun lægri en stefnandi hefði mátt vænta af starfsemi hinum megin við lónið. Sé í því sambandi vísað til fyrri umf jöllunar um landfræðilegar aðstæður á vesturbakka auk þess sem bílastæði og aðalmarkaðssvæðið sé á austurbakkanum. Áætlaðar tekjur þessa árs hefðu verið rúmar 80 milljónir og áætlaður hagnaður um 56 milljónir, miðað við þær forsendur sem gerðar hafi verið í rekstraráætlun en áætlunin hafi gert ráð fyrir starfsemi frá 1. maí til 1. október á austurbakkanum og gert ráð fyrir 57% nýtingu. Tjón stefnanda á árinu 2012 28 Á árinu 2012 hafi stefnandi starfað enn á vesturbakkanum og kveðst hafa líkt og árið á undan orðið fyrir samdrætti í sölu miðað við ef hann hefði fengið að starfa óáreittur á austurbakkanum. Þá hafi stefnandi orðið fyrir tjóni í formi kostnaðar við þjónustu lögmanna sem rekja megi með beinum hætti til ólögmætra aðgerða stefnda. Rekstrartekjur á árinu 2012 hafi numið samtals 40.764.896 kr. en áætlaðar tekjur verið rúmar 96 milljónir og áætlaður hagnaður um 62 milljónir króna, m.v. forsendur í rekstraráætlun. Tjón stefnanda á árinu 2013 Á árinu 2013 hafi stefnandi enn starfað á vesturbakkanum af nauðsyn til að takmarka tjón sitt og hafi þar af leiðandi orðið fyrir áframhaldandi samdrætti í sölu. Hafi svo farið að stefnandi hafi neyðst til að stöðva rekstur sinn vegna aðgerða stefnda sem hann tilkynnti stefnda með bréfi 4. september sama ár. Í ljós i rekstrarstöðvunar stefnanda hafi fyrirtækið ekki getað markaðssett ferðir sínar veturinn 2013 - 2014 og þurft að segja öllum starfsmönnum upp störfum og aflýsa öllum ferðum sem bókaðar höfðu verið hjá stefnanda fram í október. Þá hafi stefnandi ekki getað staðfest ferðir sínar við viðskiptavini og orðið af miklum viðskiptum. Ferðaskrifstofur hafi þess í stað bókað hjá samkeppnisaðilum stefnanda. Tjón stefnanda á árinu 2013 hafi því falist í samdrætti á sölu og síðan algerri rekstrarstöðvun síðla sumars þa ð ár, þannig að stefnanda hafi verið ómögulegt að takmarka frekar tjón sitt. Áætlaðar tekjur ársins 2013 hafi verið rúmar 127 milljónir kr. og áætlaður hagnaður rúmar 72 milljónir kr. hefði stefnandi fengið að starfa með eðlilegum hætti á austurbakkanum . Hagnaður stefnanda hafi hins vegar verið 12.149.746 kr. en útseld þjónusta í formi bátsferða nam 58.897.333 kr. Tjón stefnanda á árinu 2014 Á árinu 2014 kveðst stefnandi hafa freistað þess að hefja að nýju rekstur á austurbakka Jökulsárlóns enda að sögn með gildan samning við meirihluta landeigenda um rekstur á svæðinu. Stefnandi kveðst þó ekkert hafa getað markaðssett sig eða selt ferðir fram 29 í tímann vegna þeirrar óvissu sem uppi var og öll markaðsetning hafi því legið niðri um veturinn. Eðli máls samk væmt hafi því stefnandi orðið af töluverðum bókunum. Hefur hinum ólögmætu ákvörðunum og aðgerðum verið lýst hér að framan. Vegna aðgerða stefnda hóf stefnandi ekki rekstur á austurbakkanum fyrr en 11. júní 2014. Hafi allar bókanir verið tilfallandi frá de gi til dags og ómögulegt að ráðstafa ferðum fram í tímann. Af þeim sökum hafi stefnandi orðið fyrir miklum samdrætti í sölu miðað við eðlilegar forsendur. Áætlaðar tekjur þessa árs voru rúmar 133 milljónir kr. og áætlaður hagnaður 79 milljónir kr. Samkvæ mt ársreikningi námu seldar vörur og þjónusta 59.242.822 kr. en hagnaður ársins 4.154.305 kr. Ef stefnandi hefði fengið að starfa óáreittur á austurbakkanum 2014 og ekki orðið að stöðva rekstur sinn sé ljóst að tekjur hans hefðu verið mun meiri og varð han n því fyrir missi hagnaðar árið 2014. Tjón stefnanda á árinu 2015 Stefnandi starfaði á austurbakkanum árið 2015 en hafi orðið að haga starfseminni með öðrum hætti vegna afstöðu stefnda. Þá hafi stefnandi ekki getað bókað ferðir fram í tímann eða skipulagt markaðsstarf með eðlilegum hætti. Áætlaðar tekjur ársins 2015 hafi verið rúmar 144 milljónir kr. og áætlaður hagnaður rúmar 83 milljónir kr. Hins vegar námu seldar vörur og þjónusta 70.043.959 kr. og hagnaður stefnanda af rekstrinum 12.925.789 kr. krónur. Tjón stefnanda á árinu 2016 Á árinu 2016 hafi staðan verið hin s ama hjá stefnanda sem hafi starfað á austurbakkanum við skertar aðstæður vegna ólögmætra aðgerða stefnda. Aðgerðir stefnda hafi einnig orðið til þess að hann hafi ekki getað hafið starfsemi sína fyrr en í júlí eða tveimur mánuðum á eftir áætlun. Stefnandi hafi hvorki getað markaðssett sig né staðfest neinar fyrirfram bókaðar ferðir ferðaþjónustufyrirtækja. Áætlaðar rekstrartekjur hafi verið 145 milljónir kr. og áætlaður hagnaður rúmar 85 milljónir kr. Seldar vörur og þjónusta hafi samkvæmt ársreikningi veri ð 63.593.421 kr. og hagnaður af rekstrinum 8.161.040 kr. 30 Tjón stefnanda á árinu 2017 Á árinu 2017 hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið við aðild að samningi stefnanda. Stefnandi hafi á þessum tíma ennþá verið á austurbakkanum en hafði að sögn verið skyldaður til að vera með starfsemi sína talsvert fjarri helsta athafnasvæðinu og orðið þar af leiðandi af tekjum sökum hinnar slæmu aðstöðu sem honum hafi verið boðin. Byggir stefnandi á því að þessa aðstöðu megi rekja til hinna ólögmætu aðgerða stefnda árin áðu r enda hefði honum að öðrum kosti verið unnt að skapa sér aukna markaðshlutdeild á svæðinu og getað skapað sér fótfestu á aðalathafnasvæðinu þar sem straumur ferðamanna liggur. Áætlaðar tekjur ársins 2017 voru rúmar 180 milljónum kr. og áætlaður hagnaður á ætlaður 109 milljónir kr. Samkvæmt ársreikningi vegna 2017 hafi seld vara og þjónusta verið að fjárhæð 116.942.524 kr. og hagnaður fyrri skatta 59.955.327 kr. ------- Stefnandi byggir kröfur sínar m.a. á ólögfestum meginreglum stjórnsýsluréttar og ákvæð um stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 3., 4., 10., 11. og 12. gr. þeirra, auk ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 20. gr. þeirra laga. Þá byggir stefnandi mál sitt á meginreglum eignarréttar um sérstaka sameign og ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjö leignarhús. Þá er vísað til meginreglna samkeppnisréttar sem og samkeppnislaga nr. 44/2005. Um lögvarða hagsmuni vísast til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá vísar stefnandi til 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um að dómar hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í þeim greinir þar til það gagnstæða er sannað. Um varnarþing vísast til 33. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Kröfur um málskostnað eru reistar á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. m.a. 130. gr. lag anna. Málsástæður og lagarök stefnda 31 Almennt um málatilbúnað stefnanda, framsetningu hans og kröfugerð Stefndi sér ástæðu til að víkja nokkrum orðum almennt að málatilbúnaði stefnanda. Í málinu sé krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjögurra t ilgreindra ákvarðana stefnda, sem fjalli um umsókn um stöðuleyfi vegna tiltekins búnaðar á vegum stefnanda við Jökulsárlón. Stefna málsins sé 35 blaðsíður og dómskjöl 98 talsins. Skil á milli lýsinga á málsatvikum og málsástæðum séu afar óljós og lýsing málsatvika gildishlaðin og innihaldi margs konar ásakanir í garð stefnda. Málsatvikalýsing sé auk þess afar löng, eða um 15 blaðsíður og sé þar rakið flest allt sem á daga stefnanda hefur drifið þegar kemur að rekstri hans við lónið og margt af því atriði sem snerti ekki dómkröfur hans í málinu með neinum hætti, s.s. samskipti stefnanda og deilur við forsvarsmann Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. Þá haldi stefnandi því fram, án þess að lögð séu fram nokkur gögn eða sannanir, að einhvers konar bandalag hafi ve rið á milli forsvarsmanns Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. og stefnda og að sveitarfélagið hafi dregið taum fyrirtækisins á sinn kostnað. Þessari alvarlegu ásökun sé vitaskuld alfarið hafnað en stefndi telji þetta raunar ekki koma málinu við og vera mjög ti l þess fallið að lengja og flækja málatilbúnað stefnanda. Málatilbúnaður stefnanda gangi því gegn e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem fram komi að lýsing aðila á málsástæðum og atvikum skuli vera gagnorð og skýr auk þess s em þetta fari gegn meginreglunni um munnlegan málflutning í einkamálum. Gagnaframlagning stefnanda sé aukinheldur úr hófi fram. Af hálfu stefnanda hafi stefnda og bæjarfulltrúum stefnda verið sent bréf 14. september 2017 þar sem því hafi m.a. verið hótað að farið yrði í mál persónulega við bæjarfulltrúa sveitarfélagsins. Í bréfinu hafi verið tekið fram að málið yrði rekið í fjölmiðlum. Að sama brunni beri tilburðir stefnanda við stefnubirtingu málsins. Stefnan hafi verið gefin út 21. maí 2018 en birt fyrir þáverandi forsvarsmanni stefnda 28. maí s.á. Engu að síður hafi lögmaður stefnanda mætt í fjölmiðlum 23. maí 2018, áður en stefnan hafði verið birt, og tjáð sig um málið. Hafi sú framganga verið óeðlil eg af hálfu stefnanda. 32 Kröfugerð stefnanda sé ekki skýr. Hún gangi út á að viðurkennd verði bótaskylda - 2017 ínum 20. maí 2010 og 27. janúar 2014, um samþykki allra sameigenda að landi Fells og vegna synjana stefnda þann 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015, í öllum tilvikum vegna umsókna stefnanda um stöðuleyfi við austurbakka Jökulslárlóns á lands Fells og ólögmætum Um sé að ræða aðskildar ákvarðanir stefnda. Líkt og rakið sé í umfjöllun um málsástæður sé málatilbúnaði stefnanda hafnað, auk þess sem kröfur stefnanda vegna meintrar bótaskyldu út af ákvörðunum í júní 2010 og í janúar 2014 séu augljóslega fyrndar. Engu að síður séu þessar ákvarðanir tilgreindar allar saman í kröfugerð byggst á umræddum ákvörðunum. Telur stefndi því að kröfu gerð sé ekki nægjanlega skýr og að tilefni sé fyrir dómara til að skoða frávísun málsins án kröfu . Um afgreiðslu á umsóknum stefnanda um stöðuleyfi Líkt og rakið sé í málsatvikalýsingu hafi verið sótt um stöðuleyfi hjá stefnda vegna búnaðar og hjólhýsis á austurbakka Jökulsárlóns í nokkur skipti árin 2010, 2014 og 2015. Fyrsta umsóknin hafi verið í nafni Ingvars Þóris Geirssonar til bæjarráðs stefnd a, þann 17. maí 2010, þar sem óskað var eftir að fá útgefið stöðuleyfi við Jökulsárlón. Í var a fgreidd hafi verið í gildi byggingarreglugerð 441/1998, byggð á þágildandi skipulags - og byggingarlögum nr. 73/1997, þar sem fram hafi komið í grein 71.1 að óheimilt væri að láta hjólhýsi standa til notkunar á sama stað, utan tjaldstæða og skipulagðra hjól hýsasvæða, lengur en einn mánuð án stöðuleyfis byggingarnefndar. 33 Í þessu samhengi beri einnig að horfa til ákvæðis 9. gr. jarðalaga nr. 81/2004 en þar hafi verið kveðið á um að ef jarðir og annað land sem lögin giltu um, sem væru í eigu þriggja eða fleir i fjárráða einstaklinga eða lögaðila, væri þeim skylt að tilnefna fyrirsvarsmann sem hefði umboð til að koma fram fyrir hönd annarra eigenda jarðarinnar við úrlausn mála sem lytu að réttindum og skyldum eigenda, taka ákvarðanir um daglegan rekstur og hagsm unagæslu vegna sameignarinnar, minni háttar viðhald og viðgerðir, svo og bráðnauðsynlegar og brýnar ráðstafanir sem ekki þyldu bið. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að jarðalögum hafi ákvæði þetta m.a. verið útskýrt á eftirgreindan hátt: miðað við að heimildir fyrirsvarsmanns til að taka ákvarðanir og framkvæma tilteknar ráðstafanir fyrir félagið verði svipaðar þeim ráðstöfunum sem húsfélagi er heimilt að takast á hendur með samþykki einfalds meiri hluta en samþykki allra sameigenda þarf til annarra ráðstafana sem teljast meiri háttar, t.d. ráðstafana á eignarhlutum annarra sameigenda, ákvarðana sem hafa í för með sér verulegan kostnað, umfang eða óþægindi og ráðstafana sem fela í sér kvaðir eða takmarkanir á hagnýtingu jarðarinnar, t.d. e f ráðstafa á jörðinni eða hluta hennar til ábúðar eða leigu en þá þarf samþykki allra sameigenda. Slíkt leiðir af meginreglum Að mati stefnda hafi því lagagrundvöllurinn verið skýr hvað það varðaði að samþykki allra eigenda þyrfti t il vegna stöðuleyfis fyrir búnað á borð við þann sem sótt var um stöðuleyfi fyrir af hálfu forsvarsmanns stefnanda árið 2010. Ljóst hafi verið að til stóð að nýta þann búnað í atvinnustarfsemi og þar með að hagnýta jörðina með tilteknum hætti. Þótt stefn andi haldi því fram í stefnu að afgreiðsla stefnda, þar sem skilyrði um hafi Sameigendafélag Fells engu að síður farið í að afla slíks samþykkis frá öllum eigendum jarðarinnar . Ekki hafi fengist slíkt samþykki hjá öllum eigendum. Málið virðist því ekki hafa farið lengra í það skiptið og afgreiðsla stefnda ekki kærð eða skotið til dómstóla og verði að líta svo á að Ingvar Þórir hafi því unað henni. 34 Árið 2011, 2013 og 2014 hafi stefnandi, sem hafi þá heitið Must Visit Iceland ehf., sótt um leyfi til að starfa á vesturbakka Jökulsárlóns en það svæði hafi verið innan þjóðlendu og því fallið undir lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. S amkvæmt ákvæðum 3. mgr. 3. gr. laganna sé leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar krafist til að nýta land og landsréttindi. Starfsemi var því háð leyfi stefnda sem hafnaði þeirri umsókn stefnanda, enda fól þágildandi deiliskipulag Jökulsárlóns frá 1988 í sér að ekki væri gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á vesturbakka lónsins og hið sama eigi við um skipulagið sem tekið hafi gildi árið 2013. Stefnandi hafi látið reyna á þessa ákvörðun stefnda með kæru til forsætisráðuneytisins en í úrskurði ráðuneytisins nr. 2 /2013 þann 11. september 2013 hafi niðurstaðan orðið sú að ákvörðun sveitarfélagsins var staðfest. Starfsemi stefnanda hafi þó farið fram öll þessi sumur við Jökulsárlón. Stefndi hafi sent áskorun til stefnanda vegna starfsemi hans sumarið 2013 þar sem hún væri í óleyfi og hafi stefnandi með erindi 4. september 2013 staðfest að hann væri hættur starfsemi sinni. Líkt og rakið sé í málsatvikalýsingu greinargerðar hafi stefn andi 10. janúar 2014 sótt um stöðuleyfi vegna búnaðar við austurbakka Jökulsárlóns. Umsóknin hafi verið tekin fyrir hjá umhverfis - og skipulagsnefnd 21. janúar sama ár og niðurstaðan orðið sú að óska eftir frekari gögnum um staðsetningu búnaðarins og að s amþykki allra landeiganda lægi fyrir. Af hálfu stefnda hafi lagagrundvöllur málsins verið talinn sá sami og áður. Ný byggingarreglugerð, nr. 112/2012, hefði verið sett í millitíðinni og þar fjallað um stöðuleyfi í grein 2.6.1. Ákvæðið hafi verið svohljóð Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna: Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. ma í. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld. Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni 35 viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á. Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafj nánar og ekki sé í ákvæðinu að finna tilvísun til annarra laga. Sem fyrr hafi stefndi horft til ákvæða jarðalaga hvað þetta varðar og annarra upplýsinga og sj ónarmiða sem sveitarfélagið hafði aflað sér. Þegar þessi umsókn stefnanda kom fram hafi þá tekið gildi nýtt deiliskipulag við Jökulsárlón. Í ákvæðum deiliskipulagsins komi fram að það sé áhersla sveitarfélagsins að starfsemi við lónið verði fjær lóninu þannig að aðstaða og byggingar verði á afmörkuðum byggingarreitum, líkt og nánar sé greint í skilmálum skipulagsins. Almennt hafi því ekki verið gert ráð fyrir að búnaður og tæki væru við lónið og umsókn stefnanda því ekki í samræmi við skilmála deiliskip ulagsins, þótt það hafi ekki verið tekið sérstaklega fram í ákvörðun stefnda. ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur, þ.m.t. nýtingarhlutfall, útli t mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar - Samþykkt deiliskipulag hafi bindandi réttaráhrif fyrir alla eigendur jarðarinnar. Stefnandi hafi því næst sótt um leyfi t il starfsemi í þjóðlendu með umsókn 23. apríl 2014 og hafi þeirri umsókn verið hafnað. Stefnandi hafi engu að síður rekið starfsemi sína við lónið þetta sumar, líkt og áður. Í júlí 2014 hafi stefnanda verið send áskorun þar sem stefndi hafi litið svo á a ð starfsemi hans væri ekki samkvæmt leyfi. Í svari stefnanda, dagsettu 1. ágúst 2014, hafi komið 36 fram andmæli ásamt umsókn um stöðuleyfi á ný. Sú umsókn hafi verið tekin fyrir hjá stefnda og ákvörðun tekin 11. ágúst 2014 um að hafna henni. Stefnanda hafi v erið veittur frestur til 21. ágúst 2014 til að fjarlægja sína muni og svo var veittur lokafrestur til 1. september sama ár. Starfsemi stefnanda hafi haldið áfram talsvert inn í september þetta árið og raunar nokkuð lengur ef miðað megi við upplýsingar og færslur viðskiptavina stefnanda af vefnum TripAdvisor. Stefnandi hafi enn sótt um stöðuleyfi með umsókn 5. febrúar 2015. Umsókninni var hafnað með erindi 10. mars 2015 á þeim grundvelli að ákvæði skipulagsreglugerðar gerðu ráð fyrir því að samþykki allra landeiganda þyrfti til og að það lægi ekki fyrir, sbr. einnig til hliðsjónar áðurnefnd ákvæði jarðalaga. Að sama skapi hafi það verið mat stefnda að umrædd starfsemi félli ekki innan skilmála deiliskipulagsins frá 2013, þótt það hafi ekki verið tilgrein t sérstaklega í ákvörðuninni. Stefnandi hafi höfðað einkamál fyrir Héraðsdómi Austurlands og gert þá dómkröfu Á sama tíma hafi s tefnandi verið aðili að öðru dómsmáli þar sem Einar Björn Einarsson og Reynivellir ehf. hafi krafist þess að leigusamningur Sameigendafélagsins Fells og stefnanda yrði ógiltur. Niðurstaða héraðsdóms í því máli var á þá leið að umræddur leigusamningur væri ólögmætur og að starfsemi stefnanda væri í óleyfi. Að beiðni stefnanda hafi dómari fallist á að fresta meðferð þess dómsmáls sem stefnandi höfðaði gegn stefnda vegna ákvörðunar stefnda frá mars 2015 á meðan beðið væri niðurstöðu Hæstaréttar í ágreiningi um gildi leigusamningsins. Hafi meðferð málsins verið frestað í um ár af þessum sökum. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 44/2016, um ágreining varðandi leigusamning stefnanda gekk þann 17. nóvember 2016 og var niðurstöðu héraðsdóms snúið við og verið talið 37 að s amþykki meirihluta sameigenda væri nægjanlegt til að gera leigusamning líkt og þann sem Sameigendafélagið Fell gerði við stefnanda árið 2012. Tveir dómarar mynduðu meirihluta Hæstaréttar í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að leigusamningur inn væri ekki gildur. Í kjölfar þessa hafi málsmeðferð fyrir héraðsdómi Austurlands vegna ákvörðunar stefnda í mars 2015 og þann 27. apríl 2017 verið haldið áfram og hafi verið kveðinn upp dómur héraðsdóms í máli E - 45/2015, þess efnis að ákvörðun byggingarfulltrúa stefnda um að synja umsókn stefnanda væri felld úr gildi. Stefndi hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna málsins en því verið hafnað með erindi Hæstaréttar 4. október 2017. Í forsendum héraðsdóms sé horft til þess að þar s em leigusamningur Sameigendafélagsins Fells og stefnanda hafi talist gildur, hafi stefnandi mátt vera með starfsemi sína við lónið í samræmi við ákvæði samningsins, þar með talið lausafjármuni. Fyrir héraðsdómi hafi lögmaður sveitarfélagsins teflt í máli nu fram þeirri málsástæðu að samþykki aukins meirihluta sameigenda jarðarinnar væri ekki fyrir hendi. Fyrir liggi að Einar Björn Einarsson hafi átt 11,33% í jörðinni og félagið Reynivellir ehf. hafi verið eigandi 12,31% jarðarinnar og að báðir þessir aðila r stæðu utan við Sameigendafélagið og hafi andmælt ákvörðunum þess og umræddum leigusamningi. Enn fremur hafi verið lagðar af hálfu lögmanns sveitarfélagsins fram þrjár yfirlýsingar frá fjórum sameigendum um að þeir stæðu utan félagsins, þ.e. Kristínar J ónasdóttur og Huldu Jónasdóttur, sem áttu hvor um sig 4,36% en þær hafi gefið yfirlýsingu 18. janúar 2014, sem hafi verið færð inn í þinglýsingabók 31. janúar 2014, yfirlýsing Hnappavalla 7 ehf., sem átt hafi 2,42%, en félagið hafi gefið út yfirlýsingu 11. maí 2014, sem hafi verið færð inn í þinglýsingabók 12. júní 2014 og yfirlýsingar Gunnhildar Elísabetar Ingimarsdóttur, sem átt hafi 4,76% en hún hafi gefið út yfirlýsingu 23. júní 2014, sem færð hafi verið inn í þinglýsingabók sama dag. 38 Séu framangreindi r eignarhlutar taldir saman sé ljóst að aðeins 60,5% sameigenda jarðarinnar hafi verið innan Sameigendafélagsins. Í niðurstöðu héraðsdóms segi um þetta atriði: Mótmælti stefnandi þessum málflutningi, bæði sem of seint fram komnum og efnislega. Að því l eyti sem þessi málflutningur stefnda kann að fela í sér nýja málsástæðu verður fallist á að hún sé þá Af hálfu stefnda sé hins vegar byggt á þessu atriði í þessu máli, bæði varðandi umræddan dóm og afgreiðslu umsóknar stefnanda í mars 2015, en einnig um afgreiðslur stefnda á öðrum umsóknum stefnanda og almennt um það tímabil sem stefnandi leggi til grundvallar í bótakröfu sinni. Í þessu felist að 60,5% sameigenda hafi v erið innan Sameigendafélagsins og því alls óvíst um afstöðu 39,5% sameigenda. Í yfirlýsingunum sé raunar tekið fram að Sameigendafélagið hafi ekki heimild til viðræðna um leigusamninga tengda rekstri við lónið. Ekki sé tekið á því í leigusamningi stefnan da og Sameigendafélagsins að veitt sé heimild til stöðuleyfis og sé raunar óljóst af samþykktum Sameigendafélagsins Fells að félagið hafi heimild til leigu á hluta jarðarinnar. Það að ákvörðun sveitarfélagsins um að gera kröfu um samþykki allra sameigenda hafi verið dæmd ólögmæt geti ekki skapað stefnanda rétt sem hann hafði ekki ella enda verulegur vafi á að samþykki aukins meirihluta sameigenda hefði fengist. Af hálfu stefnda hafi einnig verið á því byggt fyrir héraðsdómi að ekki væri gert ráð fyrir st arfsemi líkt og þeirri sem stefnandi stundar innan ramma deiliskipulags lónsins. Í niðurstöðu héraðsdóms hafi verið fundið að því að þetta atriði hefði ekki komið fram í ákvörðun byggingarfulltrúa. Þá hafi dómurinn talið að í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýs luréttar hefði þetta atriði ekki átt að leiða fortakslaust til synjunar, heldur fremur til þess að samþykkt umsóknarinnar yrði bundin skilyrði um staðsetningu húskerrunnar þannig að hún samrýmdist deiliskipulagi svæðisins. 39 Stefndi byggir á því að ef fari ð yrði að niðurstöðu dómsins hvað þetta atriði varðar hefði engu að síður verið erfitt um vik að samþykkja umsóknina, enda geri núgildandi deiliskipulag ráð fyrir því að talsverðar breytingar verði á fyrirkomulagi svæðisins og að starfsemi sé almennt staðs ett á þjónustureitum sem séu talsvert frá lóninu, andstætt því sem umsókn stefnanda hafi gengið út á. Að mati stefnda fól dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E - 45/2015 í sér breytta túlkun á framkvæmd ákvæðis 2.6.1 í skipulagsreglugerð. Að mati stefn da sé ekki unnt að beita þeim dómi afturvirkt á ákvarðanir stefnda um umsóknir um stöðuleyfi, líkt og stefnandi virðist byggja á. Einnig vekji stefndi athygli á því að dómur héraðsdóms hafi ekki falið í sér að leyfi væri veitt og að ekki hafi borist ný u msókn frá stefnanda eftir að dómurinn gekk. Stefndi telur að sönnunarbyrði fyrir því að stefnandi hefði uppfyllt skilyrði til útgáfu stöðuleyfis hvíli á stefnanda. Stefndi ítrekar að allt það tímabil sem stefnandi fjalli um í stefnu sinni, þ.e. frá 2011 til 2017, hafi umræddur búnaður engu að síður verið við lónið og stefnandi siglt öll umrædd ár og stundað sína starfsemi þar, ýmist af austur - eða vesturbakka lónsins. Af hálfu stefnda hafi verið talið að umræddur búnaður væri þar í óleyfi, þar sem hann hafði ekki verið fjarlægður þrátt fyrir synjun á umsókn um leyfi, en gætt hafi verið að því að sýna meðalhóf hvað þetta varðaði og stefnanda að jafnaði gefinn mjög rúmur frestur til að fjarlægja sína muni, allajafnan þannig að miðað var við lok þess tímabils þar sem siglingar voru stundaðar á lóninu. Dagsektir hafi aldrei verið lagðar á stefnanda. Önnur sjónarmið stefnanda um stjórnsýsluframkvæmd stefnda Stefndi hafnar þ eim fjölmörgu ásökunum sem settar séu fram í stefnu í garð sveitarfélagsins. Ítrekað sé að stefndi hafni sérstaklega þeim órökstuddu fullyrðingum stefnanda sem komi fyrir víða í stefnunni um að bæjarfulltrúar, bæjarstjórar og embættismenn hafi dregið taum Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. og forsvarsmanns 40 þess félags í deilum við stefnanda. Slíkt sé fjarri sanni og ómakleg ásökun, studd engum gögnum eða sönnunum og sé henni andmælt. Rannsóknarregla Stefndi hafnar því alfarið að hafa brotið gegn rannsóknarreg lu stjórnsýslulaga. Umsóknir stefnanda um stöðuleyfi hafi fengið eðlilega meðferð hjá stefnda. Farið hafi verið yfir gögn sem stóðu að baki umsókninni, óskað eftir nánari upplýsingum um staðsetningu búnaðar og svo óskað eftir samþykki allra landeigenda. Me ð hvaða hætti stefndi hefði átt að rannsaka málið betur eða ítarlegar sé ekki ljóst og sé hafnað af hálfu stefnda. Allt að einu teldist slíkur annmarki ekki leiða til bótaskyldu. Jafnræði Víða í stefnu sé því haldið fram að stefndi hafi brotið gegn jafnræðisreglu við meðferð á málum stefnanda. Þessu sé hafnað af hálfu stefnda. Stefnandi sem nýr aðili í atvinnurekstri við Jökulsárlón hafi vitaskuld þurft að sæta því að afla sér tilskilinna l eyfa fyrir sína starfsemi. Þar á meðal að fá stöðuleyfi og gæta að því að starfsemi hans væri innan skipulagsheimilda. Synjanir stefnda hafi að vísu ekki stöðvað stefnanda í því að hefja sína starfsemi við lónið og reka hana þar frá 2011 - 2017, en rétt eins og aðrir aðilar í atvinnurekstri þurfi stefnandi að gæta að þessum atriðum. Það hafi verið skilningur og túlkun stefnda að samþykki allra sameigenda þyrfti til að veita stöðuleyfi vegna hagnýtingar á jörð í sameign, einkum þar sem um væri að ræða atvinn urekstur við Jökulsárlón. Hinn aðilinn sem hafi verið með starfsemi við Jökulsárlón hafi líka þurft að hafa stöðuleyfi vegna sinnar starfsemi og þess búnaðar sem þar fylgdi og sveitarfélagið hafi sinnt eftirlitsskyldu með því, sbr. t.d. erindi sveitarfél agsins til Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. 24. september 2014 og eftirfarandi aðgerðir þar sem tiltekinn búnaður hafi verið fjarlægður og nýrra stöðuleyfa aflað þar sem það hafi átt við. Stefndi árétti þá meginreglu stjórnsýsluréttarins að það að einn aði li viðhafi háttsemi sem kunni að vera ólögmæt skapi ekki öðrum aðila rétt til sömu háttsemi. 41 Vanhæfi Í stefnu sé því haldið fram að Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins á árunum 2014 - 2018, hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum sem ten gst hafi stefnanda vegna tengsla sinna við Jökulsárlón ferðaþjónustu ehf. Þessu sé hafnað. Það dæmi sem nefnt sé varðandi tengsl Björns Inga og viðkomandi fyrirtækis er að Björn hafi verið skráður sem tæknilegur tengiliður hjá Isnic vegna vefsíðu fyrirtæ kisins. Ástæða þess sé sú að Björn Ingi starfaði áður hjá fyrirtæki á Höfn sem heitir Hátíðni og hafi séð um rekstur og hýsingu á vefsíðum fyrir fjölda fyrirtækja á Höfn og víðar. Þar á meðal vefsíðu Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. Starfsmenn Hátíðni hafi svo verið skráðir sem tæknilegir tengiliðir hjá Isnic vegna skráningar á vefsíðunni en um sé að ræða formsatriði sem sé liður í því að fá vefsíður skráðar. Björn Ingi hafi verið tæknilegur tengiliður hjá fjölmörgum fyrirtækjum á Höfn vegna þessarar vinnu s innar en svo hafi þessari skráningu verið breytt síðar meir. Varðandi sjónarmið um ummæli Björns Inga í fjölmiðlum þá sé því einnig hafnað að þau hafi verið óeðlileg eða valdi vanhæfi. Umrætt mál hafi verið rekið í fjölmiðlum af hálfu stefnanda og hafi fo rsvarsmenn félagsins tjáð sig reglulega við fjölmiðla sem hafi sett sig í samband við bæjarstjóra. Í viðtalinu hafi Björn Ingi ekki gert annað en að lýsa þeirri stöðu sem uppi hafi verið og hafði raunar verið árin á undan, þ.e. að starfsemi stefnanda hafi ekki verið með tilskilin leyfi. Annað hafi ekki verið haft eftir bæjarstjóranum og sé því hafnað að með þessu hafi falist einhvers konar ummæli eða afstaða sem átt hafi að leiða til vanhæfis. Samkeppnislög Af hálfu stefnanda sé á því byggt að stefndi haf i gerst brotlegur við samkeppnislög. Stefndi hafnar því alfarið. Umfjöllun stefnanda um þetta snúi frekar að Jökulsárlóni ferðaþjónustu ehf. og ýmsum fullyrðingum um að það fyrirtæki hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Einnig sé því haldið fram að ste fndi hafi hamlað samkeppni um siglingar á Jökulsárlóni með því að setja sem skilyrði að samþykki að stuðla að samkeppni. 42 Stefndi hafnar þessu þótt hann telji raunar ekki alveg augljóst hvert stefnandi sé að fara með þessu. Minnt sé á að samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga nr. 44/2005 eigi Samkeppniseftirlitið vald um það hverjir teljist brotlegir við lögin og hafi stofnunin ekki komist að slíkri niðurstöðu í þessu máli. Þá byggi stefndi á því að samkvæmt ákvæði b - liðar 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga séu heimildir Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn opinberum aðilum takmarkaðar við að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slí kra athafna en eins og rakið hafi verið þá hafi stefndi byggt sínar ákvarðanir á ákvæðum mannvirkjalaga og skipulagsreglugerðar settar á grundvelli þeirra laga og eftir atvikum ákvæðum skipulagslaga en þessi lög teljist sérlög gagnvart ákvæðum samkeppnisla ga. Skilyrði sakarreglunnar ekki uppfyllt Stefndi byggir á því að skilyrði sakarreglunnar, sem sé meginregla í skaðabótarrétti, séu ekki uppfyllt í þessu máli. Með reglunni sé kveðið á um að aðili beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann valdi með saknæmum og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing hegðunar hans og raski hagsmunum sem verndaðir séu af skaðabótareglum. Líkt og rakið sé í greinargerð varðandi meðferð á umsóknum stefnanda um stöðuleyfi þá hafi stefndi unnið eftir þeim lagagrundvell i sem almennt hafi verið talinn gilda um þessi mál. Vísist til þeirrar umfjöllunar hvað þetta varði. Í því felist að mati stefnda að ófrávíkjanlegt skilyrði sakarreglunnar um saknæmi sé ekki uppfyllt. Til þess að þetta skilyrði teljist uppfyllt þyrfti st efndi að hafa sýnt af sér gáleysi eða ásetning en svo hafi ekki verið. Afgreiðsla stefnda hafi ekki verið byggð á ásetningi um að brjóta af sér enda hafi sveitarfélagið unnið í samræmi við þann skilning og þá túlkun sem almennt hafi verið lagður í heimildi r sameigenda jarða. Að sama skapi geti ekki talist hafa verið um gáleysi að ræða. Enda sé það ekki fyrr en með dómi Héraðsdóms Austurlands í áðurnefndu máli nr. E - 45/2015 að ný framkvæmd að þessu leyti hafi verið staðfest, þ.e í apríl 2017, þó með þeim með 43 fyrirvara að tilteknar málsástæður stefnda hafi ekki komist að í málinu. Fram að því hafi stefndi ekki getað hagað ákvörðunum sínum öðruvísi en gert var. Enn fremur sé á því byggt að skilyrði sakarreglunnar um sennilega afleiðingu og orsakatengsl séu ekk i uppfyllt, enda geti tjón stefnanda, líkt og hann lýsi því í sínum málatilbúnaði, ekki talist sennileg afleiðing af ákvörðunum stefnda þar sem hann hafi haldið úti starfsemi sinni við lónið allan þann tíma sem um ræði í stefnu. Eigi það bæði við um starfs emi stefnanda á austur - og vesturbakka lónsins. Tjón ósannað Í stefnu komi fram að krafa stefnanda um bótaskyldu byggist á þremur þáttum; í fyrsta lagi á missi hagnaðar sem sé langstærsti hluti bótakröfunnar, í öðru lagi lögfræðikostnaði og svo í þriðja lagi orðsporshnekki. Stefndi hafnar því að nokkurt þessara atriða eigi við. Missir hagnaðar Fyrir liggi að stefnandi hafi verið með sína starfsemi við lónið allan þann tíma sem um ræði í stefnunni, þ.e. frá 2011 - 2017. Afgreiðsla stefnda á umsóknum stef nanda hafi því ekki haft þau áhrif á starfsemi stefnanda að hún færi ekki fram, heldur þvert á móti hafi stefnandi stundað siglingar allan þennan tíma, markaðssett sína starfsemi og kynnt viðskiptavinum. Þótt í stefnu komi fram ýmsar fullyrðingar um að fra mganga stefnda hafi valdið rekstrarstöðvun hjá stefnanda þá liggi fyrir í málinu að stefnandi hafi stundað siglingar allan þennan tíma við lónið og byggt upp fyrirtæki sitt á þessu tímabili. Umsagnir viðskiptavina stefnanda á vefsíðunni TripAdvisor, þar sem ferðamenn skilj eftir umsagnir um hvernig upplifun þeirra hafi verið af þjónustu fyrirtækja, sýni vel að fyrirtækið hafi verið með stöðugar siglingar á þessum tíma og fengið fjölda farþega sem gesti. Af hálfu stefnanda sé lagt fram minnisblað sem ste fnandi hafi aflað einhliða frá Ernst & Young varðandi missi hagnaðar. Stefndi bendir á að umrætt minnisblað sé gert að 44 Umræddar rekstraráætlanir geti engan veginn talist sönnun e ða staðfesting á fjölda viðskiptavina. Um sé að ræða spár sem forsvarsmenn fyrirtækisins vinni og líkjast markmiðssetningu fyrirtækis. Það að forsvarsmaður fyrirtækis stefni á að ná tilteknum fjölda viðskiptavina á tilteknu ári geri þann gestafjölda ekki a ð staðreynd, eða eins og stefnandi reyni að halda fram í þessu máli, að bótaskylda vakni náist ekki umræddur fjöldi. Stefndi hafnar þessum forsendum sem ósönnuðum og röngum. Í minnisblaði Ernst & Young séu þessar áætlanir engu að síður lagðar til grundva llar án nokkurra fyrirvara og virðist byggt á því að þessar rekstraráætlanir hefðu gengið minnisblaðsins, þótt ekki sé farið nánar út í hvað það þýði. Til að mynda sé í minni sblaðinu tekið fram að stefnandi hafi upphaflega haft áætlanir um að bjóða upp framtíðarrekstur félagsins. Þetta atriði sé ekkert útskýrt nánar, þ.e. hvernig þessi meinta óviss a hafi leitt til þess að hætt hafi verið við kvöldferðir, né sé minnst á þessar kvöldferðir að öðru leyti í málatilbúnaði stefnanda. Þessum ferðum sé þó bætt við í mati Ernst & Young á missi hagnaðar. Framsetningu á missi hagnaðar og forsendum þar að baki sé alfarið andmælt af hálfu stefnda. Til viðbótar megi nefna að ekkert tillit virðist tekið til annarra þátta sem hafi áhrif á rekstur sem þennan. Nefna megi að reglulega gerist það að ísinn í Jökulsárlóni sé það þéttur að ekki sé hægt að sigla, sjá til hliðsjónar t.d. færslu af Facebooksíðu stefnanda frá 23. maí 2014. Einnig gerist það reglulega að veður við lónið sé þannig að ekki sé unnt að sigla, auk þess sem hópar afbóka eða hætta við. Ýmislegt geti komið upp á í rekstri fyrirtækis sem valdi því að f erðir tiltekið tímabil verði færri en að var stefnt. Ekkert af þessu geti þó talist vera á ábyrgð stefnda eða geta tengst því hvernig umsókn um stöðuleyfi hafi verið afgreidd. hjá fyrirtækinu, þar sem gerð hafi verið krafa um að tiltekin tæki yrðu fjarlægð eigi síðar en 1. september, vera ónákvæma. Stefnandi lýsi því svo að hann hafi hætt starfsemi 13. september sama ár, en á TripAdvisor síðu fyrirtækisins séu þó nokkrar 45 færslur frá því í október sama ár, þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins lýsa allir ánægju sinni með ferðir á vegum fyrirtækisins. Ekkert bendi til þess að synjun stefnda á útgáfu stöðuleyfis hafi þannig haft þau áhrif á starfsemi stefnanda að hann hafi ekki getað stundað siglingar á lóninu eða orðið fyrir missi hagnaðar af þeim sökum. Benda megi á það sem stefnandi segi sjálfur í umfjöllun um málsatvik fyrir árið 2015 að hann hafi gert búnað sinn færanlegan og notað til þess stóra dráttarbifreið. Ljóst s é því að stefnandi hafi sannarlega getað sinnt starfsemi sinni við lónið og ekki orðið fyrir þeim missi hagnaðar sem haldið sé fram í áðurnefndu minnisblaði. Telji stefndi sig hafa orðið fyrir tjóni sé auk þess óljóst hvað af því tjóni megi rekja til mein tra ólögmætra athafna sveitarfélagsins og hvað tengist öðrum þáttum. Þannig komi víða fram í málatilbúnaði stefnanda að hann telji að deilur hans við Jökulsárlón ferðaþjónustu ehf. hafi valdið sér tjóni. Hvergi sé sýnt fram á beint orsakasamband á milli sy njunar sveitarfélagsins og rekstrartjóns sem stefnandi telji sig hafa orðið fyrir. Lögfræðikostnaður Stefndi hafnar alfarið kröfu um að lögfræðikostnaður geti undirbyggt kröfur stefnanda. Vísað sé til þeirrar meginreglu að sá sem stofni til lögfræðikostna ðar beri ábyrgð á greiðslu hans. Samkvæmt 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 sé heimilt að dæma aðila málskostnað vegna reksturs dómsmáls og hafi stefnanda einmitt verið dæmdur slíkur málskostnaður með dómi Héraðsdóms Austurlands eða 900.000 kr. sem stefndi greiddi. Annan málskostnað, s.s. vegna reksturs mála fyrir stjórnvöldum, beri aðilar sjálfir. Tjón vegna hnekkis á orðspori orðsporshnekkjum vegna ummæla bæjarstjóra stefnda á opinberu m vettvangi á árinu orðspor stefnanda hafi beðið hnekki vegna samskipta hans við sveitarfélagið. Engin gögn eða skjöl séu lögð fram þessu til staðfestingar. Þvert á móti fái st ekki betur séð en að stefnandi hafi byggt upp blómlegt og öflugt fyrirtæki á undanförnum árum. 46 Velta fyrirtækisins hafi almennt aukist ár frá ári, umsagnir og upplifun gesta sé almennt jákvæð líkt og mat viðskiptavina á TripAdvisor síðu fyrirtækisins be ri með sér og fyrirtækið sé í góðum rekstri. Fyrning og tómlæti Af hálfu stefnda sé á því byggt að ef dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að ákvarðanir stefnda, ein eða fleiri, varðandi umsókn stefnanda um stöðuleyfi, hafi talist ólögmætar og að bótasky lda teljist vera fyrir hendi, séu kröfur stefnanda engu að síður fallnar niður fyrir fyrningu. Um kröfurnar gildi ákvæði fyrningarlaga nr. 150/2007, en þar segi í 3. gr. að almennur fyrningarfrestur skaðabótakrafna séu fjögur ár. Kröfugerð stefnanda sé b yggð upp með þeim hætti að krafist sé skaðabótaskyldu vegna ákvarðana stefnda frá 20. maí 2010, 27. janúar 2014, 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015. Hver og ein ákvörðun hafi falið í sér sjálfstæða ákvörðun, enda byggðar á umsókn og afgreiðslu málsins í það tiltekna skipti. Ljóst sé því að kröfur stefnanda vegna ákvarðana stefnda frá 20. maí 2010 og 27. janúar 2014 séu fyrndar, enda hafi stefnandi ekki aðhafst neitt af því sem tilgreint sé í IV. kafla fyrningarlaganna til að rjúfa fyrningarfrest þessara kraf na sinna þegar fyrningarfrestur þeirra hafi runnið út í júní 2014 og svo í janúar 2018. Þær kröfur séu því fyrndar. Kröfur stefnanda séu einnig vegna ákvarðana stefnda þann 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015 og er á því byggt af hálfu stefnda að um verulegt tómlæti sé að ræða af hálfu stefnanda vegna þessara ákvarðana, enda fyrst í febrúar 2017 að stefnandi hreyfði við því sjónarmiði að hann ætti rétt á skaðabótum. Lagarök Stefndi vísar til ákvæðis 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, til ákvæðis 7.1.1 í eldri byggingarreglugerð nr. 441/1998, til ákvæðis 60. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010, 9. gr. jarðalaga nr. 81/2004, til almennra reglna skaðabótaréttar og sakarreglunnar, laga nr. 150/2007 um fyrningu, laga nr. 91/1991 um meðferð 47 einkamála, einkum 80. gr. og 129. og 130. gr. um málskostnað, laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samkeppnislaga nr. 44/2005 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Niðurstaða Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kvað Hæstiréttur Íslands, upp dóm í máli nr. 44/2016. Þar höfðu Einar Björn Einarsson og Reynivellir ehf., höfðað mál gegn Ice Lagoon ehf. og Sameigendafélagi Fells. Dómkröfur voru þær að stefnda Ice Lagoon ehf., stefnanda í þessu máli, yrði bannað að gera út báta með ferðamenn á Jökulsárlóni frá landi jarðarinnar Fells á grundve lli samnings við Sameigendafélag Fells frá 20. apríl 2012. Meginmálsástæða stefnenda var sú að til að stefnda Ice Lagoon ehf. væri slíkt heimilt, hefði þurft samþykki allra sameigenda Fells, en slíkt samþykki hefði ekki legið fyrir, eðli máls samkvæmt þar sem stefnendur höfðu ekki samþykkt samning aðila verandi eigendur tæplega 24% eignarhluta í jörðinni í óskiptri sameign með öðrum eigendum hennar. Héraðsdómur féllst á þessa kröfu. Meirihluti Hæstaréttar snéri hins vegar þeirri niðurstöðu við og hafnaði kröfum stefnenda. Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi rétt að staðfesta héraðsdóm. Hryggjarstykkið í málinu og niðurstaða Hæstaréttar var byggð á því að samkvæmt almennum reglum eignarréttar gildi sú meginregla um sérstaka sameign að samþykki allra sameigenda þyrfti til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem væru meiri háttar þótt venjulegar gætu talist. Yrði í þessu tilliti að fara fram heilda rmat á aðstæðum hverju sinni. Með hliðsjón af atvikum málsins, forsögu samningsgerðarinnar og eðli og umfangi þess reksturs sem samningurinn frá árinu 2012 tók til var hvorki talið að hann hefði falið í sér óvenjulega ráðstöfun né að hún hefði verið svo me iri háttar að þurft hefði samþykki allra eigenda jarðarinnar fyrir henni. Þá hefði ákvörðun um ráðstöfun þessa verið tekin af tilskildum meirihluta á lögmætum fundi sameigendafélagsins, auk þess sem stefnendur í héraði hefðu á öllum stigum málsins verið up plýstir um áformin og þeir fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. 48 Þann 27. apríl 2017 gekk svo dómur í Héraðsdómi Austurlands í máli nr. E - 45/2015. Það mál höfðaði stefnandi þessa máls, Ice Lagoon ehf., gegn stefnda sveitarfélaginu Hornafirði. Dómkröfur stefnanda voru þær að þess var krafist að ákvörðun stefnda, 10. mars 2015, um að synja umsókn stefnanda, 4. febrúar 2015, um stöðuleyfi undir húskerru á jörðinni Felli í Sveitarfélaginu Hornafirði yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði til þess að með dómi Hæstaréttar í máli nr. 44/2016 hefði verið skorið úr um það hv ort samþykki allra sameigenda hefði þurft til þeirrar ráðstöfunar sem fólst í leigusamningi milli stefnanda og Sameigendafélags Fells, sem undirritaður var 20. apríl 2012. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 44/2016 hefði fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til það gagnstæða væri sannað, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Þótt niðurstaða dómsins um úrslit sakarefnis bindi ekki aðra en aðila máls, um þær kröfur sem þar eru dæmdar, sbr. 1. mgr. sömu lagagreinar, en stefndi hefði ekki átt i aðild að því máli, þá hefði niðurstaða dómsins ótvírætt sterkt fordæmisgildi í málinu, ef ekki bindandi réttaráhrif. Yrði ekki annað séð en að ágreiningslaust væri að hin umþrætta ákvörðun snérist um lausafjármun, húskerru, sem fallið gæti undir þá muni sem taldir væru í samningnum frá 20. apríl 2012 og stefnanda hafi verið heimilað að hafa á jörðinni. Í niðurstöðu dóms Hæstaréttar hafi falist að sá samningur skyldi halda gildi sínu. Ætti samningurinn því að hafa réttaráhrif samkvæmt efni sínu. Yrði ekki séð að hinu stefnda stjórnvaldi væri stætt á öðru en að virða niðurstöðu Hæstaréttar og leggja hana til grundvallar við úrlausn um stöðuleyfisumsókn stefnanda. Niðurstaða dómsins var sú að ákvörðun byggingarfulltrúa frá 10. mars 2015 hefði verið haldin ef nisannmarka sem telja yrði verulegan, og veigamiklar ástæður þóttu ekki mæla með gagnstæðri niðurstöðu. Því var fallist á stefnanda um ógildingu ákvörðunarinnar. Þessi dómur héraðsdóms er endanlegur þar sem Hæstiréttur hafnaði beiðni stefnda um áfrýjunar leyfi með bréfi 29. september 2017, með þeim rökum einkum að héraðsdómi hefði verið rétt að leggja niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 44/2016 til grundvallar niðurstöðu í málinu, og að ekki yrði séð að gengið hefði verið gegn deiliskipulagi svæðisins. 49 Dómu rinn telur að ekki verði horft framhjá þessum tveimur dómsniðurstöðum við úrlausn málsins. Ákvarðanir stefnda í málum stefnanda hafa eftir því sem best verður séð einkum sótt sér stoð í ákvæði 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og væntanlega forvera þess ákvæðis vegna ákvörðunar 20. maí 2010, án þess að það skipti höfuðmáli. Í ákvæði 2.6.1 er fjallað um svokölluð stöðuleyfi. Snýr ákvæðið annars vegar að stöðu hjólhýsa á tímabilinu frá 1. október til 1. maí ár hvert og hins vegar að gámum, bátum, torg söluhúsum í smíðum sem ætluð eru til flutnings og stórra samkomutjalda. Sambærilegt ákvæði var í fyrri reglugerð nr. 441/1998 en á henni byggði fyrsta synjun sveitarfélagsins. Umsókn um stöðuleyfi skal samkvæmt ákvæðinu vera skrifleg og undirrituð af eiga nda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á. Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur g ögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. Ekki verður fallist á að þetta reglugerðarákvæði geti réttlætt framgöngu stefnda gagnvart stefnanda síðustu árin. Varðandi orðalag um að samþykki eige nda eða lóðarhafa þurfi til verður að líta til þess að ekki er loku fyrir það skotið að þar geti verið skírskotað til þess, eins og í máli þessu, að samtök eigenda geti veitt samþykki sitt í samræmi við samþykktir viðkomandi félags, þ.e. eins og Hæstiréttu r leggur til grundvallar í framangreindu máli nr. 44/2016. Hvergi er tekið fram að samþykki allra þurfi ætíð til. Varast ber að skýra reglugerðarákvæði sem þetta svo þröngt að það víki til hliðar samningum sem meirihluti sameigenda hefur sannanlega gert. S érstaklega í ljósi þess að lagagrundvöllur ákvæðisins er hvergi nærri því eins skýr og æskilegt væri til að komast að gagnstæðri niðurstöðu. Dómurinn telur haldlausa þá málstæðu stefnda að það skipti hér máli að stefndi hafi nú lýst því að um 39,5% samei genda Fells standi utan Sameigendafélags Fells og hafi 50 hugsanlega ætíð gert, eða a.m.k. frá 2014. Verður ekki betur séð en að Hæstiréttur hafi slegið því föstu í framangreindu máli að tilskilinn meirihluti sameigenda á þeim tíma hefði samþykkt samninginn. Yfirlýsingar fjögurra sameigenda frá 2014 með samtals 11,54% eignarhlut um að þeir stæðu utan sameigendafélagsins breytir því engu hér, vegna samnings sem gerður var í apríl 2012, og Hæstiréttur eins og áður segir hefur slegið föstu að hafi verið gerður af þar til bærum aðilum og tilskildum auknum meirihluta. Þá verður ekki með öllu horft framhjá yfirlýsingu Einars Björns Einarssonar í bréfi til félagsins með bréfi dagsettu 3. Maí 2000 um land - og tekjunýtingarhluta jarðarinnar sem er að framan er getið, þó tt stefndi hafi að því er virðist kosið gera það. Þá telur dómurinn órökstudda og vanreifaða þá fullyrðingu stefnda að dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. 45/2015 hafi falið sér einhvers konar breytta túlkun á ákvæði 2.6.1 í byggingarreglugerð, þannig að hafi þýðingu fyrir úrslit málsins. Ekki er hægt að firra stjórnvald ábyrgð almennt séð á þeim eina grundvelli að það hafi talið rétta túlkun lagaákvæðis eða reglugerðarákvæðis, svo dæmi séu tekin, vera þessa frekar en aðra. Einstaklingar og lögaðilar g eta ekki þurft að sæta slíku og bera þá eftir atvikum tjón sitt sjálfir þar sem stjórnvald staðhæfir að hafa verið í góðri trú um hvernig beita ætti tiltekinni réttarreglu, sem síðan kemur í ljós að var röng beiting reglunnar og sem skaðaði þann sem fyrir varð. Slík niðurstaða gæti í raun gefið því byr undir báða vængi að viðkomandi stjórnvald gæti þess vegna vísvitandi borið við rangri túlkun á lögum eða reglum, ef það hentaði, og væri laust allra mála ef síðar yrði staðfest af þar til bærum aðilum að sú t úlkun hafi aldrei staðist. Ekki hefur í máli þessu verið bent á tryggari stoðir undir það hvers vegna þessari túlkun á reglugerðarákvæðinu var beitt, þ.e. hver hafi verið uppspretta þess. Eftir stendur að líta verður svo á, og um það er í sjálfu sér í rau n ekki ágreiningur, að þær ákvarðanir sem hér eru undir sbr. kröfugerð stefnanda og krafist er viðurkenningar á bótaskyldu vegna, hafi allar verið teknar fyrst og fremst á þeim grundvelli að sveitarfélagið taldi ekki hægt að fallast á umsóknir stefnanda um leyfi til athafna á svæðinu, þar sem skorti á að samþykki allra sameigenda Fells lægi fyrir. 51 Dómurinn lítur svo á að með framangreindri úrlausn Héraðsdóms Austurlands hafi því verið slegið föstu að þetta skilyrði hafi ekki verið lögmætt. Sú niðurstaða fæ r og að mati dómsins ótvíræðan stuðning af dómi Hæstaréttar í máli nr. 44/2016. Ekki er í máli þessu hægt að velta vöngum yfir því hvort umsóknir stefnanda hefðu fengið brautargengi ef þetta skilyrði hefði ekki verið sett; að aðrar reglur eða sjónarmið hef ðu leitt til þess að umsóknum hans hefði allt að einu verið hafnað. Slíkar vangaveltur væru, og eftir atvikum niðurstöður af þeim, á sandi byggðar. Fyrir liggur þannig að umsóknir stefnanda um starfsleyfi og aðstöðu á austurbakka lónsins féllu strax á þeir ri afstöðu stefnda að samþykki allra sameigenda þyrfti til. Þetta skilyrði setti stefndi án þess að rökstutt hafi verið sérstaklega hvort einhver hefð hafi verið fyrir slíku eða leitað hafi verið fanga í einhverri réttarframkvæmd eða venju í stjórnsýslunni við afgreiðslu slíkra mála. Þá verður í fljótu bragði þess ekki fundinn staður í málinu að rök hafi sérstaklega verið sótt til Jarðalaga eins og haldið er fram í greinargerð stefndu, burtséð frá því hvaða þýðingu það hefði haft. Þá blasir við að þessar a fgreiðslur leiddu til þess allan tímann að líkast til hafi verið útilokað að stefnandi næði fram samþykki stefnda á umsóknum sínum þar sem augljóslega sá aðili sem var með umfangsmikinn og nokkuð sambærilegan rekstur fyrir á staðnum, hefði aldrei samþykkt umsókn stefnanda eins og raunar yfirlýsing liggur fyrir um í málinu. Kemur þá til skoðunar hvort það skipti máli að stefndi eða forsvarsmenn stefnda hafi sýnt af sér saknæma háttsemi eða hvort það dugi að beiting þeirra á framangreindri reglu hafi verið röng, sem eins og áður segir, slegið verður föstu. Þeirri skoðun hefur vaxið fiskur um hrygg hin síðari ár í skaðabótarétti, að ef unnt er að staðreyna að tjóni hafi verið valdið með háttsemi sem felur í sér brot á skráðri réttar - eða hátternisreglu þá ve rði gengið út frá því eðli máls samkvæmt að háttsemin sé ólögmæt en einnig að hún sé þá saknæm og þar með bótaskyld að uppfylltum öðrum skilyrðum. Þannig þurfi ekki að skoða sérstaklega hver afstaða tjónvalds hafi verið til brotsins, heldur einungis horft til þess hvort sannanlega hafi verið brotin réttarregla þannig að hafi valdið öðrum aðila tjóni. Dómurinn telur að reglan hafi aukið vægi og verði reyndar mögulega vart beitt nema í hlut eigi stjórnvöld, andspænis borgurunum. 52 Eðli máls samkvæmt hefur þessi regla yfirbragð hlutlægrar bótareglu og er það auðvitað svo í raun. Það er sem sagt ekki talin ástæða til að skoða til hlítar bakgrunn málsins þ.e. þann er lýtur að huglægri afstöðu tjónvalds, heldur látið við það sitja að fallast á bótaábyrgð ef hægt er að slá því föstu að reglur hafi verið brotnar og orsakatengsl séu þá á milli þeirrar háttsemi og meints tjóns þess er fyrir verður. Mikilvægt er, við mat á því hvort beita skuli reglu í framangreinda veru, að skoða hvort um brot á ákvæðum sé að ræða sem f eli í sér reglur sem gegnum og skynsömum manni beri að hegða sér samkvæmt til að ekki skapist hætta á tjóni á lögvernduðum hagsmunum annarra. Dómurinn telur augljóst í þessu máli að sú ákvörðun stefnda að áskilja samþykki allra sameigenda Fells fyrir starf semi stefnanda hafi verið til þess fallin að valda stefnanda tjóni, enda vafalaust eins og fyrr segir að sá aðili sem fyrir var á fleti myndi aldrei samþykkja aðkomu stefnanda að svæðinu, en forsvarsmönnum stefnda hefur hlotið að vera þetta ljóst. Þótt ke nningar um framangreinda reglu hafi vissulega mikið til beinst að reglum sem ekki hefur verið gætt að og hefðu leitt til annarrar niðurstöðu, ef eftir þeim hefði verið farið, telur dómurinn einnig hægt í a.m.k. sumum tilvikum að beita henni þegar stjórnval d beitir lagareglu eða öðrum reglum, s.s. í reglugerð, með röngum hætti. Þar tjói ekki fyrir stjórnvald eins og áður er rakið að yppta öxlum og vísa til þess að íþyngjandi og tjónvaldandi ákvörðun hafi einfaldlega verið byggð á túlkun á viðkomandi ákvæðum. Ef um væri að ræða reglu sem hefði verið með öllu sniðgengin þá gefur réttarframkvæmd og kenningar fræðimanna vísbendingar um að það gagnist stjórnvaldi ekki, til að firra sig ábyrgð, ef þannig má að orði kveða, að kveðast ekki hafa haft hugmynd um reglun a eða að stjórnvaldið haldi því fram að það hafi talið að reglan ætti hreinlega ekki við. Slíkri stöðu má að mati dómsins jafna til þeirrar stöðu sem uppi er í máli þessu, þar sem því er einfaldlega haldið fram að það ákvæði sem irselt túlkun og/eða skýringu, og að röng túlkun reglu hafi orðið ofan á. Í máli þessu eru einnig margar vísbendingar eins og að framan greinir, um að forsvarsmenn sveitarfélagsins þ.e. stefnda hafi gengið fram með þeim hætti að þeim 53 mátti vera fullljóst að líkur stæðu til þess að ákvarðanir þeirra væru til þess fallnar að valda stefnanda tjóni. Dómurinn telur vafalaust miðað við gögn málsins að orsakatengsl eru á milli hinnar ólögmætu háttsemi stefnda og þess tjóns sem stefnandi hefur að því er vi r ðist orðið fyrir. Jafnframt verður að telja meint tjón hans sennilega afleiðingu af háttseminni, enda með henni brugðið með au g ljósum hætti fæti fyrir stefnanda og forvera hans til að reka fyrirtæki sitt og starfsemi með þeim hætti sem hann taldi skila sér mest um eða a.m.k. meiri ábata en sú starfsemi sem hann þó var með. Því er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnanda með þeim ákvörðunum sem stefnt er vegna. Er þá ekki þörf á ítarlegri umfjöllun um þá háttsemi sem lýst er í stefnu málsins að stefndi hafi viðhaft, þar með talið um meint brot á tilteknum meginreglum stjórnsýsluréttar. Kemur þá til skoðunar hvort stefnandi hafi sýnt fram á að hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þessara ákvarðana forsvarsmanna stefn da. Af gögnum málsins verður ráðið að útgerð frá austurbakka Breiðamerkurlóns hafi frá því að ferðamannastarfsemi hófst á svæðinu, verið mun ábatasamari en starfsemi á vesturbakkanum, þ.e. í þjóðlendunni. Í þetta hefur stefnandi og sá sem hann leiðir krö fu sína af, sótt um tíu ára skeið og freistað þess að komast með sinn búnað og viðskipti þangað. Þetta hefur stefnanda tekist að einhverju marki á síðustu árum auk þess að reka starfsemi á vesturbakkanum, stundum að því er virðist í óleyfi, en um það hverf ist málið þ.e. að stefnandi hafi ekki fengið leyfi til starfsemi eins og hann leitaðist eftir, en hann hins vegar talið sig vera að takmarka sitt tjón. Dómurinn telur ekki ástæðu til fjalla um það hvort meint óleyfisstarfsemi stefnanda á svæðinu hafi ger t hann skaðlausan eins og stefndi hefur ýjað að, og hefur dómurinn ekki forsendur til að meta það miðað við framlögð gögn. Dómurinn telur til að mynda tilvísanir stefnda til umfjallana á Trip Advisor um starfsemi stefnanda ekki getað skipt hér máli. Hitt l iggur fyrir að stefnandi hefur aflað skýrslu, sem verður að telja sérfræðiskýrslu, frá endurskoðenda - og ráðgjafarfyrirtækinu Ernst & Young ehf. Ekki 54 verður skýrslunni jafnað til niðurstöðu dómkvadds eða dómkvaddra matsmanna, og hefur ekki sjáanlega verið gerður ágreiningur um að stefnda hafi ekki verið gefinn kostur á einhvers konar aðkomu að þessari samantekt eða notið þar andmælaréttar. Hins vegar gefur skýrslan mjög eindregið til kynna að stefnandi hafi orðið fyrir umfangsmiklu tjóni á þessu árabili veg na þess að hann hafi ekki fengið þá aðstöðu sem hann hafi óskað eftir, en synjun um það byggðist á eins og að framan greinir á ólögmætum forsendum. Þrátt fyrir að dómurinn komist hér síðar að þeirri niðurstöðu að kröfur vegna tveggja fyrri ákvarðana stefnd a séu fyrndar breytir það ekki þessari niðurstöðu, þar sem líkur standa þrátt fyrir það til þess að stefnandi hafi einnig orðið fyrir tjóni vegna þeirra tveggja ákvarðana sem á eftir fylgdu. Í máli þessu verður eðli máls samkvæmt engu slegið föstu um umf ang meints tjóns stefnanda en einungis látið við það sitja að tjón hafi að öllum líkindum orðið. Í þeim efnum verður ekki séð að dómaframkvæmd áskilji einhvers konar lágmark meints tjóns, heldur litið til framangreindra sjónarmiða um líkindi, þannig að ski lyrðum 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 sé fullnægt. Því telur dómurinn með vísan til framangreinds að ákvæði 25. gr. standi ekki í vegi þess að felldur sé efnisdómur á málið. Að síðustu kemur þá til skoðunar hvort kröfur stefnanda s em rekja má til ákvarðana sem stefndi tók fyrir maí 2014 séu fyrndar í ljósi þess að mál þetta hafi ekki verið höfðað fyrr en 28. maí 2018, en ekki er ágreiningur gerður um að skaðabótakröfur eins og þær sem hér er fjallað um fyrnast á fjórum árum samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þótt hér sé um að ræða mál til viðurkenningar á bótaskyldu og að fallist hafi verið á að lögvarðir hagsmunir standi til þess að stefnandi fái úrslausn um það atriði telur dómurinn allt að einu nauðsynlegt að f jalla um það í þessu máli, eins og kröfugerð stefnanda er háttað, hvort kröfur stefanda séu að einhverju leyti fyrndar, þ.e. að kröfur fyrir maí 2014 séu fallnar niður fyrir fyrningu. Lögmenn beggja aðila hafa enda fjallað um þessar málsástæður í sínum eri ndum til dómsins sem og málflutningsræðum. Frá fyrstu ákvörðun stefnda sem hér er deilt um eru liðin rétt rúm tíu ár, en þegar mál þetta var höfðað höfðu liðið um átta ár frá því að stefnanda var synjað fyrst. Eins og 55 að framan greinir fyrnast skaðabótakr öfur samkvæmt núgildandi lögum á fjórum árum. Meginreglan samkvæmt fyrningarlögum er sú að fyrningarfrestur reiknast frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Sérreglur gilda þó um sumar kröfur og það á við u m skaðabótakröfur sem samkvæmt 1. mgr. 9. gr. fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því, eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Stefnandi miðar við það að það hafi ekki verið fyrr en með dómi Hæstaréttar í máli nr. 44/2016 sem honum hafi orðið ljóst að hverjum honum bæri að beina kröfum sínum að. Stefnandi byggir allt sitt mál á því að það hafi verið ákvarðanir stefnda sem ollu hon um meintu tjóni. Verður ekki séð að hann hafi mátt velkjast í vafa um þetta allt frá 2010, þ.e. að það væru ákvarðanir stefnda sem hefðu verið til þess fallnar að valda honum tjóni. Þannig er ekki sjáanlegur annar mögulegur tjónvaldur. Því er það mat dómsi ns að framangreindur dómur Hæstaréttar hafi að þessu leyti ekki valdið einhverjum straumhvörfum í málinu eða dómur Héraðsdóms Austurlands sem áður er getið. Verður því að telja að þegar árið 2010, eða eftir atvikum eftir ákvörðun stefnda 27. janúar 2014, hafi legið fyrir hver gæti verið eini mögulegi tjónvaldurinn og stefnanda þá verið í lófa lagið að leita réttar síns enda hafi hann miðað við málatilbúnað sinn, strax gert sér grein fyrir meintu tjóni sínu af völdum ákvarðana stefnda, enda hefur hann bygg t málatilbúnað sinn á því að hann hafi svo til frá fyrsta degi leitast við að takmarka tjón sitt. Verður að líta svo á að mjög fljótlega hafi því stefnandi álitið sig eiga kröfu til skaðabóta. Því telur dómurinn að þegar mál þetta var höfðað 28. maí 2018 hafi kröfur sem rekja megi til meint tjóns vegna ákvarðana stefnanda 20. maí 2010 og 27. janúar 2014 verið fyrndar. Ekki verður fallist á að kröfur vegna ákvarðana stefnda 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015 hafi fallið niður fyrir tómlætissakir. Ekki höfðu þannig af hálfu stefnanda verið 56 hafðar uppi kröfur á hendur stefnda og hann hafnað þeim, en dómurinn lítur þannig á að einhver slík samskipti þurfi að eiga sér stað til að kröfur geti fallið niður vegna tómlætis og þar með vikið til hliðar reglum um fyrnin gu. Ekki er ástæða til, eins og fyrr segir, að fjalla um aðrar málsástæður stefnanda einkum varðandi reglur stjórnsýsluréttar og meint brot stefnda á þeim. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á kröfur stefnanda eins og í dómsorði greinir. R étt þykir að stefndi greiði stefnanda málskostnað sem með hliðsjón af umgangi málsins telst hæfilegur 2.000.000 króna. Það skal þó sagt að málatilbúnaður stefnanda er að mati dómsins allt of umfangsmikill miðað við sakarefni og málástæður og að hægt hefði verið að mati dómsins að koma þeim málsatvikum og málsástæðum sem byggt er á, í mun þrengri búning heldur en raun ber vitni. Málið fluttu Jón Þór Ólason lögmaður fyrir hönd stefnanda og Árni Helgason lögmaður fyrir stefnda. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: V iðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, vegna ætlaðs tjóns stefnanda, Ice Lagoon ehf., á ferðaþjónustustarf semi hans við austurbakka Jökulsárlóns á landi Fells, vegna ákvarðana stefnda 15. ágúst 2014 og 10. mars 2015, um að hafna umsóknum stefnanda um stöðuleyfi við austurbakka Jökulsárlóns á landi Fells. Stefndi greiði stefnanda 2.000.000 kr. í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson