Héraðsdómur Vesturlands Dómur 19. maí 2020 Mál nr. S - 62/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Þorstein i Andr a Jóhanness yni ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 24. febrúar 2020 á hendur ákærða, Þorsteini Andra Jóhannessyni, kt. ... , Egilsgötu 15, Borgarnesi. Málið var dómtekið 30 . apríl 20 20 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eftirtalin brot: 1. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 22. janúar 2019, í húsnæði við Fálkahöfða 8 í Mosfellsbæ, haft í vörslum sínum 26,50 g af kannabisefnum (plöntuhlutar, skunkar og l auf á stönglum) og 73 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr . 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 2. Umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 24. ágúst 2019, ekið bifreiðinni DRA35, og óhæfur til að stjórna h enni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 6,8 ng/ml ), um Vesturlandsveg við Grjótháls í Reykjavík og á sama tíma haft í vörslum sínum 19,42 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 1. mgr., 2. mgr. 50. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019 og 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974; og 2. g r. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. 3. Umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 5. nóvember 2019, ekið bifreiðinni DRA35, og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna á hrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 10 ng/ml ), um Straum og gegn einstefnu inn á bifreiðastæði við N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 3. mgr. 7. gr., 1. mgr., 2. mgr. 50. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1.mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019. 2 4. Umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 10. nóvember 2019, ekið bifreiðinni DRA35 , og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 27 ng/ml), um Borgarbraut í Borgarnesi uns lögregla stöðvaði aksturinn við Skallagrímsgötu og á sama tíma haft í vörslum sínum 0,73 g af tó baksblönduðu kannabisefni. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 1. mgr., 2. mgr. 50. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019 og 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um á vana - og fíkniefni nr. 65/1974; og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. 5. Umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 22. nóvember 2019, ekið bifreiðinni DRA35, og óhæfur til að stjórn a henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 5,9 ng/ml), um Vesturlandsveg uns lögregla stöðvaði aksturinn við Harðbakka í Hvalfjarðarsveit. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, nú 1. mgr., 2. mgr. 50. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. g r. og 102. gr. umferðarlaga, nú skv. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á 26,50 g af kannabisefnum (plöntuhlutar, skunkar og lauf á stönglum), 73 kannabisplöntum, 19,42 g af maríhúana og 0,73 g af tóbaksblönduðu kannabisefn i , allt sem hald var lagt á við rannsókn málsins, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglu gerðar nr. 233/2001. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki mál á sakaskrá sem hefur áhrif á ákvörðun viðurlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða er þess að gæta að það horfir honum til málsbóta að hann hefur greiðlega gengist við brotunum. Að því virtu sem hér hefur verið rakið þykir refsing ákærða hæfilega ákv eðin fjögurra mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Þá þykir rétt, með vísan til 101. og 102. gr . umferðarlaga nr. 50/1987, að svipta ákærða ökurétti í tvö ár og sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. 3 Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, með síðari breytingum, ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu og ákvörðun dómsins um þóknun verjanda, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði. Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Þorsteinn Andri Jóhannesson sæti fjögurra mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldið ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku á 26,50 g af kannabisefnum (plöntuhlutar, skunkar og lauf á stönglum), 73 kannabisplöntum, 19,42 g af maríhúana og 0,73 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Ákærði greiði þóknun verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögman n s, 3 2 7 . 820 krónur. Þá greiði ákærði annan sakarkostnað að fjárhæð 688 . 744 krónur. Guðfinnur Stefánsson