Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 8. maí 2020 Mál nr. S - 56/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilberg s son lögreglustjóri ) g egn Andr a Hrafn i Vilhelmss yni ( Bragi Rúnar Axelsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, s em þingfest var 20. apríl sl. og dómtekið mánu daginn 4 . maí sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum þann 20. mars sl., á hendur Andra Hrafni Vilhelmssyni, kt. 000000 - 0000 , , , fyrir líkamsárás og vopnalagabrot, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 21. desember 2019, veist að A , þar sem þeir voru staddir í anddyri skemmtistaðarins Edinborg Bístró, í Edinborgarhúsinu Aðalstræti 7 á Ísafirði, og slegið hann hnefahöggi í andlit og í beinu kjölfari slegið kærustu A , B , sömuleiðis hnefahöggi í andlit, þannig að hún féll í gólfið, allt með þeim afleiðingum að A hlaut mar í kringum vinstra auga og 1 cm langa rispu fyrir neðan augað og B 2 cm roðblett á hægra kinnbeini beint undir hæg ra auga, auk 3 cm bólgu á höfði vinstra megin og á sama tíma borið á sér bitvopn á almannafæri án nægjanlegs tilefnis. Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopna laga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess og krafist að ofangreint bitvopn, sem lögregla lagði hald á, verði gert upptækt skv. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. mgr. 37. gr. vopnalaga. II Ákærði mætti við fyrirtöku málsins 4. maí sl. ásamt skipuðum verjanda sínum og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að 2 verjanda ák ærða og fulltrúa ákæruvalds hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik er vísað til ákæru og gagna málsins. Það er mat dómsins að játning ákærða samræmist rannsóknargögnum málsins og verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og eru brot hans þar rétt heimfærð til refisiákvæða. Ákærði er fæddur árið . Við ákvörðun refsingar verður til þess litið að ákærði hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður sætt refsingu og sö muleiðis til játningar ákærða . Til refsiþyngingar horfir hins vegar að árás ákærða var tilefnislaus. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 0 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði a lmennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði þó knun skipaðs verjanda síns, Braga Rúnars Axelssonar lögmanns, 99.200 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Auk þess greiði ákærði annan sakarkostna ð, sem samkvæmt yfirliti lögreglu nemur samtals 28 . 20 0 krónum. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er gert upptækt bitvopn, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð i , Andri Hrafn Vilhelmsson , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði greiði 127.400 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Braga Rúnars Axelssonar lögmanns. Upptækt er gert bitvopn. Ber gþóra Ingólfsdóttir