Héraðsdómur Austurlands Dómur 8. j úlí 2020 Mál nr. S - 97/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi ( Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri ) g egn X ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Mál þetta, sem dómtekið var 3. j úlí sl. , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni, 4. maí sl., á hendur X , kt. , , : ,, fyrir eftirtalda háttsemi sem framin var í Fjarðabyggð : I Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardagskvöldið 7. desember 2018, ekið bifreiðinni austur Norðfjarðarveg í Reyðarfirði, á móts við álver Alcoa, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Vínan í blóði ákærða mældist 245 ng/ml. III Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, síðar sama kvöld og greint er í ákærulið I og II, í sölu - og dreifingarskyni, haft í vörslum sínu m 0,75 gr af Marihuana, sem fannst við leit á heimili ákærða að í og fyrir að hafa frá árinu 2018, fram að því, stundað sölu fíkniefna. IV Fyrir peningaþvætti, með því að hafa á tímabilinu frá 12. október 2018 til 24. september 2019, tekið við, aflað sér, geymt og/eða umbreytt ávinningi af sölu - og dreifingu ótiltekins magns fíkniefna, samtals að fjárhæð kr. 501.685, sem var 2 ávinningur af þeim brotum sem honum eru gefin að sök í III. kafla ákærunnar, en fjármunirnir höfðu verið lagðir inná b ankareikning ákærða nr. í . Telst ákæruliður I varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. breytingarlög. Telst ákæruliður III varða við 2. gr., sbr. 5 . og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Ákæruliður IV telst varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. breytingarlög. Þá er þess krafist að gerð verð upptæk framangreind 0,75 gr af Marihuana, sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Við þingfestingu málsi ns, hinn 2 7 . maí sl., var að ósk ákærða Páll Kristjánsson lögmaður skipaður verjandi hans , en málinu frestað að öðru leyti. Við fyrirtöku málsins fyrir dómi hinn 3. j úlí sl. lýsti ákærandi því yfir að ákæruvaldið félli alfarið frá sakargiftum og lagatilvísunum samkvæmt II. ákærulið ákæru. Af hálfu verjanda voru í nefndu þinghaldi m.a. lögð fram heil sufarsvottorð , sem vörðuðu ákærða. Ákærði lýsti því þá jafnframt yfir að hann játaði sak ir samkvæmt hinni breyttu ákæru. Skipaður verjandi hefur fyrir dómi krafist þess að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög heimila, en að auki kr efst hann hæfilegra málsvarnarlauna og útlagðs ferðakostnaðar . A . Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í hinni breyttu ákæru. Játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, þ. á 3 m. framburðar skýrslur og rannsóknarskýrslur rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði Háskóla Íslands . Að ofangreindu virtu og m eð játningu ákærða, sem ekki er ástæða til a ð efa að sé sannleikanum samkvæm er að álit i dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru er lýst í I. III. og IV ákæru lið . Brot ákærða samkvæmt nefndum ákæruliðum eru réttilega heimfærð til laga , en umferðarlagabrot in samkvæmt I. ákærulið varða nú við sambærileg ákvæði nýrra umferðarlaga nr. 77/2019, þ.e. 1. sbr. 2. m gr. 49. g r. og 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru , samkvæmt fyrrnefndum ákæruliðum og tilvitn u ðum lagaákvæðum . B . Ákærði, sem er ára, hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingum . Í máli þessu hefur ákærði verið fundinn sekur um umferðarlagabrot, en einnig fyrir peningaþvætti og brot á ávana - og fíkniefnalöggjöfinni, sbr. áður tilvitnuð lagaákvæði . Ber að ákvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af ákvæði 1. mgr. 2. gr. hegningarlagnanna , en einnig 1. sbr. 4. mgr. 77. gr, sömu laga. Að ofangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Að auki verður ákær ði, að virtu ákvæði 98. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , sbr. áður 8. mgr. 100. gr. eldri umferðarlaga, dæmdur til greiðslu fésektar, að fjárhæð 270.000 krónur. Gögn málsins bera með sér að viðhorfsbreyting hafi orðið hjá ákærða hina allra síðust u mánuð i , en læknis - og meðferðarvottorð eru því til vitnis . Að þessu virtu, en einnig í ljósi skýlausrar játningar ákærða og þess að hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, sbr. m.a. 8. tl. 70. g r hegningarlaganna , er fært að skilorðsbinda fangelsisrefsingu hans eins og nánar segir í dómsorði. Ákærði skal á hinn bóginn greiða s ektin a innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann átján daga fangelsi. 4 Með vísan til tilvitnaðara lagaákvæða í ákæru, sbr. nú 1. m gr. 101. g r. umferðarlaga nr. 77/2019 , ber að svipta ákærða ökurétti, sem eftir atvikum þykir hæfi lega ákveðin 12 mánuðir frá birtingu dómsins. Dæma ber ákærða til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum svo sem í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, e n samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur kostnaður hans vegna rannsóknar málsins 159.086 krónum. Málflutningsþóknun skipaðs verjanda vegna starfa hans við lögreglurannsókn málsins og fyrir dómi þyk ir hæfilega ákveðin 547.480 krónur, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts og nokkurs ferðatíma. Að auki á verjandinn rétt á greiðslu vegna útlagðs ferðakostnaðar samkvæmt reikningum, samtals 80.695 krónur. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri . Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðunum, haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. almennra hegningarl aga nr. 19/1940. Ákærði greiði 270.000 krón a sekt til ríkssjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann átján daga fangelsi. Ákærði er sviptur ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 0,75 gr af marihuana, sem lögregl a lagði hald á. Ákærði greiði 787.261 krónu í sakarkostnað , og eru þar innifalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Páls Krist j ánssonar lögmann s , 547.480 krónur, og ferðakostnaður verjandan s 80.695 krónur.