Héraðsdómur Austurlands Dómur 27. nóvember 2020. Mál nr. S - 149/2020: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Birna Ósk Bjarnadóttir lögmaður) Dómur A. Mál þetta, sem dómtekið var 13. nóvember 2020, er höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Austurlandi á hendur X , kt. , til heimilis að . Ákæra, útgefin 15. júlí 2020. Með þessari ákæru er mál höfðað á hendur ákærða , en hún hljóða r svo í endanlegri gerð ; ,,fyrir eftirtalda háttsemi sem framin var í Fjarðabyggð: Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa um nokkurt skeið fram til föstudagsins 1. nóvember 2019, í sölu - og dreifingarskyni, haft í vörslum sínum 55 ,33 gr af kókaíni, sem fannst við leit á heimili ákærða að . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlits skyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verð upptæk framangreind 55,33 gr af kókaíni, sem hald var lagt á, með vísan til 6. m gr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. Ákæra, útgefin 17. september 2020. - , lyfsölu - og lyfjalagabrot, með því að hafa pantað frá Póllandi og fengið sent á nafni konu sinnar A , kt. , með sendingu sem var stöðvuð og haldlögð af tollayfirvöldum þann 21. mars 2019 og sem fékk viðtökunúmerið RR159038468PL, á póstmiðstöð Íslandspósts hf., Stórhöfða 32, Reykjavík, eftirtalin efni sem hann hafði ekki 2 innflutnin gsleyfi fyrir og sem hann greindi tollayfirvöldum ekki frá, né lagði fram tilskilin gögn, en sendingin innihélt stera: 1. 20 ml. Uber Pharma, Ubertest Enan 250 (testosterone Enanthate). 2. 90 töflur af Proviron - 25 (Mesterolone). 3. 3 ml. Hucog 5000 HP (Chorionic Gonadortophin). Telst þetta varða við 1. mgr. 170. gr. og 1. mgr. 172. gr. sbr. 169. gr. tollalaga nr. 88/2005, 5. mgr., sbr. 1. og 2. mgr. 51. gr., sbr. 1. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, 1. mgr. 7. gr. og 32. gr., sbr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er einnig krafist að framangreindir sterar: 20 ml. Uber Pharma, Ubertest Enan 250 (testosterone Enanthate), 90 töflur af Proviron - 25 (Mesterolone) og 3 ml. Hucog 5000 HP (Chorionic Gonadortophin), sem tollgæslan lagði hald á við rannsókn málsins, verði gerðir upptækir, sbr. 2. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. breytingarlög og 1. mgr. 181. gr. tollalaga nr Með heimildi í 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála voru ofangreind mál sameinuð. Af hálfu ákæruvalds var við meðferð málsins fyrir dómi, þann 13. nóvember sl., fallið frá hluta sakarefni s ákæru nnar sem gefin var út þann 15. júlí sl. Skipaður verjandi, Birna Ósk Bjarnadóttir lögmaður, krafðist fyrir hönd ákærða vægustu refsingar sem lög heimila. Að auki krafðist verjandinn þess að allur sakarkostnaður yrði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málflutningsþóknun, en einnig útlagður fer ðakostnaður. B. Hér fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst hér að framan. Játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu og skjöl Tollstjóra, framburðarskýrslur ákærða við rannsókn málsins og loks matsgerðir Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Íslands. 3 Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að ef a að sé sannleikanum samkvæm, er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í tíunduð er hér að framan , en brot hans eru þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. he imildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að ofangreindu virtu verður ákærði og sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. C. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki sæt t refsingu, sem áhrif hefur í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verður m.a. litið til þess að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir vörslur á nokkru magni af sterku fíkniefni, ætluðu til sölu - og dreifingar, sbr. m.a. ákvæði 1., 3., 6. og 7. tl. 1. mgr. 7 0. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til refsimildunar verður á hinn bóginn litið til skýlausrar játningar ákærða við alla meðferð málsins og þess að hann lýsti yfir iðran vegna gjörða sinna. Að auki verður litið til þess að ákærði hefur samkvæmt gög num tekið sig á og m.a. leitað sér viðeigandi meðferðar, sbr. að því leyti ákvæði 8. tl. 1. mgr. 70. gr. og 9. tl. 1. mgr. 74. gr. hegningarlaganna. Að öllu ofangreindu virtu þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Fæ rt þykir að skilorðsbinda refsinguna eins og segir í dómsorði. Ákærði sæti upptöku á þeim fíkniefnum og sterum, sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á og tilgreind eru í ákærum, eins og nánar segir í dómsorði. Í ljósi málsúrslita og eftir atvikum ber að dæma ákærða , sbr. ákvæði 235. gr. laga nr. 88/2008 , til að greiða sakarkostnað vegna rannsóknar málsins , sem samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur samtals 166.444 krónum. Því til viðbótar ber að dæma ákærða til að greiða 2/3 hluta af málflutningsþóknun sk ipaðs verjanda síns, Birnu Óskar Bjarnadóttur lögmanns , en þau þykja eftir atvikum og með hliðsjón af tímaskýrslu hæfilega ákveðin í heild 504.680 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti. Að auki verður ákærði dæmdur til að greiða sama hlutfall af f erðakostn að verjandans , að fjárhæð 97.832 krónur. 1/3 hluti af nefndum málflutnings - og ferðakostnaði skal falla á ríkissjóð. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 4 D Ó M S O R Ð: Ákæ rði, X , sæti fjögurra mánaða fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á 55,33 g af kókaíni og 20 ml Uber Pharma, Ubertest Enan 250 (testosterone Enanthate), 90 töflum af Proviron - 25 (Mesterolone) og 3 ml Hucog 5000 HP (Chorionic Gonadortophin). Ákærði greiði 568.116 krónur í sakarkostnað, og er þar innifa lin 2/3 hlutar af málflutningsþóknun skipaðs verjanda hans, Birnu Óskar Bjarnadóttur lögmanns, sem í heild ákvarðast 504.680 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig 2/3 hlutar af ferðakostnað i verjandans , sem í heild ákvarðast 97.832 krónur. 1/3 hluti af nefndum kostnaði, 200.837 krónur, greiðist úr ríkissjóði.